Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 30. desember 2016 07:00 Það getur verið snúið að aka um hringtorg hér á landi. Hér hefur einn óheppinn farið yfir Melatorg en þar eiga erlendir ökumenn sök á 26 prósentum slysa. vísir/eyþór Erlendir ökumenn komu við sögu í 22 prósent tilfella slysa í hringtorgum hér á landi á árunum 2011-2015. Þetta sýnir rannsókn Vegagerðarinnar frá í sumar sem Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur á umferðardeild Vegagerðarinnar, gerði. Katrín skoðaði 17 tveggja akreina hringtorg sem eru í grennd við og innan höfuðborgarsvæðisins. Alls urðu 457 slys í hringtorgunum og í 102 tilvikum kom erlendur ökumaður við sögu. Á sama tímabili komu erlendir ökumenn við sögu í 16 prósent umferðarslysa. Hættulegustu hringtorgin eru á Reykjanesbraut við Hlíðartorg og við Kaplakrika en á báðum hringtorgum urðu yfir 80 slys. Erlendir ökumenn lenda þar einnig oftast í árekstrum. Líklegast er að erlendir ökumenn lendi í slysi við hringtorg við Breiðumörk og Þorlákshafnarveg en 67 prósent slysa þar eru vegna erlendra ökumanna. Hringtorgið við Þingvallaveg er þar skammt á eftir með 64 prósent tilfella.G. Pétur MatthíassonÍ skýrslunni segir að af þeim 102 slysum þar sem erlendir ökumenn komu við sögu, varð árekstur í 57 tilvikum þegar ekið var út úr hringtorginu af innri akrein. Athygli vekur að í umferðarlögum er ekki að finna sérstök ákvæði um akstur í hringtorgum, fyrir utan að bannað er að leggja í þeim. Hér á landi er farið eftir yfirborðsmerkingum og hefð. „Þessi skýrsla er liður í því að átta okkur á hvernig umferðarmenningin er. Við höfum verulegar áhyggjur af umferðaröryggi og erum búin að hafa þær mjög lengi vegna ferðamanna,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Íslendingar nota hringtorg öðruvísi en annars staðar er gert í heiminum og það skapar vandamál. Þessi regla um innri akrein er bara hefð og það þyrfti því að breyta allri umferðarmenningu landsins til að bregðast við þessum tíðindum. En að öðru leyti eru hringtorg mjög góð fyrir umferðaröryggi,“ segir G. Pétur. Mismunandi er eftir löndum hvaða reglur gilda um akstur í hringtorgum og því benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að erlendir ferðamenn þekki ekki þær reglur sem gilda um akstur í tveggja akreina hringtorgum hér á landi. Sjö bílaleigur svöruðu spurningum um upplifun ferðamanna af hringtorgum og voru svörin jafn misjöfn og þau voru mörg. Yfirleitt var þó talað um að það kæmi erlendum ferðamönnum oft á óvart að innri akrein hringtorgs væri í forgangi þegar ekið væri út úr því þar sem aðrar reglur giltu í heimalandi þeirra. Aðeins tvær af fjórum bílatjónadeildum tryggingafyrirtækjanna tóku þátt í rannsókninni. Bæði fyrirtækin sögðu að margir ferðamenn yrðu steinhissa þegar þeir heyrðu um það að umferð á innri akrein hringtorga ætti forgang.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Erlendir ökumenn komu við sögu í 22 prósent tilfella slysa í hringtorgum hér á landi á árunum 2011-2015. Þetta sýnir rannsókn Vegagerðarinnar frá í sumar sem Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur á umferðardeild Vegagerðarinnar, gerði. Katrín skoðaði 17 tveggja akreina hringtorg sem eru í grennd við og innan höfuðborgarsvæðisins. Alls urðu 457 slys í hringtorgunum og í 102 tilvikum kom erlendur ökumaður við sögu. Á sama tímabili komu erlendir ökumenn við sögu í 16 prósent umferðarslysa. Hættulegustu hringtorgin eru á Reykjanesbraut við Hlíðartorg og við Kaplakrika en á báðum hringtorgum urðu yfir 80 slys. Erlendir ökumenn lenda þar einnig oftast í árekstrum. Líklegast er að erlendir ökumenn lendi í slysi við hringtorg við Breiðumörk og Þorlákshafnarveg en 67 prósent slysa þar eru vegna erlendra ökumanna. Hringtorgið við Þingvallaveg er þar skammt á eftir með 64 prósent tilfella.G. Pétur MatthíassonÍ skýrslunni segir að af þeim 102 slysum þar sem erlendir ökumenn komu við sögu, varð árekstur í 57 tilvikum þegar ekið var út úr hringtorginu af innri akrein. Athygli vekur að í umferðarlögum er ekki að finna sérstök ákvæði um akstur í hringtorgum, fyrir utan að bannað er að leggja í þeim. Hér á landi er farið eftir yfirborðsmerkingum og hefð. „Þessi skýrsla er liður í því að átta okkur á hvernig umferðarmenningin er. Við höfum verulegar áhyggjur af umferðaröryggi og erum búin að hafa þær mjög lengi vegna ferðamanna,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Íslendingar nota hringtorg öðruvísi en annars staðar er gert í heiminum og það skapar vandamál. Þessi regla um innri akrein er bara hefð og það þyrfti því að breyta allri umferðarmenningu landsins til að bregðast við þessum tíðindum. En að öðru leyti eru hringtorg mjög góð fyrir umferðaröryggi,“ segir G. Pétur. Mismunandi er eftir löndum hvaða reglur gilda um akstur í hringtorgum og því benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að erlendir ferðamenn þekki ekki þær reglur sem gilda um akstur í tveggja akreina hringtorgum hér á landi. Sjö bílaleigur svöruðu spurningum um upplifun ferðamanna af hringtorgum og voru svörin jafn misjöfn og þau voru mörg. Yfirleitt var þó talað um að það kæmi erlendum ferðamönnum oft á óvart að innri akrein hringtorgs væri í forgangi þegar ekið væri út úr því þar sem aðrar reglur giltu í heimalandi þeirra. Aðeins tvær af fjórum bílatjónadeildum tryggingafyrirtækjanna tóku þátt í rannsókninni. Bæði fyrirtækin sögðu að margir ferðamenn yrðu steinhissa þegar þeir heyrðu um það að umferð á innri akrein hringtorga ætti forgang.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira