Landsliðsþjálfari Argentínu segir vinnubrögð FIFA furðuleg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2017 16:00 Lionel Messi lét þennan aðstoðardómara heyra það. Vísir/Getty Um fátt annað er talað í Argentínu en fjögurra leikja bannið sem Lionel Messi var skyndilega settur í af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, í gær. Þetta var tilkynnt aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik liðsins gegn Bólívíu í undankeppni HM 2018. Argentína tapaði leiknum, 2-0, og datt niður í fimmta sæti riðilsins í Suður-Ameríku, en fjögur efstu liðin fara beint á HM. Sjá einnig: Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Edgardo Bauza, landsliðsþjálfari Argentínu, furðaði sig mjög á tímasetningunni á banni Messi og vinnubrögðum Messi. Messi er gefið að sök að hafa úthúðað aðstoðardómara í sigri Argentínu á Síle á fimmtudag. „Þegar orðrómurinn um þetta fór að breiða úr sér fórum við að hafa meiri áhyggjur af þessu. Það virðist furðulegt að það sé hægt að ganga frá öllu saman á einum degi, án þess að við höfum tíma til að áfrýja,“ sagði Bauza. „Nú er formlegt áfrýjunarferli farið af stað,“ bætti hann við. Gerard Pique, liðsfélagi Messi hjá Barcelona og leikmaður spænska landsliðsins, var einnig hissa á niðurstöðu FIFA. „Ég er ekki rétti aðilinn til að ræða þær ákvarðanir sem FIFA tekur en mér sýnist það forkastanlegt að Messi hafi fengið fjögurra leikja bann.“ Fjórar umferðir eru eftir af undankeppninni í Suður-Ameríku og að öllu óbreyttu ætti Messi að ná síðasta leik Argentínu í riðlakeppninni, gegn Ekvador þann 10. október næstkomandi. Sjá einnig: Brassar langfyrstir að tryggja sér sæti á HM og settu met Brasilía er nú þegar búið að tryggja sér farseðilinn til Rússlands en aðeins fjögur stig skilja að liðin í 2.-6. sæti riðilsins - Kólumbíu, Úrúgvæ, Síle, Argentínu og Ekvador. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30 Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31 Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57 Brassar langfyrstir að tryggja sér sæti á HM og settu met Brasilía er ekki búið að tapa í þrettán leikjum í röð í undankeppni Suður-Ameríku. 29. mars 2017 07:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Um fátt annað er talað í Argentínu en fjögurra leikja bannið sem Lionel Messi var skyndilega settur í af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, í gær. Þetta var tilkynnt aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik liðsins gegn Bólívíu í undankeppni HM 2018. Argentína tapaði leiknum, 2-0, og datt niður í fimmta sæti riðilsins í Suður-Ameríku, en fjögur efstu liðin fara beint á HM. Sjá einnig: Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Edgardo Bauza, landsliðsþjálfari Argentínu, furðaði sig mjög á tímasetningunni á banni Messi og vinnubrögðum Messi. Messi er gefið að sök að hafa úthúðað aðstoðardómara í sigri Argentínu á Síle á fimmtudag. „Þegar orðrómurinn um þetta fór að breiða úr sér fórum við að hafa meiri áhyggjur af þessu. Það virðist furðulegt að það sé hægt að ganga frá öllu saman á einum degi, án þess að við höfum tíma til að áfrýja,“ sagði Bauza. „Nú er formlegt áfrýjunarferli farið af stað,“ bætti hann við. Gerard Pique, liðsfélagi Messi hjá Barcelona og leikmaður spænska landsliðsins, var einnig hissa á niðurstöðu FIFA. „Ég er ekki rétti aðilinn til að ræða þær ákvarðanir sem FIFA tekur en mér sýnist það forkastanlegt að Messi hafi fengið fjögurra leikja bann.“ Fjórar umferðir eru eftir af undankeppninni í Suður-Ameríku og að öllu óbreyttu ætti Messi að ná síðasta leik Argentínu í riðlakeppninni, gegn Ekvador þann 10. október næstkomandi. Sjá einnig: Brassar langfyrstir að tryggja sér sæti á HM og settu met Brasilía er nú þegar búið að tryggja sér farseðilinn til Rússlands en aðeins fjögur stig skilja að liðin í 2.-6. sæti riðilsins - Kólumbíu, Úrúgvæ, Síle, Argentínu og Ekvador.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30 Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31 Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57 Brassar langfyrstir að tryggja sér sæti á HM og settu met Brasilía er ekki búið að tapa í þrettán leikjum í röð í undankeppni Suður-Ameríku. 29. mars 2017 07:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
„Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30
Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31
Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57
Brassar langfyrstir að tryggja sér sæti á HM og settu met Brasilía er ekki búið að tapa í þrettán leikjum í röð í undankeppni Suður-Ameríku. 29. mars 2017 07:30