Einn besti varnarmaður heims orðinn doktor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2017 13:45 Giorgio Chiellini fagnar marki með Juventus. Vísir/Getty Ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini hefur átt frábæran fótboltaferil og er nú á sínu tólfta tímabili með Juventus. Maður í hans stöðu ætti að vera búinn að tryggja sér þægilega framtíð eftir fótboltann en Chiellini hefur séð til þess að hans bíður spennandi tímar eftir að fótboltaskórnir fara upp á hillu. Chiellini hefur nýtt frítímann afar vel utan fótboltans og undirbúið sig fyrir lífið eftir fótboltann. Giorgio Chiellini kláraði háskólapróf í viðskiptafræði við Háskólann í Tórinó í júlí 2010 en hann lék ekki þar við sitja. Chiellini skellti sér í doktorsnám og varði doktorsritgerð sína í vikunni og er nú orðinn doktor í viðskiptafræði frá Háskólanum í Tórinó. Sjá umfjöllun ítalska blaðsins Repubblica. Auðvitað fjallaði ritgerð Giorgio Chiellini um félagið sem hann hefur spilað með frá 2005 og leikið með yfir 400 leiki. Doktorsritgerðin hét „The Business Model of Juventus Football Club in an International Context" eða „Viðskiptamódel knattspyrnufélagsins Juventus í alþjóðlegu samhengi“ Chiellini verður nú örugglega ekki bara kallaður inn á liðsfundi á næstunni því stjórnarmenn félagsins ættu að leita ráða hjá honum og hljóta að bjóða honum starf hjá félaginu í framtíðinni. Chiellini hefur hingað til verið einna þekktastur fyrir að vera fórnarlamb bitvargsins Luis Suárez á HM í Brasilíu 2014 en Úrúgvæmaðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða bann og mátti ekki taka þátt í níu næstu leikjum úrúgvæska landsliðsins. Giorgio Chiellini hefur spilað 90 landsleiki fyrir Ítalíu. Hann hefur verið í hópi bestu varnarmanna heims enda fjölhæfur, klókur og aðgangsharður á móti bestu sóknarmönnum heims. Doktorsprófið sýnir að þar fer líka maður með framtíðarsýn sem er tilbúinn að leggja ýmislegt á sig. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini hefur átt frábæran fótboltaferil og er nú á sínu tólfta tímabili með Juventus. Maður í hans stöðu ætti að vera búinn að tryggja sér þægilega framtíð eftir fótboltann en Chiellini hefur séð til þess að hans bíður spennandi tímar eftir að fótboltaskórnir fara upp á hillu. Chiellini hefur nýtt frítímann afar vel utan fótboltans og undirbúið sig fyrir lífið eftir fótboltann. Giorgio Chiellini kláraði háskólapróf í viðskiptafræði við Háskólann í Tórinó í júlí 2010 en hann lék ekki þar við sitja. Chiellini skellti sér í doktorsnám og varði doktorsritgerð sína í vikunni og er nú orðinn doktor í viðskiptafræði frá Háskólanum í Tórinó. Sjá umfjöllun ítalska blaðsins Repubblica. Auðvitað fjallaði ritgerð Giorgio Chiellini um félagið sem hann hefur spilað með frá 2005 og leikið með yfir 400 leiki. Doktorsritgerðin hét „The Business Model of Juventus Football Club in an International Context" eða „Viðskiptamódel knattspyrnufélagsins Juventus í alþjóðlegu samhengi“ Chiellini verður nú örugglega ekki bara kallaður inn á liðsfundi á næstunni því stjórnarmenn félagsins ættu að leita ráða hjá honum og hljóta að bjóða honum starf hjá félaginu í framtíðinni. Chiellini hefur hingað til verið einna þekktastur fyrir að vera fórnarlamb bitvargsins Luis Suárez á HM í Brasilíu 2014 en Úrúgvæmaðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða bann og mátti ekki taka þátt í níu næstu leikjum úrúgvæska landsliðsins. Giorgio Chiellini hefur spilað 90 landsleiki fyrir Ítalíu. Hann hefur verið í hópi bestu varnarmanna heims enda fjölhæfur, klókur og aðgangsharður á móti bestu sóknarmönnum heims. Doktorsprófið sýnir að þar fer líka maður með framtíðarsýn sem er tilbúinn að leggja ýmislegt á sig.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira