Heimurinn er ekkert að hrynja eða farast Magnús Guðmundsson skrifar 8. júlí 2017 11:00 Kristín Morthens myndlistarkona á sýningunni Háflæði í Hörpu. Visir/Ernir Hver kynslóð í listinni hefur sín sérkenni, sínar áherslur, handbragð og hugmyndir. Nýverið var opnuð í Flóa í Hörpu sýningin Háflæði en þar sýna sjö listamenn af ungu kynslóðinni verk sín. Listamennirnir eru þau Aðalheiður Daly, QWICK, Rögnvaldur Skúli, Ýmir Grönvold, Nanna MBS, Dýrfinna Benita og Kristín Morthens en hún segir að nánast alveg sami hópur hafi sýnt saman, á sama stað fyrir fjórum árum. „Þetta gekk virkilega vel fyrir fjórum árum og þetta var það skemmtilegt verkefni að Harpan hafði áhuga á að endurtaka leikinn.“Kristín Morthens, Hvirfingssystur, 140x150 sm. Úðabrúsar, akríll og olíu pastel á litaðan striga 2017.Aðspurð um það hvað hafi fært hópinn saman á sínum tíma segir Kristín að það hafi í raun verið alls konar tengsl. „Við komum í raun og veru úr mismunandi áttum en mörg okkar höfðu þó verið saman í Fjölbraut í Breiðholti sem unglingar og svo höfðum við líka kynnst í gegnum götulist. Í rauninni komum við öll frá þeim grunni að hafa verið að vinna úti og vinna þrívítt en það var svona það sem tengdi okkur saman. Þó svo við höfum fylgst að í ákveðinni merkingu þá höfum við líka verið að leita í ólíkar áttir. Nokkur okkar eru búin að vera í námi í útlöndum á ólíkum stöðum en aðrir hérna heima og fyrir vikið þá er spennandi fyrir okkur að koma aftur saman núna fjórum árum síðar og sjá hvað gerist.“ Kristín segir að á þessum tíma hafi líka orðið mikil breyting. „Þegar maður er ungur listamaður og jafnvel í námi þá liggur í hlutarins eðli að maður þarf að breytast og þróast ótrúlega hratt. Þannig að frá því að við sýndum fyrir fjórum árum hafa allir þessir listamenn mikið breyst og þroskast. Það er gaman að við komum saman núna og ég held að það geti verið áhugavert fyrir hópinn að koma saman aftur eftir t.d. fimm ár og sjá hvað hefur breyst og hvernig við höfum þóast. Það eru líka alltaf galdrar sem gerast þegar listamenn koma saman, leika sér dálítið og búa til eitthvað einstakt.“Dýrfinna Benita, u know I'm a loner, a2 penni á blað, 2017.Þau sem sýna í Hörpu eru öll af kynslóðinni frá því rétt fyrir aldamót. Yngsti listamaðurinn er fæddur 1994 en sá elsti 1989. En hver skyldu vera einkenni þessarar kynslóðar í myndlistinni? „Ég held að það sé eins segir í texta sem Guðmundur Oddur skrifaði um okkur að þessi kynslóð sé með smá ofnæmi fyrir ofurskipulagi og ofhugsun – þessari dýrkun á rökhugsun. Það sem einkennir okkar kynslóð er kannski frekar tilfinninganæmi og að lifa og bregðast við í núinu, einlægni og það að ofhugsa ekki hlutina heldur hafa frekar gaman af þeim.“ Eruð þið krúttkynslóðin? „Nei, ég held ekki. Ég held að við séum kannski aðeins grófari en krúttkynslóðin.“ En lýsing Godds á einkennum ykkar minnir nánast á hippakynslóðina. „Já, það er kannski eitthvað til í því en samfélagið er bara svo breytt að það er í raun ekki hægt að bera þetta saman. Við búum ekki aðeins í því samfélagi sem við tilheyrum í venjubundinni merkingu, heldur einnig í hinum stafræna heimi og veruleika. Ég held að það hafi gríðarlega mikil áhrif á fólk sem er að búa til sjónlist. Allir þessir skjáir sem við horfum á og sem eru vettvangur allra þessara mynda sem flæða yfir okkur.“ Þrátt fyrir alla skjáina og hina rafrænu miðla þá er málverkið engu að síður ráðandi miðill í verkum þessara ungu listamanna en Kristín segir að það feli í raun ekki í sér uppreisn eða andóf. „Ég held að það megi frekar segja að þetta sé ákveðið svar eða viðbragð. Þetta er eins og með þá miklu stigveldisskiptingu sem er á milli miðla í listum, þar sem einn miðill þykir merkilegri en annar, sem hefur verið gegnumgangandi lengi. Fólk sem var að mála eftir 1960 virtist þannig oft þurfa að afsaka eða réttlæta það að hafa valið málverkið sem miðil. En í okkar kynslóð er þessi skipting inni í myndinni. Stóra málið er að við erum að upplifa myndir með allt öðrum hætti en við höfum verið að gera áður, möguleikarnir eru svo miklir og í mínum huga felur það frekar í sér útópíu en dystópíu. Heimurinn er ekkert að hrynja eða farast – það eru nýir möguleikar að opnast og þetta er spennandi heimur. Það er viðhorf og hugsun minnar kynslóðar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júlí. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hver kynslóð í listinni hefur sín sérkenni, sínar áherslur, handbragð og hugmyndir. Nýverið var opnuð í Flóa í Hörpu sýningin Háflæði en þar sýna sjö listamenn af ungu kynslóðinni verk sín. Listamennirnir eru þau Aðalheiður Daly, QWICK, Rögnvaldur Skúli, Ýmir Grönvold, Nanna MBS, Dýrfinna Benita og Kristín Morthens en hún segir að nánast alveg sami hópur hafi sýnt saman, á sama stað fyrir fjórum árum. „Þetta gekk virkilega vel fyrir fjórum árum og þetta var það skemmtilegt verkefni að Harpan hafði áhuga á að endurtaka leikinn.“Kristín Morthens, Hvirfingssystur, 140x150 sm. Úðabrúsar, akríll og olíu pastel á litaðan striga 2017.Aðspurð um það hvað hafi fært hópinn saman á sínum tíma segir Kristín að það hafi í raun verið alls konar tengsl. „Við komum í raun og veru úr mismunandi áttum en mörg okkar höfðu þó verið saman í Fjölbraut í Breiðholti sem unglingar og svo höfðum við líka kynnst í gegnum götulist. Í rauninni komum við öll frá þeim grunni að hafa verið að vinna úti og vinna þrívítt en það var svona það sem tengdi okkur saman. Þó svo við höfum fylgst að í ákveðinni merkingu þá höfum við líka verið að leita í ólíkar áttir. Nokkur okkar eru búin að vera í námi í útlöndum á ólíkum stöðum en aðrir hérna heima og fyrir vikið þá er spennandi fyrir okkur að koma aftur saman núna fjórum árum síðar og sjá hvað gerist.“ Kristín segir að á þessum tíma hafi líka orðið mikil breyting. „Þegar maður er ungur listamaður og jafnvel í námi þá liggur í hlutarins eðli að maður þarf að breytast og þróast ótrúlega hratt. Þannig að frá því að við sýndum fyrir fjórum árum hafa allir þessir listamenn mikið breyst og þroskast. Það er gaman að við komum saman núna og ég held að það geti verið áhugavert fyrir hópinn að koma saman aftur eftir t.d. fimm ár og sjá hvað hefur breyst og hvernig við höfum þóast. Það eru líka alltaf galdrar sem gerast þegar listamenn koma saman, leika sér dálítið og búa til eitthvað einstakt.“Dýrfinna Benita, u know I'm a loner, a2 penni á blað, 2017.Þau sem sýna í Hörpu eru öll af kynslóðinni frá því rétt fyrir aldamót. Yngsti listamaðurinn er fæddur 1994 en sá elsti 1989. En hver skyldu vera einkenni þessarar kynslóðar í myndlistinni? „Ég held að það sé eins segir í texta sem Guðmundur Oddur skrifaði um okkur að þessi kynslóð sé með smá ofnæmi fyrir ofurskipulagi og ofhugsun – þessari dýrkun á rökhugsun. Það sem einkennir okkar kynslóð er kannski frekar tilfinninganæmi og að lifa og bregðast við í núinu, einlægni og það að ofhugsa ekki hlutina heldur hafa frekar gaman af þeim.“ Eruð þið krúttkynslóðin? „Nei, ég held ekki. Ég held að við séum kannski aðeins grófari en krúttkynslóðin.“ En lýsing Godds á einkennum ykkar minnir nánast á hippakynslóðina. „Já, það er kannski eitthvað til í því en samfélagið er bara svo breytt að það er í raun ekki hægt að bera þetta saman. Við búum ekki aðeins í því samfélagi sem við tilheyrum í venjubundinni merkingu, heldur einnig í hinum stafræna heimi og veruleika. Ég held að það hafi gríðarlega mikil áhrif á fólk sem er að búa til sjónlist. Allir þessir skjáir sem við horfum á og sem eru vettvangur allra þessara mynda sem flæða yfir okkur.“ Þrátt fyrir alla skjáina og hina rafrænu miðla þá er málverkið engu að síður ráðandi miðill í verkum þessara ungu listamanna en Kristín segir að það feli í raun ekki í sér uppreisn eða andóf. „Ég held að það megi frekar segja að þetta sé ákveðið svar eða viðbragð. Þetta er eins og með þá miklu stigveldisskiptingu sem er á milli miðla í listum, þar sem einn miðill þykir merkilegri en annar, sem hefur verið gegnumgangandi lengi. Fólk sem var að mála eftir 1960 virtist þannig oft þurfa að afsaka eða réttlæta það að hafa valið málverkið sem miðil. En í okkar kynslóð er þessi skipting inni í myndinni. Stóra málið er að við erum að upplifa myndir með allt öðrum hætti en við höfum verið að gera áður, möguleikarnir eru svo miklir og í mínum huga felur það frekar í sér útópíu en dystópíu. Heimurinn er ekkert að hrynja eða farast – það eru nýir möguleikar að opnast og þetta er spennandi heimur. Það er viðhorf og hugsun minnar kynslóðar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júlí.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira