Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2016 10:25 Benedikt segir Sjálfstæðisflokkinn vera Framsóknarflokk. visir/gva Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, útilokar þann möguleika að Viðreisn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að loknum kosningum. Benedikt var í viðtali í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Benedikt hefur mátt svara fyrir það allt frá því að flokkurinn lét að sér kveða í kosningabaráttu hvort Viðreisn væri ekki hækja Sjálfstæðisflokksins eða einhvers konar útgáfa af honum? Enda má segja að tilurð flokksins megi rekja til kosningasvika Sjálfstæðisflokksins í ESB-aðildarviðræðumálinu og margir stofnfélaga koma úr Sjálfstæðisflokknum. Útspil Pírata um síðustu helgi, þess efnis að fram fari viðræður milli þeirra, Viðreisnar, Samfylkingar og VG um einskonar kosningabandalag fyrir kosningar vakti mikla athygli. Viðreisn hefur hins vegar tekið fremur dræmt í slíkt boð sem hefur vakið þær raddir að Viðreisn hafi það eitt í hyggju að vera þriðja hjól í ríkisstjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka. Benedikt tók af öll tvímæli í morgun í samtali við þá Frosta Logason og Mána Pétursson; sagði áherslur Viðreisnar í veigamiklum atriðum frábrugðnar þeim sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt uppúr með á yfirstandandi kjörtímabili. Reyndar í öllum veigamestu málum. „Það verður ekki slík ríkisstjórn,“ sagði Benedikt þegar gengið var á hann með það að atkvæði greitt Viðreisn væri ekki atkvæði greitt núverandi stjórn. Þá vakti athygli að Benedikt kallaði Sjálfstæðisflokkinn Framsóknarflokk í þættinum Forystusætið á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Hann vandaði þeim reyndar ekki kveðjurnar og sagði að Viðreisn væri ekki stofnað með það fyrir augum að næla sér í ráðherrastóla. Kosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, útilokar þann möguleika að Viðreisn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að loknum kosningum. Benedikt var í viðtali í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Benedikt hefur mátt svara fyrir það allt frá því að flokkurinn lét að sér kveða í kosningabaráttu hvort Viðreisn væri ekki hækja Sjálfstæðisflokksins eða einhvers konar útgáfa af honum? Enda má segja að tilurð flokksins megi rekja til kosningasvika Sjálfstæðisflokksins í ESB-aðildarviðræðumálinu og margir stofnfélaga koma úr Sjálfstæðisflokknum. Útspil Pírata um síðustu helgi, þess efnis að fram fari viðræður milli þeirra, Viðreisnar, Samfylkingar og VG um einskonar kosningabandalag fyrir kosningar vakti mikla athygli. Viðreisn hefur hins vegar tekið fremur dræmt í slíkt boð sem hefur vakið þær raddir að Viðreisn hafi það eitt í hyggju að vera þriðja hjól í ríkisstjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka. Benedikt tók af öll tvímæli í morgun í samtali við þá Frosta Logason og Mána Pétursson; sagði áherslur Viðreisnar í veigamiklum atriðum frábrugðnar þeim sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt uppúr með á yfirstandandi kjörtímabili. Reyndar í öllum veigamestu málum. „Það verður ekki slík ríkisstjórn,“ sagði Benedikt þegar gengið var á hann með það að atkvæði greitt Viðreisn væri ekki atkvæði greitt núverandi stjórn. Þá vakti athygli að Benedikt kallaði Sjálfstæðisflokkinn Framsóknarflokk í þættinum Forystusætið á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Hann vandaði þeim reyndar ekki kveðjurnar og sagði að Viðreisn væri ekki stofnað með það fyrir augum að næla sér í ráðherrastóla.
Kosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira