„Það verða allir að koma í þennan vagn“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2017 16:15 Staðan á vinnumarkaði Íslands er eldfimari en marga grunar. Vísir/GVA Staðan á vinnumarkaði Íslands er eldfimari en marga grunar. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins lýkur störfum á næstu dögum. Hún hefur verið að endurskoða yfir hundrað kjarasamninga sem rúmlega 70 prósent vinnandi fólks í landinu hafa skrifað undir. Svo gæti farið að Alþýðusambandið segi samningunum upp vegna drjúgra launahækkana sem kjararáð skammtaði æðstu embættismönnum fyrir skömmu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, og Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, mættu í víglínuna í dag og ræddu stöðuna.Megin forsendur samninganna eru um kaupmáttaraukningu, aðkomu ríkis að uppbyggingu íbúða og þróun annarra hópa. Gylfi segir nefndina hafa skilað sínu tæknilega mati nú í vikunni. Hann segir Alþýðusambandið hafa fengið vilyrði stjórnvalda fyrir því að farið verði í að bæta húsnæðismálin. Gylfi telur það mjög mikilvægt. „Kaupmáttur, augljóslega, hefur vaxið mjög mikið og það reynir ekki á hana (forsenduna). Það er alveg ljóst að hvað varðar kjaramálin að ákvarðanir sem hafa verið teknar á síðastliðnu ári eru þess eðlis að það er sameiginlegt mat okkar að það er ekki í samræmi við þá launastefnu sem við sameinuðumst í þessu svokallaða rammasamkomulagi frá október 2015,“ segir Gylfi. Hann segir að forsendubresturinn sé staðfestur og það sé búið að koma því til samninganefndar Alþýðusambandsins og framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins að þessi staða sé uppi. „Við funduðum í samninganefnd Alþýðusambandsins í vikunni og áttum viðræður við Samtök atvinnulífsins um þessa stöðu, því að samningurinn kveður líka á um, eigum við að segja viðræðuskyldu, ekki bara að láta forsendubrestinn leiða til uppsagna heldur leita leiða til þess að samningar geti haldið gildi sínu.“ Björgólfur segir stöðuna vera „djöfullega“. Búið væri að vinna að þessar vegferð mjög lengi. Þá liggi fyrir að SA og ASÍ verði ekki ein í því. Semji um einhverja ákveðna leið og stórir aðrir hópar séu svo „freelance“. Vísar hann þar til ákvörðunar Kjararáðs. „Það verða allir að koma í þennan vagn og það vilja allir fá leiðréttingu. Þess vegna er þetta, já ég segi bara aftur, djöfulleg staða að vera í. Við erum með alveg ótrúlega kaupmáttaraukningu og náðum miklum árangri þar, en það er ýmislegt sem hefur hjálpað þar svo sem.“ Hann sagði að fleira en Kjararáð koma inn í þennan forsendubrest. Búið væri að semja við kennara og aðra og það hafi truflað þessa vegferð. „Við vissum það svo sem þegar við fórum af stað að þetta yrði ekkert auðvelt. Það yrði ekki auðvelt að fá alla hópa að og ákveðnir hópar vildu leiðréttingu. Við höfum verið að fókusera á að hækka lægstu launin, það hefur gengið eftir, en síðan eru einhverjir hópar sem vilja meira, áður en þeir koma inn í vagninn. Þannig er ekki vegferðin,“ sagði Björgólfur. Hægt er að horfa á þá Gylfa og Björgólf hér að ofan. Víglínan Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Staðan á vinnumarkaði Íslands er eldfimari en marga grunar. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins lýkur störfum á næstu dögum. Hún hefur verið að endurskoða yfir hundrað kjarasamninga sem rúmlega 70 prósent vinnandi fólks í landinu hafa skrifað undir. Svo gæti farið að Alþýðusambandið segi samningunum upp vegna drjúgra launahækkana sem kjararáð skammtaði æðstu embættismönnum fyrir skömmu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, og Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, mættu í víglínuna í dag og ræddu stöðuna.Megin forsendur samninganna eru um kaupmáttaraukningu, aðkomu ríkis að uppbyggingu íbúða og þróun annarra hópa. Gylfi segir nefndina hafa skilað sínu tæknilega mati nú í vikunni. Hann segir Alþýðusambandið hafa fengið vilyrði stjórnvalda fyrir því að farið verði í að bæta húsnæðismálin. Gylfi telur það mjög mikilvægt. „Kaupmáttur, augljóslega, hefur vaxið mjög mikið og það reynir ekki á hana (forsenduna). Það er alveg ljóst að hvað varðar kjaramálin að ákvarðanir sem hafa verið teknar á síðastliðnu ári eru þess eðlis að það er sameiginlegt mat okkar að það er ekki í samræmi við þá launastefnu sem við sameinuðumst í þessu svokallaða rammasamkomulagi frá október 2015,“ segir Gylfi. Hann segir að forsendubresturinn sé staðfestur og það sé búið að koma því til samninganefndar Alþýðusambandsins og framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins að þessi staða sé uppi. „Við funduðum í samninganefnd Alþýðusambandsins í vikunni og áttum viðræður við Samtök atvinnulífsins um þessa stöðu, því að samningurinn kveður líka á um, eigum við að segja viðræðuskyldu, ekki bara að láta forsendubrestinn leiða til uppsagna heldur leita leiða til þess að samningar geti haldið gildi sínu.“ Björgólfur segir stöðuna vera „djöfullega“. Búið væri að vinna að þessar vegferð mjög lengi. Þá liggi fyrir að SA og ASÍ verði ekki ein í því. Semji um einhverja ákveðna leið og stórir aðrir hópar séu svo „freelance“. Vísar hann þar til ákvörðunar Kjararáðs. „Það verða allir að koma í þennan vagn og það vilja allir fá leiðréttingu. Þess vegna er þetta, já ég segi bara aftur, djöfulleg staða að vera í. Við erum með alveg ótrúlega kaupmáttaraukningu og náðum miklum árangri þar, en það er ýmislegt sem hefur hjálpað þar svo sem.“ Hann sagði að fleira en Kjararáð koma inn í þennan forsendubrest. Búið væri að semja við kennara og aðra og það hafi truflað þessa vegferð. „Við vissum það svo sem þegar við fórum af stað að þetta yrði ekkert auðvelt. Það yrði ekki auðvelt að fá alla hópa að og ákveðnir hópar vildu leiðréttingu. Við höfum verið að fókusera á að hækka lægstu launin, það hefur gengið eftir, en síðan eru einhverjir hópar sem vilja meira, áður en þeir koma inn í vagninn. Þannig er ekki vegferðin,“ sagði Björgólfur. Hægt er að horfa á þá Gylfa og Björgólf hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira