Öskubuskuævintýri Hoffenheim heldur áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2016 16:38 Julian Nagelsmann er aðeins 29 ára en að stýra liði í toppslag þýsku 1. deildarinnar. Vísir/Getty Hoffenheim heldur áfram að gera frábæra hluti í þýsku 1. deildinni en liðið komst aftur á sigurbraut eftir þrjú jafntefli í röð með öruggum 4-0 sigri á Köln. Bæði lið fóru frábærlega af stað í þýsku deildinni en hafa gefið eftir í síðustu umferðum. Hoffenheim er þó enn ósigrað eftir tólf leiki en sjö af þeim hafa lokið með jafntefli. Hoffenheim er stýrt af hinum 29 ára Julian Nagelsheim sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir velgengni liðsins. Bæði Hoffenheim og Köln voru með 22 stig fyrir leiki helgarinnar en Hoffenheim hoppar nú upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum. Sandro Wagner skoraði tvö marka Hoffenheim í dag og þeir Jeremy Toljan og Mark Uth eitt hvor. Wagner er í hópi markahæstu leikmönnum þýsku deildarinnar með sjö mörk. Aðeins eitt annað lið í deildinni er enn ósigrað en það eru nýliðar Leipzig sem misstu toppsæti deildarinnar til Bayern, sem vann 3-1 sigur á Mainz, í gærkvöldi. Leipzig getur þó endurheimt efsta sætið með því að leggja Schalke að velli í kvöld. Sá leikur hefst klukkan 17.30.Aubameyang er fagnað í dag.Vísir/GettyDramatískur sigur Berlínarbúa Hertha Berlín hélt þriðja sætinu með 3-2 sigri á Wolfsburg á útivelli þar sem Salomon Kalou skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Dortmund er í fimmta sætinu eftir 4-1 sigur á Gladbach í dag. Pierre-Emerik Aubameyang skoraði tvö mörk fyrir Dortmund og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með fimmtán mörk í tólf leikjum.Aron Jó ónotaður varamaður Þá hafði Werder Bremen betur gegn Ingolstadt, 2-1, en Aron Jóhannsson var ónotaður varamaður í fyrrnefnda liðinu. Þetta var fyrsti sigur Bremen í deildinni síðan 15. október. Bayern og Leipzig eru bæði með 30 stig á toppnum en Bayern er ofar á markatölu. Leipzig á þó leik til góða sem fyrr segir. Hertha, Hoffenheim, Dortmund og Eintracht Frankfurt koma í næstu sætum á eftir en Werder Bremen er í fjórtánda sætinu með aðeins ellefu stig eftir þrettán leiki. Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, er í tólfta sæti með þrettán stig en liðið mætir Frankfurt á morgun. Þýski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Hoffenheim heldur áfram að gera frábæra hluti í þýsku 1. deildinni en liðið komst aftur á sigurbraut eftir þrjú jafntefli í röð með öruggum 4-0 sigri á Köln. Bæði lið fóru frábærlega af stað í þýsku deildinni en hafa gefið eftir í síðustu umferðum. Hoffenheim er þó enn ósigrað eftir tólf leiki en sjö af þeim hafa lokið með jafntefli. Hoffenheim er stýrt af hinum 29 ára Julian Nagelsheim sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir velgengni liðsins. Bæði Hoffenheim og Köln voru með 22 stig fyrir leiki helgarinnar en Hoffenheim hoppar nú upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum. Sandro Wagner skoraði tvö marka Hoffenheim í dag og þeir Jeremy Toljan og Mark Uth eitt hvor. Wagner er í hópi markahæstu leikmönnum þýsku deildarinnar með sjö mörk. Aðeins eitt annað lið í deildinni er enn ósigrað en það eru nýliðar Leipzig sem misstu toppsæti deildarinnar til Bayern, sem vann 3-1 sigur á Mainz, í gærkvöldi. Leipzig getur þó endurheimt efsta sætið með því að leggja Schalke að velli í kvöld. Sá leikur hefst klukkan 17.30.Aubameyang er fagnað í dag.Vísir/GettyDramatískur sigur Berlínarbúa Hertha Berlín hélt þriðja sætinu með 3-2 sigri á Wolfsburg á útivelli þar sem Salomon Kalou skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Dortmund er í fimmta sætinu eftir 4-1 sigur á Gladbach í dag. Pierre-Emerik Aubameyang skoraði tvö mörk fyrir Dortmund og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með fimmtán mörk í tólf leikjum.Aron Jó ónotaður varamaður Þá hafði Werder Bremen betur gegn Ingolstadt, 2-1, en Aron Jóhannsson var ónotaður varamaður í fyrrnefnda liðinu. Þetta var fyrsti sigur Bremen í deildinni síðan 15. október. Bayern og Leipzig eru bæði með 30 stig á toppnum en Bayern er ofar á markatölu. Leipzig á þó leik til góða sem fyrr segir. Hertha, Hoffenheim, Dortmund og Eintracht Frankfurt koma í næstu sætum á eftir en Werder Bremen er í fjórtánda sætinu með aðeins ellefu stig eftir þrettán leiki. Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, er í tólfta sæti með þrettán stig en liðið mætir Frankfurt á morgun.
Þýski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira