Þetta er svona okkar partímúsík Magnús Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2016 12:30 Andri Ólafsson og hljómsveitin Secret Swing Society ásamt Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu. Visir/Hanna Líflegri Jazzhátíð Reykjavíkur lýkur um helgina en það er svo sannarlega enn af nægu að taka. Í dag er fjöldi spennandi tónleika og viðburða á dagskrá og morgundagurinn gefur ekkert eftir. Sunnudagurinn hefst strax kl. 15 með tónleikum Secret Swing Society með hressandi sveifludjassi í anda Louis Prima, Fats Waller og Django Reinhardt. Andri Ólafsson, kontrabassaleikari sveitarinnar, segir að uppruna Secret Swing Society megi rekja til námsára félaganna í Hollandi fyrir einum sex árum. „Við vorum allir í tónlistarskóla í Amsterdam og tókum upp á því að spila gamla svingmúsík í okkar frítíma. Fyrst var þetta bara instrúmental og svo fórum við að taka upp á arma okkar fjölradda söng gamalla sönghópa. Þetta er bara svo mikil gleðimúsík og eiginlega popptónlist þess tíma frá þriðja, fjórða og fimmta áratugnum. Þetta er eitthvað svo aðgengileg og strangheiðarlegt. Tónlist án allrar tilgerðar. Þetta voru skemmtikraftar þess tíma sem við erum að reyna að apa eftir og líka alveg frábærir tónlistarmenn. Þetta var 2010 og eftir því sem árin liðu fórum við sífellt að semja meira sjálfir. Þannig að meirihlutinn af þessum geisladiski sem við gáfum út fyrir skömmu er frumsaminn. Þar er eitt lag á íslensku, restin á ensku og svo eru þarna fjórar gamlar lummur sem við útsettum.“ Auk Andra er Secret Swing Society skipuð þeim Grími Helgasyni á klarínett, Guillaume Heurtebize á gítar og banjó, Dominykas Vysniauskas á trompet og Kristjáni Tryggva Martinssyni á píanó og harmónikku. Hljómsveitarmeðlimir sjá svo allir um sönginn. Á tónleikunum á sunnudaginn ætlar Kristjana Stefánsdóttir svo að syngja með sveitinni en fáar söngkonur svinga jafn vel og þessi frábæra söngkona. „Kristjana kemur bara inn fyrir þessa tónleika sem sérstakur gestur. Það breytir auðvitað talsverðu að fá svona söngkonu með okkur. Við setjumst svona meira í aftursætið í bakraddirnar á meðan hún leiðir sönginn og það er mjög skemmtileg tilbreyting. Annars er þetta líka það sem okkur finnst hvað skemmtilegast að gera. Þetta er svona okkar partímúsík og svo erum við öll að spila í alls konar verkefnum eins og flestir íslenskir tónlistarmenn þurfa að gera og það er gaman að takast á við fjölbreytt verkefni.“Þorgrímur Jónsson stígur á svið ásamt sínum kvintett á lokatónleikum Jazzhátíðar í ár.Kvintett Þorgríms Bassaleikarar eru í talsvert stóru hlutverki á sunnudaginn, þó svo margt fleira skemmtilegt sé í boði, því kl. 21 leiðir bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson kvintett sinn fram á sviðið í Silfurbergi og fagnar sínum fyrsta diski. Kvintett Þorgríms samanstendur af þeim Ara Braga Kárasyni á trompet, Ólafi Jónssyni á tenórsaxófón, Kjartani Valdemarssyni á píanó og Rhodes, Þorvaldi Þór Þorvaldssyni á trommur auk Þorgríms sem leikur á raf- og kontrabassa. Þorgrímur segir að þessi kvintett sé nú ekki búinn að vera lengi til. „Þessi kvintett kom til þegar ég ákvað að halda tónleika í Múlanum í mars síðastliðnum og þá fékk ég þá með mér í þetta. Þeir tónleikar heppnuðust það vel að það var ákveðið að fara með þetta í stúdíó, halda fleiri tónleika og gefa út plötu. En þar fyrir utan höfum við allir spilað gríðarlega mikið saman við alls konar tilefni. Það er ekki eins og maður hafi verið að kalla á menn sem maður ekki þekkti.“ Áhrifin sem má finna í þessum skemmtilega kvintett koma víða að og Þorgrímur segir að þetta sé svona mest lög sem hann sé búinn að vera að sanka að sér frá því hann kom úr námi fyrir tíu árum. „Eitt lagið er til að mynda alveg frá því ég spilaði útskriftartónleikana mína í Hollandi. Síðan hefur þetta verið að sankast að mér, mikið til lög sem maður hefur verið að hugsa fyrir ákveðin verkefni en ekki náð í gegn, svo þau fá pláss þarna. En svo spila ég fjölbreytta músík og með svo mörgum að áhrifin koma óneitanlega mjög víða að. Það er þarna tónlist frá Balkanskaganum og líka efni sem ég er að spila með tríói Sunnu Gunnlaugs og einnig farið í gegnum allt það popp og rokk sem maður hefur spilað frá því að maður byrjaði.“ Þorgrímur segist illa treysta sér til þess að lýsa sinni eigin tónlist og vísar fremur til orða ættingja og vina hvað það varðar: „Það sem mínir nánustu vilja meina er að þetta sé fjölbreytilegur og melódískur djass. Stuð og skemmtilegheit.“ Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Líflegri Jazzhátíð Reykjavíkur lýkur um helgina en það er svo sannarlega enn af nægu að taka. Í dag er fjöldi spennandi tónleika og viðburða á dagskrá og morgundagurinn gefur ekkert eftir. Sunnudagurinn hefst strax kl. 15 með tónleikum Secret Swing Society með hressandi sveifludjassi í anda Louis Prima, Fats Waller og Django Reinhardt. Andri Ólafsson, kontrabassaleikari sveitarinnar, segir að uppruna Secret Swing Society megi rekja til námsára félaganna í Hollandi fyrir einum sex árum. „Við vorum allir í tónlistarskóla í Amsterdam og tókum upp á því að spila gamla svingmúsík í okkar frítíma. Fyrst var þetta bara instrúmental og svo fórum við að taka upp á arma okkar fjölradda söng gamalla sönghópa. Þetta er bara svo mikil gleðimúsík og eiginlega popptónlist þess tíma frá þriðja, fjórða og fimmta áratugnum. Þetta er eitthvað svo aðgengileg og strangheiðarlegt. Tónlist án allrar tilgerðar. Þetta voru skemmtikraftar þess tíma sem við erum að reyna að apa eftir og líka alveg frábærir tónlistarmenn. Þetta var 2010 og eftir því sem árin liðu fórum við sífellt að semja meira sjálfir. Þannig að meirihlutinn af þessum geisladiski sem við gáfum út fyrir skömmu er frumsaminn. Þar er eitt lag á íslensku, restin á ensku og svo eru þarna fjórar gamlar lummur sem við útsettum.“ Auk Andra er Secret Swing Society skipuð þeim Grími Helgasyni á klarínett, Guillaume Heurtebize á gítar og banjó, Dominykas Vysniauskas á trompet og Kristjáni Tryggva Martinssyni á píanó og harmónikku. Hljómsveitarmeðlimir sjá svo allir um sönginn. Á tónleikunum á sunnudaginn ætlar Kristjana Stefánsdóttir svo að syngja með sveitinni en fáar söngkonur svinga jafn vel og þessi frábæra söngkona. „Kristjana kemur bara inn fyrir þessa tónleika sem sérstakur gestur. Það breytir auðvitað talsverðu að fá svona söngkonu með okkur. Við setjumst svona meira í aftursætið í bakraddirnar á meðan hún leiðir sönginn og það er mjög skemmtileg tilbreyting. Annars er þetta líka það sem okkur finnst hvað skemmtilegast að gera. Þetta er svona okkar partímúsík og svo erum við öll að spila í alls konar verkefnum eins og flestir íslenskir tónlistarmenn þurfa að gera og það er gaman að takast á við fjölbreytt verkefni.“Þorgrímur Jónsson stígur á svið ásamt sínum kvintett á lokatónleikum Jazzhátíðar í ár.Kvintett Þorgríms Bassaleikarar eru í talsvert stóru hlutverki á sunnudaginn, þó svo margt fleira skemmtilegt sé í boði, því kl. 21 leiðir bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson kvintett sinn fram á sviðið í Silfurbergi og fagnar sínum fyrsta diski. Kvintett Þorgríms samanstendur af þeim Ara Braga Kárasyni á trompet, Ólafi Jónssyni á tenórsaxófón, Kjartani Valdemarssyni á píanó og Rhodes, Þorvaldi Þór Þorvaldssyni á trommur auk Þorgríms sem leikur á raf- og kontrabassa. Þorgrímur segir að þessi kvintett sé nú ekki búinn að vera lengi til. „Þessi kvintett kom til þegar ég ákvað að halda tónleika í Múlanum í mars síðastliðnum og þá fékk ég þá með mér í þetta. Þeir tónleikar heppnuðust það vel að það var ákveðið að fara með þetta í stúdíó, halda fleiri tónleika og gefa út plötu. En þar fyrir utan höfum við allir spilað gríðarlega mikið saman við alls konar tilefni. Það er ekki eins og maður hafi verið að kalla á menn sem maður ekki þekkti.“ Áhrifin sem má finna í þessum skemmtilega kvintett koma víða að og Þorgrímur segir að þetta sé svona mest lög sem hann sé búinn að vera að sanka að sér frá því hann kom úr námi fyrir tíu árum. „Eitt lagið er til að mynda alveg frá því ég spilaði útskriftartónleikana mína í Hollandi. Síðan hefur þetta verið að sankast að mér, mikið til lög sem maður hefur verið að hugsa fyrir ákveðin verkefni en ekki náð í gegn, svo þau fá pláss þarna. En svo spila ég fjölbreytta músík og með svo mörgum að áhrifin koma óneitanlega mjög víða að. Það er þarna tónlist frá Balkanskaganum og líka efni sem ég er að spila með tríói Sunnu Gunnlaugs og einnig farið í gegnum allt það popp og rokk sem maður hefur spilað frá því að maður byrjaði.“ Þorgrímur segist illa treysta sér til þess að lýsa sinni eigin tónlist og vísar fremur til orða ættingja og vina hvað það varðar: „Það sem mínir nánustu vilja meina er að þetta sé fjölbreytilegur og melódískur djass. Stuð og skemmtilegheit.“
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira