Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2016 17:17 Eyrún Eyþórsdóttir hefur verið að rannsaka hatursorðræðu og nú er að draga til tíðinda í því: Pétur á Sögu hefur verið ákærður og hann er bálreiður. Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu hefur verið ákærður og kallaður fyrir af lögreglustjóranum í Reykjavík. „Ég er bálreiður, ég skal alveg viðurkenna það að einhver lögreglustjóri hér skuli saka mig um þetta,“ sagði Pétur í símatíma á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Og hlustendur Útvarps Sögu voru reiðir Pétri til samlætis, mikið uppnám ríkti meðal innhringjenda eftir að þeim var tilkynnt þetta. Pétur segist ranglega sakaður um hatursumræðu og útbreiðslu haturs gegn samkynhneigðum. Vegna umræðu um hvort hinsegin fræðsla skyldi eiga sér stað í Hafnarfirði sem fram fór 20. apríl 2015. „Ég ber ekki ábyrgð á því sem fólk segir í símatíma,“ segir Pétur en hann er sakaður um hatursummæli og það að útvarpa ummælum hlustenda. Pétur vísar því alfarið á bug að hann geti borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í símatíma. Og það stangist reyndar á við lög: „Það verður að gera þá kröfu til lögregluembættisins að þau þar viti hver gildandi réttur í landinu er,“ segir Pétur. Hlustendur voru heitir nú rétt í þessu og fordæmdu þennan gjörning fortakslaust en Eyrún Eyþórsdóttir hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu verið að rannsaka hatursummæli sérstaklega. „Ef einhver úr hópi sem telur sig vera minnihlutahópur sem ræðst að mér með miklum svívirðingum. Þá myndi ég verða ákærður fyrir það. Menn eru komnir í gersamlega vonlausa stöðu gagnvart þessu fólki,“ sagði Pétur meðal annars á öldum ljósvakans nú rétt í þessu. „Eina ríkisstofnunin sem eftir er til að ráðast á okkur er Veðurstofan,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarp Sögu, en hún var jafnframt með Pétri í útsendingunni, nú rétt í þessu. Hún taldi þetta lið í aðför á hendur útvarpsstöðinni en boðaði hlustendum það að þeim yrði ekki kápan úr því klæðinu. Ef þeir aðilar vilji stöðva þjóðfélagsumræðu á Sögu þá fjölgi hún frekar símatímum en draga úr þeim. „Ég hlusta ekki á svona kjaftæði,“ Arnþrúður. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu hefur verið ákærður og kallaður fyrir af lögreglustjóranum í Reykjavík. „Ég er bálreiður, ég skal alveg viðurkenna það að einhver lögreglustjóri hér skuli saka mig um þetta,“ sagði Pétur í símatíma á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Og hlustendur Útvarps Sögu voru reiðir Pétri til samlætis, mikið uppnám ríkti meðal innhringjenda eftir að þeim var tilkynnt þetta. Pétur segist ranglega sakaður um hatursumræðu og útbreiðslu haturs gegn samkynhneigðum. Vegna umræðu um hvort hinsegin fræðsla skyldi eiga sér stað í Hafnarfirði sem fram fór 20. apríl 2015. „Ég ber ekki ábyrgð á því sem fólk segir í símatíma,“ segir Pétur en hann er sakaður um hatursummæli og það að útvarpa ummælum hlustenda. Pétur vísar því alfarið á bug að hann geti borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í símatíma. Og það stangist reyndar á við lög: „Það verður að gera þá kröfu til lögregluembættisins að þau þar viti hver gildandi réttur í landinu er,“ segir Pétur. Hlustendur voru heitir nú rétt í þessu og fordæmdu þennan gjörning fortakslaust en Eyrún Eyþórsdóttir hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu verið að rannsaka hatursummæli sérstaklega. „Ef einhver úr hópi sem telur sig vera minnihlutahópur sem ræðst að mér með miklum svívirðingum. Þá myndi ég verða ákærður fyrir það. Menn eru komnir í gersamlega vonlausa stöðu gagnvart þessu fólki,“ sagði Pétur meðal annars á öldum ljósvakans nú rétt í þessu. „Eina ríkisstofnunin sem eftir er til að ráðast á okkur er Veðurstofan,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarp Sögu, en hún var jafnframt með Pétri í útsendingunni, nú rétt í þessu. Hún taldi þetta lið í aðför á hendur útvarpsstöðinni en boðaði hlustendum það að þeim yrði ekki kápan úr því klæðinu. Ef þeir aðilar vilji stöðva þjóðfélagsumræðu á Sögu þá fjölgi hún frekar símatímum en draga úr þeim. „Ég hlusta ekki á svona kjaftæði,“ Arnþrúður.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira