Sjáðu nær fullkomna frammistöðu Sigurbjargar | Myndband 7. september 2017 11:00 Sigurbjörg Jóhannsdóttir með boltann í leiknum í gærkvöldi. vísir/ernir Íslandsmeistarar Fram í Olís-deild kvenna í handbolta urðu í gær meistarar meistaranna þegar að Safamýrarstúlkur lögðu bikarmeistara Stjörnunnar, 30-27, í Meistarakeppni HSÍ. Stjarnan var þremur mörkum yfir í hálfleik, 17-14, og ekki nóg með það heldur meiddist leikstjórnandi Fram, Karen Knútsdóttir, undir lok fyrri hálfleiks og tók ekki frekari þátt í leiknum. Útlitið var gott fyrir Garðbæinga, fjórum mörkum yfir í stöðunni 19-15, en þá tók Sigurbjörg Jóhannsdóttir til sinna ráða. Sigurbjörg hefur stýrt sóknarleik Fram um árabil en byrjaði leikinn í vinstra horninu þar sem Karen hefur hirt stöðu hennar á miðjum velinum. Sigurbjörg minnti heldur betur á sig í sinni réttu stöðu og skoraði átta mörk í seinni hálfleik og leiddi Íslandsmeistarana til sigurs. Hún spilaði nær fullkominn leik í seinni hálfleiknum og var maður leiksins ásamt markverðinum Guðrúnu Ósk Maríasdóttur sem varði 19 skot í marki Íslandsmeistaranna. Sigurbjörg skoraði í heildina níu mörk úr níu skotum og var því með 100 prósent skotnýtingu en hún nýtti líka bæði vítaskotin sín. Hún gaf tvær stoðsendingar, skapaði þrjú færi og tók tvö varnarfráköst. Hún var með langhæstu sóknareinkunn allra á vellinum í tölfræði HBStatz eða 9,5 og fékk heildareinkunn upp á 8,8. Hér að neðan má sjá frammistöðu Sigurbjargar frá Facebook-síðu Seinni bylgjunnar, uppgjörsþáttar Stöðvar 2 Sports um Olís-deildirnar. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Stefán: Sigurbjörg er fyrirliði og þetta á hún að gera Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram, stal senunni er lið hennar varð meistari meistaranna í kvöld. 6. september 2017 22:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Stjarnan 30-27 | Sigurbjörg fór fyrir Íslandsmeisturunum Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir sneru aftur í lið Fram í kvöld en það var Sigurbjörg Jóhannsdóttir sem stal senunni. 6. september 2017 21:45 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Fram í Olís-deild kvenna í handbolta urðu í gær meistarar meistaranna þegar að Safamýrarstúlkur lögðu bikarmeistara Stjörnunnar, 30-27, í Meistarakeppni HSÍ. Stjarnan var þremur mörkum yfir í hálfleik, 17-14, og ekki nóg með það heldur meiddist leikstjórnandi Fram, Karen Knútsdóttir, undir lok fyrri hálfleiks og tók ekki frekari þátt í leiknum. Útlitið var gott fyrir Garðbæinga, fjórum mörkum yfir í stöðunni 19-15, en þá tók Sigurbjörg Jóhannsdóttir til sinna ráða. Sigurbjörg hefur stýrt sóknarleik Fram um árabil en byrjaði leikinn í vinstra horninu þar sem Karen hefur hirt stöðu hennar á miðjum velinum. Sigurbjörg minnti heldur betur á sig í sinni réttu stöðu og skoraði átta mörk í seinni hálfleik og leiddi Íslandsmeistarana til sigurs. Hún spilaði nær fullkominn leik í seinni hálfleiknum og var maður leiksins ásamt markverðinum Guðrúnu Ósk Maríasdóttur sem varði 19 skot í marki Íslandsmeistaranna. Sigurbjörg skoraði í heildina níu mörk úr níu skotum og var því með 100 prósent skotnýtingu en hún nýtti líka bæði vítaskotin sín. Hún gaf tvær stoðsendingar, skapaði þrjú færi og tók tvö varnarfráköst. Hún var með langhæstu sóknareinkunn allra á vellinum í tölfræði HBStatz eða 9,5 og fékk heildareinkunn upp á 8,8. Hér að neðan má sjá frammistöðu Sigurbjargar frá Facebook-síðu Seinni bylgjunnar, uppgjörsþáttar Stöðvar 2 Sports um Olís-deildirnar.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Stefán: Sigurbjörg er fyrirliði og þetta á hún að gera Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram, stal senunni er lið hennar varð meistari meistaranna í kvöld. 6. september 2017 22:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Stjarnan 30-27 | Sigurbjörg fór fyrir Íslandsmeisturunum Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir sneru aftur í lið Fram í kvöld en það var Sigurbjörg Jóhannsdóttir sem stal senunni. 6. september 2017 21:45 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Stefán: Sigurbjörg er fyrirliði og þetta á hún að gera Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram, stal senunni er lið hennar varð meistari meistaranna í kvöld. 6. september 2017 22:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Stjarnan 30-27 | Sigurbjörg fór fyrir Íslandsmeisturunum Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir sneru aftur í lið Fram í kvöld en það var Sigurbjörg Jóhannsdóttir sem stal senunni. 6. september 2017 21:45