Gunnar segir grafið undan formanninum Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2016 07:00 Þegar allt lék í lyndi. Nú berjast þau um stjórnartaumana í flokknum. Sigurður Ingi og Eygló gegn Sigmundi Davíð og Lilju Alfreðsdóttur. Gunnar Bragi styður síðarnefnda hópinn dyggilega. Brátt kemur í ljós hvorir hafa betur. vísir/vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur herst í stuðningi sínum við Sigmund Davíð Gunnlaugsson eftir atburði síðustu daga. Segir hann Sigurð Inga og Eygló Harðardóttur hafa unnið saman að því að grafa undan formanni flokksins og segir það svik. „Ég styð enn þá Sigmund Davíð eins og ég hef stutt hann alla tíð og hef bara herst í þeirri afstöðu eftir vendingar helgarinnar. Það sem ég á við með því er að Eygló og Sigurður Ingi hafa unnið að því í sameiningu að grafa undan formanni flokksins og ætla sér að komast til valda í flokknum,“ segir Gunnar Bragi. „Átökin eru augljós en ef við kjósum sterka forystu með Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur þá tel ég okkur geta náð góðum árangri í kosningunum í lok október og komist í ríkisstjórn.“Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á AkureyriLilja Dögg Alfreðsdóttir sagðist í gær einnig styðja formanninn til endurkjörs. Því hafa allir oddvitar Framsóknarflokksins gefið upp afstöðu sína. Oddvitarnir í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi stefna báðir á formannssætið en hinir fjórir skiptast jafnt á milli þeirra. Því eru átakalínurnar nokkuð augljósar í flokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir flokkinn augljóslega klofinn í afstöðu sinni. „Þetta virðist vera farið að skýrast nokkuð mikið. Þó flokkurinn sé alls ekki klofinn í afstöðu til málefna þá er klofningur innan flokksins um það hver eigi að stjórna honum í nánustu framtíð,“ segir Grétar Þór. Gunnar Bragi segir Sigmund Davíð líklegan til að geta komið flokknum í ríkisstjórn og blæs á þær vangaveltur að fáir vilji vinna með honum. „Þegar í kosningar og svo stjórnarmyndunarviðræður er komið velta menn því ekki fyrir sér og láta það ekki hafa áhrif á sig. Sigmundur hefur sýnt það að hann getur unnið stórsigra og er vel til þess fallinn að leiða flokkinn.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21 Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur herst í stuðningi sínum við Sigmund Davíð Gunnlaugsson eftir atburði síðustu daga. Segir hann Sigurð Inga og Eygló Harðardóttur hafa unnið saman að því að grafa undan formanni flokksins og segir það svik. „Ég styð enn þá Sigmund Davíð eins og ég hef stutt hann alla tíð og hef bara herst í þeirri afstöðu eftir vendingar helgarinnar. Það sem ég á við með því er að Eygló og Sigurður Ingi hafa unnið að því í sameiningu að grafa undan formanni flokksins og ætla sér að komast til valda í flokknum,“ segir Gunnar Bragi. „Átökin eru augljós en ef við kjósum sterka forystu með Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur þá tel ég okkur geta náð góðum árangri í kosningunum í lok október og komist í ríkisstjórn.“Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á AkureyriLilja Dögg Alfreðsdóttir sagðist í gær einnig styðja formanninn til endurkjörs. Því hafa allir oddvitar Framsóknarflokksins gefið upp afstöðu sína. Oddvitarnir í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi stefna báðir á formannssætið en hinir fjórir skiptast jafnt á milli þeirra. Því eru átakalínurnar nokkuð augljósar í flokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir flokkinn augljóslega klofinn í afstöðu sinni. „Þetta virðist vera farið að skýrast nokkuð mikið. Þó flokkurinn sé alls ekki klofinn í afstöðu til málefna þá er klofningur innan flokksins um það hver eigi að stjórna honum í nánustu framtíð,“ segir Grétar Þór. Gunnar Bragi segir Sigmund Davíð líklegan til að geta komið flokknum í ríkisstjórn og blæs á þær vangaveltur að fáir vilji vinna með honum. „Þegar í kosningar og svo stjórnarmyndunarviðræður er komið velta menn því ekki fyrir sér og láta það ekki hafa áhrif á sig. Sigmundur hefur sýnt það að hann getur unnið stórsigra og er vel til þess fallinn að leiða flokkinn.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21 Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21
Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25