Verðandi varnarmálaráðherra hefur miklar áhyggjur af aðgerðum Rússa og Kínverja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 James Mattis þegar hann mætti fyrir nefnd í þinghúsi Bandaríkjanna í gær. Nordicphotos/AFP James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi landgönguliða og val Donalds Trump í embætti varnarmálaráðherra, styður hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers í Eystrasaltslöndunum til að vinna að öryggi þeirra gegn Rússum. Þetta sagði Mattis í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna tilnefningum í ráðherraembætti. Mattis sagðist jafnframt hafa áhyggjur af framgangi Rússa á nokkrum vígstöðvum, meðal annars í sýrlensku borginni Aleppo og í Úkraínu. „Frá því á leiðtogafundinum í Jalta árið 1945 höfum við reynt samstarf við Rússa án árangurs. Það sem er mikilvægast þessa stundina er að gera sér grein fyrir því að Vladimír Pútín [Rússlandsforseti] er að reyna að eyðileggja Atlantshafsbandalagið. Við eigum að taka nauðsynleg skref til þess að verja okkur,“ sagði Mattis. Hann sagði heimskerfið ekki hafa sætt jafn miklum árásum frá því í síðari heimsstyrjöld. Það væri vegna Rússa, aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi og hryðjuverkasamtaka. Varnir væru því mikilvægar og þær þörfnuðust sterks hers.Mörg ummæla Mattis hafa vakið lukkuFormaður nefndarinnar og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain spurði þá hvort herinn væri nægilega sterkur í núverandi mynd. Svar Mattis var einfalt: „Nei, herra.“ Mattis sagðist mikill stuðningsmaður Atlantshafsbandalagsins (NATO). „NATO er miðlægt í varnarmálum okkar. Það byggir undir stöðugleika í Evrópu og er varnarbandalag sem hjálpar okkur að viðhalda okkar gildum,“ sagði Mattis. „Sé litið til sögunnar er hún mjög skýr. Ríki sem eiga sterka bandamenn þrífast en ríki án þeirra veslast upp,“ sagði hann að auki, en Mattis er sagnfræðingur að mennt. Kirsten Gillibrand, einn nefndarmanna, spurði Mattis þá út í hvort opnun fyrir herþjónustu hinsegin fólks hefði veikt herinn. „Mér hefur alltaf verið sama um með hverjum tveir samþykkir, fullorðnir aðilar fara í rúmið. Það skiptir engu máli. Það eina sem skiptir máli í þessu samhengi er að viðkomandi séu í fullnægjandi ástandi til að þjóna í hernum,“ svaraði Mattis. Lög eru í Bandaríkjunum um að stjórn yfir hernum verði ávallt í höndum almennra borgara en ekki hermanna sjálfra. Því mega varnarmálaráðherrar ekki hafa unnið fyrir herinn í sjö ár áður en þeir taka við embætti. Mattis vantar hins vegar fjögur ár upp á það skilyrði. Því mun hann þurfa undanþágu. Fyrrgreind nefnd mun skera úr um hvort hann fái hana. Sjálfur sagði Mattis löggjöfina mikilvæga. „Stjórn almennra borgara yfir hernum er grunngildi bandaríska hersins. Ef báðar deildir þingsins samþykkja undanþáguna mun ég stýra aðgerðum hersins sem almennur borgari,“ sagði hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi landgönguliða og val Donalds Trump í embætti varnarmálaráðherra, styður hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers í Eystrasaltslöndunum til að vinna að öryggi þeirra gegn Rússum. Þetta sagði Mattis í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna tilnefningum í ráðherraembætti. Mattis sagðist jafnframt hafa áhyggjur af framgangi Rússa á nokkrum vígstöðvum, meðal annars í sýrlensku borginni Aleppo og í Úkraínu. „Frá því á leiðtogafundinum í Jalta árið 1945 höfum við reynt samstarf við Rússa án árangurs. Það sem er mikilvægast þessa stundina er að gera sér grein fyrir því að Vladimír Pútín [Rússlandsforseti] er að reyna að eyðileggja Atlantshafsbandalagið. Við eigum að taka nauðsynleg skref til þess að verja okkur,“ sagði Mattis. Hann sagði heimskerfið ekki hafa sætt jafn miklum árásum frá því í síðari heimsstyrjöld. Það væri vegna Rússa, aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi og hryðjuverkasamtaka. Varnir væru því mikilvægar og þær þörfnuðust sterks hers.Mörg ummæla Mattis hafa vakið lukkuFormaður nefndarinnar og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain spurði þá hvort herinn væri nægilega sterkur í núverandi mynd. Svar Mattis var einfalt: „Nei, herra.“ Mattis sagðist mikill stuðningsmaður Atlantshafsbandalagsins (NATO). „NATO er miðlægt í varnarmálum okkar. Það byggir undir stöðugleika í Evrópu og er varnarbandalag sem hjálpar okkur að viðhalda okkar gildum,“ sagði Mattis. „Sé litið til sögunnar er hún mjög skýr. Ríki sem eiga sterka bandamenn þrífast en ríki án þeirra veslast upp,“ sagði hann að auki, en Mattis er sagnfræðingur að mennt. Kirsten Gillibrand, einn nefndarmanna, spurði Mattis þá út í hvort opnun fyrir herþjónustu hinsegin fólks hefði veikt herinn. „Mér hefur alltaf verið sama um með hverjum tveir samþykkir, fullorðnir aðilar fara í rúmið. Það skiptir engu máli. Það eina sem skiptir máli í þessu samhengi er að viðkomandi séu í fullnægjandi ástandi til að þjóna í hernum,“ svaraði Mattis. Lög eru í Bandaríkjunum um að stjórn yfir hernum verði ávallt í höndum almennra borgara en ekki hermanna sjálfra. Því mega varnarmálaráðherrar ekki hafa unnið fyrir herinn í sjö ár áður en þeir taka við embætti. Mattis vantar hins vegar fjögur ár upp á það skilyrði. Því mun hann þurfa undanþágu. Fyrrgreind nefnd mun skera úr um hvort hann fái hana. Sjálfur sagði Mattis löggjöfina mikilvæga. „Stjórn almennra borgara yfir hernum er grunngildi bandaríska hersins. Ef báðar deildir þingsins samþykkja undanþáguna mun ég stýra aðgerðum hersins sem almennur borgari,“ sagði hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira