Leysir húsnæðisvandann með nýrri myndlistarsýningu Ingvar Þór Björnsson skrifar 15. september 2017 12:30 Sigurður hefur þrátt fyrir ungan aldur náð miklum frama innan myndlistarinnar hér á landi og hlotið verðskuldaða athygli fyrir verk sín. Sigurður Sævar Magnúsarson Hinn 19 ára gamli myndlistarmaður Sigurður Sævar Magnúsarson býður til mynd- og tónlistarveislu í Norðurljósasal Hörpu á laugardaginn. Í veislunni mun hann sýna valin málverk frá árunum 2007 - 2017 og fagna því í leiðinni að tíu ár eru frá því að hann tók ákvörðun um að verða myndlistarmaður. Þá munu tíu myndlistarsýningar opna víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í september og október þar sem hann hyggst sýna verk sín. Sigurður hefur þrátt fyrir ungan aldur náð miklum frama innan myndlistarinnar hér á landi og hlotið verðskuldaða athygli fyrir verk sín. Á síðasta ári hélt hann til að mynda vel sótta sýningu í Perlunni og fyrr á þessu ári keypti Oddsson hótelið þrettán olíumálverk af honum.Vinsælustu verk Sigurðar eru olíumálverk þar sem höfuð hunda eru sett á mannslíkama. Undirstrika myndirnar það dýrslega í manninum og það mannlega í dýrunum að sögn listamannsins.Sigurður Sævar MagnúsarsonÓlafur Elíasson kveikti áhugannSigurður ákvað ungur að fást við myndlist. „Það verða komin tíu ár núna á laugardaginn frá því að ég ákvað að gerast myndlistarmaður,“ segir hann. Segir hann að á tíu ára afmælinu sínu hafi hann fengið málningu, striga og pensla í tíu ára afmælisgjöf frá systur sinni og þá hafi ekki verið aftur snúið. „Tíu ára gamall byrjaði ég og þegar ég var þrettán ára hélt ég mína fyrstu einkasýningu,“ segir Sigurður en það var Ólafur Elíasson sem kveikti áhugann. „Árið 2004, þegar ég var sjö ára gamall, fór ég á sýningu Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsinu. Ég heillaðist gjörsamlega af Ólafi sem listamanni og þá myndlistinni í leiðinni. Innblásturinn var af þeim krafti að ég er enn fastur í listinni eftir að hafa séð sýninguna sjö ára gamall.“Verk úr sýningunni "Háborgin“ sem sýnd verður í Hörpu á laugardaginn.Sigurður Sævar MagnúsarsonLeysir húsnæðisvandann með nýrri sýningu Í október opnar Sigurður nýja sýningu þar sem ellefu myndir verða til sýnis. Sýningin ber nafnið „Háborgin“ og þar sækir Sigurður í hugmynd Guðjóns Samúelssonar að á Skólavörðuholtinu muni rísa háborg með listasöfnum og menningarhúsum. Þá er aðalverkið á sýningunni til heiðurs Guðjóni. Sýningin verður á göngum Kringlunnar en serían verður frumsýnd í veislunni í Hörpu. Veislan byrjar klukkan 16:00 og hálftíma seinna hefst tónlistardagskrá. „Þetta eru ellefu olíumálverk þar sem ég sæki innblástur í arkitekta, hverfi og sveitarfélög,“ segir Sigurður. „Þetta er mjög merkileg sýning í sjálfu sér, og jafnvel tímamót í íslenskri listasögu þar sem hérna er listamaður að koma með tillögu að því hvernig leysa megi húsnæðisvandann í borginni. Að byggja á skýjunum. Hvernig á að útfæra það veit ég ekki en það er ekki mitt að ákveða.“Myndin "Áhrif“ eftir Sigurð Sævar.Sigurður Sævar MagnúsarsonÞakkar fyrir áhugann með allsherjar myndlistar- og tónlistarveislu „Frá því að ég byrjaði að halda sýningar þegar ég var 13 ára hef ég fundið fyrir miklum meðbyr og mikilli hvatningu til að halda áfram að sinna listinni. Ég lít á þetta sem veislu fyrir þá sem vilja skoða verkin mín og um leið er þetta leið fyrir mig til að þakka fyrir áhugann síðustu ár sem er alls ekki sjálfsagður,“ segir Sigurður. „Að fá þessi viðbrögð svona ungur er frábært og þetta er bara fyrsti kaflinn,“ bætir hann við. Sigurður segist stefna á áframhaldandi listnám erlendis á næsta ári. Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Reykti pabba sinn Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hinn 19 ára gamli myndlistarmaður Sigurður Sævar Magnúsarson býður til mynd- og tónlistarveislu í Norðurljósasal Hörpu á laugardaginn. Í veislunni mun hann sýna valin málverk frá árunum 2007 - 2017 og fagna því í leiðinni að tíu ár eru frá því að hann tók ákvörðun um að verða myndlistarmaður. Þá munu tíu myndlistarsýningar opna víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í september og október þar sem hann hyggst sýna verk sín. Sigurður hefur þrátt fyrir ungan aldur náð miklum frama innan myndlistarinnar hér á landi og hlotið verðskuldaða athygli fyrir verk sín. Á síðasta ári hélt hann til að mynda vel sótta sýningu í Perlunni og fyrr á þessu ári keypti Oddsson hótelið þrettán olíumálverk af honum.Vinsælustu verk Sigurðar eru olíumálverk þar sem höfuð hunda eru sett á mannslíkama. Undirstrika myndirnar það dýrslega í manninum og það mannlega í dýrunum að sögn listamannsins.Sigurður Sævar MagnúsarsonÓlafur Elíasson kveikti áhugannSigurður ákvað ungur að fást við myndlist. „Það verða komin tíu ár núna á laugardaginn frá því að ég ákvað að gerast myndlistarmaður,“ segir hann. Segir hann að á tíu ára afmælinu sínu hafi hann fengið málningu, striga og pensla í tíu ára afmælisgjöf frá systur sinni og þá hafi ekki verið aftur snúið. „Tíu ára gamall byrjaði ég og þegar ég var þrettán ára hélt ég mína fyrstu einkasýningu,“ segir Sigurður en það var Ólafur Elíasson sem kveikti áhugann. „Árið 2004, þegar ég var sjö ára gamall, fór ég á sýningu Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsinu. Ég heillaðist gjörsamlega af Ólafi sem listamanni og þá myndlistinni í leiðinni. Innblásturinn var af þeim krafti að ég er enn fastur í listinni eftir að hafa séð sýninguna sjö ára gamall.“Verk úr sýningunni "Háborgin“ sem sýnd verður í Hörpu á laugardaginn.Sigurður Sævar MagnúsarsonLeysir húsnæðisvandann með nýrri sýningu Í október opnar Sigurður nýja sýningu þar sem ellefu myndir verða til sýnis. Sýningin ber nafnið „Háborgin“ og þar sækir Sigurður í hugmynd Guðjóns Samúelssonar að á Skólavörðuholtinu muni rísa háborg með listasöfnum og menningarhúsum. Þá er aðalverkið á sýningunni til heiðurs Guðjóni. Sýningin verður á göngum Kringlunnar en serían verður frumsýnd í veislunni í Hörpu. Veislan byrjar klukkan 16:00 og hálftíma seinna hefst tónlistardagskrá. „Þetta eru ellefu olíumálverk þar sem ég sæki innblástur í arkitekta, hverfi og sveitarfélög,“ segir Sigurður. „Þetta er mjög merkileg sýning í sjálfu sér, og jafnvel tímamót í íslenskri listasögu þar sem hérna er listamaður að koma með tillögu að því hvernig leysa megi húsnæðisvandann í borginni. Að byggja á skýjunum. Hvernig á að útfæra það veit ég ekki en það er ekki mitt að ákveða.“Myndin "Áhrif“ eftir Sigurð Sævar.Sigurður Sævar MagnúsarsonÞakkar fyrir áhugann með allsherjar myndlistar- og tónlistarveislu „Frá því að ég byrjaði að halda sýningar þegar ég var 13 ára hef ég fundið fyrir miklum meðbyr og mikilli hvatningu til að halda áfram að sinna listinni. Ég lít á þetta sem veislu fyrir þá sem vilja skoða verkin mín og um leið er þetta leið fyrir mig til að þakka fyrir áhugann síðustu ár sem er alls ekki sjálfsagður,“ segir Sigurður. „Að fá þessi viðbrögð svona ungur er frábært og þetta er bara fyrsti kaflinn,“ bætir hann við. Sigurður segist stefna á áframhaldandi listnám erlendis á næsta ári.
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Reykti pabba sinn Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira