Strákarnir upp um tvö sæti á heimslistanum: Konungar norðursins og miklu betri en Holland Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2017 09:45 Strákarnir okkar eru tíu sætum fyrir ofan Holland. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í 21. sæti á nýjum heimslista FIFA þegar hann verður gefinn út 6. apríl. Vefsíðan Football Rankings er búin að reikna út stöðuna eftir síðustu landsleikjaviku og er þetta staða strákanna okkar. Ísland var í 23. sæti á listanum í mars en það féll þá niður um þrjú sæti eftir að ná 20. sæti í febrúar. Það var besta staða íslenska liðsins á heimslistanum frá upphafi en á þeim tímapunkti átti Ísland karla- og kvennalandslið sem voru á meðal þeirra 20 bestu í heiminum.Á þeim tíma var Ísland á meðal átta fótboltastórvelda sem voru með karla- og kvennaliðin inn á topp 20 en hinar þjóðirnar voru og eru Brasilía, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Sviss, England og Ítalía.Heimir Hallgrímsson er aðeins búinn að tapa einum mótsleik síðan hann tók við einn.vísir/gettyTíu sætum fyrir ofan Holland Strákarnir okkar spiluðu tvo leiki í síðustu landsleikjaviku og unnu þá báða. Þeir unnu Kósóvó, 2-1, á útivelli í undankeppni HM 2018 og lögðu svo Írland í fyrsta sinn í Dyflinni, 1-0, með fallegu aukaspyrnumarki Harðar Björgvins Magnússonar. Þrátt fyrir tvo sigra tapaði Ísland þremur stigum á listanum. Það kom samt ekki í veg fyrir að lærisveinar Heimis Hallgrímssonar færðust upp um tvö sæti þar sem svo mörg lið í kringum íslenska liðið töpuðu mun fleiri stigum. Ísland er nú hvorki meira né minna en ellefu sætum fyrir ofan hollenska landsliðið en það mikla fótboltastórveldi fellur um ellefu sæti niður í 31. sæti. Holland hefur aldrei verið neðar á heimslistanum en neðst fór það í 26. sæti í júlí í fyrra. Tvær Norðurlandaþjóðir; Danmörk og Noregur, eru líka í sinni verstu stöðu í sögunni. Danir falla um þrjú sæti niður í 51. sæti en versta staða þeirra var 50. sæti í fyrra.Strákarnir eru áfram langbestir á Norðurlöndum.vísir/gettySvíar sækja á Norska liðið hans Lars Lagerbäck, sem tapaði í frumraun Svíans á móti Norður-Írlandi, fer niður um fimm sæti í 86. sætið. Það er versta staða liðsins í sögunni en lengst féll það niður í 84. sæti í nóvember á síðasta ári. Sænska landsliðið tekur stærsta stökk allra á meðal 50 efstu þjóðanna en Svíarnir fara upp um ellefu sæti eftir sigra gegn Hvíta-Rússlandi og Portúgal í síðustu landsleikjaviku. Svíar eru áfram næstbestir á Norðurlöndum en þeir eru nú í 34. sæti, þrettán sætum á eftir konungum norðursins, strákunum okkar. Eftir frábært gengi að undanförnu í undankeppni HM 2018 er Brasilía búin að endurheimta efsta sæti heimslistans en liðið hefur sætaskipti við Argentínu. Þýskaland er í þriðja sæti, Síle í fjórða og Kólumbía í fimmta sæti. Króatíska landsliðið, sem Ísland mætir á Laugardalsvelli í júní, fer niður um tvö sæti í 18. sætið þrátt fyrir sigur á Úkraínu í síðustu leik liðsins í undankeppni HM 2018. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í 21. sæti á nýjum heimslista FIFA þegar hann verður gefinn út 6. apríl. Vefsíðan Football Rankings er búin að reikna út stöðuna eftir síðustu landsleikjaviku og er þetta staða strákanna okkar. Ísland var í 23. sæti á listanum í mars en það féll þá niður um þrjú sæti eftir að ná 20. sæti í febrúar. Það var besta staða íslenska liðsins á heimslistanum frá upphafi en á þeim tímapunkti átti Ísland karla- og kvennalandslið sem voru á meðal þeirra 20 bestu í heiminum.Á þeim tíma var Ísland á meðal átta fótboltastórvelda sem voru með karla- og kvennaliðin inn á topp 20 en hinar þjóðirnar voru og eru Brasilía, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Sviss, England og Ítalía.Heimir Hallgrímsson er aðeins búinn að tapa einum mótsleik síðan hann tók við einn.vísir/gettyTíu sætum fyrir ofan Holland Strákarnir okkar spiluðu tvo leiki í síðustu landsleikjaviku og unnu þá báða. Þeir unnu Kósóvó, 2-1, á útivelli í undankeppni HM 2018 og lögðu svo Írland í fyrsta sinn í Dyflinni, 1-0, með fallegu aukaspyrnumarki Harðar Björgvins Magnússonar. Þrátt fyrir tvo sigra tapaði Ísland þremur stigum á listanum. Það kom samt ekki í veg fyrir að lærisveinar Heimis Hallgrímssonar færðust upp um tvö sæti þar sem svo mörg lið í kringum íslenska liðið töpuðu mun fleiri stigum. Ísland er nú hvorki meira né minna en ellefu sætum fyrir ofan hollenska landsliðið en það mikla fótboltastórveldi fellur um ellefu sæti niður í 31. sæti. Holland hefur aldrei verið neðar á heimslistanum en neðst fór það í 26. sæti í júlí í fyrra. Tvær Norðurlandaþjóðir; Danmörk og Noregur, eru líka í sinni verstu stöðu í sögunni. Danir falla um þrjú sæti niður í 51. sæti en versta staða þeirra var 50. sæti í fyrra.Strákarnir eru áfram langbestir á Norðurlöndum.vísir/gettySvíar sækja á Norska liðið hans Lars Lagerbäck, sem tapaði í frumraun Svíans á móti Norður-Írlandi, fer niður um fimm sæti í 86. sætið. Það er versta staða liðsins í sögunni en lengst féll það niður í 84. sæti í nóvember á síðasta ári. Sænska landsliðið tekur stærsta stökk allra á meðal 50 efstu þjóðanna en Svíarnir fara upp um ellefu sæti eftir sigra gegn Hvíta-Rússlandi og Portúgal í síðustu landsleikjaviku. Svíar eru áfram næstbestir á Norðurlöndum en þeir eru nú í 34. sæti, þrettán sætum á eftir konungum norðursins, strákunum okkar. Eftir frábært gengi að undanförnu í undankeppni HM 2018 er Brasilía búin að endurheimta efsta sæti heimslistans en liðið hefur sætaskipti við Argentínu. Þýskaland er í þriðja sæti, Síle í fjórða og Kólumbía í fimmta sæti. Króatíska landsliðið, sem Ísland mætir á Laugardalsvelli í júní, fer niður um tvö sæti í 18. sætið þrátt fyrir sigur á Úkraínu í síðustu leik liðsins í undankeppni HM 2018.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira