Hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð tala við eldhúsdagsumræður í kvöld Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2016 15:26 Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra mun tala fyrir Framsókn í fyrstu umræðu við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Hvorki formaður, Sigmundur Davíð, né varaformaður flokksins, Sigurður Ingi, mun halda ræðu. Vísir Hvorki Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, munu halda ræður á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Báðir hafa þeir boðið sig fram til formanns á flokksþingi Framsóknarflokksins um komandi helgi og má búast við mikilli dramatík í þeirri baráttu. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Eygló Harðadóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Karl Garðarsson munu þess í stað flytja ræður fyrir hönd Framsóknarflokksins. Formenn annarra flokka, Oddný Harðardóttir Samfylking, Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkurinn, Katrín Jakobsdóttir Vinstri græn og Óttarr Proppé, Björt framtíð, tala í fyrstu umferð. Hjá Pírötum er enginn eiginlegur formaður en að þessu sinni Birgitta Jónsdóttir sem mun tala í fyrstu umferð fyrir þann flokk. Tilkynning Alþingis vegna umræðunnar í kvöld: Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) fara fram kl. 19.40 mánudaginn 26. september 2016 og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur 10 mínútur í fyrstu umferð, 6 mínútur í annarri og 6 mínútur síðustu umferð. Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Framsóknarflokkur, Björt framtíð, PíratarRæðumenn flokkanna verða: Fyrir Samfylkinguna tala Oddný G. Harðardóttir, 6. þm. Suðurkjördæmis, í fyrstu umferð, í annarri Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, 3. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, og í þeirri þriðju Árni Páll Árnason, 4. þm. Suðvesturkjördæmis. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins eru Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrstu umferð, Ólöf Nordal innanríkisráðherra í annarri umferð, en í þriðju umferð Haraldur Benediktsson, 4. þm. Norðvesturkjördæmis. Fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð tala Katrín Jakobsdóttir, 3. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrstu umferð, Svandís Svavarsdóttir, 5. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri, en í þriðju umferð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, 9. þm. Norðausturkjördæmis. Ræðumenn Framsóknarflokksins eru í fyrstu umferð Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í annarri, og Karl Garðarsson, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í þriðju umferð. Fyrir Bjarta framtíð tala í fyrstu umferð Óttarr Proppé, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri Björt Ólafsdóttir, 6. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, en í þriðju umferð Páll Valur Björnsson, 10. þm. Suðurkjördæmis. Ræðumenn Pírata eru Birgitta Jónsdóttir, 12. þm. Suðvesturkjördæmis, í fyrstu umferð, Ásta Guðrún Helgadóttir, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri, en í þriðju umferð Helgi Hrafn Gunnarsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður. Kosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Hvorki Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, munu halda ræður á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Báðir hafa þeir boðið sig fram til formanns á flokksþingi Framsóknarflokksins um komandi helgi og má búast við mikilli dramatík í þeirri baráttu. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Eygló Harðadóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Karl Garðarsson munu þess í stað flytja ræður fyrir hönd Framsóknarflokksins. Formenn annarra flokka, Oddný Harðardóttir Samfylking, Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkurinn, Katrín Jakobsdóttir Vinstri græn og Óttarr Proppé, Björt framtíð, tala í fyrstu umferð. Hjá Pírötum er enginn eiginlegur formaður en að þessu sinni Birgitta Jónsdóttir sem mun tala í fyrstu umferð fyrir þann flokk. Tilkynning Alþingis vegna umræðunnar í kvöld: Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) fara fram kl. 19.40 mánudaginn 26. september 2016 og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur 10 mínútur í fyrstu umferð, 6 mínútur í annarri og 6 mínútur síðustu umferð. Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Framsóknarflokkur, Björt framtíð, PíratarRæðumenn flokkanna verða: Fyrir Samfylkinguna tala Oddný G. Harðardóttir, 6. þm. Suðurkjördæmis, í fyrstu umferð, í annarri Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, 3. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, og í þeirri þriðju Árni Páll Árnason, 4. þm. Suðvesturkjördæmis. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins eru Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrstu umferð, Ólöf Nordal innanríkisráðherra í annarri umferð, en í þriðju umferð Haraldur Benediktsson, 4. þm. Norðvesturkjördæmis. Fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð tala Katrín Jakobsdóttir, 3. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrstu umferð, Svandís Svavarsdóttir, 5. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri, en í þriðju umferð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, 9. þm. Norðausturkjördæmis. Ræðumenn Framsóknarflokksins eru í fyrstu umferð Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í annarri, og Karl Garðarsson, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í þriðju umferð. Fyrir Bjarta framtíð tala í fyrstu umferð Óttarr Proppé, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri Björt Ólafsdóttir, 6. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, en í þriðju umferð Páll Valur Björnsson, 10. þm. Suðurkjördæmis. Ræðumenn Pírata eru Birgitta Jónsdóttir, 12. þm. Suðvesturkjördæmis, í fyrstu umferð, Ásta Guðrún Helgadóttir, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri, en í þriðju umferð Helgi Hrafn Gunnarsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður.
Kosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira