Kjarval, Egill Helga, Ringó, Van Gough og allir þeir Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2016 18:09 Listamaðurinn reynir að útskýra verk sín fyrir áhugasömum gestum opnunarinnar. visir/jbg Jón Óskar er einhver gæjalegasti myndlistarmaður Íslands og þó víðar væri leitað. Hann opnaði einkasýningu í Tveimur Hröfnum síðdegis í dag. Listhúsið er staðsett í hjarta Þingholtanna. Troðfullt hús var og mikil stemmning. Tíðindamaður Vísis var á staðnum, að sjálfsögðu enda voru þarna allir þeir sem eru eitthvað í listageiranum. Og fleiri til. Sýningin heitir Beaucoups of Blues og listamaðurinn útskýrði fyrir blaðamanni Vísis að hann væri undir miklum áhrifum frá ýmsum listamönnum úr ýmsum áttum og verkin endurspegla það; blóm frá Kjarval dúkka upp í mynd af hundi hans, Jón Óskar vottar Van Gough virðingu sína í einu verkanna og Egill Helgason kemur óvænt við sögu í einu verkinu sem heitir The Waste Land í þýðingu Egils Helgasonar 15 ára. „Ég gleymi þessu aldrei, en Egill sagði mér frá þessu fyrir um tuttugu árum. Að hann hafi þýtt þetta ljóð 15 ára gamall. Þetta er eitthvað svo fallegt. Þegar ég var 15 ára þá var ég í borðtennis eða gera eitthvað slíkt.“ Beaucoups of blues er svo lag sem Ringó hinn eini sanni söng við texta Buzz Rabin, sem er í miklu eftirlæti hjá Jóni Óskari. Og ekki ómerkari listakona en ljóðskáldið Linda Vilhjálmsdóttir samdi ljóð til sérstaklega til Jóns Óskars, sem finna má í sýningarskrá:Íslandsblá mynd af mér í fjörunni heima að horfa á Jón Óskar mála portrett af Trenet að syngjaLa Mer Nánar verður fjallað um sýninguna í Fréttablaðinu og þá Vísi, en hér eru fáeinar ljósmyndir frá sýningunni.Ragnheiður Jónsdóttir, móðir Jóns Óskars, er ein virtasta myndlistarkona landsins og hún er þarna með sonum sínum Hafsteini, Þorvari, Jóni Óskari og Hringi en á myndina vantar þann 5. -- Tind.visir/jbgRithöfundurinn Páll Baldvin saumar að myndlistarmönnunum Áslaugu Thorlacius og Finni Arnari.visir/jbgFátt fer fram hjá vökulu auga einhvers frægasta ljósmyndara landsins. Björn Blöndal var að sjálfsögðu mættur til að negla viðstadda niður á filmu.visir/jbgGítarsnillingurinn Guðlaugur Kristinn Óttarsson, sem Megas kallaði 3. eyrað, lét sig ekki vanta og tjáði blaðamanni Vísis að Jón Óskar væri einn af sínum uppáhalds myndlistarmönnum.visir/jbgListelskir vinir. Arnar Steinn Valdimarsson athafnamaður, Jón Mýrdal vert og Egill Örn Jóhannsson útgefandi reyna að sækja alla listviðburði sem þeir komast yfir að sjá.visir/jbgAnnar eigandi Tveggja Hrafna, Ágúst Skúlason, var ánægður með sýninguna. Hinn eigandinn, Halla Jóhanna Magnúsdóttir, festist ekki á mynd; hún var í önnum við að hella kampavíni í glös glaðra gesta.visir/jbgKristbergur Pétursson myndlistarmaður sækir vel flestar myndlistarsýningar sem opnaðar eru, enda lítur hann svo á að mikilvægt sé fyrir sig sem listamann að fylgjast með helstu stefnum og straumum.visir/jbg Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Jón Óskar er einhver gæjalegasti myndlistarmaður Íslands og þó víðar væri leitað. Hann opnaði einkasýningu í Tveimur Hröfnum síðdegis í dag. Listhúsið er staðsett í hjarta Þingholtanna. Troðfullt hús var og mikil stemmning. Tíðindamaður Vísis var á staðnum, að sjálfsögðu enda voru þarna allir þeir sem eru eitthvað í listageiranum. Og fleiri til. Sýningin heitir Beaucoups of Blues og listamaðurinn útskýrði fyrir blaðamanni Vísis að hann væri undir miklum áhrifum frá ýmsum listamönnum úr ýmsum áttum og verkin endurspegla það; blóm frá Kjarval dúkka upp í mynd af hundi hans, Jón Óskar vottar Van Gough virðingu sína í einu verkanna og Egill Helgason kemur óvænt við sögu í einu verkinu sem heitir The Waste Land í þýðingu Egils Helgasonar 15 ára. „Ég gleymi þessu aldrei, en Egill sagði mér frá þessu fyrir um tuttugu árum. Að hann hafi þýtt þetta ljóð 15 ára gamall. Þetta er eitthvað svo fallegt. Þegar ég var 15 ára þá var ég í borðtennis eða gera eitthvað slíkt.“ Beaucoups of blues er svo lag sem Ringó hinn eini sanni söng við texta Buzz Rabin, sem er í miklu eftirlæti hjá Jóni Óskari. Og ekki ómerkari listakona en ljóðskáldið Linda Vilhjálmsdóttir samdi ljóð til sérstaklega til Jóns Óskars, sem finna má í sýningarskrá:Íslandsblá mynd af mér í fjörunni heima að horfa á Jón Óskar mála portrett af Trenet að syngjaLa Mer Nánar verður fjallað um sýninguna í Fréttablaðinu og þá Vísi, en hér eru fáeinar ljósmyndir frá sýningunni.Ragnheiður Jónsdóttir, móðir Jóns Óskars, er ein virtasta myndlistarkona landsins og hún er þarna með sonum sínum Hafsteini, Þorvari, Jóni Óskari og Hringi en á myndina vantar þann 5. -- Tind.visir/jbgRithöfundurinn Páll Baldvin saumar að myndlistarmönnunum Áslaugu Thorlacius og Finni Arnari.visir/jbgFátt fer fram hjá vökulu auga einhvers frægasta ljósmyndara landsins. Björn Blöndal var að sjálfsögðu mættur til að negla viðstadda niður á filmu.visir/jbgGítarsnillingurinn Guðlaugur Kristinn Óttarsson, sem Megas kallaði 3. eyrað, lét sig ekki vanta og tjáði blaðamanni Vísis að Jón Óskar væri einn af sínum uppáhalds myndlistarmönnum.visir/jbgListelskir vinir. Arnar Steinn Valdimarsson athafnamaður, Jón Mýrdal vert og Egill Örn Jóhannsson útgefandi reyna að sækja alla listviðburði sem þeir komast yfir að sjá.visir/jbgAnnar eigandi Tveggja Hrafna, Ágúst Skúlason, var ánægður með sýninguna. Hinn eigandinn, Halla Jóhanna Magnúsdóttir, festist ekki á mynd; hún var í önnum við að hella kampavíni í glös glaðra gesta.visir/jbgKristbergur Pétursson myndlistarmaður sækir vel flestar myndlistarsýningar sem opnaðar eru, enda lítur hann svo á að mikilvægt sé fyrir sig sem listamann að fylgjast með helstu stefnum og straumum.visir/jbg
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira