Framsókn gengur tvíefld til kosninga Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2017 15:25 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við fréttamenn eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Vísir/Daníel Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði einhug ríkja innan Framsóknarflokksins um að ganga til kosninga. Þá sagði hann að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. Eins og kunnugt er hefur stjórnarsamstarfi verið slitið og féllst Guðni á lausnarbeiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í morgun. Hefur Guðni mælt sér mót við leiðtoga allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi á Bessastöðum í dag. Ekki möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórninaEftir fund sinn með forsetanum í dag sagði Sigurður Ingi að samhugur hefði verið innan Framsóknarflokksins um að fara ekki inn í ríkisstjórn með ríkisstjórnarflokkunum. Komið hefði fram í stjórnarmyndunarviðræðum í desember og janúar að Framsókn hefði aldrei getað tekið sæti í slíkri ríkisstjórn með Viðreisn, nema að Viðreisn „sneri sér í sínum stefnumálum.“ Það hafi Viðreisn þó reyndar gert síðar á kjörtímabilinu. Þá sagði hann að innan Framsóknarflokksins hefði verið vilji til að skoða möguleika á að mynda nýja ríkisstjórn innan niðurstöðu síðustu kosninga. Það hafi ekki reynst mögulegt og því væri eðli lýðræðis að ganga til kosninga.Ganga tvíefld til kosningaFyrirhugað er að flokksþing Framsóknarflokksins verði haldið í janúar næstkomandi. Að sögn Sigurðar Inga verður nú farið yfir stöðu mála innan flokksins en hann segir flokkinn munu koma tvíefldan til kosninga, hvort sem flokksþing fari fram í janúar eða ekki. Þá sagði Sigurður Ingi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, væri samþykkur afstöðu flokksins í málinu. Sigurður Ingi sagðist enn fremur bjartsýnn á árangur Framsóknar í komandi kosningum og taldi jafnframt alla hlutaðeigandi, þ.e. formenn hinna flokkanna, sjá fram á tækifæri fyrir sinn flokk. Sigurður féllst einnig á dagsetninguna 4. nóvember fyrir komandi alþingiskosningar. Hann sagði samhljóm vera meðal formanna flokkanna um þá dagsetningu. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mætti á fund forseta nú klukkan 15:15. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar mætir klukkan 16:00 og síðastur, klukkan 16:45, mætir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Beina útsendingu Vísis frá Bessastöðum má sjá hér. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36 Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43 Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði einhug ríkja innan Framsóknarflokksins um að ganga til kosninga. Þá sagði hann að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. Eins og kunnugt er hefur stjórnarsamstarfi verið slitið og féllst Guðni á lausnarbeiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í morgun. Hefur Guðni mælt sér mót við leiðtoga allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi á Bessastöðum í dag. Ekki möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórninaEftir fund sinn með forsetanum í dag sagði Sigurður Ingi að samhugur hefði verið innan Framsóknarflokksins um að fara ekki inn í ríkisstjórn með ríkisstjórnarflokkunum. Komið hefði fram í stjórnarmyndunarviðræðum í desember og janúar að Framsókn hefði aldrei getað tekið sæti í slíkri ríkisstjórn með Viðreisn, nema að Viðreisn „sneri sér í sínum stefnumálum.“ Það hafi Viðreisn þó reyndar gert síðar á kjörtímabilinu. Þá sagði hann að innan Framsóknarflokksins hefði verið vilji til að skoða möguleika á að mynda nýja ríkisstjórn innan niðurstöðu síðustu kosninga. Það hafi ekki reynst mögulegt og því væri eðli lýðræðis að ganga til kosninga.Ganga tvíefld til kosningaFyrirhugað er að flokksþing Framsóknarflokksins verði haldið í janúar næstkomandi. Að sögn Sigurðar Inga verður nú farið yfir stöðu mála innan flokksins en hann segir flokkinn munu koma tvíefldan til kosninga, hvort sem flokksþing fari fram í janúar eða ekki. Þá sagði Sigurður Ingi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, væri samþykkur afstöðu flokksins í málinu. Sigurður Ingi sagðist enn fremur bjartsýnn á árangur Framsóknar í komandi kosningum og taldi jafnframt alla hlutaðeigandi, þ.e. formenn hinna flokkanna, sjá fram á tækifæri fyrir sinn flokk. Sigurður féllst einnig á dagsetninguna 4. nóvember fyrir komandi alþingiskosningar. Hann sagði samhljóm vera meðal formanna flokkanna um þá dagsetningu. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mætti á fund forseta nú klukkan 15:15. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar mætir klukkan 16:00 og síðastur, klukkan 16:45, mætir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Beina útsendingu Vísis frá Bessastöðum má sjá hér.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36 Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43 Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Sjá meira
Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36
Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43
Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00
Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26