Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum farnar að berast lögreglunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 11:20 Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi var leiddur fyrir dómara á fimmtudag. Vísir/GVA Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. Hann vill þó ekkert fara út í það hvað niðurstöðurnar sýna, hvorki um hvers konar sýni var að ræða né hvað kom út úr því, en lögreglan á enn eftir að fá niðurstöður úr fleiri lífsýnum sem send voru út. Lífsýnin voru meðal annars tekin úr grænlenska togaranum Polar Nanoq en hinir grunuðu í málinu eru skipverjar á togaranum. Áður hefur verið greint frá því að blóð úr Birnu fannst í rauðum Kia Rio-bíl sem annar skipverjinn hafði á leigu þegar Birna hvarf. Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu var seinast yfirheyrður á miðvikudaginn í liðinni viku. Grímur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvenær hann verði yfirheyrður næst en maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun síðastliðinn fimmtudag. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm en maðurinn hefur núna verið í haldi í á fimmtu viku. Lögreglan bíður enn eftir lokaniðurstöðu krufningar á líki Birnu og þá er staðan enn þannig að engin játning liggur fyrir í málinu. Grímur vill að öðru leyti ekki fara út í það sem fram hefur komið við yfirheyrslur. Auk mannsins sem situr í gæsluvarðhaldi hefur annar skipverji af Polar Nanoq stöðu sakbornings í málinu. Hann var í einangrun í tvær vikur en var svo sleppt. Ekki var krafist farbanns yfir honum og er hann því nú kominn heim til sín á Grænlandi. Lík Birnu fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 16. febrúar 2017 21:35 Háskólarektor minntist Birgis og Birnu við brautskráningu kandidata Samanlagður fjöldi brautskráðra var 455, 329 konur og 126 karlar. 18. febrúar 2017 16:07 Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. Hann vill þó ekkert fara út í það hvað niðurstöðurnar sýna, hvorki um hvers konar sýni var að ræða né hvað kom út úr því, en lögreglan á enn eftir að fá niðurstöður úr fleiri lífsýnum sem send voru út. Lífsýnin voru meðal annars tekin úr grænlenska togaranum Polar Nanoq en hinir grunuðu í málinu eru skipverjar á togaranum. Áður hefur verið greint frá því að blóð úr Birnu fannst í rauðum Kia Rio-bíl sem annar skipverjinn hafði á leigu þegar Birna hvarf. Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu var seinast yfirheyrður á miðvikudaginn í liðinni viku. Grímur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvenær hann verði yfirheyrður næst en maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun síðastliðinn fimmtudag. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm en maðurinn hefur núna verið í haldi í á fimmtu viku. Lögreglan bíður enn eftir lokaniðurstöðu krufningar á líki Birnu og þá er staðan enn þannig að engin játning liggur fyrir í málinu. Grímur vill að öðru leyti ekki fara út í það sem fram hefur komið við yfirheyrslur. Auk mannsins sem situr í gæsluvarðhaldi hefur annar skipverji af Polar Nanoq stöðu sakbornings í málinu. Hann var í einangrun í tvær vikur en var svo sleppt. Ekki var krafist farbanns yfir honum og er hann því nú kominn heim til sín á Grænlandi. Lík Birnu fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 16. febrúar 2017 21:35 Háskólarektor minntist Birgis og Birnu við brautskráningu kandidata Samanlagður fjöldi brautskráðra var 455, 329 konur og 126 karlar. 18. febrúar 2017 16:07 Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 16. febrúar 2017 21:35
Háskólarektor minntist Birgis og Birnu við brautskráningu kandidata Samanlagður fjöldi brautskráðra var 455, 329 konur og 126 karlar. 18. febrúar 2017 16:07
Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48