Frammámönnum í Þjóðfylkingunni vísað á dyr og hótað lögregluvaldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2016 11:51 Gunnlaugur Ingvarsson segist afar ósáttur. vísir/vilhelm Fjórir flokksmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar voru reknir úr flokknum í gær og þeim hótað lögregluvaldi eftir að upp úr sauð á flokksstjórnarfundi í gærkvöldi. Ólga hefur verið innan flokksins eftir að oddvitar Reykjavíkurkjördæmanna tveggja, þeir Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, drógu framboð sín til baka skömmu áður en skila átti inn framboðslistum. Gunnlaugur segir að lesin hafi verið upp yfirlýsing á fundinum þess efnis að þeir einstaklingar sem dregið hafa framboð sín til baka; hann sjálfur, Gústaf, Inga Guðrún Halldórsdóttir og Svanhvít Brynja Tómasdóttir, væru ekki lengur velkomin í flokkinn.Sjá einnig:Sakar Gústaf um stuld á gögnum „Það varð allt gjörsamlega vitlaust á þessum fundi og okkur var vísað á dyr þarna, þessari svokölluðu fjórmenningaklíku. Þarna var lesin upp yfirlýsing af formanninum þar sem hann sagði að við værum rekin úr flokknum og flokksstjórninni og hótuðu lögregluvaldi til að láta henda okkur út,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi, en hann telur að um fimmtán manns hafi verið á umræddum flokksstjórnarfundi sem haldinn var á skrifstofu flokksins í Hafnarfirði. Hann segir það af og frá að þau fjögur hafi eyðilagt framboð flokksins. Það sé að öllu leyti við formanninn að sakast, sem hafi sýnt þeim algjört vantraust. „Ég er rosalega ósáttur við að fólk sé að kenna okkur um, að við séum að eyðileggja eitthvað. Eyðileggingin var gjörsamlega formannsins sjálfs og þeirrar klíku í kringum hann. Ég vísa allri ábyrgð á hendur því að framboðið komi ekki fram í Reykjavík á hendur formanninum.“ Aðspurður segist Gunnlaugur hafa talið að tilefni fundarins hafi verið að boða til auka landsfundar. „Þannig að flokkurinn gæti kosið sér nýja forystu eftir að hafa krassað undir forystu Helga Helgasonar formanns.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin kærir stuld á gögnum Íslenska þjóðfylkingin hyggst leggja fram kæru til lögreglu vegna stulds á meðmælalistum í eigu flokksins. 16. október 2016 10:26 Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Fjórir flokksmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar voru reknir úr flokknum í gær og þeim hótað lögregluvaldi eftir að upp úr sauð á flokksstjórnarfundi í gærkvöldi. Ólga hefur verið innan flokksins eftir að oddvitar Reykjavíkurkjördæmanna tveggja, þeir Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, drógu framboð sín til baka skömmu áður en skila átti inn framboðslistum. Gunnlaugur segir að lesin hafi verið upp yfirlýsing á fundinum þess efnis að þeir einstaklingar sem dregið hafa framboð sín til baka; hann sjálfur, Gústaf, Inga Guðrún Halldórsdóttir og Svanhvít Brynja Tómasdóttir, væru ekki lengur velkomin í flokkinn.Sjá einnig:Sakar Gústaf um stuld á gögnum „Það varð allt gjörsamlega vitlaust á þessum fundi og okkur var vísað á dyr þarna, þessari svokölluðu fjórmenningaklíku. Þarna var lesin upp yfirlýsing af formanninum þar sem hann sagði að við værum rekin úr flokknum og flokksstjórninni og hótuðu lögregluvaldi til að láta henda okkur út,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi, en hann telur að um fimmtán manns hafi verið á umræddum flokksstjórnarfundi sem haldinn var á skrifstofu flokksins í Hafnarfirði. Hann segir það af og frá að þau fjögur hafi eyðilagt framboð flokksins. Það sé að öllu leyti við formanninn að sakast, sem hafi sýnt þeim algjört vantraust. „Ég er rosalega ósáttur við að fólk sé að kenna okkur um, að við séum að eyðileggja eitthvað. Eyðileggingin var gjörsamlega formannsins sjálfs og þeirrar klíku í kringum hann. Ég vísa allri ábyrgð á hendur því að framboðið komi ekki fram í Reykjavík á hendur formanninum.“ Aðspurður segist Gunnlaugur hafa talið að tilefni fundarins hafi verið að boða til auka landsfundar. „Þannig að flokkurinn gæti kosið sér nýja forystu eftir að hafa krassað undir forystu Helga Helgasonar formanns.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin kærir stuld á gögnum Íslenska þjóðfylkingin hyggst leggja fram kæru til lögreglu vegna stulds á meðmælalistum í eigu flokksins. 16. október 2016 10:26 Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00
Íslenska þjóðfylkingin kærir stuld á gögnum Íslenska þjóðfylkingin hyggst leggja fram kæru til lögreglu vegna stulds á meðmælalistum í eigu flokksins. 16. október 2016 10:26
Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00
Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41