Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2017 19:30 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem haldið hefur utan um leitaraðgerðir lögreglu að Birnu Brjánsdóttur undanfarna viku, segir að líkfundurinn í dag hafi ekki verið nein tilviljun. Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni.Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fram kom í máli Ásgeirs, í viðtali við Gunnar Atla Gunnarsson fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2, að gróflega væri búið að reikna að björgunarsveitarfólk hefði gengið um 7000 kílómetra samanlagt við leitina að Birnu. Sú vegalengd er rúmlega fimmfaldur hringvegur en auðvitað hefur ekki verið gengið á götum eða stígum. Fólk hafi gengið í hrauni og drullu í ítarlegri leit um helgina. Þótt að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi fundið líkið í dag, í einni af fjölmörgum þyrluferðum á suðvesturhorninu undanfarna daga, þá er engin tilviljun að líkið fannst. Selvogsviti er á svæðinu sem búið var að skilgreina til leitar um helgina. Þá sagði Ásgeir að persónulega væri hann afar hryggur yfir líkfundinum í dag. Það væri þó gott að búið væri að finna líkið og leitinni að því væri lokið. Leitaraðilar hafa vottað aðstandendum Birnu samúð sína.Áfram leitað í kvöld Yfir 300 björgunarsveitamenn er enn við leitarstörf vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eftir að þyrla með sérhæfðu leitarfólki úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar fann lík hennar við Selvogvita var leitarskipulagi breytt að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Nú er áhersla lögð á að finna vísbendingar sem tengst geta málinu, svo sem ummerki eftir mannaferðir, jarðrask eða hluti sem tengst gert málinu. Færanlegri stjórnstöð björgunarsveitanna hefur verið komið upp á svæðinu og þaðan er leitinni stjórnað. Skiplög voru 90 leitarsvæði og sem verða vandlega leituð í kvöld. Leitarsvæðið nær frá Grindavík austur að Eyrarbakka. Leitað verður á og meðfram vegum og vegaslóðum. Alls komu um 775 sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, 40 aðgerðastjórnendur og 50 frá slysavarnadeildum félagsins. Við leitina var notast við 11 hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Leitarfólk úr 71 björgunarsveit víðsvegar að af landinu tók þátt í leitinni og slysavarnafólk úr fimm deildum félagsins. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem haldið hefur utan um leitaraðgerðir lögreglu að Birnu Brjánsdóttur undanfarna viku, segir að líkfundurinn í dag hafi ekki verið nein tilviljun. Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni.Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fram kom í máli Ásgeirs, í viðtali við Gunnar Atla Gunnarsson fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2, að gróflega væri búið að reikna að björgunarsveitarfólk hefði gengið um 7000 kílómetra samanlagt við leitina að Birnu. Sú vegalengd er rúmlega fimmfaldur hringvegur en auðvitað hefur ekki verið gengið á götum eða stígum. Fólk hafi gengið í hrauni og drullu í ítarlegri leit um helgina. Þótt að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi fundið líkið í dag, í einni af fjölmörgum þyrluferðum á suðvesturhorninu undanfarna daga, þá er engin tilviljun að líkið fannst. Selvogsviti er á svæðinu sem búið var að skilgreina til leitar um helgina. Þá sagði Ásgeir að persónulega væri hann afar hryggur yfir líkfundinum í dag. Það væri þó gott að búið væri að finna líkið og leitinni að því væri lokið. Leitaraðilar hafa vottað aðstandendum Birnu samúð sína.Áfram leitað í kvöld Yfir 300 björgunarsveitamenn er enn við leitarstörf vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eftir að þyrla með sérhæfðu leitarfólki úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar fann lík hennar við Selvogvita var leitarskipulagi breytt að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Nú er áhersla lögð á að finna vísbendingar sem tengst geta málinu, svo sem ummerki eftir mannaferðir, jarðrask eða hluti sem tengst gert málinu. Færanlegri stjórnstöð björgunarsveitanna hefur verið komið upp á svæðinu og þaðan er leitinni stjórnað. Skiplög voru 90 leitarsvæði og sem verða vandlega leituð í kvöld. Leitarsvæðið nær frá Grindavík austur að Eyrarbakka. Leitað verður á og meðfram vegum og vegaslóðum. Alls komu um 775 sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, 40 aðgerðastjórnendur og 50 frá slysavarnadeildum félagsins. Við leitina var notast við 11 hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Leitarfólk úr 71 björgunarsveit víðsvegar að af landinu tók þátt í leitinni og slysavarnafólk úr fimm deildum félagsins.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira