Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2016 11:37 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Anna Sigurlaug Pálsdóttir kona hans mæta að sjálfsögðu í Hof í dag. vísir Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins fer fram í Hofi á Akureyri í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins setur fundinn klukkan 12.30 en búist er við að fundurinn standi til klukkan 17. Sigmundur mun jafnframt halda ræðu á fundinum sem mun án efa vekja athygli en klukkan 16 verður tekin fyrir tillaga um boðun flokksþings sem fastlega er búist við að haldið verði fyrir þingkosningar sem verða í lok október. Í liðnum mánuði samþykkti meirihluti kjördæmisþinga flokksins að boða til flokksþing fyrir kosningar en samkvæmt reglum flokksins þarf að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinganna fer fram á það. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða bornar upp tvær tillögur að dagsetningu flokksþings, annars vegar 1. október og hins vegar 8. október. Á flokksþingi er forysta flokksins kosin en það má segja að nokkur styr hafi staðið um Sigmund Davíð í kjölfar Panama-lekans og afsagnar hans sem forsætisráðherra. Ekki verður þó af öðru ráðið en að hann hyggist bjóða sig fram til formanns á nýjan leik og enn hefur enginn lýst yfir framboði gegn honum. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, hefur helst verið nefnd sem mögulegur mótframbjóðandi Sigmundar til formanns þar sem hún hefur ekkert gefið út um það hvort hún myndi fara gegn sitjandi formanni eða ekki. Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður flokksins og forsætisráðherra hefur hins vegar útilokað að fara fram gegn sitjandi formanni og það hafa sömuleiðis Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra einnig gert. Það er einnig nóg um að vera hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni en prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi fara fram í dag. Þá lýkur flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi klukkan 17 en það hófst á fimmtudag. Úrslitin ættu að liggja fyrir um klukkan 18 í kvöld en fyrstu tölur úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins verða kynntar klukkan 19. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20 Flokksþing veltur á Kragamönnum Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi verður haldið á fimmtudaginn. Þingmenn kjördæmisins vilja flokksþing og tillaga þess efnis getur knúið flokkinn til þess. Formaður flokksins hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Fré 23. ágúst 2016 07:00 Sigmundur Davíð: „Svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ Formaður Framsóknarflokksins telur þó óvíst hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. 26. ágúst 2016 15:40 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins fer fram í Hofi á Akureyri í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins setur fundinn klukkan 12.30 en búist er við að fundurinn standi til klukkan 17. Sigmundur mun jafnframt halda ræðu á fundinum sem mun án efa vekja athygli en klukkan 16 verður tekin fyrir tillaga um boðun flokksþings sem fastlega er búist við að haldið verði fyrir þingkosningar sem verða í lok október. Í liðnum mánuði samþykkti meirihluti kjördæmisþinga flokksins að boða til flokksþing fyrir kosningar en samkvæmt reglum flokksins þarf að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinganna fer fram á það. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða bornar upp tvær tillögur að dagsetningu flokksþings, annars vegar 1. október og hins vegar 8. október. Á flokksþingi er forysta flokksins kosin en það má segja að nokkur styr hafi staðið um Sigmund Davíð í kjölfar Panama-lekans og afsagnar hans sem forsætisráðherra. Ekki verður þó af öðru ráðið en að hann hyggist bjóða sig fram til formanns á nýjan leik og enn hefur enginn lýst yfir framboði gegn honum. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, hefur helst verið nefnd sem mögulegur mótframbjóðandi Sigmundar til formanns þar sem hún hefur ekkert gefið út um það hvort hún myndi fara gegn sitjandi formanni eða ekki. Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður flokksins og forsætisráðherra hefur hins vegar útilokað að fara fram gegn sitjandi formanni og það hafa sömuleiðis Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra einnig gert. Það er einnig nóg um að vera hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni en prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi fara fram í dag. Þá lýkur flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi klukkan 17 en það hófst á fimmtudag. Úrslitin ættu að liggja fyrir um klukkan 18 í kvöld en fyrstu tölur úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins verða kynntar klukkan 19.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20 Flokksþing veltur á Kragamönnum Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi verður haldið á fimmtudaginn. Þingmenn kjördæmisins vilja flokksþing og tillaga þess efnis getur knúið flokkinn til þess. Formaður flokksins hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Fré 23. ágúst 2016 07:00 Sigmundur Davíð: „Svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ Formaður Framsóknarflokksins telur þó óvíst hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. 26. ágúst 2016 15:40 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20
Flokksþing veltur á Kragamönnum Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi verður haldið á fimmtudaginn. Þingmenn kjördæmisins vilja flokksþing og tillaga þess efnis getur knúið flokkinn til þess. Formaður flokksins hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Fré 23. ágúst 2016 07:00
Sigmundur Davíð: „Svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ Formaður Framsóknarflokksins telur þó óvíst hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. 26. ágúst 2016 15:40