Aron: Fannst markvörðurinn eiga að verja þetta skot Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 15:15 Aron Sigurðarson lætur vaða á markið í Nanning í dag. vísir/getty Aron Sigurðarson, leikmaður Tromsö í Noregi, skoraði annað mark Íslands í 2-0 sigri á Kína á æfingamóti í Nanning í dag en sigurinn kom strákunum okkar í úrslitaleik Kínabikarsins sem fram fer á sunnudaginn. Aron kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði með skoti fyrir utan teig þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Strákarnir okkar voru töluvert betri í seinni hálfleik heldur en í þeim fyrri.Sjá einnig:Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn „Þeir lágu á okkur í fyrri hálfleik. Mér fannst við eiga erfitt með að spila boltanum en seinni hálfleikurinn var öðruvísi. Þar héldum við boltanum betur og það létti á okkur þegar Kjartan Henry skoraði,“ segir Aron í samtali við Vísi frá Kína. „Við vorum ekki í eins mikilli bullandi vörn og við vorum framan af eftir að við skoruðum. Þeir hættu að liggja jafnmikið á okkur og þá fóru hlutirnir að opnast fyrir okkur.“ Aron fékk sendingu frá Kjartani Henry á vallarhelmingi Kína þegar hann skoraði markið. Þessi áræðni vængmaður straujaði að teignum og skaut en boltinn fór undir markvörð gestanna sem hefði átt að verja skotið. „Ég hélt að hann myndi verja þetta,“ viðurkennir Aron. „Ég sá í endursýningu eftir leik að boltinn skoppaði leiðinlega fyrir hann af grasinu en mér fannst hann eiga að verja þetta skot. Hann varði fyrra skotið mitt mjög vel.“ Aron skoraði í sínum fyrsta landsleik gegn Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Hann þurfti að bíða í ár eftir næsta landsleik og skoraði þá aftur. Tveir landsleikir - tvö mörk. „Það er vonandi að maður fái bara fleiri mínútur í næsta leik og fleiri landsleiki á árinu. Það er stefnan, en það er auðvitað alltaf gaman að skora,“ segir Aron Sigurðarson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Aron Sigurðarson, leikmaður Tromsö í Noregi, skoraði annað mark Íslands í 2-0 sigri á Kína á æfingamóti í Nanning í dag en sigurinn kom strákunum okkar í úrslitaleik Kínabikarsins sem fram fer á sunnudaginn. Aron kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði með skoti fyrir utan teig þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Strákarnir okkar voru töluvert betri í seinni hálfleik heldur en í þeim fyrri.Sjá einnig:Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn „Þeir lágu á okkur í fyrri hálfleik. Mér fannst við eiga erfitt með að spila boltanum en seinni hálfleikurinn var öðruvísi. Þar héldum við boltanum betur og það létti á okkur þegar Kjartan Henry skoraði,“ segir Aron í samtali við Vísi frá Kína. „Við vorum ekki í eins mikilli bullandi vörn og við vorum framan af eftir að við skoruðum. Þeir hættu að liggja jafnmikið á okkur og þá fóru hlutirnir að opnast fyrir okkur.“ Aron fékk sendingu frá Kjartani Henry á vallarhelmingi Kína þegar hann skoraði markið. Þessi áræðni vængmaður straujaði að teignum og skaut en boltinn fór undir markvörð gestanna sem hefði átt að verja skotið. „Ég hélt að hann myndi verja þetta,“ viðurkennir Aron. „Ég sá í endursýningu eftir leik að boltinn skoppaði leiðinlega fyrir hann af grasinu en mér fannst hann eiga að verja þetta skot. Hann varði fyrra skotið mitt mjög vel.“ Aron skoraði í sínum fyrsta landsleik gegn Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Hann þurfti að bíða í ár eftir næsta landsleik og skoraði þá aftur. Tveir landsleikir - tvö mörk. „Það er vonandi að maður fái bara fleiri mínútur í næsta leik og fleiri landsleiki á árinu. Það er stefnan, en það er auðvitað alltaf gaman að skora,“ segir Aron Sigurðarson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15
Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45
Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53
Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30