Sigmundur „bað ekki um nema tvennt“ en fékk hvorugt Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2016 18:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar um að bjóða sig fram til formanns flokksins valda sér vonbrigðum. Hún ætti þó „kannski ekki að koma mér á óvart miðað við það sem undan er gengið.“ Sigmundur ræddi ákvörðun Sigurðar Inga og hvað á undan hafði gengið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar Sigmundur steig til hliðar sem forsætisráðherra í kjölfar Wintris-málsins svokallaða sagðist hann hafa stungið upp á því að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra. „Ég bað ekki um nema tvennt þegar við ræddum saman á sínum tíma,“ sagði Sigmundur. Annað var að Sigurður myndi halda Sigmundi upplýstum og funda með honum um gang mála. Hitt var að Sigurður myndi ekki fara gegn Sigmundi í formannskjörinu í Framsóknarflokknum. Sigmundur segir að frá þeim tíma hafi þeir nánast ekkert fundað og Sigurður þó fundað með leiðtogum allra annarra flokka. Hann sagðist hafa gengist eftir fundum og jafnvel óskað eftir fundi þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins væri með þeim. Það hafi ekki gengið eftir. Hann segir Wintris-málið hafa verið „árás“ þar sem markmiðið hefði verið að koma honum frá. Fyrstu viðbrögð Sigmundar voru að hans sögn að berjast áfram, en svo hafi hann stigið til hliðar. Hann segist ekki hafa íhugað að stíga til hliðar bara til þess að stíga til hliðar. Sigmundur sagði enn fremur að hann hefði ekki leitt hugann að því hver næstu skref hans yrðu, ef hann skyldi tapa gegn Sigurði. Þá segir Sigmundur að hann sé sleginn yfir ákvörðun Sigurðar og sérstaklega þar sem hann hefði upplifað meiri stuðning frá almenningi en nokkurn tíman áður. Hann sagði fjölmargt ókunnugt fólk hafa komið að sér á förnum vegi. Þau hafi sagt honum að þau hafi áttað sig á því hvað Wintris-málið var mikil aðför að honum og veitt honum stuðning. Fólk hafi jafnvel lofað því að kjósa Framsóknarflokkinn, ef Sigmundur verður áfram formaður. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Sigurður Ingi segist betri kostur en Sigmundur Davíð 24. september 2016 18:45 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar um að bjóða sig fram til formanns flokksins valda sér vonbrigðum. Hún ætti þó „kannski ekki að koma mér á óvart miðað við það sem undan er gengið.“ Sigmundur ræddi ákvörðun Sigurðar Inga og hvað á undan hafði gengið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar Sigmundur steig til hliðar sem forsætisráðherra í kjölfar Wintris-málsins svokallaða sagðist hann hafa stungið upp á því að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra. „Ég bað ekki um nema tvennt þegar við ræddum saman á sínum tíma,“ sagði Sigmundur. Annað var að Sigurður myndi halda Sigmundi upplýstum og funda með honum um gang mála. Hitt var að Sigurður myndi ekki fara gegn Sigmundi í formannskjörinu í Framsóknarflokknum. Sigmundur segir að frá þeim tíma hafi þeir nánast ekkert fundað og Sigurður þó fundað með leiðtogum allra annarra flokka. Hann sagðist hafa gengist eftir fundum og jafnvel óskað eftir fundi þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins væri með þeim. Það hafi ekki gengið eftir. Hann segir Wintris-málið hafa verið „árás“ þar sem markmiðið hefði verið að koma honum frá. Fyrstu viðbrögð Sigmundar voru að hans sögn að berjast áfram, en svo hafi hann stigið til hliðar. Hann segist ekki hafa íhugað að stíga til hliðar bara til þess að stíga til hliðar. Sigmundur sagði enn fremur að hann hefði ekki leitt hugann að því hver næstu skref hans yrðu, ef hann skyldi tapa gegn Sigurði. Þá segir Sigmundur að hann sé sleginn yfir ákvörðun Sigurðar og sérstaklega þar sem hann hefði upplifað meiri stuðning frá almenningi en nokkurn tíman áður. Hann sagði fjölmargt ókunnugt fólk hafa komið að sér á förnum vegi. Þau hafi sagt honum að þau hafi áttað sig á því hvað Wintris-málið var mikil aðför að honum og veitt honum stuðning. Fólk hafi jafnvel lofað því að kjósa Framsóknarflokkinn, ef Sigmundur verður áfram formaður.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Sigurður Ingi segist betri kostur en Sigmundur Davíð 24. september 2016 18:45 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06
Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00
Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45
Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22
Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16