Auðvitað verða bækur alltaf stór hluti af lífi okkar Magnús Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2017 11:00 Bókaútgefendurnir og hjónin Snæbjörn og Susanne eru búin að selja forlögin sín og ætla að prófa að gera eitthvað annað en að vera með hausinn ofan í bókum. Ætli ég sé ekki búinn að vera í þessum bransa í bráðum þrjátíu ár þannig að ég fann að núna væri rétti tíminn til þess að breyta til og gera eitthvað nýtt. Taka höfuðið aðeins upp úr bókum þó svo að þær hætti auðvitað aldrei að vera ástríða.“ Þetta segir Snæbjörn Arngrímsson bókaútgefandi en í gær var tilkynnt um sölu á þremur forlögum í eigu hans og eiginkonunnar, Susanne Torpe, sem þau hafa rekið saman undanfarin ár úr höfuðstöðvum aðalforlagsins Hr. Ferdinand í Danmörku.Fræinu sáð Kaupandi að forlögunum er hin virta útgáfa JP/Politiken en Snæbjörn segir að hugmyndin að sölunni eigi sér mun lengri aðdraganda. „Þetta byrjaði allt í desember síðastliðnum þegar kom til okkar ágæt kona sem ég hélt að væri að leita að vinnu sem þýðandi en svo kom í ljós að hún var fulltrúi fyrir stórt ónefnt, útlent forlag sem vildi kaupa Hr. Ferdinand og komast þannig inn á danska markaðinn. Við vorum ekkert að hugsa um að selja á þessum tíma en létum tilleiðast að hugsa málið og ákváðum svo eftir stutta umhugsun að slá til. Hvers vegna ekki að prófa eitthvað nýtt? Samningaviðræður stóðu alveg fram í maí og þá fengum við tilboð frá þeim sem við samþykktum en skömmu síðar ákvað stjórn fyrirtækisins hjá þeim að ekki væri tímabært að fara inn á danska markaðinn eins og hafði verið markmiðið með kaupunum. Þetta var skrítið ferli sem tók mikla orku frá okkur og það varð til þess að í hausnum var ég einhvern veginn kominn út úr bransanum þarna í apríl. Þegar upp úr slitnaði ákváðum við að hafa samband við JP/Politiken og buðum þeim að kaupa forlagið. Það söluferli gekk hratt fyrir sig og samningar voru undirritaðir núna í lok júlí.Metsölubækur og ástríða En hvernig skyldi þeim hjónum og útgefendum til margra ára líða með þessa breytingu? „Þetta er stórfínt. Ég er enn ekki alveg búinn að venja mig við tilhugsunina. En þetta er ákvörðun sem er algjörlega rétt og vel tímasett. Núna er kominn tími á að horfa á heiminn frá nýju sjónarhorni og vera ekki alltaf að kíkja á bækur. Það er fínt. Núna er ég frjáls maður og hef alla möguleika í heimi. Það er spurning hvað mann langar til að gera – og þá er að finna eitthvað sem maður hefur sannan áhuga á og ástríðu fyrir eins og maður hefur haft fyrir bókum. En auðvitað verða bækur alltaf stór hluti af lífi okkar. Fyrir nokkrum dögum var skrifað undir samninga en ég er enn að standa sjálfan mig að því að vera að lesa eitthvað um væntanlegar bækur og hugsa hvort þetta sé eitthvað sem maður ætti að kíkja á til útgáfu. Maður er alltaf með hausinn í bókabransanum.“ Snæbjörn var ungur þegar hann byrjaði að gefa út bækur, svo ungur að hann segist ekki muna lengur hvenær það var. En skyldi hann enn muna hver hafi verið fyrsta bókin sem hann gaf út? „Það var Dúfan eftir Patrik Süskind. Süskind varð frægur þegar hann skrifaði hina stórkostlegu bók Ilminn.“ En hver skyldi hafa verið fyrsti íslenski höfundurinn? „Já, þetta er góð spurning,“ segir Snæbjörn og hugsar svo brakar í kollinum. „Ég man að Bragi Ólafsson var einn af þeim fyrstu og Ásta Ólafsdóttir myndlistarkona og svo kom Jón Kalman snemma og Sigfús Bjartmarsson.“ Snæbjörn segir að það sé erfitt taka út einhver uppáhaldsverk eða höfunda á þessum langa tíma. „Það er rosalega gaman að gefa út metsölubók eins og Harry Potter. Mikið stuð og mikil gleði – mikið sving. En það er líka ótrúlega gaman að gefa út bækur sem manni finnst algjörlega geggjaðar þótt maður selji þær kannski ekki mikið eins og t.d. bækur Kazuo Ishiguro. Það er bara minn maður. Við gáfum út nokkrar af hans bókum sem seldust í mesta lagi í þúsund eintökum en þetta var bara mín gleði að selja þessar bækur, segja frá þeim og fá fólk til að lesa og svo kom það aftur með tárin í augunum yfir því hvað þetta væri æðislegt. Þetta var gaman.“Snæbjörn árið 2004 í gömlu höfuðstöðvum Bjarts þar sem allt byrjaði fyrir um þrjátíu árum. Fréttablaðið/PjeturJólasveinn og bankafulltrúi Snæbjörn segir að eitt af því sem einkenni bókabransann sé hvað fólkið sé kurteist og tekur hina frægu bókamessu í Frankfurt sem dæmi. „Þetta er gentleman bransi en ekki alvöru bissness. Þarna er fólk sem er bara mjög áhugasamt um bækur og sumir um bókmenntir. En fyrsta messan mín í Frankfurt er líka sú eftirminnilegasta vegna þess að ég hafði ekki hugmynd um hvað færi fram á svona samkomum. Ég fór einn og hélt að fólk væri bara í því að ganga á milli bása og safna bæklingum og gerði það samviskusamlega. Gekk þarna á milli með fullan poka af bæklingum og uppgötvaði það svo ekki fyrr en löngu seinna að ég misskildi allt. Bókamessur ganga út á sölu á útgáfurétti, þetta gengur út á það að hitta umboðsmenn sem kynna fyrir manni bækur. Þetta gengur allt út á sölufundi. Ég var svo hrikalega vitlaus,“ segir Snæbjörn og skellihlær. „Ég var líka svo feiminn við þetta að ég man að þegar ég sá Íslendinga á göngunum þá flýtti ég mér að láta mig hverfa. En ég man líka að ég rakst á Pétur Má Ólafsson og hvað hann var hjálplegur og góðhjartaður. Hann aumkaði sig yfir mig og reyndi að kenna mér aðeins hvað maður gerir á messum. Ég var alger byrjandi, hálfgerður jólasveinn.“ Snæbjörn segir að fyrstu árin hafi hann reyndar aldrei átt pening til þess að fara á bókamessur sem hafi orðið til þess að Einar Kárason hafi stundum sagt af honum skáldaða sögu. Saga Einars er svona: „Snæi hafði aldrei farið á bókamessur en svo loksins þegar hann fór á messu keypti hann eina bók: Harry Potter og fór svo heim.“ Sagan er einföld og góð en Potter var nú reyndar ekki keyptur á bókamessu. Útgáfan í Danmörku hefur einbeitt sér að þýddum bókmenntum en hér heima var Snæbjörn alltaf með innlenda höfunda á sínum snærum og hann segir að það sé auðvitað mikill munur á. „Að vera útgefandi innlendra höfunda þýðir það að í sumum tilvikum er maður líka bankafulltrúi og hjónabandsráðgjafi og allt það. Þannig að það er miklu meira starf: Sumir komu alltaf í heimsókn á forlagið þegar maður var á leiðinni út úr dyrunum klukkan hálf sjö og þá komst maður ekki heim í mat fyrr en hálf níu. En svo eru auðvitað aðrir höfundar sem líta á þetta sem hvern annan bissness.“ Snæbjörn segir að það hafi ekki aðeins verið þetta sem gerði það að verkum að mikil viðbrigði fylgdu því að hefja útgáfustarfsemi í Danmörku. „Hér er allt svo ótrúlega skipulagt. Maður er að selja bækur til bóksala í maí sem koma svo út fyrir jólin. Þetta gerir maður ekki á Íslandi. Og svo koma bækur úr prentun í ágúst sem eiga að koma út í nóvember. Þannig að þetta er allt skipulagðara en fyrir vikið miklu minni dans í þessu hér. Á Íslandi getur maður gert alls konar vitleysu og komist upp með það.Verðlaun og Ásta S. Ég man til að mynda þegar Edda veitti Laxness verðlaunin í gamla daga og afhenti það einhverjum af eigin höfundum sem við vissum að hafði ekki sent inn handrit í samkeppnina heldur var þetta bara eitt af þeim handritum sem lágu fyrir til útgáfu hjá Eddu. Við ákváðum að stríða þeim aðeins á þessu og ákváðum að veita einum af okkar höfundum bókmenntaverðlaun. Fyrir valinu varð rithöfundurinn Hermann Stefánsson og hann fékk okkar eigin bókmenntaverðlaun sem við kölluðum Bókmenntaverðlaun Guðbjarts Jónssonar. Við sendum fréttatilkynningar í blöðin og birtum auglýsingu með: Til hamingju Hermann, í fyrirsögn og rosamikið húllúmhæ. Bjuggum til verðlaunalímmiða og skelltum á bókina. Allir tóku þetta alvarlega, birtu fréttatilkynninguna og ég veit ekki hvað og Hermann var allt í einu orðinn verðlaunahöfundur.“ Snæbjörn hlær við tilhugsunina og bætir við að þetta væri aldrei hægt að komast upp með í Danmörku. „Það hefði allt farið til fjandans.“ „Í upphafi var ég alltaf einn á forlaginu og fannst svona hálf hallærislegt að vera ekki með starfsmann svo ég ákvað að búa til aðstoðarkonu. Hana kallaði ég Ástu S. Guðbjartsdóttur, alnöfnu Ástu Sóllilju úr Sjálfstæðu fólki Laxness. Þegar ég fékk handrit sem mér leist ekki á sendi ég bréf á viðkomandi höfund og skrifaði undir: Fulltrúi höfnunardeildar Bjarts, Ásta S. Guðbjartsdóttir. En þetta voru alltaf elskuleg bréf. Eins sá Ásta S. líka um að rukka bóksala og áskrifendur þegar á þurfti að halda enda skrifaði hún falleg og vinsamleg bréf með ógrynni af bókmenntatilvísunum. Innheimtubréfin undirritaði hún sem fulltrúi lögfræðideildar. Ef ég þýddi sjálfur bók eða gerði kápu þá var Ásta S. líka skrifuð fyrir því. Ég man reyndar að stundum þegar ég kom til bóksala og fór á bak við þá kom fyrir að innheimtubréfin voru þar hengd upp á vegg því þetta voru innilegustu innheimtubréf sem bóksalarnir höfðu fengið. Ásta var yndisleg,“ segir Snæbjörn og hlær við tilhugsunina um þetta ágæta alterego ungs útgefanda sem hann segir að hafi reynst honum vel. „Ásta var algjörlega leynileg, enginn vissi að hún var ekki af holdi og blóði, en svo byrjaði þetta að spyrjast út að hún væri tilbúningur, en ég neitaði því alltaf. Einn daginn hringdi í mig blaðamaður og sagðist vita að hún væri uppspuni því hann væri búinn að rannsaka málið, gá í þjóðskrá og fleira, en ef ég vildi gefa viðtal undir hennar nafni þá mundi hann halda þessu leyndu. Og Ásta S. fór í viðtal, sagði frá ferli sínum og það var bara ljómandi fínt – satt best að segja mikið uppáhaldsviðtal hjá mér lengi vel. Enda hefur Ásta S. reynst mér vel. En Jón Karl átti líka aðeins í henni því þegar við þýddum saman þá tók hún að sér að skrifa sig fyrir þýðingunni enda fádæma dugleg. Þetta er hægt á Íslandi en gengur ekki í Danmörku að vera með svona fíflagang.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Ætli ég sé ekki búinn að vera í þessum bransa í bráðum þrjátíu ár þannig að ég fann að núna væri rétti tíminn til þess að breyta til og gera eitthvað nýtt. Taka höfuðið aðeins upp úr bókum þó svo að þær hætti auðvitað aldrei að vera ástríða.“ Þetta segir Snæbjörn Arngrímsson bókaútgefandi en í gær var tilkynnt um sölu á þremur forlögum í eigu hans og eiginkonunnar, Susanne Torpe, sem þau hafa rekið saman undanfarin ár úr höfuðstöðvum aðalforlagsins Hr. Ferdinand í Danmörku.Fræinu sáð Kaupandi að forlögunum er hin virta útgáfa JP/Politiken en Snæbjörn segir að hugmyndin að sölunni eigi sér mun lengri aðdraganda. „Þetta byrjaði allt í desember síðastliðnum þegar kom til okkar ágæt kona sem ég hélt að væri að leita að vinnu sem þýðandi en svo kom í ljós að hún var fulltrúi fyrir stórt ónefnt, útlent forlag sem vildi kaupa Hr. Ferdinand og komast þannig inn á danska markaðinn. Við vorum ekkert að hugsa um að selja á þessum tíma en létum tilleiðast að hugsa málið og ákváðum svo eftir stutta umhugsun að slá til. Hvers vegna ekki að prófa eitthvað nýtt? Samningaviðræður stóðu alveg fram í maí og þá fengum við tilboð frá þeim sem við samþykktum en skömmu síðar ákvað stjórn fyrirtækisins hjá þeim að ekki væri tímabært að fara inn á danska markaðinn eins og hafði verið markmiðið með kaupunum. Þetta var skrítið ferli sem tók mikla orku frá okkur og það varð til þess að í hausnum var ég einhvern veginn kominn út úr bransanum þarna í apríl. Þegar upp úr slitnaði ákváðum við að hafa samband við JP/Politiken og buðum þeim að kaupa forlagið. Það söluferli gekk hratt fyrir sig og samningar voru undirritaðir núna í lok júlí.Metsölubækur og ástríða En hvernig skyldi þeim hjónum og útgefendum til margra ára líða með þessa breytingu? „Þetta er stórfínt. Ég er enn ekki alveg búinn að venja mig við tilhugsunina. En þetta er ákvörðun sem er algjörlega rétt og vel tímasett. Núna er kominn tími á að horfa á heiminn frá nýju sjónarhorni og vera ekki alltaf að kíkja á bækur. Það er fínt. Núna er ég frjáls maður og hef alla möguleika í heimi. Það er spurning hvað mann langar til að gera – og þá er að finna eitthvað sem maður hefur sannan áhuga á og ástríðu fyrir eins og maður hefur haft fyrir bókum. En auðvitað verða bækur alltaf stór hluti af lífi okkar. Fyrir nokkrum dögum var skrifað undir samninga en ég er enn að standa sjálfan mig að því að vera að lesa eitthvað um væntanlegar bækur og hugsa hvort þetta sé eitthvað sem maður ætti að kíkja á til útgáfu. Maður er alltaf með hausinn í bókabransanum.“ Snæbjörn var ungur þegar hann byrjaði að gefa út bækur, svo ungur að hann segist ekki muna lengur hvenær það var. En skyldi hann enn muna hver hafi verið fyrsta bókin sem hann gaf út? „Það var Dúfan eftir Patrik Süskind. Süskind varð frægur þegar hann skrifaði hina stórkostlegu bók Ilminn.“ En hver skyldi hafa verið fyrsti íslenski höfundurinn? „Já, þetta er góð spurning,“ segir Snæbjörn og hugsar svo brakar í kollinum. „Ég man að Bragi Ólafsson var einn af þeim fyrstu og Ásta Ólafsdóttir myndlistarkona og svo kom Jón Kalman snemma og Sigfús Bjartmarsson.“ Snæbjörn segir að það sé erfitt taka út einhver uppáhaldsverk eða höfunda á þessum langa tíma. „Það er rosalega gaman að gefa út metsölubók eins og Harry Potter. Mikið stuð og mikil gleði – mikið sving. En það er líka ótrúlega gaman að gefa út bækur sem manni finnst algjörlega geggjaðar þótt maður selji þær kannski ekki mikið eins og t.d. bækur Kazuo Ishiguro. Það er bara minn maður. Við gáfum út nokkrar af hans bókum sem seldust í mesta lagi í þúsund eintökum en þetta var bara mín gleði að selja þessar bækur, segja frá þeim og fá fólk til að lesa og svo kom það aftur með tárin í augunum yfir því hvað þetta væri æðislegt. Þetta var gaman.“Snæbjörn árið 2004 í gömlu höfuðstöðvum Bjarts þar sem allt byrjaði fyrir um þrjátíu árum. Fréttablaðið/PjeturJólasveinn og bankafulltrúi Snæbjörn segir að eitt af því sem einkenni bókabransann sé hvað fólkið sé kurteist og tekur hina frægu bókamessu í Frankfurt sem dæmi. „Þetta er gentleman bransi en ekki alvöru bissness. Þarna er fólk sem er bara mjög áhugasamt um bækur og sumir um bókmenntir. En fyrsta messan mín í Frankfurt er líka sú eftirminnilegasta vegna þess að ég hafði ekki hugmynd um hvað færi fram á svona samkomum. Ég fór einn og hélt að fólk væri bara í því að ganga á milli bása og safna bæklingum og gerði það samviskusamlega. Gekk þarna á milli með fullan poka af bæklingum og uppgötvaði það svo ekki fyrr en löngu seinna að ég misskildi allt. Bókamessur ganga út á sölu á útgáfurétti, þetta gengur út á það að hitta umboðsmenn sem kynna fyrir manni bækur. Þetta gengur allt út á sölufundi. Ég var svo hrikalega vitlaus,“ segir Snæbjörn og skellihlær. „Ég var líka svo feiminn við þetta að ég man að þegar ég sá Íslendinga á göngunum þá flýtti ég mér að láta mig hverfa. En ég man líka að ég rakst á Pétur Má Ólafsson og hvað hann var hjálplegur og góðhjartaður. Hann aumkaði sig yfir mig og reyndi að kenna mér aðeins hvað maður gerir á messum. Ég var alger byrjandi, hálfgerður jólasveinn.“ Snæbjörn segir að fyrstu árin hafi hann reyndar aldrei átt pening til þess að fara á bókamessur sem hafi orðið til þess að Einar Kárason hafi stundum sagt af honum skáldaða sögu. Saga Einars er svona: „Snæi hafði aldrei farið á bókamessur en svo loksins þegar hann fór á messu keypti hann eina bók: Harry Potter og fór svo heim.“ Sagan er einföld og góð en Potter var nú reyndar ekki keyptur á bókamessu. Útgáfan í Danmörku hefur einbeitt sér að þýddum bókmenntum en hér heima var Snæbjörn alltaf með innlenda höfunda á sínum snærum og hann segir að það sé auðvitað mikill munur á. „Að vera útgefandi innlendra höfunda þýðir það að í sumum tilvikum er maður líka bankafulltrúi og hjónabandsráðgjafi og allt það. Þannig að það er miklu meira starf: Sumir komu alltaf í heimsókn á forlagið þegar maður var á leiðinni út úr dyrunum klukkan hálf sjö og þá komst maður ekki heim í mat fyrr en hálf níu. En svo eru auðvitað aðrir höfundar sem líta á þetta sem hvern annan bissness.“ Snæbjörn segir að það hafi ekki aðeins verið þetta sem gerði það að verkum að mikil viðbrigði fylgdu því að hefja útgáfustarfsemi í Danmörku. „Hér er allt svo ótrúlega skipulagt. Maður er að selja bækur til bóksala í maí sem koma svo út fyrir jólin. Þetta gerir maður ekki á Íslandi. Og svo koma bækur úr prentun í ágúst sem eiga að koma út í nóvember. Þannig að þetta er allt skipulagðara en fyrir vikið miklu minni dans í þessu hér. Á Íslandi getur maður gert alls konar vitleysu og komist upp með það.Verðlaun og Ásta S. Ég man til að mynda þegar Edda veitti Laxness verðlaunin í gamla daga og afhenti það einhverjum af eigin höfundum sem við vissum að hafði ekki sent inn handrit í samkeppnina heldur var þetta bara eitt af þeim handritum sem lágu fyrir til útgáfu hjá Eddu. Við ákváðum að stríða þeim aðeins á þessu og ákváðum að veita einum af okkar höfundum bókmenntaverðlaun. Fyrir valinu varð rithöfundurinn Hermann Stefánsson og hann fékk okkar eigin bókmenntaverðlaun sem við kölluðum Bókmenntaverðlaun Guðbjarts Jónssonar. Við sendum fréttatilkynningar í blöðin og birtum auglýsingu með: Til hamingju Hermann, í fyrirsögn og rosamikið húllúmhæ. Bjuggum til verðlaunalímmiða og skelltum á bókina. Allir tóku þetta alvarlega, birtu fréttatilkynninguna og ég veit ekki hvað og Hermann var allt í einu orðinn verðlaunahöfundur.“ Snæbjörn hlær við tilhugsunina og bætir við að þetta væri aldrei hægt að komast upp með í Danmörku. „Það hefði allt farið til fjandans.“ „Í upphafi var ég alltaf einn á forlaginu og fannst svona hálf hallærislegt að vera ekki með starfsmann svo ég ákvað að búa til aðstoðarkonu. Hana kallaði ég Ástu S. Guðbjartsdóttur, alnöfnu Ástu Sóllilju úr Sjálfstæðu fólki Laxness. Þegar ég fékk handrit sem mér leist ekki á sendi ég bréf á viðkomandi höfund og skrifaði undir: Fulltrúi höfnunardeildar Bjarts, Ásta S. Guðbjartsdóttir. En þetta voru alltaf elskuleg bréf. Eins sá Ásta S. líka um að rukka bóksala og áskrifendur þegar á þurfti að halda enda skrifaði hún falleg og vinsamleg bréf með ógrynni af bókmenntatilvísunum. Innheimtubréfin undirritaði hún sem fulltrúi lögfræðideildar. Ef ég þýddi sjálfur bók eða gerði kápu þá var Ásta S. líka skrifuð fyrir því. Ég man reyndar að stundum þegar ég kom til bóksala og fór á bak við þá kom fyrir að innheimtubréfin voru þar hengd upp á vegg því þetta voru innilegustu innheimtubréf sem bóksalarnir höfðu fengið. Ásta var yndisleg,“ segir Snæbjörn og hlær við tilhugsunina um þetta ágæta alterego ungs útgefanda sem hann segir að hafi reynst honum vel. „Ásta var algjörlega leynileg, enginn vissi að hún var ekki af holdi og blóði, en svo byrjaði þetta að spyrjast út að hún væri tilbúningur, en ég neitaði því alltaf. Einn daginn hringdi í mig blaðamaður og sagðist vita að hún væri uppspuni því hann væri búinn að rannsaka málið, gá í þjóðskrá og fleira, en ef ég vildi gefa viðtal undir hennar nafni þá mundi hann halda þessu leyndu. Og Ásta S. fór í viðtal, sagði frá ferli sínum og það var bara ljómandi fínt – satt best að segja mikið uppáhaldsviðtal hjá mér lengi vel. Enda hefur Ásta S. reynst mér vel. En Jón Karl átti líka aðeins í henni því þegar við þýddum saman þá tók hún að sér að skrifa sig fyrir þýðingunni enda fádæma dugleg. Þetta er hægt á Íslandi en gengur ekki í Danmörku að vera með svona fíflagang.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira