Messi: Var að blóta loftinu en ekki línuverðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2017 08:00 Lionel Messi. Vísir/Getty Fátt hefur verið meira rætt í knattspyrnuheiminum síðasta sólarhringinn en fjögurra leikja bannið sem Lionel Messi var dæmdur í fyrir orðaskipti sín við aðstoðardómara leiks Argentínu og Síle í undankeppni HM. Messi fékk hvorki gult né rautt spjald fyrir það sem hann lét út úr sér við aðstoðardómarann á meðan leiknum stóð en var síðan dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir móðgandi og særandi orð sem hann átti að hafa sagt í þessum samskiptum sínum við aðstoðardómarann á hliðarlínunni. Lionel Messi skoraði eina mark leiksins á móti Síle með marki úr vítaspyrnu. Hann er einn allra besti knattspyrnumaður heims og ekki þekktur fyrir mikinn ruddaskap innan vallar. Dómurinn var engu að síður mjög strangur. Margir í kringum Messi hafa fordæmt þetta bann en það sá til þess að Messi gat ekki spilað á móti Bólivíu í fyrrakvöld þar sem argentínska landsliðið tapaði 2-0. Lionel Messi sendi frá sér stutta yfirlýsingu í gær en það var argentínska blaðið La Nacion sem birti hana. „Ég var aldrei að segja þetta við aðstoðardómarann heldur var ég að tala við loftið,“ sagði Lionel Messi í yfirlýsingu sinni. Argentínumenn hafa brugðist mjög illa við þessum dómi og hafa þegar áfrýjað honum. Þetta eru nefnilega mjög slæmar fréttir fyrir argentínska landsliðið sem hefur unnið 5 af 6 leikjum sínum og fengið 15 af 18 mögulegum stigum í undankeppninni með Messi en aðeins unnið 1 af 8 leikjum sínum og fengið bara 7 af 24 mögulegum stigum í leikjunum án hans. Argentínska landsliðið á fjóra leiki eftir í undankeppninni og mun Messi missa af þremur þeirra. Argentína er dottið niður í fimmta sæti og er nú án Messi í mikilli hættu á að missa af HM í Rússlandi 2018. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Spænski boltinn Tengdar fréttir „Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30 Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31 Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57 Landsliðsþjálfari Argentínu segir vinnubrögð FIFA furðuleg Lionel Messi var dæmdur í umdeilt fjögurra leikja bann fyrir að úthúða aðstoðardómara. 29. mars 2017 16:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Fátt hefur verið meira rætt í knattspyrnuheiminum síðasta sólarhringinn en fjögurra leikja bannið sem Lionel Messi var dæmdur í fyrir orðaskipti sín við aðstoðardómara leiks Argentínu og Síle í undankeppni HM. Messi fékk hvorki gult né rautt spjald fyrir það sem hann lét út úr sér við aðstoðardómarann á meðan leiknum stóð en var síðan dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir móðgandi og særandi orð sem hann átti að hafa sagt í þessum samskiptum sínum við aðstoðardómarann á hliðarlínunni. Lionel Messi skoraði eina mark leiksins á móti Síle með marki úr vítaspyrnu. Hann er einn allra besti knattspyrnumaður heims og ekki þekktur fyrir mikinn ruddaskap innan vallar. Dómurinn var engu að síður mjög strangur. Margir í kringum Messi hafa fordæmt þetta bann en það sá til þess að Messi gat ekki spilað á móti Bólivíu í fyrrakvöld þar sem argentínska landsliðið tapaði 2-0. Lionel Messi sendi frá sér stutta yfirlýsingu í gær en það var argentínska blaðið La Nacion sem birti hana. „Ég var aldrei að segja þetta við aðstoðardómarann heldur var ég að tala við loftið,“ sagði Lionel Messi í yfirlýsingu sinni. Argentínumenn hafa brugðist mjög illa við þessum dómi og hafa þegar áfrýjað honum. Þetta eru nefnilega mjög slæmar fréttir fyrir argentínska landsliðið sem hefur unnið 5 af 6 leikjum sínum og fengið 15 af 18 mögulegum stigum í undankeppninni með Messi en aðeins unnið 1 af 8 leikjum sínum og fengið bara 7 af 24 mögulegum stigum í leikjunum án hans. Argentínska landsliðið á fjóra leiki eftir í undankeppninni og mun Messi missa af þremur þeirra. Argentína er dottið niður í fimmta sæti og er nú án Messi í mikilli hættu á að missa af HM í Rússlandi 2018.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Spænski boltinn Tengdar fréttir „Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30 Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31 Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57 Landsliðsþjálfari Argentínu segir vinnubrögð FIFA furðuleg Lionel Messi var dæmdur í umdeilt fjögurra leikja bann fyrir að úthúða aðstoðardómara. 29. mars 2017 16:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
„Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30
Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31
Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57
Landsliðsþjálfari Argentínu segir vinnubrögð FIFA furðuleg Lionel Messi var dæmdur í umdeilt fjögurra leikja bann fyrir að úthúða aðstoðardómara. 29. mars 2017 16:00