Ólafur Þór: Betra liðið vann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 19:27 Ólafur stýrði Stjörnunni til sigurs í dag. Það var að vonum glatt yfir Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, eftir sigur liðsins gegn Val í undanúrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fór í Garðabænum í dag. „Frábærlega ánægður með liðið, hvernig við spiluðum og hvernig planið gekk upp. Virkilega ánægður með að komast í stærsta leik tímabilsins. Það var markmiðið og það tókst.“ Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið í leiknum á 113. mínútu, en framlengja þurfti leikinn eftir að hvorugt lið náði að skora að loknum 90 mínútum. „Við vorum að fá færi í þessu og mikið með boltann, þær lágu til baka. Það var gott að klára þetta í venjulegum leiktíma því vítakeppni er bara happa glappa og hefði getað farið hvernig sem er. Mér fannst betra liðið vinna í dag.“ „Þetta var mikið hlaup, hörku leikur og mikið um pústra. Dómarinn leyfði mikið, sem var bara fínt, þannig að það var aðeins farið að síga á seinni hlutann. Við sjáum Gummu koma inn með góðan kraft og klára þetta fyrir okkur og það var bara frábært.“ Úrslitaleikurinn fer fram föstudaginn 8. september klukkan 19:15, sem er óvenjuleg tímasetning. Ólafur hafði þó ekki miklar skoðanir á því. „Ég er bara ekki farinn að hugsa svo langt. Við erum að spila við þær aftur á fimmtudaginn og svo erum við að fara út á sunnudaginn svo það er bara næsti leikur. Ég er ekki búinn að hugsa hvernig það stendur, en það verður örugglega skemmtilegt. Vona að það verði fleiri áhorfendur heldur en í dag.“ Næsti deildarleikur Stjörnunnar er á móti Vals, og fannst Ólafi það ágætt að mæta þeim aftur eftir svo stuttan tíma. „Það er bara gaman að spila hörkuleiki, og þetta var hörkuleikur. Valur er með mjög gott lið svo það er bara skemmtilegt. Svo verða menn bara að standast pressuna og sjá hvort við getum unnið þær aftur þá.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1 - 0 Valur | Stjarnan í úrslitaleikinn eftir framlengingu | Sjáðu sigurmarkið Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í undanúrslitaviðureign Stjörnunnar og Vals í Borgunarbikar kvenna í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið á 113. mínútu. 13. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Það var að vonum glatt yfir Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, eftir sigur liðsins gegn Val í undanúrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fór í Garðabænum í dag. „Frábærlega ánægður með liðið, hvernig við spiluðum og hvernig planið gekk upp. Virkilega ánægður með að komast í stærsta leik tímabilsins. Það var markmiðið og það tókst.“ Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið í leiknum á 113. mínútu, en framlengja þurfti leikinn eftir að hvorugt lið náði að skora að loknum 90 mínútum. „Við vorum að fá færi í þessu og mikið með boltann, þær lágu til baka. Það var gott að klára þetta í venjulegum leiktíma því vítakeppni er bara happa glappa og hefði getað farið hvernig sem er. Mér fannst betra liðið vinna í dag.“ „Þetta var mikið hlaup, hörku leikur og mikið um pústra. Dómarinn leyfði mikið, sem var bara fínt, þannig að það var aðeins farið að síga á seinni hlutann. Við sjáum Gummu koma inn með góðan kraft og klára þetta fyrir okkur og það var bara frábært.“ Úrslitaleikurinn fer fram föstudaginn 8. september klukkan 19:15, sem er óvenjuleg tímasetning. Ólafur hafði þó ekki miklar skoðanir á því. „Ég er bara ekki farinn að hugsa svo langt. Við erum að spila við þær aftur á fimmtudaginn og svo erum við að fara út á sunnudaginn svo það er bara næsti leikur. Ég er ekki búinn að hugsa hvernig það stendur, en það verður örugglega skemmtilegt. Vona að það verði fleiri áhorfendur heldur en í dag.“ Næsti deildarleikur Stjörnunnar er á móti Vals, og fannst Ólafi það ágætt að mæta þeim aftur eftir svo stuttan tíma. „Það er bara gaman að spila hörkuleiki, og þetta var hörkuleikur. Valur er með mjög gott lið svo það er bara skemmtilegt. Svo verða menn bara að standast pressuna og sjá hvort við getum unnið þær aftur þá.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1 - 0 Valur | Stjarnan í úrslitaleikinn eftir framlengingu | Sjáðu sigurmarkið Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í undanúrslitaviðureign Stjörnunnar og Vals í Borgunarbikar kvenna í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið á 113. mínútu. 13. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1 - 0 Valur | Stjarnan í úrslitaleikinn eftir framlengingu | Sjáðu sigurmarkið Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í undanúrslitaviðureign Stjörnunnar og Vals í Borgunarbikar kvenna í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið á 113. mínútu. 13. ágúst 2017 19:30