Tímalög sem pensilfarið skráir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 14:00 Sýningarstjórarnir Aðalheiður og Aldís leituðu víða að verkum Karls frá ákveðnu tímabili en fylgdust með sumum verkum Erlu verða til á vinnustofu hennar. Visir/GVA Í málverki eru undirliggjandi tímalög sem pensilfarið skráir. Þangað er nafnið á sýningunni sótt,“ útskýrir Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði, þar sem sýningin Tímalög verður opnuð á morgun klukkan 18. Þar eru verk eftir listmálarann Karl Kvaran (1924-1989) og málverk og skúlptúrar eftir Erlu Þórarinsdóttur. Sýningarstjórar eru þær Aðalheiður Valgeirsdóttir og Aldís Arnardóttir. „Við vorum með ákveðin tímabil undir hjá báðum listamönnunum,“ segir Aldís. „Erum að skoða árin frá 1968 til 1978 hjá Karli og síðustu tíu ár hjá Erlu.“ Verk Karls eru víða til, bæði á söfnum og á heimilum að sögn Aldísar. „En við þurftum að hafa dálítið fyrir því að finna þau. Vorum líka að reyna að finna verk sem ekki hafa verið sýnd á síðustu árum, sum jafnvel ekki síðan 1968.“Án titils – verk Karls Kvaran.Aðalheiður segir stóra yfirlitssýningu hafa verið á verkum Karls árið 2010 í Listasafni Íslands og þá hafi verið gerður gagnagrunnur sem þær hafi fengið aðgang að. „Það bættist samt dálítið í hann núna við þessa leit okkar því við röktum okkur áfram. Það var heldur ekki bara tímabilið sem við sóttumst eftir heldur völdum við algerlega það sem okkur fannst áhugaverðast.“ Þær segja Karl hafa notað gvass mikið á þessu tíu ára tímabili en gvass er vatnsleysanlegur litur, mun þykkari en vatnslitir og meira þekjandi. „Karl tileinkaði sér gvassið sem miðil í tuttugu ár og verkin á sýningunni eru mikilvæg í hans ferli og leiða hann inn í stóru olíumálverkin sem hann fór svo að mála í kringum 1974,“ lýsir Aðalheiður. Aldís tekur við. „Þá var hann með viðamikla sýningu í Norræna húsinu, þannig að við erum bæði með gvassverkin sem einkenndu stíl hans frá 1968 og líka hans stóru olíumálverk frá 1974 til 6.“Erla sveigir og beygir formin svo þau framkalla sjónræn þrívíddaráhrif. Austur vestur nefnist þetta verk.Þá er komið að því að lýsa verkum Erlu sem eru öll frá síðustu tíu árum og nokkur alveg glæný, að sögn Aldísar og Aðalheiðar. „Við höfum meira að segja fengið að fylgjast með verkum verða til á vinnustofunni og velja úr þeim. Þar eru meðal annars nokkur verk sem listakonan leggur blaðsilfur sem tekur breytingum með tímanum og hún ætlar að láta oxast á sýningunni,“ lýsir Aldís. „Já, þau dökkna og breytast í birtunni,“ bætir Aðalbjörg við. Skyldi það þýða að fólk verði að fara daglega á sýninguna til að fylgjast með þróuninni? „Ekki segi ég það nú. Ferlið er hægara en svo,“ segir hún brosandi. „En sýningin mun standa til 13. nóvember og á milli opnunar hennar og miðbiks verður örugglega dálítill munur. Erla er líka sjálf spennt fyrir því að sjá hvað gerist.“ Aldís tekur við. „Svo erum við líka með eldri verk eftir Erlu, bæði málverk og skúlptúra. Hún er mjög mikilvirk í sinni list og á yfir 30 ára feril.“ „Já, það má segja að blaðsilfrið sé svolítið einkennandi fyrir hana. Hún er ekkert með það í öllum verkum en nýju verkin hennar eru þannig,“ segir Aðalheiður og lýsir ferlinu nánar. „Hún málar á strigann og er oft djörf í litavali, leggur síðan örþunnar silfurþynnurnar yfir og með tímanum oxast þær. Svo lakkar hún yfir og stoppar ferlið. Ræður því auðvitað hvenær það gerist. Þá rifar í undirliggjandi teikningu, liti og strúktúr.“ Sýningin Tímalög er á dagskrá Blómstrandi daga í Hveragerði og af því tilefni leikur Jazztríó Páls Sveinssonar nokkur lög við opnunina. Sunnudaginn 14. ágúst verða líka útgáfutónleikar í safninu þegar Artic strengjasveitin leikur af nýútgefnum hljómdiski íslensk þjóðlög og vinsæl sönglög. Kvartettinn skipa fiðluleikarinn Ágústa M. Jónsdóttir, víóluleikarinn Kathryn Harrison, sellóleikarinn Ólöf S. Óskarsdóttir og fiðluleikarinn Martin Frewer, sem hefur útsett öll lögin. Hljóðfæraleikararnir eiga allir sæti í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sýningin Tímalög mun standa til og með 13. nóvember og í ágúst og september er safnið opið alla daga milli klukkan 12 og 18. Aðgangur að safninu er ókeypis og allir velkomnir – líka á opnun sýningarinnar og útgáfutónleikana.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. ágúst. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Í málverki eru undirliggjandi tímalög sem pensilfarið skráir. Þangað er nafnið á sýningunni sótt,“ útskýrir Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði, þar sem sýningin Tímalög verður opnuð á morgun klukkan 18. Þar eru verk eftir listmálarann Karl Kvaran (1924-1989) og málverk og skúlptúrar eftir Erlu Þórarinsdóttur. Sýningarstjórar eru þær Aðalheiður Valgeirsdóttir og Aldís Arnardóttir. „Við vorum með ákveðin tímabil undir hjá báðum listamönnunum,“ segir Aldís. „Erum að skoða árin frá 1968 til 1978 hjá Karli og síðustu tíu ár hjá Erlu.“ Verk Karls eru víða til, bæði á söfnum og á heimilum að sögn Aldísar. „En við þurftum að hafa dálítið fyrir því að finna þau. Vorum líka að reyna að finna verk sem ekki hafa verið sýnd á síðustu árum, sum jafnvel ekki síðan 1968.“Án titils – verk Karls Kvaran.Aðalheiður segir stóra yfirlitssýningu hafa verið á verkum Karls árið 2010 í Listasafni Íslands og þá hafi verið gerður gagnagrunnur sem þær hafi fengið aðgang að. „Það bættist samt dálítið í hann núna við þessa leit okkar því við röktum okkur áfram. Það var heldur ekki bara tímabilið sem við sóttumst eftir heldur völdum við algerlega það sem okkur fannst áhugaverðast.“ Þær segja Karl hafa notað gvass mikið á þessu tíu ára tímabili en gvass er vatnsleysanlegur litur, mun þykkari en vatnslitir og meira þekjandi. „Karl tileinkaði sér gvassið sem miðil í tuttugu ár og verkin á sýningunni eru mikilvæg í hans ferli og leiða hann inn í stóru olíumálverkin sem hann fór svo að mála í kringum 1974,“ lýsir Aðalheiður. Aldís tekur við. „Þá var hann með viðamikla sýningu í Norræna húsinu, þannig að við erum bæði með gvassverkin sem einkenndu stíl hans frá 1968 og líka hans stóru olíumálverk frá 1974 til 6.“Erla sveigir og beygir formin svo þau framkalla sjónræn þrívíddaráhrif. Austur vestur nefnist þetta verk.Þá er komið að því að lýsa verkum Erlu sem eru öll frá síðustu tíu árum og nokkur alveg glæný, að sögn Aldísar og Aðalheiðar. „Við höfum meira að segja fengið að fylgjast með verkum verða til á vinnustofunni og velja úr þeim. Þar eru meðal annars nokkur verk sem listakonan leggur blaðsilfur sem tekur breytingum með tímanum og hún ætlar að láta oxast á sýningunni,“ lýsir Aldís. „Já, þau dökkna og breytast í birtunni,“ bætir Aðalbjörg við. Skyldi það þýða að fólk verði að fara daglega á sýninguna til að fylgjast með þróuninni? „Ekki segi ég það nú. Ferlið er hægara en svo,“ segir hún brosandi. „En sýningin mun standa til 13. nóvember og á milli opnunar hennar og miðbiks verður örugglega dálítill munur. Erla er líka sjálf spennt fyrir því að sjá hvað gerist.“ Aldís tekur við. „Svo erum við líka með eldri verk eftir Erlu, bæði málverk og skúlptúra. Hún er mjög mikilvirk í sinni list og á yfir 30 ára feril.“ „Já, það má segja að blaðsilfrið sé svolítið einkennandi fyrir hana. Hún er ekkert með það í öllum verkum en nýju verkin hennar eru þannig,“ segir Aðalheiður og lýsir ferlinu nánar. „Hún málar á strigann og er oft djörf í litavali, leggur síðan örþunnar silfurþynnurnar yfir og með tímanum oxast þær. Svo lakkar hún yfir og stoppar ferlið. Ræður því auðvitað hvenær það gerist. Þá rifar í undirliggjandi teikningu, liti og strúktúr.“ Sýningin Tímalög er á dagskrá Blómstrandi daga í Hveragerði og af því tilefni leikur Jazztríó Páls Sveinssonar nokkur lög við opnunina. Sunnudaginn 14. ágúst verða líka útgáfutónleikar í safninu þegar Artic strengjasveitin leikur af nýútgefnum hljómdiski íslensk þjóðlög og vinsæl sönglög. Kvartettinn skipa fiðluleikarinn Ágústa M. Jónsdóttir, víóluleikarinn Kathryn Harrison, sellóleikarinn Ólöf S. Óskarsdóttir og fiðluleikarinn Martin Frewer, sem hefur útsett öll lögin. Hljóðfæraleikararnir eiga allir sæti í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sýningin Tímalög mun standa til og með 13. nóvember og í ágúst og september er safnið opið alla daga milli klukkan 12 og 18. Aðgangur að safninu er ókeypis og allir velkomnir – líka á opnun sýningarinnar og útgáfutónleikana.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. ágúst.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira