Magni Böðvar fyrir dóm í desember Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Magni Böðvar Þorvaldsson hefur verið ákærður fyrir morð. Mynd/JSO Magni Böðvar Þorvaldsson, sem á íslenskan föður og bandaríska móður, mun mæta fyrir dóm í Jacksonville-borg í Flórída þann tólfta desember næstkomandi. Magni Böðvar er ákærður fyrir morð . Frá þessu greinir starfsmaður fangelsisins John E. Goode Pre-Trial Detention Facility í samtali við Fréttablaðið. „Hann hefur verið ákærður fyrir morð og verið í fangelsinu síðan nítjánda nóvember. Þá mætti hann fyrst fyrir dóm. Hann fer næst fyrir dóm tólfta desember,“ segir starfsmaðurinn. Fréttasíðan News4Jax í Jacksonville greinir frá því að Magni, sem heitir Johnny Wayne Johnson í Bandaríkjunum sökum tvöfalds ríkisfangs, hafi verið ákærður fyrir morðið á hinni 43 ára gömlu Sherry Prather. Líkamsleifar hennar fundust í skóglendi nærri Braddock Road í Jacksonville árið 2012.Sherry Prather var myrt árið 2012.Mynd/JSOVoru þær svo illa farnar að nokkurn tíma tók að skera úr um hvort þær væru mennskar. Síðar meir kom í ljós að hún hafði látist eftir að hafa fengið byssukúlu í bringuna. Magni hefur í fjögur ár legið undir grun. Á öryggismyndavél öldurhúss frá kvöldinu sem Prather hvarf má sjá þau tvö keyra í burtu á bifhjóli hans. Stuttu seinna gaf vitni sig fram við lögreglu og sagði Magna hafa játað morðið við sig. Útvarpsstöðin WOKV greindi þá frá því að annað vitni hafi gefið sig fram með sams konar sögu fyrr í mánuðinum og því hafi lögregla handtekið Magna. Í yfirheyrslu lögreglu hafi Magni haldið sig við upphaflega sögu sína, en hann var einnig yfirheyrður árið 2012, en hafi smám saman breytt smáatriðum hennar. Samkvæmt því sem má lesa úr gögnum frá dómstól Duval-sýslu í Flórída nýtur Magni þjónustu opinbers lögmanns þar sem hann hefur ekki efni á því að ráða sér lögmann. Í þeim gögnum má einnig sjá að Magni var árið 1996 dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir innbrot og þjófnað. Hann hefur einnig verið sakfelldur fyrir þrjú brot á umferðarlögum. Fyrir að keyra án réttinda og fyrir að keyra bíl í ólagi árið 2009 og fyrir að keyra á ofsahraða árið 2013. Sara Hatt, unnusta Magna, segir í viðtali við Stundina að Magni sé saklaus. Ákæran sé hefndaraðgerð af hálfu fyrrum eiginkonu Magna, sem Jacksonville.com greinir frá að hafi sakað hann um heimilisofbeldi. Eiginkonan fyrrverandi og besti vinur hennar segir Hatt að hafi þegið þrjú þúsund bandaríkjadali fyrir að segja til Magna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Flórídafanginn Tengdar fréttir Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Magni Böðvar Þorvaldsson, sem á íslenskan föður og bandaríska móður, mun mæta fyrir dóm í Jacksonville-borg í Flórída þann tólfta desember næstkomandi. Magni Böðvar er ákærður fyrir morð . Frá þessu greinir starfsmaður fangelsisins John E. Goode Pre-Trial Detention Facility í samtali við Fréttablaðið. „Hann hefur verið ákærður fyrir morð og verið í fangelsinu síðan nítjánda nóvember. Þá mætti hann fyrst fyrir dóm. Hann fer næst fyrir dóm tólfta desember,“ segir starfsmaðurinn. Fréttasíðan News4Jax í Jacksonville greinir frá því að Magni, sem heitir Johnny Wayne Johnson í Bandaríkjunum sökum tvöfalds ríkisfangs, hafi verið ákærður fyrir morðið á hinni 43 ára gömlu Sherry Prather. Líkamsleifar hennar fundust í skóglendi nærri Braddock Road í Jacksonville árið 2012.Sherry Prather var myrt árið 2012.Mynd/JSOVoru þær svo illa farnar að nokkurn tíma tók að skera úr um hvort þær væru mennskar. Síðar meir kom í ljós að hún hafði látist eftir að hafa fengið byssukúlu í bringuna. Magni hefur í fjögur ár legið undir grun. Á öryggismyndavél öldurhúss frá kvöldinu sem Prather hvarf má sjá þau tvö keyra í burtu á bifhjóli hans. Stuttu seinna gaf vitni sig fram við lögreglu og sagði Magna hafa játað morðið við sig. Útvarpsstöðin WOKV greindi þá frá því að annað vitni hafi gefið sig fram með sams konar sögu fyrr í mánuðinum og því hafi lögregla handtekið Magna. Í yfirheyrslu lögreglu hafi Magni haldið sig við upphaflega sögu sína, en hann var einnig yfirheyrður árið 2012, en hafi smám saman breytt smáatriðum hennar. Samkvæmt því sem má lesa úr gögnum frá dómstól Duval-sýslu í Flórída nýtur Magni þjónustu opinbers lögmanns þar sem hann hefur ekki efni á því að ráða sér lögmann. Í þeim gögnum má einnig sjá að Magni var árið 1996 dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir innbrot og þjófnað. Hann hefur einnig verið sakfelldur fyrir þrjú brot á umferðarlögum. Fyrir að keyra án réttinda og fyrir að keyra bíl í ólagi árið 2009 og fyrir að keyra á ofsahraða árið 2013. Sara Hatt, unnusta Magna, segir í viðtali við Stundina að Magni sé saklaus. Ákæran sé hefndaraðgerð af hálfu fyrrum eiginkonu Magna, sem Jacksonville.com greinir frá að hafi sakað hann um heimilisofbeldi. Eiginkonan fyrrverandi og besti vinur hennar segir Hatt að hafi þegið þrjú þúsund bandaríkjadali fyrir að segja til Magna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Flórídafanginn Tengdar fréttir Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45