Gamall Arsenal-maður með þrennu fyrir Þjóðverja | Úrslitin í undakeppni HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2016 22:00 Serge Gnabry fagnar einu marka sinna í kvöld. Vísir/Getty Tíu leikir fóru fram í undankeppni HM í kvöld og það er hægt að finna öll úrslit og markaskorara inn á Vísi. Þjóðverjar tvöfölduðu markaskor sitt í undankeppninni með því að vinna 8-0 stórsigur á San Marinó. Þýska liðið er með 12 stig af 12 mögulegum og markatöluna 16-0 eftir fyrstu fjóra leikina. Serge Gnabry, fyrrum leikmaður Arsenal, skoraði þrennu í leiknum og bakvörðurinn Jonas Hector var með tvö mörk. Minni spámenn fengu að njóta sín í leik sem allir vissu að Þjóðverjar voru að fara að vinna. Serge Gnabry var á samningi hjá Arsenal frá 2012 til 2016 en enska félagið seldi hann til Werder Bremen í sumar. Gnabry hefur byrjað vel hjá Bremen og skoraði síðan þrennu í fyrsta landsleik sínum í kvöld. Norður-Írar eru í öðru sæti riðilsins eftir 4-0 heimasigur á Aserbaídjsan en Aserbaídjsan hafði komið mörgum á óvart og náð í sjö stig í fyrstu þremur umferðunum. Stórsigur Norður-Íra kemur þeim upp fyrir Asera á markatölu. Tékkar unnu síðan sinn fyrsta sigur þegar þeir unnu Norðmenn 2-1 á heimavelli. Tékkar komust í 2-0 en Norðmenn minnkuðu muninn undir lokin. Norðmenn hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í riðliðlinum. Christian Eriksen skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Dana á Kasakstan en Danir eru í þriðja sæti E-riðils. Pólverjar eru á toppnum með 10 stig en Robert Lewandowski innsiglaði 3-0 útisigur Pólverja á Rúmeníu með tveimur mörkum á síðustu sjö mínútunum. Englendingar eru á toppi F-riðils eftir 3-0 sigur á Skotum á Wembley en Slóvenar eru tveimur stigum á eftir þökk sé 1-0 útisigri á Möltu. Slóvakar unnu 4-0 stórsigur á Litháen og er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Englandi og tveimur stigum á eftir Slóveníu.Úrslitin í leikjunum í kvöld í undankeppni HM 2018:A-riðillFrakkaland - Svíþjóð 2-1 0-1 Emil Forsberg (54.), 1-1 Paul Pogba (57.), 2-1 Dimitri Payet (65.)C-riðillSan Marinó - Þýskaland 0-8 0-1 Sami Khedira (7.), 0-2 Serge Gnabry (9.), 0-3 Jonas Hector (32.), 0-4 Serge Gnabry (58.), 0-5 Jonas Hector (65.), 0-6 Serge Gnabry (76.), 0-7 Sjálfsmark (82.), 0-8 Kevin Volland (85.)Norður-Írland - Aserbaídjsan 4-0 1-0 Kyle Lafferty (27.), 2-0 Gareth McAuley (40.), 3-0 Conor McLaughlin (66.), 4-0 Chris Brunt (83.)Tékkland - Noregur 2-1 1-0 Michal Krmencík (11.), 2-0 Jaromír Zmrhal (47.), 2-1 Joshua King (87.)E-riðillArmenía - Svartfjallaland 3-2 0-1 Damir Kojasevic (36.), 0-2 Stevan Jovetic (38.), 1-2 Artak Grigoryan (50.), 2-2 Varazdat Haroyan (74.), 3-2 Gevorg Ghazaryan (90.+3).Danmörk - Kasakstan 4-1 1-0 Andreas Cornelius (15.), 1-1 Gafurzhan Suyumbaev (17.), 2-1 Christian Eriksen (36.), 3-1 Peter Ankersen (78.), 4-1 Christian Eriksen (90.)Rúmenía - Pólland 0-3 0-1 Kamil Grosicki (11.), 0-2 Robert Lewandowski (83.), 0-3 Robert Lewandowski (90.)F-riðillEngland - Skotland 3-0 1-0 Daniel Sturridge (24.), 2-0 Adam Lallana (50.), 3-0 Gary Cahill (61.)Malta - Slóvenía 0-1 0-1 Benjamin Verbic (47.),Slóvakía - Litháen 4-0 1-0 Adam Nemec (12.), 20 Juraj Kucka (15.), 3-0 Martin Skrtel (36.), 4-0 Marek Hamsík (86.). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Tíu leikir fóru fram í undankeppni HM í kvöld og það er hægt að finna öll úrslit og markaskorara inn á Vísi. Þjóðverjar tvöfölduðu markaskor sitt í undankeppninni með því að vinna 8-0 stórsigur á San Marinó. Þýska liðið er með 12 stig af 12 mögulegum og markatöluna 16-0 eftir fyrstu fjóra leikina. Serge Gnabry, fyrrum leikmaður Arsenal, skoraði þrennu í leiknum og bakvörðurinn Jonas Hector var með tvö mörk. Minni spámenn fengu að njóta sín í leik sem allir vissu að Þjóðverjar voru að fara að vinna. Serge Gnabry var á samningi hjá Arsenal frá 2012 til 2016 en enska félagið seldi hann til Werder Bremen í sumar. Gnabry hefur byrjað vel hjá Bremen og skoraði síðan þrennu í fyrsta landsleik sínum í kvöld. Norður-Írar eru í öðru sæti riðilsins eftir 4-0 heimasigur á Aserbaídjsan en Aserbaídjsan hafði komið mörgum á óvart og náð í sjö stig í fyrstu þremur umferðunum. Stórsigur Norður-Íra kemur þeim upp fyrir Asera á markatölu. Tékkar unnu síðan sinn fyrsta sigur þegar þeir unnu Norðmenn 2-1 á heimavelli. Tékkar komust í 2-0 en Norðmenn minnkuðu muninn undir lokin. Norðmenn hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í riðliðlinum. Christian Eriksen skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Dana á Kasakstan en Danir eru í þriðja sæti E-riðils. Pólverjar eru á toppnum með 10 stig en Robert Lewandowski innsiglaði 3-0 útisigur Pólverja á Rúmeníu með tveimur mörkum á síðustu sjö mínútunum. Englendingar eru á toppi F-riðils eftir 3-0 sigur á Skotum á Wembley en Slóvenar eru tveimur stigum á eftir þökk sé 1-0 útisigri á Möltu. Slóvakar unnu 4-0 stórsigur á Litháen og er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Englandi og tveimur stigum á eftir Slóveníu.Úrslitin í leikjunum í kvöld í undankeppni HM 2018:A-riðillFrakkaland - Svíþjóð 2-1 0-1 Emil Forsberg (54.), 1-1 Paul Pogba (57.), 2-1 Dimitri Payet (65.)C-riðillSan Marinó - Þýskaland 0-8 0-1 Sami Khedira (7.), 0-2 Serge Gnabry (9.), 0-3 Jonas Hector (32.), 0-4 Serge Gnabry (58.), 0-5 Jonas Hector (65.), 0-6 Serge Gnabry (76.), 0-7 Sjálfsmark (82.), 0-8 Kevin Volland (85.)Norður-Írland - Aserbaídjsan 4-0 1-0 Kyle Lafferty (27.), 2-0 Gareth McAuley (40.), 3-0 Conor McLaughlin (66.), 4-0 Chris Brunt (83.)Tékkland - Noregur 2-1 1-0 Michal Krmencík (11.), 2-0 Jaromír Zmrhal (47.), 2-1 Joshua King (87.)E-riðillArmenía - Svartfjallaland 3-2 0-1 Damir Kojasevic (36.), 0-2 Stevan Jovetic (38.), 1-2 Artak Grigoryan (50.), 2-2 Varazdat Haroyan (74.), 3-2 Gevorg Ghazaryan (90.+3).Danmörk - Kasakstan 4-1 1-0 Andreas Cornelius (15.), 1-1 Gafurzhan Suyumbaev (17.), 2-1 Christian Eriksen (36.), 3-1 Peter Ankersen (78.), 4-1 Christian Eriksen (90.)Rúmenía - Pólland 0-3 0-1 Kamil Grosicki (11.), 0-2 Robert Lewandowski (83.), 0-3 Robert Lewandowski (90.)F-riðillEngland - Skotland 3-0 1-0 Daniel Sturridge (24.), 2-0 Adam Lallana (50.), 3-0 Gary Cahill (61.)Malta - Slóvenía 0-1 0-1 Benjamin Verbic (47.),Slóvakía - Litháen 4-0 1-0 Adam Nemec (12.), 20 Juraj Kucka (15.), 3-0 Martin Skrtel (36.), 4-0 Marek Hamsík (86.).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira