Skimun á lungnakrabba gæti bjargað lífi fjölmargra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2017 18:34 Lungnakrabbamein er það krabbamein sem leggur flesta að velli á Íslandi Vísir/Getty Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, er einn af fimmtán höfundum greinar þar sem mælt er með reglulegri skimun lungnakrabbameins á Norðurlöndunum. Bandarísk rannsókn sýnir að skimun hafi lækkað dánartíðni um tuttugu prósent enda góður árangur af lyfjameðferð og skurðaðgerð ef meinið greinist snemma. „Lungnakrabbi hefur ekki fengið þá athygli sem á skilið," segir Tómas. „Þetta er annað algengasta krabbameinið í báðum kynjum á Íslandi og leggur fleiri að velli en brjósta-, blöðruhálskirtils- og ristilkrabbamein samanlagt." 170 fá lungnakrabbamein á hverju ári og mjög stór hluti lætur lífið af sjúkdómnum. Tómas telur litla athygli tengjast því að níutíu prósent sjúklinga fá meinið vegna reykinga og hafi því haft áhrif á veikindi sín. „Það verður auðvitað að bjóða öllum bestu meðferð og í þessu tilfelli er mikilvægast að greina meinið snemma og gera skurðaðgerð." Í grein læknanna er mælt með skimun hjá 55-80 ára gömlu fólki sem hefur reykt í þrjátíu ár, reykja enn eða hættu á síðustu fimmtán árum. Um tíu þúsund Íslendingar passa í þann ramma og er tækjabúnaður nú þegar til staðar. Skimun kostar um það bil tuttugu þúsund krónur en það er líka ávinningur, fyrir einstaklinginn sjálfan og þjóðfélagið. „Við teljum að þetta muni spara þjóðfélaginu peninga. Við náum að greina sjúklinga fyrr og losnum þá við mjög dýra lyfjameðferð," segir Tómas. Vísindi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, er einn af fimmtán höfundum greinar þar sem mælt er með reglulegri skimun lungnakrabbameins á Norðurlöndunum. Bandarísk rannsókn sýnir að skimun hafi lækkað dánartíðni um tuttugu prósent enda góður árangur af lyfjameðferð og skurðaðgerð ef meinið greinist snemma. „Lungnakrabbi hefur ekki fengið þá athygli sem á skilið," segir Tómas. „Þetta er annað algengasta krabbameinið í báðum kynjum á Íslandi og leggur fleiri að velli en brjósta-, blöðruhálskirtils- og ristilkrabbamein samanlagt." 170 fá lungnakrabbamein á hverju ári og mjög stór hluti lætur lífið af sjúkdómnum. Tómas telur litla athygli tengjast því að níutíu prósent sjúklinga fá meinið vegna reykinga og hafi því haft áhrif á veikindi sín. „Það verður auðvitað að bjóða öllum bestu meðferð og í þessu tilfelli er mikilvægast að greina meinið snemma og gera skurðaðgerð." Í grein læknanna er mælt með skimun hjá 55-80 ára gömlu fólki sem hefur reykt í þrjátíu ár, reykja enn eða hættu á síðustu fimmtán árum. Um tíu þúsund Íslendingar passa í þann ramma og er tækjabúnaður nú þegar til staðar. Skimun kostar um það bil tuttugu þúsund krónur en það er líka ávinningur, fyrir einstaklinginn sjálfan og þjóðfélagið. „Við teljum að þetta muni spara þjóðfélaginu peninga. Við náum að greina sjúklinga fyrr og losnum þá við mjög dýra lyfjameðferð," segir Tómas.
Vísindi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira