Móðir drengs sem reyndi sjálfsvíg: „Mikið að þegar tíu ára börn þurfa að reyna sjálfsmorð til að fá hjálp“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 11:36 María Ósk og Ægir hafa í rúmlega sex ár barist við kerfið vegna veikinda sonar síns. Foreldrar tíu ára drengs sem glímir við alvarlegar geðraskanir segjast ráðþrota gagnvart íslensku heilbrigðiskerfi. Drengurinn hafi ekki fengið aðstoð á geðdeild fyrr en nýlega eftir að hann reyndi að stytta eigið líf. Ægir Jónsson og María Ósk Guðbrandsdóttir, foreldrar drengsins, segjast fyrst hafa leitað aðstoðar fyrir drenginn þegar hann var þriggja og hálfs árs gamall. Rætt var við þau í Bítinu á Bylgjunni á morgun. „Það hefur gengið alveg ágætlega að fá þessa venjulegu hjálp en vandamálið hefur stigversnað og síðan núna fyrir tveimur árum síðan versnaði það mikið og hann er kominn á það stig að hann á ekki vini og gengur illa í skólanum. Hann þarf bara meiri hjálp og þyrfti að komast inn á unglingageðdeild,“ segir Ægir. Þau fóru fyrst með drenginn til einkasálfræðings þegar hann var þriggja og hálfs árs gamall þegar ljóst var að hann ætti við vandamál að stríða. Þar hafi þau fengið tilvísun á Barna- og unglingageðdeild (BUGL) en hafi stuttu seinna flutt til Noregs. Á barnageðdeild þar hafi þau fengið þau svör að drengurinn væri með félagskvíða og að foreldrarnir hrósuðu honum ekki nægilega mikið. Fyrir tveimur árum síðan hafi hann fengið almennilega greiningu. „Þá fær hann greiningu á ADHD, þunglyndi, kvíða og mótþróaþrjóskuröskun. Svo fyrir ári fór hann í einhverfugreiningu og hann er alveg undir mörkunum. Svo hittum við barnageðlækni á bugl núna í vetur og hann vildi meina að hann væri pottþétt með Asberger og Tourette, ofan á ADHD,“ segir María Ósk.Fær ekki að fara út í frímínútum Þau segja að drengurinn eigi erfitt með að vera í skóla vegna þess að hann glími við ofsareiði og sé ofbeldishneigður. Hann eigi þrjár systur og hafi beitt þær allar ofbeldi nema þá yngstu sem er þriggja ára. Hann fái ekki að fara út í frímínútum vegna þessa. Er það ósk foreldranna að hann komist inn í Brúarskóla sem er skóli fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum-, hegðunar eða félagslegum erfiðleikum. „Fyrir tveimur árum síðan byrjaði þetta að stigversna svo mikið að hann nánast gat ekki verið í skólanum. Þetta var orðið það mikið. Hann var alltaf að lenda í einhverjum útistöðum og annað. þannig að skólinn var nánast búinn að gefast upp. Þeir vildu að hann kæmist bara inn á BUGL og í kjölfarið var send tilvísun inn á BUGL. Þá fáum við að það sé í fyrsta lagi eftir tvö ár sem við komumst inn. Við gátum náttúrulega lítið annað gert en að halda áfram okkar daglega lífi og vinna bara með skólanum og sálfræðingi líka en það er bara ekki nóg. Hann þarf að vera einhvers staðar þar sem er verið að sinna honum allan daginn,“ segir Ægir. Hann segir að fyrir um hálfu ári síðan hafi byrjað að koma fram merki í hegðun drengsins sem hafi gefið til kynna að hann gæti reynt að skaða sjálfan sig og að þau hafi ítrekað reynt að koma starfsfólki BUGL í skilning um alvarleika ástandsins.Sagt að hann kæmist að í september Í maí síðastliðnum hafi þau fengið símtal frá BUGL og þeim sagt að drengurinn kæmist líklega að í byrjun júní. Það hafi þó ekki gengið eftir. Í júlí var þeim svo sagt að hann kæmist að í lok ágúst eða byrjun september. í millitíðinni reyndi drengurinn að fremja sjálfsvíg. „Þremur til fjórum vikum áður en þetta gerðist þá sit ég á fundi með þeim og ég segi aftur að þetta sé bara tímaspursmál, þetta sé komið á þann stað. Hann á ekki vini og vanlíðanin er svo mikil að ef hann fær ekki hjálp þá endar þetta bara á einn veg. Hann var búinn að tala svo mikið um þetta. Það var bara hummað og ekkert tekið undir það. Síðan þremur til fjórum vikum seinna þá kemur mamma hans að honum hangandi í snöru inni í herbergi,“ segir Ægir. María segist hafa verið inni í rúmi með yngstu dóttur þeirra hjóna. „Ef það hefði verið lokuð hurðin eða kveikt á sjónvarpinu þá væri þetta búið. Ég heyrði kokhljóð því það var allt alveg rólegt. Ég lá bara uppi í rúmi með yngstu dótturina og svo heyrði ég einhver kokhljóð. Ég þurfti að sussa á þessa litlu til að heyra það betur og þá rýk ég inn í herbergi,“ segir María Ósk. „Eftir að hann reyndi sjálfsvíg þá fær hann að koma inn daginn eftir. Ég þurfti að tala við félagsfræðing fyrst á BUGL og hún fór og talaði við innlagnadeild og þá var samþykkt að hann fengi að koma inn.“Strax reynt að koma öðrum að Drengurinn fær þó einungis að vera á geðdeild á daginn í einskonar vistun. Þau hjón segjast finna fyrir því að nú eftir tíu daga sé strax þrýst á að drengurinn hætti meðferð, þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að hann hljóti meðferð í fjórar vikur. Þau segjast hafa það á tilfinningunni að verið sé að reyna að ýta drengnum út úr kerfinu til að koma fleirum að. Þau segja að drengnum líði vel inni á geðdeild því þar fái hann þá hjálp sem hann þurfi. „Það þarf að hysja upp um sig buxurnar. Það þarf að setja pening í heilbrigðiskerfið yfir höfuð. Við erum bara ráðalaus. Hvað eigum við að gera núna þegar strákurinn kemur heim og allt fer í sama horfið?“ segir Ægir aðspurður um hvaða viðbrögð þau vilji sjá frá stjórnvöldum. „Mér finnst svolítið mikið að þegar tíu ára börn þurfa að reyna sjálfsmorð til að fá hjálp,“ bætir María Ósk við.Viðtalið við Ægi og Maríu Ósk má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísbendingar um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum Margir hafa leitað til Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana. 29. ágúst 2017 10:05 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Sjá meira
Foreldrar tíu ára drengs sem glímir við alvarlegar geðraskanir segjast ráðþrota gagnvart íslensku heilbrigðiskerfi. Drengurinn hafi ekki fengið aðstoð á geðdeild fyrr en nýlega eftir að hann reyndi að stytta eigið líf. Ægir Jónsson og María Ósk Guðbrandsdóttir, foreldrar drengsins, segjast fyrst hafa leitað aðstoðar fyrir drenginn þegar hann var þriggja og hálfs árs gamall. Rætt var við þau í Bítinu á Bylgjunni á morgun. „Það hefur gengið alveg ágætlega að fá þessa venjulegu hjálp en vandamálið hefur stigversnað og síðan núna fyrir tveimur árum síðan versnaði það mikið og hann er kominn á það stig að hann á ekki vini og gengur illa í skólanum. Hann þarf bara meiri hjálp og þyrfti að komast inn á unglingageðdeild,“ segir Ægir. Þau fóru fyrst með drenginn til einkasálfræðings þegar hann var þriggja og hálfs árs gamall þegar ljóst var að hann ætti við vandamál að stríða. Þar hafi þau fengið tilvísun á Barna- og unglingageðdeild (BUGL) en hafi stuttu seinna flutt til Noregs. Á barnageðdeild þar hafi þau fengið þau svör að drengurinn væri með félagskvíða og að foreldrarnir hrósuðu honum ekki nægilega mikið. Fyrir tveimur árum síðan hafi hann fengið almennilega greiningu. „Þá fær hann greiningu á ADHD, þunglyndi, kvíða og mótþróaþrjóskuröskun. Svo fyrir ári fór hann í einhverfugreiningu og hann er alveg undir mörkunum. Svo hittum við barnageðlækni á bugl núna í vetur og hann vildi meina að hann væri pottþétt með Asberger og Tourette, ofan á ADHD,“ segir María Ósk.Fær ekki að fara út í frímínútum Þau segja að drengurinn eigi erfitt með að vera í skóla vegna þess að hann glími við ofsareiði og sé ofbeldishneigður. Hann eigi þrjár systur og hafi beitt þær allar ofbeldi nema þá yngstu sem er þriggja ára. Hann fái ekki að fara út í frímínútum vegna þessa. Er það ósk foreldranna að hann komist inn í Brúarskóla sem er skóli fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum-, hegðunar eða félagslegum erfiðleikum. „Fyrir tveimur árum síðan byrjaði þetta að stigversna svo mikið að hann nánast gat ekki verið í skólanum. Þetta var orðið það mikið. Hann var alltaf að lenda í einhverjum útistöðum og annað. þannig að skólinn var nánast búinn að gefast upp. Þeir vildu að hann kæmist bara inn á BUGL og í kjölfarið var send tilvísun inn á BUGL. Þá fáum við að það sé í fyrsta lagi eftir tvö ár sem við komumst inn. Við gátum náttúrulega lítið annað gert en að halda áfram okkar daglega lífi og vinna bara með skólanum og sálfræðingi líka en það er bara ekki nóg. Hann þarf að vera einhvers staðar þar sem er verið að sinna honum allan daginn,“ segir Ægir. Hann segir að fyrir um hálfu ári síðan hafi byrjað að koma fram merki í hegðun drengsins sem hafi gefið til kynna að hann gæti reynt að skaða sjálfan sig og að þau hafi ítrekað reynt að koma starfsfólki BUGL í skilning um alvarleika ástandsins.Sagt að hann kæmist að í september Í maí síðastliðnum hafi þau fengið símtal frá BUGL og þeim sagt að drengurinn kæmist líklega að í byrjun júní. Það hafi þó ekki gengið eftir. Í júlí var þeim svo sagt að hann kæmist að í lok ágúst eða byrjun september. í millitíðinni reyndi drengurinn að fremja sjálfsvíg. „Þremur til fjórum vikum áður en þetta gerðist þá sit ég á fundi með þeim og ég segi aftur að þetta sé bara tímaspursmál, þetta sé komið á þann stað. Hann á ekki vini og vanlíðanin er svo mikil að ef hann fær ekki hjálp þá endar þetta bara á einn veg. Hann var búinn að tala svo mikið um þetta. Það var bara hummað og ekkert tekið undir það. Síðan þremur til fjórum vikum seinna þá kemur mamma hans að honum hangandi í snöru inni í herbergi,“ segir Ægir. María segist hafa verið inni í rúmi með yngstu dóttur þeirra hjóna. „Ef það hefði verið lokuð hurðin eða kveikt á sjónvarpinu þá væri þetta búið. Ég heyrði kokhljóð því það var allt alveg rólegt. Ég lá bara uppi í rúmi með yngstu dótturina og svo heyrði ég einhver kokhljóð. Ég þurfti að sussa á þessa litlu til að heyra það betur og þá rýk ég inn í herbergi,“ segir María Ósk. „Eftir að hann reyndi sjálfsvíg þá fær hann að koma inn daginn eftir. Ég þurfti að tala við félagsfræðing fyrst á BUGL og hún fór og talaði við innlagnadeild og þá var samþykkt að hann fengi að koma inn.“Strax reynt að koma öðrum að Drengurinn fær þó einungis að vera á geðdeild á daginn í einskonar vistun. Þau hjón segjast finna fyrir því að nú eftir tíu daga sé strax þrýst á að drengurinn hætti meðferð, þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að hann hljóti meðferð í fjórar vikur. Þau segjast hafa það á tilfinningunni að verið sé að reyna að ýta drengnum út úr kerfinu til að koma fleirum að. Þau segja að drengnum líði vel inni á geðdeild því þar fái hann þá hjálp sem hann þurfi. „Það þarf að hysja upp um sig buxurnar. Það þarf að setja pening í heilbrigðiskerfið yfir höfuð. Við erum bara ráðalaus. Hvað eigum við að gera núna þegar strákurinn kemur heim og allt fer í sama horfið?“ segir Ægir aðspurður um hvaða viðbrögð þau vilji sjá frá stjórnvöldum. „Mér finnst svolítið mikið að þegar tíu ára börn þurfa að reyna sjálfsmorð til að fá hjálp,“ bætir María Ósk við.Viðtalið við Ægi og Maríu Ósk má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísbendingar um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum Margir hafa leitað til Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana. 29. ágúst 2017 10:05 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Sjá meira
Vísbendingar um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum Margir hafa leitað til Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana. 29. ágúst 2017 10:05
Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24
„Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30