Belgía stórveldið í Evrópudeildinni í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2017 10:00 Olivier Deschacht, varnarmaður Anderlecht, var alveg til að fagna sæti í 16 liða úrslitum ber á ofan þrátt fyrir kuldann í Sánkti Pétursborg í gær. Vísir/Getty Þrjú belgísk félög komust áfram í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar en fyrstu umferð útsláttarkeppninnar lauk í gærkvöldi. Þetta er sögulegur árangur hjá Belgum því aldrei áður hafa þrjú belgísk félög komst í sextán liða úrslit í sömu Evrópukeppni á sama tímabili. Alls eiga tólf lönd lið í pottinum þegar dregið verður í Evrópudeildinni í dag. Anderlecht sló út Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi á fleiri mörkum skoruðum á útivelli þrátt fyrir að hafa tapað seinni leiknum 3-1. Genk sló út Astra Giurgiu frá Rúmeníu 3-2 samanlagt eftir 1-0 heimsigur í seinni leiknum. Gent sló út Tottenham 3-2 eftir 2-2 jafntefli í gær í seinni leik liðanna á Wembley í London. Tottenham var annað enska liðið til að detta úr keppni en Southampton komst ekki upp úr riðlakeppninni. Belgar eru stórveldið í Evrópudeildinni í ár enda með fleiri lið á lífi í keppninni en Englendingar og Spánverjar til samans. Spánverjar hafa verið áberandi í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar undanfarin ár en núna er bara Celto Vigo eftir þar sem Athletic Bilbao og Villarreal féllu bæði úr leik í 32 liða úrslitunum. Nú er það spurningin hvort valdataflið sé eitthvað að breytast og belgísku félögin að koma svona sterk upp eða hvort að þetta sé eitthvað tilfallandi og að heppnin hafi hreinlega verið með Belgunum í þetta skiptið.Þjóðir sem eiga lið í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar: Belgía 3 lið (Anderlecht, Genk, Gent) Rússland 2 lið (Krasnodar, Rostov) Þýskaland 2 lið (Borussia Mönchengladbach, Schalke 04) Kýpur (APOEL) Danmörk (FC Kaupmannahöfn) England (Manchester United) Frakkland (Lyon) Grikkland (Olympiacos) Ítalía (Roma) Holland (Ajax) Spánn (Celta Vigo) Tyrkland (Besiktas) Evrópudeild UEFA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Þrjú belgísk félög komust áfram í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar en fyrstu umferð útsláttarkeppninnar lauk í gærkvöldi. Þetta er sögulegur árangur hjá Belgum því aldrei áður hafa þrjú belgísk félög komst í sextán liða úrslit í sömu Evrópukeppni á sama tímabili. Alls eiga tólf lönd lið í pottinum þegar dregið verður í Evrópudeildinni í dag. Anderlecht sló út Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi á fleiri mörkum skoruðum á útivelli þrátt fyrir að hafa tapað seinni leiknum 3-1. Genk sló út Astra Giurgiu frá Rúmeníu 3-2 samanlagt eftir 1-0 heimsigur í seinni leiknum. Gent sló út Tottenham 3-2 eftir 2-2 jafntefli í gær í seinni leik liðanna á Wembley í London. Tottenham var annað enska liðið til að detta úr keppni en Southampton komst ekki upp úr riðlakeppninni. Belgar eru stórveldið í Evrópudeildinni í ár enda með fleiri lið á lífi í keppninni en Englendingar og Spánverjar til samans. Spánverjar hafa verið áberandi í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar undanfarin ár en núna er bara Celto Vigo eftir þar sem Athletic Bilbao og Villarreal féllu bæði úr leik í 32 liða úrslitunum. Nú er það spurningin hvort valdataflið sé eitthvað að breytast og belgísku félögin að koma svona sterk upp eða hvort að þetta sé eitthvað tilfallandi og að heppnin hafi hreinlega verið með Belgunum í þetta skiptið.Þjóðir sem eiga lið í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar: Belgía 3 lið (Anderlecht, Genk, Gent) Rússland 2 lið (Krasnodar, Rostov) Þýskaland 2 lið (Borussia Mönchengladbach, Schalke 04) Kýpur (APOEL) Danmörk (FC Kaupmannahöfn) England (Manchester United) Frakkland (Lyon) Grikkland (Olympiacos) Ítalía (Roma) Holland (Ajax) Spánn (Celta Vigo) Tyrkland (Besiktas)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira