Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2017 14:51 Farþegaþota frá Primera Air. Vísir Lenda þurfti farþegaþotu Primera Air á Alicante-flugvelli á Spáni skömmu eftir flugtak klukkan tvö í dag. Fjöldi Íslendinga var á meðal farþega í þotunni en einhverjir þeirra heyrðu háan smell skömmu eftir flugtak. Skömmu síðar var þotunni flogið langan hring og henni lent aftur á Alicante-flugvelli. Farþegarnir voru sendir aftur inn í flugstöð og bíða nú eftir frekari upplýsingum. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þotunni var snúið við og lent aftur með hraði en flest bendir til þess að um sé að ræða vélarbilun. Tilkynning hefur borist frá Primera Air en þar kemur fram að skömmu eftir flugtak hafi kviknað varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli.Flugstöðin í Alicante.Vísir/GettyFerðaskrifstofan Heimsferðir átti sæti bókuð með þessu flugi Primera Air. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að hann bíði eftir upplýsingum frá Primera Air um það hvenær vélin fer aftur af stað. Vonast er til að bilunin sé minniháttar en þeir sem voru á vegum Heimsferða verða látnir vita þegar frekari upplýsingar berast. Uppfært klukkan 15:15 Eftirfarandi tilkynning var að berast frá Primera Air vegna málsins: Flugvél Primera Air Nordic snéri fyrr í dag tilbaka til Alicante á Spáni vegna tæknibilunar. Vélin, sem hefur flugnúmerið 6F108, var á leið til Keflavikur frá Alicante og skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn eru að skoða vélina og gert er ráð fyrir að vélin fari frá Alicante með farþegana til Keflavíkur eftir skoðun. Farþegar bíða nú í flugstöðinni eftir frekari fréttum. Öryggi farþega Primera Air er alltaf í fyrirrúmi og var af þeim ástæðum ákveðið að snúa vélinni við. Flugmenn vélarinnar eru þjálfaðir til að bregðast við í aðstæðum sem þessum og lendingin var í samræmi við verkferla félagsins í tilvikum sem þessum. Áhöfn og farþegar hafa það gott samkvæmt upplýsingum frá Alicante. Uppfært klukkan 16:55:ÖNNUR VÉL SÆKIR FARÞEGA FRÁ ALICANTEÁkveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma. Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Lenda þurfti farþegaþotu Primera Air á Alicante-flugvelli á Spáni skömmu eftir flugtak klukkan tvö í dag. Fjöldi Íslendinga var á meðal farþega í þotunni en einhverjir þeirra heyrðu háan smell skömmu eftir flugtak. Skömmu síðar var þotunni flogið langan hring og henni lent aftur á Alicante-flugvelli. Farþegarnir voru sendir aftur inn í flugstöð og bíða nú eftir frekari upplýsingum. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þotunni var snúið við og lent aftur með hraði en flest bendir til þess að um sé að ræða vélarbilun. Tilkynning hefur borist frá Primera Air en þar kemur fram að skömmu eftir flugtak hafi kviknað varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli.Flugstöðin í Alicante.Vísir/GettyFerðaskrifstofan Heimsferðir átti sæti bókuð með þessu flugi Primera Air. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að hann bíði eftir upplýsingum frá Primera Air um það hvenær vélin fer aftur af stað. Vonast er til að bilunin sé minniháttar en þeir sem voru á vegum Heimsferða verða látnir vita þegar frekari upplýsingar berast. Uppfært klukkan 15:15 Eftirfarandi tilkynning var að berast frá Primera Air vegna málsins: Flugvél Primera Air Nordic snéri fyrr í dag tilbaka til Alicante á Spáni vegna tæknibilunar. Vélin, sem hefur flugnúmerið 6F108, var á leið til Keflavikur frá Alicante og skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn eru að skoða vélina og gert er ráð fyrir að vélin fari frá Alicante með farþegana til Keflavíkur eftir skoðun. Farþegar bíða nú í flugstöðinni eftir frekari fréttum. Öryggi farþega Primera Air er alltaf í fyrirrúmi og var af þeim ástæðum ákveðið að snúa vélinni við. Flugmenn vélarinnar eru þjálfaðir til að bregðast við í aðstæðum sem þessum og lendingin var í samræmi við verkferla félagsins í tilvikum sem þessum. Áhöfn og farþegar hafa það gott samkvæmt upplýsingum frá Alicante. Uppfært klukkan 16:55:ÖNNUR VÉL SÆKIR FARÞEGA FRÁ ALICANTEÁkveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma.
Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira