Sextán ára fangelsi nær alltaf niðurstaðan í manndrápsmálum Ásgeir Erlendsson skrifar 19. apríl 2017 21:35 Lektor í refsirétti segir að ef miðað er við dómaframkvæmd í manndrápsmálum hér á landi á undanförnum árum skipti engu hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. Sextán ára fangelsi sé nær alltaf niðurstaðan, óháð því hvort viðkomandi veiti aðstoð við að upplýsa málið eða ekki. Játning hefur legið fyrir í meirihluta manndrápsmála sem sakfellt hefur verið fyrir hér á landi á undanförnum áratugum. Þó eru nokkur mál sem komið hafa til kasta dómstóla á síðustu árum þar sem sakborningur neitar sök líkt og Thomas Möller Olsen sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur hefur gert . Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, segir að ef horft er til dómaframkvæmdar manndrápsmála skipti engu hvort viðkomandi sé samvinnufús og játar brot sitt eða neitar sakargiftum, þegar kemur að ákvörðun refsingar. „Meginreglan er sú að ef það eru ekki einhver sérstök refsilækkunarsjónarmið sem koma til álita þá er dæmt sextán ára fangelsi og játning og einhver aðstoð myndu teljast til málsbóta.“ Engin umbun sé veitt fyrir að greiða fyrir rannsókn slíkra mála.Væri æskilegra að það væri möguleiki á að menn myndu fá einhvers konar umbun fyrir það að vera samvinnuþýðir við rannsókn slíkra mála eða ætti það alls ekkert við? „Það á náttúrulega að taka það sérstaklega til í niðurstöðu dómsins. En það er yfirleitt svo að þá eru aðrar refsiákvörðunarástæður sem koma einnig til skoðunar, og þá yfirleitt til þyngingar. Þær vegast því út. Þetta er því bara eðlileg framkvæmd,“ segir Jón Þór. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Lektor í refsirétti segir að ef miðað er við dómaframkvæmd í manndrápsmálum hér á landi á undanförnum árum skipti engu hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. Sextán ára fangelsi sé nær alltaf niðurstaðan, óháð því hvort viðkomandi veiti aðstoð við að upplýsa málið eða ekki. Játning hefur legið fyrir í meirihluta manndrápsmála sem sakfellt hefur verið fyrir hér á landi á undanförnum áratugum. Þó eru nokkur mál sem komið hafa til kasta dómstóla á síðustu árum þar sem sakborningur neitar sök líkt og Thomas Möller Olsen sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur hefur gert . Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, segir að ef horft er til dómaframkvæmdar manndrápsmála skipti engu hvort viðkomandi sé samvinnufús og játar brot sitt eða neitar sakargiftum, þegar kemur að ákvörðun refsingar. „Meginreglan er sú að ef það eru ekki einhver sérstök refsilækkunarsjónarmið sem koma til álita þá er dæmt sextán ára fangelsi og játning og einhver aðstoð myndu teljast til málsbóta.“ Engin umbun sé veitt fyrir að greiða fyrir rannsókn slíkra mála.Væri æskilegra að það væri möguleiki á að menn myndu fá einhvers konar umbun fyrir það að vera samvinnuþýðir við rannsókn slíkra mála eða ætti það alls ekkert við? „Það á náttúrulega að taka það sérstaklega til í niðurstöðu dómsins. En það er yfirleitt svo að þá eru aðrar refsiákvörðunarástæður sem koma einnig til skoðunar, og þá yfirleitt til þyngingar. Þær vegast því út. Þetta er því bara eðlileg framkvæmd,“ segir Jón Þór.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira