Ósammála um hlutverk Kushner Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2017 08:09 Donald Trump og Jared Kushner. Vísir/GEttty Forsvarsmenn rússnesks ríkisbanka sem er innifalinn í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi, funduðu með tengdasyni og ráðgjafa Donald Trump í desember. Jared Kushner fundaði einnig með sendiherra Rússlands í sama mánuði. Bankinn og Hvíta húsið eru ósammála um hvers vegna Kushner var á fundinum. Kusnher, sem er giftur Ivönku Trump, hefur samþykkt að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem rannsakar nú tengsl og mögulegt samráð framboðs Donald Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Ríkisbankinn Vnesheconombank ,segir að forsvarsmenn hans hafi fundað með fulltrúum fjármálamarkaða í Evrópu, Asíu og Ameríku í fyrra og að það hafi verið liður í undirbúningi fyrir nýja viðskipaáætlun, samkvæmt frétt Reuters. Fundað hafi verið með Kushner þar sem hann er yfirmaður Kushner Companiew, fjölskyldufyrirtækisins.Ekki sammála um á hvers vegum hann sótti fundinnCNN segir hins vegar að Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hafi sagt Kushner hafa farið á fundinn sem fulltrúi Trump. Þá segir í frétt CNN að fundurinn hafi verið á milli Kushner og Sergey Gorkov, formanns bankans, sem var skipaður í stöðu sína af Vladimir Putin, forseta Rússlands. Sérfræðingar sem CNN ræddi við segja þó ekkert óeðlilegt við það að forsvarsmenn banka sem séu undir þvingunum ræði við Bandaríska embættismenn. Þvingunum hefur verið beitt gegn bankanum vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og aðgerða þeirra í austurhluta Úkraínu. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, og tvær þingnefndir rannsaka Trump og framboð hans vegna meints samráð við yfirvöld í Rússlandi, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, Trump í vil.Margir til rannsóknar Margir af starfsmönnum Trump og framboðs hans eru til skoðunar vegna meintra tengsla við Rússa og þurfti Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, þurfti að segja af sér eftir að hafa logið til um fundi sína með sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Trump tísti í nótt um málið og velti vöngum yfir því af hverju nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, sem er ekki sama nefnd og Kushner mun fara fyrir, væri ekki að rannsaka Hillary Clinton og Rússland og sagði fregnir um meint tengsl hans og Rússa vera gabb. Meðal annars nefndi hann að Clinton hefði selt úraníum til Rússlands, eins og hann hefur margsinnis gert, en það er ekki rétt.Why isn't the House Intelligence Committee looking into the Bill & Hillary deal that allowed big Uranium to go to Russia, Russian speech....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2017 ...money to Bill, the Hillary Russian "reset," praise of Russia by Hillary, or Podesta Russian Company. Trump Russia story is a hoax. #MAGA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2017 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira
Forsvarsmenn rússnesks ríkisbanka sem er innifalinn í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi, funduðu með tengdasyni og ráðgjafa Donald Trump í desember. Jared Kushner fundaði einnig með sendiherra Rússlands í sama mánuði. Bankinn og Hvíta húsið eru ósammála um hvers vegna Kushner var á fundinum. Kusnher, sem er giftur Ivönku Trump, hefur samþykkt að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem rannsakar nú tengsl og mögulegt samráð framboðs Donald Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Ríkisbankinn Vnesheconombank ,segir að forsvarsmenn hans hafi fundað með fulltrúum fjármálamarkaða í Evrópu, Asíu og Ameríku í fyrra og að það hafi verið liður í undirbúningi fyrir nýja viðskipaáætlun, samkvæmt frétt Reuters. Fundað hafi verið með Kushner þar sem hann er yfirmaður Kushner Companiew, fjölskyldufyrirtækisins.Ekki sammála um á hvers vegum hann sótti fundinnCNN segir hins vegar að Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hafi sagt Kushner hafa farið á fundinn sem fulltrúi Trump. Þá segir í frétt CNN að fundurinn hafi verið á milli Kushner og Sergey Gorkov, formanns bankans, sem var skipaður í stöðu sína af Vladimir Putin, forseta Rússlands. Sérfræðingar sem CNN ræddi við segja þó ekkert óeðlilegt við það að forsvarsmenn banka sem séu undir þvingunum ræði við Bandaríska embættismenn. Þvingunum hefur verið beitt gegn bankanum vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og aðgerða þeirra í austurhluta Úkraínu. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, og tvær þingnefndir rannsaka Trump og framboð hans vegna meints samráð við yfirvöld í Rússlandi, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, Trump í vil.Margir til rannsóknar Margir af starfsmönnum Trump og framboðs hans eru til skoðunar vegna meintra tengsla við Rússa og þurfti Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, þurfti að segja af sér eftir að hafa logið til um fundi sína með sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Trump tísti í nótt um málið og velti vöngum yfir því af hverju nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, sem er ekki sama nefnd og Kushner mun fara fyrir, væri ekki að rannsaka Hillary Clinton og Rússland og sagði fregnir um meint tengsl hans og Rússa vera gabb. Meðal annars nefndi hann að Clinton hefði selt úraníum til Rússlands, eins og hann hefur margsinnis gert, en það er ekki rétt.Why isn't the House Intelligence Committee looking into the Bill & Hillary deal that allowed big Uranium to go to Russia, Russian speech....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2017 ...money to Bill, the Hillary Russian "reset," praise of Russia by Hillary, or Podesta Russian Company. Trump Russia story is a hoax. #MAGA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2017
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira