„FIFA hefur engan áhuga á kvennafótbolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 10:00 Megan Rapinoe. Vísir/Getty Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe lætur FIFA heyra það í viðtali við BBC sem var tekið í tilefni af því að Alþjóðaknattspyrnusambandið mun í kvöld verðlauna besta knattspyrnufólk heimsins í ár. Ástæðan fyrir því að Megan Rapinoe gagnrýnir sambandið harðlega er sú staðreynd að lítt þekkt og kornung knattspyrnukona er ein af þremur sem kemur til greina sem besta knattspyrnukona heima í ár. Til greina kom Lieke Martens úr Evrópumeistaraliði Hollands, bandaríska stórstjarnan Carli Lloyd og svo hin átján ára gamla Deyna Castellanos frá Venesúela sem er enn að spila með skólaliði. Deyna Castellano hefur ekki spilað fyrir atvinnumannalið og ekki einu sinni fyrir A-landslið Venesúela. Hún er í dag að spila fyrir Florida State háskólaliðið í Bandaríkjunum og er verðlaunuð aðallega fyrir frammistöðu sína með yngri landsliðum Venesúela. „Það er ekki mikil vigt í svona verðlaunum þegar á listanum er leikmaður sem ég hef ekki heyrt um áður,“ sagði hin 33 ára gamla Megan Rapinoe sem hefur spilað 127 landsleiki fyrir Bandaríkin og orðið bæði heimsmeistari og Ólympíumeistari. „Þetta gefur okkur þau skilaboð, sem og restinni af heiminum, að FIFA hafi engan áhuga á kvennafótbolta,“ sagði Rapinoe og bætir við: „Ef einhver karlmaður, sem væri ekki einu sinni atvinnumaður, yrði tilnefndur til svona verðlauna þá er ég viss um að menn myndu grípa inn í. Það eru mikil vonbrigði að það hafi ekki verið gert fyrir okkur,“ sagði Rapinoe. Rapinoe segir þetta mál sé bara sönnun þess að FIFA-samtökin séu bara „gömul, karllæg og úr sér gengin“. Hjá körlunum eru þekkt nöfn meðal þeirra sem eru tilnefndir eða þeir Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar. Megan Rapinoe er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt þetta tilnefningu. Deyna Castellano hefur allt til þess að bera að vera framtíðarstjarna kvennafótboltans en að henni skuli vera hampað núna vekur furðu. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe lætur FIFA heyra það í viðtali við BBC sem var tekið í tilefni af því að Alþjóðaknattspyrnusambandið mun í kvöld verðlauna besta knattspyrnufólk heimsins í ár. Ástæðan fyrir því að Megan Rapinoe gagnrýnir sambandið harðlega er sú staðreynd að lítt þekkt og kornung knattspyrnukona er ein af þremur sem kemur til greina sem besta knattspyrnukona heima í ár. Til greina kom Lieke Martens úr Evrópumeistaraliði Hollands, bandaríska stórstjarnan Carli Lloyd og svo hin átján ára gamla Deyna Castellanos frá Venesúela sem er enn að spila með skólaliði. Deyna Castellano hefur ekki spilað fyrir atvinnumannalið og ekki einu sinni fyrir A-landslið Venesúela. Hún er í dag að spila fyrir Florida State háskólaliðið í Bandaríkjunum og er verðlaunuð aðallega fyrir frammistöðu sína með yngri landsliðum Venesúela. „Það er ekki mikil vigt í svona verðlaunum þegar á listanum er leikmaður sem ég hef ekki heyrt um áður,“ sagði hin 33 ára gamla Megan Rapinoe sem hefur spilað 127 landsleiki fyrir Bandaríkin og orðið bæði heimsmeistari og Ólympíumeistari. „Þetta gefur okkur þau skilaboð, sem og restinni af heiminum, að FIFA hafi engan áhuga á kvennafótbolta,“ sagði Rapinoe og bætir við: „Ef einhver karlmaður, sem væri ekki einu sinni atvinnumaður, yrði tilnefndur til svona verðlauna þá er ég viss um að menn myndu grípa inn í. Það eru mikil vonbrigði að það hafi ekki verið gert fyrir okkur,“ sagði Rapinoe. Rapinoe segir þetta mál sé bara sönnun þess að FIFA-samtökin séu bara „gömul, karllæg og úr sér gengin“. Hjá körlunum eru þekkt nöfn meðal þeirra sem eru tilnefndir eða þeir Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar. Megan Rapinoe er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt þetta tilnefningu. Deyna Castellano hefur allt til þess að bera að vera framtíðarstjarna kvennafótboltans en að henni skuli vera hampað núna vekur furðu.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira