Ungt fólk vill bara hamar og meitil Magnús Guðmundsson skrifar 20. maí 2017 13:00 Finnur Arnar Arnarsson og Ólöf Kristín Sigurðardóttir á sýningunni List fyrir fólkið í Ásmundarsafni. Visir/GVA Hann er Daladrengur sem kemur til borgarinnar til þess að nema myndlist. Pabbi hans hafði sagt að hann yrði aldrei góður bóndi þannig að það væri eins gott að hann sneri sér að einhverju handverki,“ segir Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og sýningarstjóri á yfirlitssýningu á verkum Ásmundar Sveinssonar sem verður opnuð í dag í Ásmundarsafni. Sýningin kallast List fyrir fólkið, en myndlistarmaðurinn Finnur Arnar Arnarsson hannar sýninguna.Nokkur af verkum Ásmundar Sveinssonar á yfirlitssýningunni List fyrir fólkið.Visir/GVAFerillinn og skörp þróun Ólöf Kristín segir að Ásmundur hafi komið til Reykjavíkur eftir þessar ráðleggingar föður síns snemma á síðustu öld til þess að nema tréskurð hjá Ríkharði Jónssyni. „Við erum með sveinsstykkið hans á sýningunni en það er útskorinn stóll en það er þó ekki elsta verkið á sýningunni heldur er það lítil gifsstytta frá 1918, hógvær og falleg stytta sem heitir Hjásetukona. Sýningin spannar allan feril Ásmundar og við leitumst við að setja hana þannig upp að hún segi sig soldið sjálf. Við viljum sýna þróunina á ferlinum og það er líka gaman að því við sýninguna að þar eru fjölmörg verk sem fólk þekkir, bæði úr borgarlandinu og eins frá verkum Ásmundar víða um land. Það er líka gaman að lesa í sýninguna hvernig sveitapilturinn þróast í módernískan nútímalistamann.“ Finnur Arnar tekur undir þetta og segir að Ólöf hafi haft samband fyrir rúmu ári með þá ósk að hann hannaði yfirlitssýninguna. „Þetta voru nú svona andvökunætur til að byrja með því þetta rými er dáldið flókið. Þetta er ótrúlega fallegt safn en dóminerandi rými með bogum og sveigjum og alls konar. Þannig að ég ákvað að fara þá leið að gera smá árás á rýmið og setja inn sterk form. Þetta eru mikið stöplar undir skúlptúrum sem ég er að ýkja og svo að sniðganga allt sem heitir veggir og hindranir. Fer bæði inn í veggina og út úr þeim. Þetta setur ákveðið mark á sýninguna en fyrst og fremst snýst þetta um verk snillingsins Ásmundar,“ segir Finnur Arnar og bætir við að ferill Ásmundar hafi líka komið honum á óvart. „Ég held það sé vel sýnilegt á sýningunni hvað þetta er skörp krónólógísk þróun, hvernig hann fer úr einum stíl yfir í annan. Hann er mjög trúr sjálfum sér á meðan hann er að vinna undir ákveðnum stílbrögðum. En svo nær hann tökum á þeim, fer úr þeim og yfir í næsta efni og þetta setur rosalega sterkan svip á verkin hans. Það er mjög gaman að skoða svona skýra þróun hjá myndlistarmanni.Ásmundur Sveinsson, Járnsmiðurinn, 1936. Visir/GVAFræðileg en aðgengileg Samhliða sýningunni kemur út bók um feril Ásmundar sem Ólöf Kristín ritstýrir og hún bendir á að safnið hefur ákveðið rannsóknarhlutverk og að bókin taki á stórum hluta af þeirra safneign. „Við erum að sinna því hlutverki en ekki síður að leggja áherslu á að gera aðgengilega bók fyrir allan almenning með myndum af verkum í bland við áhugaverðan og læsilegan texta eftir góða höfunda. Stærsta greinin í bókinni er eftir Kristínu Guðnadóttur, þar fer hún yfir allan feril listamannsins. Fjallar um samtíma hans og setur fram mjög áhugaverðar greiningar á íslensku menningarlífi á tuttugustu öld. Síðan er stór kafli með myndum af verkum og svo þrjár greinar sem kafa ofan í ákveðna þætti. Eiríkur Þorláksson listfræðingur skrifar um alþjóðlega strauma og tengslin við verk Ásmundar. Svo er grein eftir Pétur Ármannsson arkitekt um húsin sem Ásmundur byggði sem eru mjög sérstök. Og síðan fjallar Hjálmar Sveinsson heimspekingur um listamanninn sem helgaði sig borginni og vildi að verkin væru úti á meðal fólksins og þróun listar í almenningsrými. Við erum mjög stolt af þessari bók.“Ásmundur Sveinsson, Veðurspámaður, 1934. Visir/GVAGáttir samtímans Ásmundur er gríðarlega stórt nafn í íslenskri listasögu á tuttugustu öld og Ólöf Kristín segir að á Íslandi hafi hann verið sá maður sem átti hvað stærstan þátt í að kynna nýja formskrift í þrívíðri myndlist. „Hann kynnti fyrir þjóðinni formhugsun módernismans eða nútímalistarinnar. En það sem gerir hann nálægan fólki er hvernig hann notar nærumhverfi. Það er til að mynda stutt en mjög þekkt tímabil þegar hann er að fást við vinnandi fólk í verkum á borð við Vatnsberann og Járnsmiðinn. Þetta eru kannski þau verk sem fólk tengir hvað mest við. En síðan notar hann líka íslenska bókmenntahefð og þjóðsagnir en í verk sem samt eru nútímaleg. Í verkum hans er þannig tenging við nærumhverfi, bókmenntahefð og svo íslenska náttúru og allt stuðlar þetta að miklum vinsældum safnsins.“ Aðspurð um það hvort safn og sýningar á borð við þessa hafi mikið gildi í samtímanum umfram hið sögulega þá hvetur Ólöf Kristín fólk til þess að koma og meta það fyrir sig. „Við höfum haldið verkum Ásmundar lifandi á margan hátt með því að stilla upp sýningum með verkum hans með verkum samtímamanna okkar sem eru að fást við sömu viðfangsefni. Það segir okkur að þær spurningar sem hann er að glíma við eigi erindi við okkar tíma líka. Með því að stilla þessu upp á þennan máta opnar maður fyrir gáttir samtímans að viðfangsefnum Ásmundar.“ Finnur Arnar bendir á að þessi sýning sé ótvírætt mikilvæg fyrir unga myndlistarmenn. „Það er líka svo merkilegt sem er að gerast í dag hvað ungir myndlistarmenn eru farnir að hafa mikinn áhuga á því að vinna með höndunum. Fólk er orðið svo leitt á brightness og contrast stillingunni og allt þetta stafræna dæmi er bara pínulítið á útleið. Ungt fólk vill bara hamar og meitil.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. maí. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Hann er Daladrengur sem kemur til borgarinnar til þess að nema myndlist. Pabbi hans hafði sagt að hann yrði aldrei góður bóndi þannig að það væri eins gott að hann sneri sér að einhverju handverki,“ segir Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og sýningarstjóri á yfirlitssýningu á verkum Ásmundar Sveinssonar sem verður opnuð í dag í Ásmundarsafni. Sýningin kallast List fyrir fólkið, en myndlistarmaðurinn Finnur Arnar Arnarsson hannar sýninguna.Nokkur af verkum Ásmundar Sveinssonar á yfirlitssýningunni List fyrir fólkið.Visir/GVAFerillinn og skörp þróun Ólöf Kristín segir að Ásmundur hafi komið til Reykjavíkur eftir þessar ráðleggingar föður síns snemma á síðustu öld til þess að nema tréskurð hjá Ríkharði Jónssyni. „Við erum með sveinsstykkið hans á sýningunni en það er útskorinn stóll en það er þó ekki elsta verkið á sýningunni heldur er það lítil gifsstytta frá 1918, hógvær og falleg stytta sem heitir Hjásetukona. Sýningin spannar allan feril Ásmundar og við leitumst við að setja hana þannig upp að hún segi sig soldið sjálf. Við viljum sýna þróunina á ferlinum og það er líka gaman að því við sýninguna að þar eru fjölmörg verk sem fólk þekkir, bæði úr borgarlandinu og eins frá verkum Ásmundar víða um land. Það er líka gaman að lesa í sýninguna hvernig sveitapilturinn þróast í módernískan nútímalistamann.“ Finnur Arnar tekur undir þetta og segir að Ólöf hafi haft samband fyrir rúmu ári með þá ósk að hann hannaði yfirlitssýninguna. „Þetta voru nú svona andvökunætur til að byrja með því þetta rými er dáldið flókið. Þetta er ótrúlega fallegt safn en dóminerandi rými með bogum og sveigjum og alls konar. Þannig að ég ákvað að fara þá leið að gera smá árás á rýmið og setja inn sterk form. Þetta eru mikið stöplar undir skúlptúrum sem ég er að ýkja og svo að sniðganga allt sem heitir veggir og hindranir. Fer bæði inn í veggina og út úr þeim. Þetta setur ákveðið mark á sýninguna en fyrst og fremst snýst þetta um verk snillingsins Ásmundar,“ segir Finnur Arnar og bætir við að ferill Ásmundar hafi líka komið honum á óvart. „Ég held það sé vel sýnilegt á sýningunni hvað þetta er skörp krónólógísk þróun, hvernig hann fer úr einum stíl yfir í annan. Hann er mjög trúr sjálfum sér á meðan hann er að vinna undir ákveðnum stílbrögðum. En svo nær hann tökum á þeim, fer úr þeim og yfir í næsta efni og þetta setur rosalega sterkan svip á verkin hans. Það er mjög gaman að skoða svona skýra þróun hjá myndlistarmanni.Ásmundur Sveinsson, Járnsmiðurinn, 1936. Visir/GVAFræðileg en aðgengileg Samhliða sýningunni kemur út bók um feril Ásmundar sem Ólöf Kristín ritstýrir og hún bendir á að safnið hefur ákveðið rannsóknarhlutverk og að bókin taki á stórum hluta af þeirra safneign. „Við erum að sinna því hlutverki en ekki síður að leggja áherslu á að gera aðgengilega bók fyrir allan almenning með myndum af verkum í bland við áhugaverðan og læsilegan texta eftir góða höfunda. Stærsta greinin í bókinni er eftir Kristínu Guðnadóttur, þar fer hún yfir allan feril listamannsins. Fjallar um samtíma hans og setur fram mjög áhugaverðar greiningar á íslensku menningarlífi á tuttugustu öld. Síðan er stór kafli með myndum af verkum og svo þrjár greinar sem kafa ofan í ákveðna þætti. Eiríkur Þorláksson listfræðingur skrifar um alþjóðlega strauma og tengslin við verk Ásmundar. Svo er grein eftir Pétur Ármannsson arkitekt um húsin sem Ásmundur byggði sem eru mjög sérstök. Og síðan fjallar Hjálmar Sveinsson heimspekingur um listamanninn sem helgaði sig borginni og vildi að verkin væru úti á meðal fólksins og þróun listar í almenningsrými. Við erum mjög stolt af þessari bók.“Ásmundur Sveinsson, Veðurspámaður, 1934. Visir/GVAGáttir samtímans Ásmundur er gríðarlega stórt nafn í íslenskri listasögu á tuttugustu öld og Ólöf Kristín segir að á Íslandi hafi hann verið sá maður sem átti hvað stærstan þátt í að kynna nýja formskrift í þrívíðri myndlist. „Hann kynnti fyrir þjóðinni formhugsun módernismans eða nútímalistarinnar. En það sem gerir hann nálægan fólki er hvernig hann notar nærumhverfi. Það er til að mynda stutt en mjög þekkt tímabil þegar hann er að fást við vinnandi fólk í verkum á borð við Vatnsberann og Járnsmiðinn. Þetta eru kannski þau verk sem fólk tengir hvað mest við. En síðan notar hann líka íslenska bókmenntahefð og þjóðsagnir en í verk sem samt eru nútímaleg. Í verkum hans er þannig tenging við nærumhverfi, bókmenntahefð og svo íslenska náttúru og allt stuðlar þetta að miklum vinsældum safnsins.“ Aðspurð um það hvort safn og sýningar á borð við þessa hafi mikið gildi í samtímanum umfram hið sögulega þá hvetur Ólöf Kristín fólk til þess að koma og meta það fyrir sig. „Við höfum haldið verkum Ásmundar lifandi á margan hátt með því að stilla upp sýningum með verkum hans með verkum samtímamanna okkar sem eru að fást við sömu viðfangsefni. Það segir okkur að þær spurningar sem hann er að glíma við eigi erindi við okkar tíma líka. Með því að stilla þessu upp á þennan máta opnar maður fyrir gáttir samtímans að viðfangsefnum Ásmundar.“ Finnur Arnar bendir á að þessi sýning sé ótvírætt mikilvæg fyrir unga myndlistarmenn. „Það er líka svo merkilegt sem er að gerast í dag hvað ungir myndlistarmenn eru farnir að hafa mikinn áhuga á því að vinna með höndunum. Fólk er orðið svo leitt á brightness og contrast stillingunni og allt þetta stafræna dæmi er bara pínulítið á útleið. Ungt fólk vill bara hamar og meitil.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. maí.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira