Stórskrýtin ákvörðun besta leikmanns vallarins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2017 16:15 Það er óhætt að segja að lokamínútan í viðureign Stjörnunnar og Fram í fyrsta leik liðanna í Olísdeild-kvenna hafi verið farsakennd. Fram hafði ekki skorað í þrettán mínútur og leiddi með einu marki, 25-24, þegar síðasta mínútan var runnin upp. Liðið hafði boltann og Stefán Arnarsson, þjálfari liðsins, tók leikhlé. Hvað það var sem Stefán sagði við sínar stelpur þegar þær lögðu af stað í það sem átti að vera síðasta sókn leiksins er ómögulegt fyrir blaðamann að segja. Planið var að minnsta kosti ekki að Guðrún Ósk Maríasdóttir, besti leikmaður vallarins, myndi drippla boltanum upp völlinn, að vítateig Stjörnunnar og reyna þar línusendingu. Sem er það sem gerðist. „Hún er mikill íþróttamaður og finnst gaman að hlaupa,“ sagði Stefán þjálfari í leikslok um uppákomuna og brosti. Sem betur fer fyrir Guðrúnu og Framara náðu Stjörnustelpur ekki að nýta sér þennan klaufagang Framara sem lönduðu sigri eftir stórskrýtna lokamínútu sem sjá má í spilaranum að ofan. Óhætt er að segja að spretturinn hafi vakið mikla kátínu Framara eftir að sigurinn var í höfn. Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Steinunn Björnsdóttir fara að skellihlæja eins og Guðrún sem var væntanlega létt þegar flautað var til leiksloka. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 24-25 | Háspenna lífshætta þegar Fram tók forystuna Safamýrarstúlkur unnu dramatískan sigur á Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. 8. maí 2017 21:45 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Það er óhætt að segja að lokamínútan í viðureign Stjörnunnar og Fram í fyrsta leik liðanna í Olísdeild-kvenna hafi verið farsakennd. Fram hafði ekki skorað í þrettán mínútur og leiddi með einu marki, 25-24, þegar síðasta mínútan var runnin upp. Liðið hafði boltann og Stefán Arnarsson, þjálfari liðsins, tók leikhlé. Hvað það var sem Stefán sagði við sínar stelpur þegar þær lögðu af stað í það sem átti að vera síðasta sókn leiksins er ómögulegt fyrir blaðamann að segja. Planið var að minnsta kosti ekki að Guðrún Ósk Maríasdóttir, besti leikmaður vallarins, myndi drippla boltanum upp völlinn, að vítateig Stjörnunnar og reyna þar línusendingu. Sem er það sem gerðist. „Hún er mikill íþróttamaður og finnst gaman að hlaupa,“ sagði Stefán þjálfari í leikslok um uppákomuna og brosti. Sem betur fer fyrir Guðrúnu og Framara náðu Stjörnustelpur ekki að nýta sér þennan klaufagang Framara sem lönduðu sigri eftir stórskrýtna lokamínútu sem sjá má í spilaranum að ofan. Óhætt er að segja að spretturinn hafi vakið mikla kátínu Framara eftir að sigurinn var í höfn. Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Steinunn Björnsdóttir fara að skellihlæja eins og Guðrún sem var væntanlega létt þegar flautað var til leiksloka.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 24-25 | Háspenna lífshætta þegar Fram tók forystuna Safamýrarstúlkur unnu dramatískan sigur á Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. 8. maí 2017 21:45 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 24-25 | Háspenna lífshætta þegar Fram tók forystuna Safamýrarstúlkur unnu dramatískan sigur á Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. 8. maí 2017 21:45