Hógvær friðarhugsun Júlía Marinósdóttir skrifar 13. október 2016 11:00 Mamma mín er falleg 1997/2016. Hluti af verki eftir Yoko Ono. Myndlist Ein saga enn?… Sýning á verkum Yoko Ono Hafnarhús Sýningarstjóri: Gunnar B. Kvaran Yoko Ono er best þekkt hér á landi fyrir útilistaverkið Friðarsúluna, sem kveikt var á í tíunda sinn í Viðey á fæðingardegi Johns Lennon. Hún á langan feril að baki í konseptlist og er ein af þeim alþjóðlegu listamönnum sem tóku virkan þátt í mótun listforma á sjöunda áratugnum þar sem hún var virk í gjörningum, tilraunalist, viðburðalist og flúxus. Verkin á sýningunni sem nú stendur yfir spanna marga áratugi og bera með sér frumleg einkenni listakonunnar sem ögraði listheiminum með skilgreiningu á listhlutnum og listforminu. Á sýningunni eru mörg fyrirmælaverk en eitt þeirra, Mamma mín er falleg, felur í sér fyrirmæli um að skrifa minningu um móður. Áhorfendur verða þátttakendur og mynda saman eina heildstæða mynd. Skilaboðin um að við erum öll komin af móður, þó við séum ólík, staðfestir að við erum þó öll eins. Samkennd og samstaða kemur til hugar með verkinu en Hugsa sér frið er á svipuðum nótum. Kort af öllum mögulegum stöðum í heiminum þekur heilan vegg þar sem gestir geta stimplað „hugsa sér frið“ hvar sem þeir óska. Verkin hvetja þannig til umhugsunar um okkur sjálf í sambandinu við hvert annað.Uppris 2013/2016. Hluti af verki Yoko Ono.Á köflum er sýningin á mörkunum við það að falla í gryfju hins almenna en verkin sem eiga rætur að rekja til sjöunda og upphafs áttunda áratugarins stóðu fyrir sínu. Í því sambandi má nefna upptöku af gjörningnum Cut Piece frá árinu 1965 þar sem áhorfendur fengu að klippa klæði Yoko Ono af henni er hún sat á sviði. Með því voru áhorfendur gerendur í afhjúpun listakonunnar en verkið er eitt lykilverka innan flúxushreyfingarinnar. Líkami Yoko varð listaverkið þar sem skilin á milli listar og lífs verða óljós. Hugmyndafræðilegt stef sýningarinnar um stöðu kvenna líkt og birtist í Uppris er ófrumlegt framlag á tímapunkti þegar þögnin er rofin með Konur tala, Brjóstabyltingunni og upplýstri umræðu um kúgun kvenna. Ný sannindi koma ekki í ljós en það er að sjálfsögðu jákvætt að konur stíga fram og við eigum að nýta öll tækifæri sem gefast til að vekja athygli á stöðu kvenna. Verkið er í þeim skilningi jákvæð viðbót við umræðu samtímans. Fyrirmælaverk sem bera einfaldlega nafnið Fyrirmælaverk á sýningunni hanga meðfram löngum vegg með ýmsum fyrirmælum. Þau falla í svipaða gryfju og Uppris á tímum þegar sjálfshjálp er sem iðnaður á samfélagsmiðlum. Hins vegar tala verkin til hvers og eins og draga fram þá hugmynd að leiðin til friðar hefjist með því að við vinnum í okkur sjálfum, að við getum orðið á einhvern hátt betri og skapað þannig grundvöll til að vinna saman. Yfir heildina stóðu eldri konseptverk fyrir sínu sem vitnisburður um frumkraft listakonunnar en þeim var ekki fylgt nægilega eftir með nýrri verkum. Sýningin færir áhorfendum jákvæðan boðskap í gegnum þátttöku en tilfinningin er sú að ákveðna dýpt skorti til að það nái að skilja nógu mikið eftir sig. Friðarandinn sveif þó allan tímann yfir vötnunum.Niðurstaða: Eftirtektarverð sýning með jákvæðan boðskap en það vantaði upp á frumkraftinn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. október. Menning Myndlist Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Myndlist Ein saga enn?… Sýning á verkum Yoko Ono Hafnarhús Sýningarstjóri: Gunnar B. Kvaran Yoko Ono er best þekkt hér á landi fyrir útilistaverkið Friðarsúluna, sem kveikt var á í tíunda sinn í Viðey á fæðingardegi Johns Lennon. Hún á langan feril að baki í konseptlist og er ein af þeim alþjóðlegu listamönnum sem tóku virkan þátt í mótun listforma á sjöunda áratugnum þar sem hún var virk í gjörningum, tilraunalist, viðburðalist og flúxus. Verkin á sýningunni sem nú stendur yfir spanna marga áratugi og bera með sér frumleg einkenni listakonunnar sem ögraði listheiminum með skilgreiningu á listhlutnum og listforminu. Á sýningunni eru mörg fyrirmælaverk en eitt þeirra, Mamma mín er falleg, felur í sér fyrirmæli um að skrifa minningu um móður. Áhorfendur verða þátttakendur og mynda saman eina heildstæða mynd. Skilaboðin um að við erum öll komin af móður, þó við séum ólík, staðfestir að við erum þó öll eins. Samkennd og samstaða kemur til hugar með verkinu en Hugsa sér frið er á svipuðum nótum. Kort af öllum mögulegum stöðum í heiminum þekur heilan vegg þar sem gestir geta stimplað „hugsa sér frið“ hvar sem þeir óska. Verkin hvetja þannig til umhugsunar um okkur sjálf í sambandinu við hvert annað.Uppris 2013/2016. Hluti af verki Yoko Ono.Á köflum er sýningin á mörkunum við það að falla í gryfju hins almenna en verkin sem eiga rætur að rekja til sjöunda og upphafs áttunda áratugarins stóðu fyrir sínu. Í því sambandi má nefna upptöku af gjörningnum Cut Piece frá árinu 1965 þar sem áhorfendur fengu að klippa klæði Yoko Ono af henni er hún sat á sviði. Með því voru áhorfendur gerendur í afhjúpun listakonunnar en verkið er eitt lykilverka innan flúxushreyfingarinnar. Líkami Yoko varð listaverkið þar sem skilin á milli listar og lífs verða óljós. Hugmyndafræðilegt stef sýningarinnar um stöðu kvenna líkt og birtist í Uppris er ófrumlegt framlag á tímapunkti þegar þögnin er rofin með Konur tala, Brjóstabyltingunni og upplýstri umræðu um kúgun kvenna. Ný sannindi koma ekki í ljós en það er að sjálfsögðu jákvætt að konur stíga fram og við eigum að nýta öll tækifæri sem gefast til að vekja athygli á stöðu kvenna. Verkið er í þeim skilningi jákvæð viðbót við umræðu samtímans. Fyrirmælaverk sem bera einfaldlega nafnið Fyrirmælaverk á sýningunni hanga meðfram löngum vegg með ýmsum fyrirmælum. Þau falla í svipaða gryfju og Uppris á tímum þegar sjálfshjálp er sem iðnaður á samfélagsmiðlum. Hins vegar tala verkin til hvers og eins og draga fram þá hugmynd að leiðin til friðar hefjist með því að við vinnum í okkur sjálfum, að við getum orðið á einhvern hátt betri og skapað þannig grundvöll til að vinna saman. Yfir heildina stóðu eldri konseptverk fyrir sínu sem vitnisburður um frumkraft listakonunnar en þeim var ekki fylgt nægilega eftir með nýrri verkum. Sýningin færir áhorfendum jákvæðan boðskap í gegnum þátttöku en tilfinningin er sú að ákveðna dýpt skorti til að það nái að skilja nógu mikið eftir sig. Friðarandinn sveif þó allan tímann yfir vötnunum.Niðurstaða: Eftirtektarverð sýning með jákvæðan boðskap en það vantaði upp á frumkraftinn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. október.
Menning Myndlist Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira