Kominn í skáldastellingar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2017 11:15 Björn Leó kveðst reyna að forðast tölvur meðan hugmyndavinna leikverks sé í gangi. Mynd/Kristín Edda Gylfadóttir Björn Leó Brynjarsson er kominn í skáldastellingar enda nýráðinn leikritasmiður Borgarleikhússins. Hann tekur við embættinu af Sölku Guðmundsdóttur. Meðal fyrri leikskálda hússins hafa verið Tyrfingur Tyrfingsson, Auður Jónsdóttir, Jón Gnarr og Kristín Marja Baldursdóttir. Björn Leó kveðst hafa sótt um hjá Borgarleikhúsinu þegar hann sá styrkinn auglýstan í vor og sent inn hugmyndir að verki, ásamt ferilskrá. Það var svo Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur, undir forystu Vigdísar Finnbogadóttur, sem valdi hann enda hefur hann reynslu. Nefna má að verk hans Frami sló í gegn í Tjarnarbíói árið 2015, þar var hann bæði höfundur og leikstjóri. En hvernig byrjar fólk á leikriti? „Kannski á myndum sem koma upp í hugann,“ svarar Björn Leó. „Svo þarf eina stóra, djúsí hugmynd, kannski einhvers konar yfirlýsingu eða pælingu um lífið sem maður reynir að spinna í kringum og lætur framvinduna og persónur verksins miðla þeirri hugmynd.“ Hann segir ferlið geta verið langt og erfitt og stundum vaði menn í villu. „Maður veit ekkert endilega alltaf hvað maður er að fara en verður að leggja allt sitt traust á ferlið og í skriftunum er maður alltaf að leita. Hugmyndirnar birtast í þessari leit,“ segir hann og kveðst í seinni tíð reyna að forðast tölvurnar í stærstum hluta ferlisins, þar til kemur að því að pikka verkið inn. „Tölvurnar dreifa athyglinni svo svakalega mikið,“ útskýrir hann. Eftir stúdentspróf frá MR lauk Björn Leó BA-prófi í fræðum og framkvæmd úr leiklistardeild Listaháskólans. Ég hef haft áhuga á að leikstýra en nú er ég farinn að fókusera á skrifin. Maður verður að vera duglegur að prófa, þá er auðveldara að taka ákvörðun um hvað heillar mann mest,“ segir hann og bætir við: „Það eru ekkert brjálæðislega margir að sinna leikritaskrifum, þess vegna er það gott framtak hjá Borgarleikhúsinu að veita þennan styrk. Þetta er þannig samningur að ég verð hluti af starfsmannahópi leikhússins í ár.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Björn Leó Brynjarsson er kominn í skáldastellingar enda nýráðinn leikritasmiður Borgarleikhússins. Hann tekur við embættinu af Sölku Guðmundsdóttur. Meðal fyrri leikskálda hússins hafa verið Tyrfingur Tyrfingsson, Auður Jónsdóttir, Jón Gnarr og Kristín Marja Baldursdóttir. Björn Leó kveðst hafa sótt um hjá Borgarleikhúsinu þegar hann sá styrkinn auglýstan í vor og sent inn hugmyndir að verki, ásamt ferilskrá. Það var svo Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur, undir forystu Vigdísar Finnbogadóttur, sem valdi hann enda hefur hann reynslu. Nefna má að verk hans Frami sló í gegn í Tjarnarbíói árið 2015, þar var hann bæði höfundur og leikstjóri. En hvernig byrjar fólk á leikriti? „Kannski á myndum sem koma upp í hugann,“ svarar Björn Leó. „Svo þarf eina stóra, djúsí hugmynd, kannski einhvers konar yfirlýsingu eða pælingu um lífið sem maður reynir að spinna í kringum og lætur framvinduna og persónur verksins miðla þeirri hugmynd.“ Hann segir ferlið geta verið langt og erfitt og stundum vaði menn í villu. „Maður veit ekkert endilega alltaf hvað maður er að fara en verður að leggja allt sitt traust á ferlið og í skriftunum er maður alltaf að leita. Hugmyndirnar birtast í þessari leit,“ segir hann og kveðst í seinni tíð reyna að forðast tölvurnar í stærstum hluta ferlisins, þar til kemur að því að pikka verkið inn. „Tölvurnar dreifa athyglinni svo svakalega mikið,“ útskýrir hann. Eftir stúdentspróf frá MR lauk Björn Leó BA-prófi í fræðum og framkvæmd úr leiklistardeild Listaháskólans. Ég hef haft áhuga á að leikstýra en nú er ég farinn að fókusera á skrifin. Maður verður að vera duglegur að prófa, þá er auðveldara að taka ákvörðun um hvað heillar mann mest,“ segir hann og bætir við: „Það eru ekkert brjálæðislega margir að sinna leikritaskrifum, þess vegna er það gott framtak hjá Borgarleikhúsinu að veita þennan styrk. Þetta er þannig samningur að ég verð hluti af starfsmannahópi leikhússins í ár.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira