Langtímanotkun rafretta mjög hættulítil samkvæmt rannsókn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Fyrsta langtímarannsóknin sýnir fram á litla hættu af langtímanotkun rafretta. vísir/getty Mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda fannst í líkömum fyrrverandi reykingafólks sem skipti yfir í rafrettur miðað við reykingamenn sem héldu sínu striki. Þetta kemur fram í fyrstu langtímarannsókninni á áhrifum rafretta. Alls voru þátttakendur 181. Var þeim skipt í fimm hópa. Reykingafólk sem reykti eingöngu sígarettur, fólk sem notaði bæði sígarettur og rafrettur, fólk sem notaði sígarettur og nikótíngjafa aðra en rafrettur, fyrrverandi reykingafólk sem notaði eingöngu rafrettur og fyrrverandi reykingafólk sem notaði nikótíngjafa aðra en rafrettur. Í niðurstöðu rannsóknarinnar segir: „Fyrrverandi reykingafólk sem hefur notað rafrettur til lengri tíma eða aðra nikótíngjafa tekur inn svipað magn nikótíns og reykingafólk. En fólk sem notar eingöngu rafrettur eða aðra nikótíngjafa innbyrðir mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda en reykingafólk.“ „Rannsóknin rennir stoðum undir fyrri rannsóknir sem sýna fram á að rafrettur og aðrir nikótíngjafar eru mun öruggari en sígarettur. Rannsóknin gefur til kynna að mjög lítil hætta fylgi langtímanotkun rafretta,“ sagði Lion Shahab, læknir og aðalhöfundur rannsóknarinnar. Fjallað er um rannsóknina á vef heilbrigðisþjónustu Bretlands (NHS) og voru niðurstöður birtar í vísindatímaritinu Annals of Internal Medicine. Birtist í Fréttablaðinu Rafrettur Tengdar fréttir Drög að frumvarpi um rafrettur: Bannaðar innan átján, bannað að auglýsa og notkun í almannarými takmörkuð Í drögum að frumvarpi um rafsígarettur sem kynnt verða á vef velferðarráðuneytisins á næstu dögum er meðal annars gert ráð fyrir því að bannað verði að selja fólki yngri en 18 ára vöruna og að bannað verði að auglýsa hana. 9. febrúar 2017 21:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda fannst í líkömum fyrrverandi reykingafólks sem skipti yfir í rafrettur miðað við reykingamenn sem héldu sínu striki. Þetta kemur fram í fyrstu langtímarannsókninni á áhrifum rafretta. Alls voru þátttakendur 181. Var þeim skipt í fimm hópa. Reykingafólk sem reykti eingöngu sígarettur, fólk sem notaði bæði sígarettur og rafrettur, fólk sem notaði sígarettur og nikótíngjafa aðra en rafrettur, fyrrverandi reykingafólk sem notaði eingöngu rafrettur og fyrrverandi reykingafólk sem notaði nikótíngjafa aðra en rafrettur. Í niðurstöðu rannsóknarinnar segir: „Fyrrverandi reykingafólk sem hefur notað rafrettur til lengri tíma eða aðra nikótíngjafa tekur inn svipað magn nikótíns og reykingafólk. En fólk sem notar eingöngu rafrettur eða aðra nikótíngjafa innbyrðir mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda en reykingafólk.“ „Rannsóknin rennir stoðum undir fyrri rannsóknir sem sýna fram á að rafrettur og aðrir nikótíngjafar eru mun öruggari en sígarettur. Rannsóknin gefur til kynna að mjög lítil hætta fylgi langtímanotkun rafretta,“ sagði Lion Shahab, læknir og aðalhöfundur rannsóknarinnar. Fjallað er um rannsóknina á vef heilbrigðisþjónustu Bretlands (NHS) og voru niðurstöður birtar í vísindatímaritinu Annals of Internal Medicine.
Birtist í Fréttablaðinu Rafrettur Tengdar fréttir Drög að frumvarpi um rafrettur: Bannaðar innan átján, bannað að auglýsa og notkun í almannarými takmörkuð Í drögum að frumvarpi um rafsígarettur sem kynnt verða á vef velferðarráðuneytisins á næstu dögum er meðal annars gert ráð fyrir því að bannað verði að selja fólki yngri en 18 ára vöruna og að bannað verði að auglýsa hana. 9. febrúar 2017 21:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Drög að frumvarpi um rafrettur: Bannaðar innan átján, bannað að auglýsa og notkun í almannarými takmörkuð Í drögum að frumvarpi um rafsígarettur sem kynnt verða á vef velferðarráðuneytisins á næstu dögum er meðal annars gert ráð fyrir því að bannað verði að selja fólki yngri en 18 ára vöruna og að bannað verði að auglýsa hana. 9. febrúar 2017 21:00