Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2017 16:52 Mynd sem flugfarþegi tók í flugstöðinni rétt í þessu. Twitter Flugstöð Leifs Eiríkssonar var rýmd síðdegis í dag og þurftu allir þeir farþegar sem voru þar að fara í gegnum vopnaleit. Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. Ástæðan fyrir vopnaleitinni er sú að um klukkan þrjú í dag lenti á Keflavíkurflugvelli flugvél sem var að koma frá Nuuk á Grænlandi. Farþegar vélarinnar höfðu farið í gegnum vopnaleit á flugvellinum í Nuuk en sú vopnaleit stenst ekki alþjóðlegar kröfur og því stóð til að gera vopnaleit á farþegunum við komuna inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það urðu hins vegar mistök sem urðu þess valdandi að flugvélinni var ekið að röngu landgönguhliði og fóru farþegarnir því inn í flugstöðina án þess að fara í gengum vopnaleit. Þegar mistökin lágu fyrir var flugstöðin rýmd og allir sem þar voru boðaðir í vopnaleit, vegna þess að farþegarnir frá Nuuk höfðu blandast við aðra farþega sem voru í flugstöðinni. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að ekki liggi fyrir endanleg tala hversu margir þurfa að fara í gegnum vopnaleit, en það sé á bilinu tvö til þrjú þúsund manns. Ekki er vitað hversu langan tíma þetta mun taka en þetta mun valda seinkunum á flugi. Guðni ítrekaði í samtali við Vísi að engin hætta væri á ferðum.Because of a "Security Breach" they are having everyone evacuate @kefairport... Right before we were about to board :( pic.twitter.com/3OpURhUtAE— Thinh Nguyen (@ThinhNguyen007) March 29, 2017 Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Flugstöð Leifs Eiríkssonar var rýmd síðdegis í dag og þurftu allir þeir farþegar sem voru þar að fara í gegnum vopnaleit. Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. Ástæðan fyrir vopnaleitinni er sú að um klukkan þrjú í dag lenti á Keflavíkurflugvelli flugvél sem var að koma frá Nuuk á Grænlandi. Farþegar vélarinnar höfðu farið í gegnum vopnaleit á flugvellinum í Nuuk en sú vopnaleit stenst ekki alþjóðlegar kröfur og því stóð til að gera vopnaleit á farþegunum við komuna inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það urðu hins vegar mistök sem urðu þess valdandi að flugvélinni var ekið að röngu landgönguhliði og fóru farþegarnir því inn í flugstöðina án þess að fara í gengum vopnaleit. Þegar mistökin lágu fyrir var flugstöðin rýmd og allir sem þar voru boðaðir í vopnaleit, vegna þess að farþegarnir frá Nuuk höfðu blandast við aðra farþega sem voru í flugstöðinni. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að ekki liggi fyrir endanleg tala hversu margir þurfa að fara í gegnum vopnaleit, en það sé á bilinu tvö til þrjú þúsund manns. Ekki er vitað hversu langan tíma þetta mun taka en þetta mun valda seinkunum á flugi. Guðni ítrekaði í samtali við Vísi að engin hætta væri á ferðum.Because of a "Security Breach" they are having everyone evacuate @kefairport... Right before we were about to board :( pic.twitter.com/3OpURhUtAE— Thinh Nguyen (@ThinhNguyen007) March 29, 2017
Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira