Veitir sýn inn í líf og reynsluheim hinsegin fólks Magnús Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2016 11:30 Björn Unnar Valsson ætlar að leiða Hinsegin bókmenntagöngu á vegum Borgarbókasafnsins í kvöld. Visir/GVA Hinsegin dagar standa nú sem hæst og á meðal fjölmargra bráðskemmtilegra viðburða á hátíðinni er hinsegin bókmenntaganga á vegum Borgarbókasafnsins í Reykjavík. Björn Unnar Valsson, verkefnisstjóri hjá Borgarbókasafninu, ætlar að leiða gönguna sem hefst í kvöld kl. 20 en gengið verður frá Grófinni um sögulega staði í borginni. Björn Unnar segir að áætlað sé að gangan taki um 90 mínútur en það verður víða staldrað við og lesnir textar eftir bæði samkynhneigða og gagnkynhneigða rithöfunda og skáld sem veita innsýn í samfélag og líf samkynhneigðra einstaklinga. „Það er nú nokkuð fjölbreyttur hópur höfunda og skálda sem ég ætla að lesa texta eftir í göngunni og þar á meðal má nefna Elías Mar, Málfríði Einarsdóttur, Elías Knörr, Guðberg Bergsson, Sjón, Vigdísi Grímsdóttur, Ingunn Snædal, Hallgrím Helgason og Evu Rún Snorradóttur. Okkur langaði til þess að taka þátt í þessari skemmtilegu og mikilvægu hátíð og erum líka að leggja mikla áherslu á hinsegin bókakost safnsins á sama tíma þannig að það er tilvalið að koma við á safninu í vikunni og kynna sér hvað er í boði. Við höfum verið nokkrum sinnum áður með hinsegin bókmenntagöngu og þetta hefur verið að mælast vel fyrir og svo gætum við þess að vera með nýjungar í ár svo það er ekkert sem mælir á móti því fyrir þá sem hafa komið áður að mæta aftur.“Björn Unnar segir að þrátt fyrir að vera göngustjóri í hinsegin bókmenntagöngunni í ár geti hann ekki stært sig af því að hafa stúderað hinsegin bókmenntir sérstaklega. „Nei, ég get nú ekki sagt það. En ég er sá sem er hvað mest með þessar göngur á minni könnu eins og er. Ég hef reynt að setja mig inn í þetta eins og ég frekast gat og þetta eru góðar bókmenntir sem verða þarna í för með okkur og það er lykilatriði. En ég get til að mynda ekki fullyrt um það hvort og þá hversu mikilvægur hluti af réttindabaráttunni þetta er en ég held að það hljóti að vera mikilvægur hluti af því hvernig utanaðkomandi aðilar, eins og ég sjálfur, geti fengið einhverja sýn á þessa hlið mannlífsins. Auk þess hlýtur það að vera mikilvægt fyrir þá höfunda sem eru hinsegin að geta skrifað um þann reynsluheim og þann hluta lífsins án þess að vera að fela það einhvern veginn. Það er verið að deila reynslu og lífi í bókmenntunum og það kristallast ákaflega vel hér. Ef við lítum á Elías Mar þá var hann ákveðinn brautryðjandi í þessum efnum, lykilhöfundur ef svo má segja, sá fyrsti sem kemur beint fram með sína kynhneigð. Þemað í ár er sagan en í göngunni reynum við að taka soldið úr þessum breiða hópi í þessari löngu sögu. Lesum texta höfunda allt frá Elíasi Mar og yfir í bók sem kom út fyrir aðeins nokkrum mánuðum og heitir Tappi á himninum, eftir Evu Rún Snorradóttur, og vonandi náum við að sýna fram á ákveðna þróun með þessari nálgun. Það kostar ekkert í gönguna og vonandi geta því sem flestir komið og notið þeirra merku og góðu bókmennta sem þarna koma við sögu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Hinsegin dagar standa nú sem hæst og á meðal fjölmargra bráðskemmtilegra viðburða á hátíðinni er hinsegin bókmenntaganga á vegum Borgarbókasafnsins í Reykjavík. Björn Unnar Valsson, verkefnisstjóri hjá Borgarbókasafninu, ætlar að leiða gönguna sem hefst í kvöld kl. 20 en gengið verður frá Grófinni um sögulega staði í borginni. Björn Unnar segir að áætlað sé að gangan taki um 90 mínútur en það verður víða staldrað við og lesnir textar eftir bæði samkynhneigða og gagnkynhneigða rithöfunda og skáld sem veita innsýn í samfélag og líf samkynhneigðra einstaklinga. „Það er nú nokkuð fjölbreyttur hópur höfunda og skálda sem ég ætla að lesa texta eftir í göngunni og þar á meðal má nefna Elías Mar, Málfríði Einarsdóttur, Elías Knörr, Guðberg Bergsson, Sjón, Vigdísi Grímsdóttur, Ingunn Snædal, Hallgrím Helgason og Evu Rún Snorradóttur. Okkur langaði til þess að taka þátt í þessari skemmtilegu og mikilvægu hátíð og erum líka að leggja mikla áherslu á hinsegin bókakost safnsins á sama tíma þannig að það er tilvalið að koma við á safninu í vikunni og kynna sér hvað er í boði. Við höfum verið nokkrum sinnum áður með hinsegin bókmenntagöngu og þetta hefur verið að mælast vel fyrir og svo gætum við þess að vera með nýjungar í ár svo það er ekkert sem mælir á móti því fyrir þá sem hafa komið áður að mæta aftur.“Björn Unnar segir að þrátt fyrir að vera göngustjóri í hinsegin bókmenntagöngunni í ár geti hann ekki stært sig af því að hafa stúderað hinsegin bókmenntir sérstaklega. „Nei, ég get nú ekki sagt það. En ég er sá sem er hvað mest með þessar göngur á minni könnu eins og er. Ég hef reynt að setja mig inn í þetta eins og ég frekast gat og þetta eru góðar bókmenntir sem verða þarna í för með okkur og það er lykilatriði. En ég get til að mynda ekki fullyrt um það hvort og þá hversu mikilvægur hluti af réttindabaráttunni þetta er en ég held að það hljóti að vera mikilvægur hluti af því hvernig utanaðkomandi aðilar, eins og ég sjálfur, geti fengið einhverja sýn á þessa hlið mannlífsins. Auk þess hlýtur það að vera mikilvægt fyrir þá höfunda sem eru hinsegin að geta skrifað um þann reynsluheim og þann hluta lífsins án þess að vera að fela það einhvern veginn. Það er verið að deila reynslu og lífi í bókmenntunum og það kristallast ákaflega vel hér. Ef við lítum á Elías Mar þá var hann ákveðinn brautryðjandi í þessum efnum, lykilhöfundur ef svo má segja, sá fyrsti sem kemur beint fram með sína kynhneigð. Þemað í ár er sagan en í göngunni reynum við að taka soldið úr þessum breiða hópi í þessari löngu sögu. Lesum texta höfunda allt frá Elíasi Mar og yfir í bók sem kom út fyrir aðeins nokkrum mánuðum og heitir Tappi á himninum, eftir Evu Rún Snorradóttur, og vonandi náum við að sýna fram á ákveðna þróun með þessari nálgun. Það kostar ekkert í gönguna og vonandi geta því sem flestir komið og notið þeirra merku og góðu bókmennta sem þarna koma við sögu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira