Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Kolbeinn Tumi Daðason og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 3. desember 2017 14:00 Ragnar Þór Marinósson, Raggi, með foreldrum sínum Freyju Magnúsdóttir og Marinó Bjarnasyni ásamt systrunum Sigríði Etnu, Árný Heklu og Sæunni Ingibjörgu Marinósdætrum. Vísir/Anton Brink Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. „Mér finnst þetta ósanngjarnt, hvernig þetta þróaðist. Hann kemur út úr þessu öllu saman sem einhver sigurvegari en ég sá sem tapar, aftur einhvern veginn,“ segir Ragnar Þór Marinósson. Vinir og fjölskylda þekkja hann sem Ragga og verður gælunafnið notað hér til aðgreiningar. Raggi er 33 ára í dag og stígur nú fram og segir sögu sína. Hann sé sá sem tilkynningin um kennarann og nafna hans, Ragnar Þór Pétursson, snerist um árið 2013. Um töluvert fjölmiðlamál var að ræða á sínum tíma þar sem Ragnar Þór greip til varna á blogggsíðum og í sjónvarpi. Raggi segir Ragnar Þór hafa sýnt sér sóðalegt klám. Ragnar Þór þvertekur fyrir það. Ragnar Þór var á dögunum kjörinn formaður Kennarasambands Íslands.„Ekkert venjulegt klám“ Ragnar Þór hefur talað mjög opinskátt um nafnlausa ábendingu sem hafi orðið til þess að hann hætti að kenna um tíma árið 2013. Skrifaði hann endurtekið um málið á bloggsíðu sína og mætti í viðtal í Kastljós. Hans nýjasti pistill um málið birtist í Stundinni þann 16. október síðastliðinn. Pistillinn varð til þess að Raggi ákvað að stíga fram og segja sína sögu, sína hlið á máli sem hingað til hefur aðeins verið sögð frá sjónarhorni Ragnars Þórs. „Ég lenti í þessum kennara þegar ég var krakki, eða unglingur. Hann sem sagt sýnir mér klám og eitthvað álíka, ég var ekkert voðalega viðkvæmur krakki en þetta var ekkert venjulegt klám. Það var eins og fólk væri að skíta upp í hvert annað og eitthvað í þeim dúr,“ segir Raggi sem ólst upp á Tálknafirði, þangað sem Ragnar Þór kom til að kenna.Fékk áfall í Kringlunni Raggi segir að hann hafi heimsótt heimili Ragnars Þórs. Hann segir að samtölin þeirra hafi snúist mikið um tölvuleiki en Raggi segir að þeir hafi einnig talað saman um einhverja bók. „The Anarchist Cookbook hét hún, um það hvernig hægt væri að búa til heimatilbúnar sprengjur, búa til eitur og fleira þess háttar. Algjört bull en mér fannst hún spennandi á þessum aldri.“ Raggi segir að kennarinn hafi sýnt sér klám í formi ljósmynda. „Þetta var í borðtölvu heima hjá honum. Ég var að spila tölvuleiki og hann sýndi mér þetta inn á milli og eitthvað þannig.“ Hann sagði engum frá því fyrr en mörgum árum seinna þegar hann sá kennarann fyrir tilviljun í Kringlunni og fékk algjört áfall. „Ég lenti í þessum atburðum en svo hætti ég að fara heim til hans á einhverjum tímapunkti. Þetta gegnsýrði unglingsár mín. Ég er samt ekkert að kenna því sem gerðist milli mín og þessa kennara um allt það heimskulega sem ég gerði. Þegar ég horfi til baka á ég samt ekki neinar minningar af því að hafa verið vondur, hvorki fyrir eða eftir þetta. Ég braust inn í bíla og fleira á unglingsárum en ég var aldrei í ofbeldi eða neinu þannig.“ Raggi segir að hann hafi verið grunnskólanemandi þegar hann fór fyrst heim til Ragnars kennara síns. Hann byrjaði að drekka fljótlega eftir þetta og hætti ekki fyrr en um tvítugt þegar hann fór í meðferð vegna áfengis- og fíkniefnavanda. „Hann setti af stað atburðarrás sem ég réði ekkert við og náði eiginlega ekki að stoppa fyrr en um tvítugt. Ég man enn þá hvenær ég opnaði fyrsta bjórinn, hvar ég stóð á brúnni, hvernig mér leið og hvað ég varð frjáls. Miðað við það sem ég veit í dag um fíkn þá verður fólk ekki að fíklum ef það eru engin undirliggjandi vandamál.“Íhugaði að taka eigið líf Raggi ítrekar þó að hann kenni kennaranum, Ragnari Þór, alls ekki um allt sem hafi farið miður í lífi sínu. Hann hætti að drekka efir að hafa lent í ýmsu eins og að fara á sjúkrahús með hjartaflökt og gista í fangaklefa. Hann segist þó aldrei hafa verið dæmdur í fangelsi eða neitt slíkt. „Ég mundi alltaf eftir þessu á unglingsárunum en tengdi samt ekki vanlíðan mína við þetta. Það er ekki fyrr en ég er 25 eða 26 ára og sé hann sitjandi á bekk í Kringlunni. Hann var brosandi, ég veit ekkert hvort hann var að brosa til mín, en ég fékk taugaáfall. Ég sest upp í bíl og endaði í móki í íbúðinni sem vinur minn lánaði mér meðan hann var erlendis, ég var þannig í þrjá daga.“ Hann segir að hann hafi íhugað að taka eigið líf eftir að hann rakst á Ragnar Þór í Kringlunni. „Ég hringdi í 1717 hjálparnúmerið, ég var að hugsa um að drepa mig. Ég var á vondum stað í þrjá daga og rölti fram og til baka um íbúðina. Ég svaf ekkert, var edrú samt og hafði verið það í mörg ár. Ég var samt í miklu ójafnvægi og þá fer ég að gera mér grein fyrir því hvað var í gangi, útfrá þessu,“ segir Raggi. „Ég er þessi harði gaur sem fer ekki að gráta en ég prófaði að ræða við eina vinkonu mína og reyna að segja henni frá og þá hágrét ég bara og réð ekkert við mig.“Raggi segir að þegar kennarinn Ragnar Þór var rannsakaður hafi hann ekki treyst sér til þess að stíga fram. Hann kærði málið þó nokkrum vikum síðar.Vísir/Anton BrinkEnn ósáttur við trúnaðarbrestinnSkömmu eftir þetta var hann í heimsókn hjá systur sinni og í miðju rifrildi segir hann henni frá því sem var að hrjá hann. „Þá fór einhver bolti að rúlla. Áður var ég sá eini sem vissi þetta en þarna fer af stað atburðarrás sem ég hafði ekki stjórn á.“ Systir Ragga sagði annarri systur þeirra frá þessu sem átti eftir að hafa mikil áhrif á framvindu málsins síðar. „Ég var brjálaður við hana og var það í langan tíma, vildi helst ekkert tala við hana. Ég er eiginlega ennþá smá pirraður út í hana.“ Hann segist samt skilja að systir hans hafi ekki getað haldið upplýsingunum leyndum. Hin systirin starfaði við félagsmiðstöð í sama grunnskóla og Ragnar Þór kenndi, Norðlingaskóla. Hún sagði yfirmanni sínum í félagsmiðstöðinni sögu Ragga. Yfirmaðurinn tilkynnti málið til Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Það leiddi til rannsóknar. „Þá fór ennþá stærri bolti að rúlla. Ég ætlaði aldrei að stíga fram,“ segir Raggi. Nokkrum mánuðum eftir að Raggi opnaði sig við systur sína segir hann foreldrum sínum frá. „Þetta var við eldhúsborðið heima hjá þeim. Þau urðu mjög leið, pabbi varð mjög reiður.“Sagði þetta upplogna ásökunSagan öll var fyrsti pistillinn sem Ragnar Þór skrifaði um málið, sá fyrsti af nokkrum sem birtust flestir í desember árið 2013. Einnig kom hann fram í Kastljósi á RÚV. Á þeim tíma taldi hann að Reykjavíkurborg hefði borist nafnlaus ábending sem væri almenn og óljós.„Valgerður Janusdóttir mannauðsstjóri hjá Reykjavíkurborg taldi sig vera í nokkrum vanda. Eftir einhverjum leiðum barst henni hin upplogna ásökun, en ásökunin var svo rýr í roðinu og ónákvæm að hún vissi ekki alveg hvernigætti að bregðast við. Eða hvort húnætti að bregðast við. Hún kaus aldeilis séríslenska leið. Hún ákvað að bíða og sjátil – en hafði samband við skólastjórann minn og slúðraði tíðindunum þangað,“ sagði í pistli Ragnars.Ragnar Þór hefði í kjölfarið farið heim og þóst vera með flensu næstu daga.„Og þarna sat ég. Saklaus, sakaður. Reiður vegna þess að nú vissi ég að einhverjir væru svo illa innréttaðir að taka þennan málaflokk, þann heilagasta af öllum heilögum – og ljúga til að reyna að koma einhverjum ívandræði sem þeir varla þekktu en töldu sig þurfa að refsa með einhverjum hætti.“Á þessum tímapunkti hélt Ragnar Þór að ásökunin hefði komið frá einhverjum sem mislíkaði skrif hans. Hann vissi ekki að systir Ragga hefði brotið trúnað við bróður sinn, ásökunin væri ekki óljós og að hennar yfirmaður hefði komið því áfram. Óskar var eftir nafnleynd til að vernda Ragga. Ragnar Þór gagnrýndi harðlega hvernig á þessu máli var tekið. Fjölskylda Ragga segir að hann hafi verið hvattur til að stíga fram en ekki treyst sér til þess. Systur hans reyndu að fá hann til að segja eitthvað en það gekk ekki. Málið var rannsakað af Barnaverndarnefnd en ekkert fannst, enginn gaf sig fram.„Ég væri greinilega saklaus“„Í stuttu máli sagt, leitaði bæði lögregla og barnavernd logandi ljósi að einhverju, bara einhverju, sem ég hefði einhvern tíman gert af mér. Það tók heila viku að fullvissa sig um að búið væri að hafa samband við alla staði þar sem ég hef komið við sögu síðustu áratugi – og önnur vika fór í að bíða þess að barnaverndir, hvers á sínum stað, rannsökuðu málið og skiluðu svari. Loks fékk ég hringingu frá barnavernd. Nú hefðu allir haft samband. Ég væri greinilega saklaus. Ég hefði engan feril nokkurs staðar. Hefði aldrei verið grunaður um eitt eða neitt og það væri ekki nokkur einasta ástæða til að ætla að svona ásakanir ættu við rök að styðjast. Ég myndi fá bréf til staðfestingar. Ég fékk bréfið. Og svo aftur. Því Skóla- og frístundasvið sendi mér afrit af sínu eintaki bréfsins. Og virtist hafa talið að þar með lyki þeirra afskiptum af málinu.Ég sneri aftur til kennslu og sagði nánasta samstarfsfólki mínu allt.“Svo segir Ragnar Þór í bloggi sínu. Hann segir að hann hafi ítrekað reynt að fá skýringar frá skóla- og frístundasviði en hafi svo fengið svarið:„Skóla- og frístundasviði barst nafnlaus tilkynning sem var almennt orðuð. Eins og fram hefur komið í fyrri samskiptum við þig þá ber Skóla- og frístundasviði að kanna slíkar tilkynningar hversu almennar og óljósar sem þær kunna að vera“ „Ég var eiginlega of furðu lostinn til að gera nokkuð. Ég hafði vandað mig óskaplega að vinna málið faglega og sýna siðferðilegan styrk. Ég hafði tekið á mig mikil óþægindi, ég hafði setið undir tilviljanakenndri og ítarlegri en fullkomlega tilefnislausri rannsókn. Fjarvera mín hafði valdið teyminu mínu og nemendum töluverðum vandræðum,“ skrifar Ragnar í pistlinum. Hann var ekki sáttur og kvartaði til Ragnars Þorsteinssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, og fékk þá svarið: „Undirritaður harmar viðbrögð þín en gerir sér jafnframt grein fyrir því að mál sem þessi hafa áhrif á þá sem eiga í hlut og þá einkum í þeim tilvikum þegar enginn fótur er fyrir tilkynningum um brot.“Harmur á meðal nemendaRagnar Þór segir að allir hafi sagt honum að hann þyrfti að sætta sig við að rannsókn hefði farið fram en hann fengi ekki frekari upplýsingar. Í niðurlagi bloggfærslunnar tilkynnti Ragnar að hann ætlaði að láta af kennslu og hætta að vinna fyrir Reykjavíkurborg.„Niðurstaðan er þessi. Ragnar Þorsteinsson og Valgerður Janusdóttir hafa gert mér ómögulegt að vinna fyrir Skóla- og frístundasvið. Réttlætiskennd minni er misboðið. Norðlingaskóli hefur misst kennara. Áhugasaman, heiðarlegan og duglegan kennara sem hefur lagt á sig gríðarlega vinnu til að taka þátt í að búa til framúrskarandi skóla.“Næsta dag, 13. desember 2013, birtist frétt á Vísi um að nemendur væru miður sín yfir því að missa góðan kennara. „Mikill harmur og tregi er nú ríkjandi meðal barna og foreldra við Norðlingaskóla eftir að Ragnar Þór Pétursson kennari ákvað að hætta í kjölfar þess að skólayfirvöldum barst nafnlaus ábending um að hann væri varhugaverður í námunda við börn. Reyndar er það svo að fæstir vita hvað stóð í þessari ábendingu því fáir vita hvernig hún hljóðaði.“Málinu lokiðSif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, hafði þetta að segja í frétt Vísis: „Um miðjan janúar 2013 barst skóla- og frístundasviði nafnlaus tilkynning vegna starfsmanns við Norðlingaskóla sem féll undir 35. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í samráði við starfsfólk á Skóla- og frístundasviði, embætti borgarlögmanns og Barnavernd Reykjavíkur var brugðist við samkvæmt starfsmannastefnu Norðlingaskóla og verklagsreglum Skóla- og frístundasviðsins. Í verklagsreglunum er m.a. kveðið á um að ef tilkynning af þessum toga berist skuli Barnavernd Reykjavíkur tilkynnt um málið. Það var gert og málið var rannsakað á forsendum áðurnefndrar greinar barnaverndarlaga. Þar sem ekkert kom út úr þeirri rannsókn er litið svo á, af hálfu Norðlingaskóla, að málinu sé lokið.“Sjá einnig: Hættir vegna nafnlauss áburðar um barnaníð: Krakkarnir gráta Ragnar Þór kennara Daginn eftir, þann 14. desember, birtir Ragnar Þór svo pistilinn Vöndum okkur, krakkar. Þar segir hann meðal annars: „Ástæða þess að ég var dreginn gegnum hreinsunareldinn var sú að óbermið sem nýtti sér nafnleynd til að ráðast á mig nýtti sér málaflokk sem á að vera heilagur. Það á aldrei, aldrei, aldrei að hunsa grun um ofbeldi gegn börnum. Slík mál á að rannsaka vel og vandlega. En einmitt vegna þess að maður á að taka slík mál alvarlega á að sjálfsögðu að reyna aðhindraþað að fólk noti slík mál til að svala illsku sinni og heift. Og það á að rannsaka mál vel – ekki illa.“Ábendingin barst í gegnum símaÍ pistlinum segir Ragnar Þór meðal annars að málið snúist fyrst og fremst um það hvort Skóla- og frístundasvið eigi að vera afgreiðslustofnun fyrir tilræðismenn sem geta án nokkurrar ábyrgðar notað sviðið til að láta rannsaka kennara. „Ég er þolandi. En ég þoli það alveg. Það eyðileggur enginn mitt líf með því að ljúga upp á mig. Ekki einu sinni svona hroðalegum hlutum. Mannorð mitt er ekki dautt heldur. Hafi þettaátt að vera tilræði við það þá mistókst atlagan. Ekki vegna þess fjölda fólks sem nú stígur fram og vitnar um persónu mína – heldur vegna þess að lagið geigaði. Ásökunin var sannreynanlega röng. Og þóttég viti að það er næstum öruggt að einhver hugsi sem svo að kannski barasta sé ég samt sekur og þetta mál hljóti að vera ein stór yfirhylming – þá verð ég bara að viðurkenna hreint út að mér er nákvæmlega sama.“Í þessum pistli viðurkennir hann að sér hafi orðið á smá mistök, hann hafði ekki nefnt að ábendingin hafi borist í gegnum síma.„Ég gat þessþví ekki í endursögninni minni. Þarna fór ég ekki alveg rétt meðogég bið Valgerði að fyrirgefa mér það“Í viðtalinu biður hann fólk að vera ekki með heift í garð Valgerðar og Ragnars hjá Skóla- og frístundasviði. „Þetta mál erömurlegt. Ég hef orðið fyrir ranglátri meðferð. Alvarlegur veikleiki hefur afhjúpast. Hann er angi á öðru og stærra máli. Við kennarar erum varnarlausir. Fólk kemst upp með að níðast á okkur.“Nafnlaus og almenn rannsóknÞann 18. desember 2013 skrifar Ragnar Þór annan pistil og útskýrir af hverju hann talaði alltaf um nafnlausa ábendingu þegar það var í raun nafnleynd á bakvið ábendinguna. Þess má geta að bæði Ragnar og Valgerður hjá Skóla- og frístundasviði notuðu hugtakið nafnlaus ábending, þegar í raun var ábendingin ekki nafnlaus heldur undir nafnleynd. „Hér var búið var að hreinsa mig af ásökunum og ég hafði skrifað reiðilegt bréf eftir að í ljós kom að rannsóknarlögreglunni sem rannsakaði hinar lognu sakir á hendur mér var bentá að ekki væri hægt að rannsaka uppruna málsins frekar, það væri órekjanlegt og nafnlaust. Að vísu skilst mér að það sé ólöglegt að hrinda af stað rannsókn sem er nafnlaus og almenn. Rannsóknin á mér var hvorttveggja á meðan á henni stóð. Ég get ekki skýrt hvers vegna SFS kýs að lýsa henni öðruvísi nú. Og ég hef óskað skýringaá því. En svar hefur ekki borist.“Í bloggi þann 19. desember skrifar Ragnar Þór pistilinn Takk! og þar þakkar hann stuðninginn á þessu tímabili og samkennd samfélagsins. Hann segir frá því að lögmenn ætli að klára málið fyrir sig og hann ætli að snúa sér að öðru. „Stundum stendur maður frammi fyrir erfiðum ákvörðunum og viðbrögðin við því skilgreina mann. Ég vil trúa því að í þessu máli hafi ég gert eins vel og ég gat. Ég geng stoltur inn í jólahelgina og sáttur við sjálfan mig. Ég mun setja hér inn upplýsingar á nýja árinu um framvindu málsins hver sem hún verður. Ég hef fulla trú á því að á endanum verði þessi sorgarsaga öll til örlítils gagns.“Ragnar Þór Pétursson er nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands.Vísir/GVAÁkvað að kæra svo málið væri skráð„Fólk virkilega tilnefndi hann sem mann ársins 2013, það trúði öllu sem hann sagði,“ segir Sigríður Etna Marinósdóttir, systir Ragga. Sigríður starfaði í Holtinu, félagsmiðstöð Norðlingaskóla. Það var hún sem sagði yfirmanni sínum sögu Ragga, án hans vitundar. Raggi segir að hann hafi sjálfur ekki fylgst með fréttum eða skrifum Ragnars Þórs um málið nema í gegnum fjölskyldu sína.„Ég ákvað svo að kæra hann. Ég ætlaði samt ekki að stíga fram opinberlega eftir það.“ Raggi segir að hann hafi grunað að málið væri fyrnt en ákvað samt sem áður að leggja fram kæruna. „Ég vissi hvernig kerfið virkaði og grunaði að það yrði ekkert úr þessu en ég vildi bara að það væri þá skráð. Ef einhver annar kæmi á eftir mér og tilkynnti hann þá gæti þetta kannski aðstoðað þá manneskju. Ef einhver stigi fram þá væri hann ekki einn, þá væri til pappír í lögregluskýrslu.“ Raggi lagði fram kæru gegn Ragnari Þór hjá kynferðisafbrotadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þann 7. janúar 2014. Hann kærði fyrir kynferðisbrot. Hann kærði fyrrum kennara sinn fyrir að sýna sér klámmyndir þegar hann var í grunnskóla. Lögreglumaðurinn sagði Ragga í skýrslutökunni að maðurinn sem hann kærði fengi að vita af kærunni og hefði rétt á að lesa skýrsluna. „Ég sagði frá því sem ég mundi og sagði satt og vel frá. Þetta voru nokkur skipti,“ segir Raggi en hann gerir sér ekki grein fyrir hvað þetta voru mörg skipti enda var mjög langur tími liðinn. Hann vonaði samt innst inni á þessum tímapunkti að þetta gæti komið í veg fyrir að kennarinn gæti verið áfram einn með krökkum. „Ég hugsaði að hann fengi aldrei að njóta vafans aftur. Það friðaði mína samvisku að hafa gert allavega þetta.“ Hann fékk svo sent skriflegt bréf frá lögreglunni um kæruna sína.„Ég man ekki hvað stóð í því orðrétt, bara að málið væri fyrnt og málinu þar með lokið.“„Klám flokkast undir kynferðislegt ofbeldi“Fjölskylda Ragga segist setja spurningarmerki við að maðurinn sem lofaði á bloggsíðu sinni að leyfa fólki að fylgjast með málinu áfram, hafi ekki skrifað um að hann fékk að vita að ábendingin kom frá systur manns sem hafði sagt fjölskyldu sinni að Ragnar Þór hefði brotið gegn sér. Hann hafi svo byrjað að kenna aftur, þvert á fyriráætlanir sínar. „Hann sagði engum að ábendingin hefði svo orðið að formlegri kæru, hann sagði aldrei frá framvindu mála eins og hann lofaði. Þegar hann gerir það loksins segir hann að málinu hafi verið vísað frá, ekki að það hafi verið fyrnt og þess vegna látið niður falla,“ segir Sigríður Etna. „Raggi hefur sagt við okkur að hann hafi munað meira með tímanum en að þetta sé það eina sem hann treysti sér að segja frá eins og er, því þetta er eitthvað sem hann man alveg 100 prósent. Við fjölskyldan höfum aldrei þrýst á hann að þurfa að segja frá meiru. Því það að sýna klám flokkast undir kynferðislegt ofbeldi og fyrir okkur sé það algjört ofbeldi og miklu meira en nóg,“ segir Sigríður. „Bróðir minn talar um að lífið sitt hafi verið gott þar til Ragnar Þór Pétursson hafi birst á Tálknafirði. Bróðir minn ýtti þessar lífsreynslu lengst ofan í eitthvað svarthol en það kom allt upp aftur.“Hræddur um að enginn myndi trúa„Bróðir minn er óeigingjarnasti maður sem ég veit um og með sterka réttlætiskennd. Hann vildi aldrei gera neitt í þessu máli út af nokkrum ástæðum. 1. Mamma og pabbi máttu aldrei fá að vita þetta, hann ætlaði að taka sitt eigið líf ef svo yrði því hann gat ekki hugsað sér samviskubitið sem mamma myndi fá. 2. Bróðir minn var hræddur um að enginn myndi trúa sér. 3. Hann vildi ekki segja frá því hann fann til með fjölskyldu kennarans, að þetta væri ekki þeim að kenna og að þeim myndi líða hræðilega ef þau myndu vita sannleikann.“ Hún sér ekki eftir því að hafa tilkynnt málið án samþykkis Ragga. „Eina ástæða þess að ég ákvað að segja frá þessu var af því að ég bjó yfir þessari vitneskju og fannst rangt að starfa með sömu unglingum og þessi maður og gera ekkert í hlutunum, þegar ég vissi betur. Ástæðan var ekki út af einhverju bloggi sem Ragnar Þór Pétursson skrifaði um barnaníðinga, eins og hann hélt fram. Það var ekki bara einhver brjálaður einstaklingur í DV-kommentakerfinu sem hringdi eitt lítið og stutt símtal, tilkynningin spratt ekki upp af einhverju slúðri, tilkynningin var eins raunveruleg og faglega unnin eins og hægt var. Ég vil þakka Reykjavíkurborg og yfirmönnum mínum fyrir hárrétt vinnubrögð, fyrir að halda trúnaði þegar á reyndi og fyrir að standa við bakið á bæði mér og fjölskyldu minni.“ Sigríður fagnar því að núna, meira en 20 árum síðar, hafi Raggi loksins hugrekki til að segja frá. „Ragnar Þór Pétursson hefur fengið að segja sína hlið, nú er komin tími til að bróðir minn fái að segja sína hlið. Það skiptir ekki máli hver trúir hverjum, en að allir fái að segja sitt.“Á enn erfitt með samskiptiRaggi segir að það sem hann varð fyrir hafi litað alla hans skólagöngu og samskipti við kennara upp frá þessu. „Ég gat til dæmis aldrei leitað mér hjálpar sem krakki, meira að segja í framhaldsskóla gat ég aldrei sest niður með kennara og fengið aðstoð með eitthvað. Ég hef oft hugsað hvað ef? Ef ekkert hefði gerst á milli okkar, hefði ég þá getað talað við kennara?“ Raggi varð einnig fyrir nauðgun í menntaskóla sem gerði honum enn erfiðara fyrir að treysta fólki. Hann segir að brotin sem hann hefur orðið fyrir hafi haft samverkandi áhrif á hans líf. Raggi segist í dag vera giftur yndislegri konu, á hús á Tálknafirði, íbúð í Reykjavík og fyrirtæki með fjölskyldu sinni. Hann á samt enn erfitt með samskipti, sérstaklega við eldri karlmenn ef hann er einn. „Þetta hrjáir mig enn þá í dag, að tala við karlmenn. Ég er í fyrirtækjarekstri með fölskyldunni og er að lenda í aðstæðum þar sem ég er að tala við karlmenn sem eru svona 10 til 15 árum eldri en ég. Ég er að kaupa útbúnað og svona og mér líður eins og það sé verið að kýla mig. Þetta er sama tilfinning og ég hafði fyrir kennurum þegar ég var yngri.“ Hann átti einnig erfitt með nánd í langan tíma og kunni illa við snertingu frá öðrum. „Ég faðmaði ekki systkini mín í meira en tíu ár, eða mömmu mína. Ég gat ekki látið fólk koma við mig. Það skipti engu máli hvort það var vinur minn eða ókunnugur karl eða kona og stundum jafnvel kærustur. Þetta brenglaði held ég öll mörk, ég var úr takti við alla.“Ragnar Þór sendi móður Ragga bréfÞegar Raggi lagði fram kæruna gegn Ragnari Þór hafði móðir hans ekki sagt honum frá bréfi sem hún hefði fengið frá Ragnari Þór á þeim tíma sem Raggi segir Ragnar Þór hafa brotið á sér. Ragnar Þór hafi farið ófögrum orðum um Ragnar í bréfinu að sögn móður hans. „Þegar allt var komið upp þá mundi mamma eftir bréfinu. Ég hringdi í kjölfarið í kennara sem hann var í sambúð með á þessum tíma. Hún var alveg góð kona og allt það og ég spurði hvort hana hafi grunað eitthvað en hún neitaði því. Hún mundi þó eftir atviki þar sem ég hafði lent í slagsmálum og kennarinn, Ragnar, kom upp á milli okkar og ég hafi bara umturnast og „snappað“ á kennarann, ekki á þá sem höfðu verið að slást við mig. 20 árum seinna man hún enn eftir þessu atviki.“ Slagsmálin mátti rekja til þess að bróðir hans hefði orðið fyrir stríðni. Strákarnir sem Ragnar Þór slóst við eru þó góðir vinir hans í dag. Gisti hann hjá einum þeirra þegar Raggi kom suður til Reykjavíkur í viðtalið. Fjölskyldan segir að nú sé verið að leita að umræddu bréfi í skjalagögnum Grunnskólans á Tálknafirði en það gengur hægt þar sem skrár voru ekki á tölvutæku formi á þessum tíma, árið 1996. Skólastjórinn á Tálknafirði á þessum tíma er fallinn frá. Grunnskólinn á Tálknafirði staðfestir í samtali við Vísi að nú sé verið að leita að umræddu bréfi en það hafi ekki fundist, né nein önnur gögn frá þessum tíma. Raggi segir að hann sé svekktur að enginn hafi áttað sig á skyndilegum breytingum á hegðun hans á þessum tíma. „Það truflar mig mjög mikið. Ég er eiginlega jafn reiður út í skólakerfið og hina kennarana sem voru á þessum tíma og á eftir. Ég er eiginlega mjög reiður út í þau. Þessir atburðir milli mín og þessa kennara, ég var reiður og leiður og leið illa.“ Hann er líka ósáttur með að kennarinn hafi sent foreldrum hans bréfið. „Það er ekki nóg með að hann braut á mér, hann lagði sig fram við það að leggja steina í götu mína eftir það. Þetta gerir mig reiðan í dag, ég var ekkert vondur krakki sko, var bara lifandi. Ég sé svona krakka í þorpinu mínu í dag, þau eru ekkert vond sko, það er ekki eins og ég hafi verið að kvelja ketti eða eitthvað.“Brugðið við að fá bréfið„Raggi hefur alltaf verið fjörugur krakki og svo brosmildur að ég held að ekkert barn hafi brosað jafn mikið og hann,“ segir Freyja Magnúsdóttir, móðir Ragga. Hún segist hafa gert sér grein fyrir því að hann hefði kannski gert eitthvað sem hann ætti ekki að gera, en hafi alltaf viljað öllum vel. Freyja segir að fjölskyldan styðji þétt við bakið á Ragga og hann sé langt frá því að standa einn í þessu máli. Hún segir að Ragnar Þór hafi verið vinsæll kennari sem allir hafi verið hrifnir af. „Þetta var ógeðslegt bréf sem hann skrifaði um Ragga minn. Ég var alveg miður mín, maðurinn minn var á sjó þegar ég fæ bréfið. Ég hugsaði bara, guð minn góður er ég búin að ala upp eitthvað skrímsli,“ segir Freyja um bréf sem hafi borist henni frá Ragnari Þór. „Svo kemur maðurinn minn heim og við erum miður okkar, en ræddum þetta aldrei við Ragga.“ Foreldrarnir, Freyja og Marinó, ákváðu að leita til skólastjórans með málið. „Honum var mjög brugðið. Hann spyr okkur svo, sættist þið á að ég veiti honum áminningu? Þá var því máli lokið.“ Hélt að hann myndi ekki starfa við kennslu aftur„Eftir á að hyggja, að þetta skyldi ekki kveikja á einhverju hjá mér…“ segir Freyja og brestur í grát. „Það sem var ofarlega hjá Ragga með að segja ekki frá þessu, var að vernda okkur, að okkur foreldrunum myndi ekki líða illa.“ Freyja segir að Raggi hafi ekki viljað ræða málið eftir að það kom upp á yfirborðið og beðið sig að ræða það ekki. „Svo sagði ég við hann, fyrir ekki svo löngu, að mér fyndist ég hafa brugðist honum með því að hafa ekki gert mér grein fyrir því að það væri eitthvað að. Hann liggur á sófanum heima og ég sé hvað honum líður illa, en hann horfir á mig og segir, „Mamma þetta er allt í lagi.““ Hún segir að það hafi verið erfitt að horfa á Ragnar Þór tjá sig í skrifum sínum og í Kastljósi. „Raggi hélt að þegar hann væri búinn að kæra þá myndi þessi maður aldrei starfa við kennslu aftur.“ Freyja segir að hún telji í dag að brotin hafi verið meiri og alvarlegri en þau sem Raggi sagði frá í lögregluskýrslunni. „Af því að þegar hann segir systur sinni frá þessu þá segir hann að þetta hafi verið það gróft og ógeðslegt að hann gæti ekki sagt frá þessu.“ Leitaði aðstoðar StígamótaRaggi segir mér að hann hafi átt mjög erfið unglingsár, erfiðari en fólkið í kringum hann gerði sér grein fyrir á þeim tíma. „Ég hef reynt sjálfsmorð og íhugað það oft.“ Raggi tekur sér góða pásu en heldur svo áfram. „Þetta var á þessum tíma. Ég var í níunda bekk og ætlaði að hoppa í sjóinn, þetta var um vetur. Ísinn í höfninni var of þykkur svo ég fór ekki í gegnum hann.“ Þegar Raggi var í skóla á Selfossi íhugaði hann aftur nokkrum sinnum að taka eigið lif. „Heimavistin var við hliðina á ánni svo ég rölti oft þangað. Það er samt of mikil einföldun að það sé út af sömu ástæðu, ég var í óreglu þá.“ Raggi hætti að drekka um tvítugt og hefur verið edrú í 14 ár. „Mér var nauðgað þegar ég var í framhaldsskóla, ég var 17 ára þá. Mér var boðið í partý og mæti þangað einn. Ég var helltur blindfullur og bara notaður, hann var eldri en þrítugur. Hann borgaði leigubíl heim fyrir mig daginn eftir. Ég veit að hann heitir Siggi en ekkert meira.“ Hann sagði engum frá því strax en leitaði til Stígamóta. „Ég mæti þangað þrisvar sinnum og ræði við fína konu. Það var mjög gott og mér leið vel með þetta. Svo í þriðja tímanum segir hún mér að þetta sé í seinasta skipti sem við sjáumst, hún sé að flytja til Bretlands eftir tvo daga og einhver önnur taki við mér. Ég vildi ekki byrja aftur svo ég fór ekki þangað aftur.“Freyja móðir Ragga (fyrir miðju á mynd) segir að fjölskyldan styðji þétt við bakið á honum og að hann sé langt frá því að standa einn í þessu máli.Vísir/Anton BrinkTilkynnandinn stígur fram undir nafniÁ dögunum birti Magnús Sigurjón Guðmundsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar í Norðlingaskóla, opinn pistil á Facebook í tengslum við #MeToo herferðina. Herferðin gekk út á að konur á öllum aldri sögðu frá kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi sem þær urðu fyrir. Herferðin hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum víða um heim og fjöldi fólks birti færslur tengdar kynferðisofbeldi merktar myllumerkinu #MeToo eða „Ég líka.“ Magnús sagði frá því að hann hefði verið sá sem tilkynnti Ragnar Þór til Reykjavíkurborgar. „En hver man eftir Kastljósþættinum þar sem kennari úr grunnskóla í Reykjavík kom fram og sagði frá hræðilegu óréttlæti sem hann var beittur að hans mati. Honum hafði verið vikið úr starfi meðan ásakanir á hendur honum væru rannsakaðar. Kennarinn vildi meina að þarna væri einhver að refsa honum fyrir bloggfærslu sem hann ritaði en þar kom hann inn á vorkunn sína í garð dæmds barnaníðings. Hann vildi meina að „Einhver fársjúk og illgjörn sál ákvað að svona skyldi enginn komast upp með að segja án afleiðinga. Svo hún tók sig til og tilkynnti vinnuveitanda mínum að ekki aðeins væri óþokki að kenna börnum við skóla í Reykjavík, heldur væri full ástæða til að ætla að hann væri barnaníðingur.“ Þessi fársjúka og illgjarna sál var aftur á móti bara ég. Bloggið hafði ég aldrei lesið og engan kala hafði ég borið til viðkomandi kennara.“ Magnús segir að það eina sem hann hafi gert hafi verið að upplýsa og aldrei tekið afstöðu heldur hlustað og komið upplýsingunum áfram. „Segja frá upplýsingum sem ég fékk frá grátandi aðila sem brotnaði niður eftir að hafa gengið í flasið á viðkomandi kennara. Þennan aðila þekkti ég vel og mat mikils.“ Hann segist hafa komið upplýsingunum áleiðis sem starfsmaður borgarinnar og svo hafi kerfið tekið við. „Kerfið brást ekki. Kerfið gætti þess að taka ekki afstöðu. Kerfið stóð með börnunum sem þessi kennari var að kenna og sendi hann í leyfi meðan að þetta væri rannsakað. Þetta þótti kennaranum aftur á móti stundum fáránleg vinnubrögð en hina stundina sagðist hann vilja ítarlega rannsókn. Barnanna vegna. Hinn fársjúki og illa innrætti tilkynnandi var „að misnota kerfið“ og var kallaður misyndismaður af kennaranum. Þá fóru samfélagskraftarnir af stað.“ Magnús skrifar um samstöðuna og stuðninginn sem Ragnar Þór fékk og var meðal annars beðinn um að lána húsnæði félagsmiðstöðvarinnar undir íbúafundi. „...þar sem foreldrar ætluðu að fjalla um málið og ræða hvaða aðgerða þeir gætu gripið til með það að leiðarljósi að koma kennaranum til varnar gegn skepnunni sem tilkynnti. Þar lærði ég angistina sem fylgir því að vera fastur milli steins og sleggju.“Kerfið sér um restMagnús segir að kennarinn hafi saumað að mannauðsstjóra og sviðsstjóra borgarinnar. „Málalyktir í málinu þekkja flestir. Kennarinn er kominn aftur í kennslu og býður sig núna fram í hæsta embætti kennarasambandsins. Flest kurl eru komin til grafar og hann veit hver áskaði hann um hinn meinta glæp. Nafnlausa ábendingin sem honum þótti ómakleg fékk nafn og úr henni var unnið. Friðþægður gengur hann inn í nýjar áskoranir en á sama tíma fylgir sektarkenndin tilkynnendanum. Hann spyr sig ítrekað hvort hann hafi gert rétt með því að tilkynna ásakanirnar. Gerði ég eitthvað rangt? Og svarið er alltaf - NEI.“ Þegar þetta var skrifað var Ragnar Þór í framboði til formanns Kennarasambands Íslands en hann hefur nú síðan verið kjörinn í það embætti. Magnús segir að það þurfi alltaf að segja frá meintu ofbeldi og gæta þannig barnanna. „Kerfið tekur svo við, rannsakar, grandskoðar og tekur ákvörðun um framhald mála. Stundum eru áframhaldið ákæra sem leiðir til sektar eða sýknu en einnig kemur það fyrir að mál séu ekki rannsökuð vegna þess eins að ekki þyki líklegt að málið leiði til sakfellingar vegna fyrningar á hinum meintu brotum. Sama hvert áframhaldið er. Sama hver niðurstaðan er. Þá getur maður alltaf gengið stoltur frá borði ef maður trúir í hjartanu að maður hafi gert rétt. Leyft börnunum að njóta vafans. Tilkynnt. Sagt frá. Kerfið sér svo um rest.“Ragnar Þór Pétursson hefur skrifað fjölda pistla um málið.Skjáskot/StundinÁfellist enganNæsta dag skrifaði Ragnar Þór pistilinn Söguendirinn sem var aldrei skrifaður. Þar segir hann að það sé léttir að geta loksins skrifað sögulokin og tekur fram að þetta sé hans síðasta orð um málið. „Þegar ég hafði komið fram í Kastljósinu opnaðist málið loks upp á gátt. Ég fékk tilkynningu um að aðilinn hefði gefið sig fram við lögreglu og vildi kæra mig en að málinu hefði verið vísað frá eftir skoðun. Ég bókaði strax viðtal og fór og hitti lögregluna. Þar fékk ég aðgang að þeim upplýsingum sem ég hafði beðið eftir. Ungur maður hafði mætt á lögreglustöð og sagt að það hefði verið systir hans sem hefði tilkynnt mig. Hann hefði, eftir mjög erfið unglingsár, sagt henni að ég hefði mörgum árum áður sýnt honum klám. Af lestrinum að dæma var alveg ljóst að drengurinn hefði átt verulega erfitt líf. Ég ætla ekki að rekja það nánar. Það kemur engum við og skiptir engu máli.” Ragnar Þór segir að sín fyrsta hugsun hafi verið að leita að einhverju sem væri hægt að nota til að sanna sakleysi sitt. „Svo ekki stæði bara orð á móti orði. Og í lýsingunni var vissulega eitt atriði sem hreinlega gat ekki staðist. Það var einfaldlega útilokað. Hann lýsti tölvunni sem hann sá klámið í – en sú tölva var ekki til á þessum tíma og kom ekki á markað fyrr en nokkrum árum seinna.” Í skýrslunni kemur fram að Raggi hefði talað um glæra Apple tölvu. Aðspurður núna segist Raggi ekki muna nákvæmlega hvernig tölvan var. „Það í raun skiptir ekki máli hvort tölvan var græn eða blá.” Hann sér fyrir sér græna og glæra Apple iMac en hún kom ekki út fyrr en árið 1998. Hann segir að tölvan gæti hafa verið öðruvísi. Íhugaði að kæra á mótiRagnar Þór segist hafa hugleitt að sækja drenginn til saka en hætt við það, og átti þar við Ragga þó hann væri hvergi nafngreindur.„Ég hætti við það af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi vildi ég ekki vera náunginn sem léði þeirri skoðun aukið vægi að fólk væri almennt og yfirleitt að ljúga um svona hluti. Ég hef horft upp á fórnarlömb svona glæpa aftur og aftur – og veit að mörg fá aldrei viðurkenningu. Meðal annars vegna þess að þeirri skoðun er haldið á lofti að fólk ljúgi.“ Ragnar Þór skrifar að hann haldi að folk almennt ljúgi ekki.„Ég vil enn trúa. Ég veit hinsvegar að það er ekki undantekningalaust. Ég sýndi þessum dreng ekki klám. Ég veit það – og get sannað það upp að því marki sem það er fræðilega mögulegt.“ Hann segir í pistlinum að lýsingin á lífshlaupi drengins hafi verið átakanleg.„Hann hafði verið á mjög vondum stað og ég gat alls ekki útilokað að hann tryði þessu sjálfur. Ef hann hefði sagt systur sinni þetta þá hefði hún auðvitað trúað honum. Það hefði ég líka gert. Og þá hefði hún að sjálfsögðu sagt einhverjum frá þessu. Það hefði ég líka gert. Ég sannfærði sjálfan mig um að í miðju málsins væri manneskja sem ætti mjög erfitt. Ég hefði líklega aldrei opnað málið svona upp á gátt í fjölmiðlum hefði ég vitað það.“ Segir hann að þar fyrir utan hafi enginn gert neitt rangt nema Reykjavíkurborg og er enn ósáttur vegna meðferð málsins. „En ég vil lýsa því yfir að ég ætla ekki að skammast mín og ég áfellist engan. Ekki þá sem trúðu, ekki þá sem sögðu – og ekki drenginn. Ég veit ekkert hvað hann hefur lifað þótt ég viti að þetta er ekki eitt af því. Og ég ætla ekki að dæma hann eða leita hefnda. Ég vona heitt og innilega að líf hans sé betra í dag en það var miðað við lýsinguna sem ég las á lögreglustöðinni. Og ég vona að líf hans batni enn. En ég er fokvondur við kerfið. Bullandi reiður.“ Raggi hefur ýmislegt við pistil Ragnars Þórs að athuga.Erfitt að lesa skrif Ragnars Þórs„Ég las í gegnum það seinasta sem hann skrifaði og það triggeraði mig svolítið. Ég er ekki búinn að vera að reyna að draga þetta fram í fjölmiðla. Ég hef ekkert verið að leitast við að útskýra þetta eitthvað. Ég gerði bara þetta litla sem ég gerði en þá hélt ég að það yrði bara nóg,“ segir Raggi og á þá við kæruna sem hann lagði fram. „Hann er alltaf að ýta sér fram og nú er hann að bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands*. Mér finnst það svo ótrúlega hrokafullt og ömurlegt. Þegar ég stíg fram og ræði þetta við fólk þá fæ ég samviskubit fyrir að gera þessum manni þetta, mér líður ekkert vel. Hann brýtur á mér, ég er ekkert að reyna að vera dómari eða neitt þannig, ég vissi bara að hann fengi ekki að njóta vafans aftur. En svo heldur hann bara áfram og áfram og áfram. Svo núna málar hann mig sem eitthvað grey í þessari grein.“*Viðtalið við Ragga var tekið áður en Ragnar Þór var kjörinn formaður KÍ. Frá Tálknafirði.Vísir/VilhelmÁnægður að Sif þagði ekkiRagnar Þór segir í samtali við Vísi að málið sé „fullkominn tilbúningur“ og heldur því ennþá fram að hann hafi ekki sýnt nemenda klám. „Ég man alveg eftir þessum dreng, þáverandi kærastan mín kenndi honum og ég kenndi bróður hans.“ Ragnar Þór segir að hann sé rannsakaðasti maður á Íslandi vegna þessa máls. Það hafi allt byrjað eftir að Sif skólastjóra hafi verið sagt að hugsanlega hefði hann brotið gegn barni. „Sif er sagt að það sé einhver kvittun um að ég hafi einhvern tíman kynferðislega beitt barn ofbeldi. Hún er beðin um að þegja yfir því.“ Hann er enn mjög ánægður með að Sif hafi ákveðið að þegja ekki. „Sif er til allrar hamingju fyrir mig, það heiðarleg að í staðinn fyrir að þegja yfir því að ég sé hugsanlega einhver misyndismaður og sagði mér það. Ég fór að gráta og brotnaði niður. Ég trúði ekki að einhver væri það vondur, eða illur að reyna að koma svona höggi á mig.“ Sif segir í samtali við Vísi að hún sjái ekki eftir því hvernig hún tók á þessu máli, með því að ræða strax við Ragnar Þór. Einnig segir hún að það hafi ekki verið annað í stöðunni en að hann færi í leyfi strax, hún hafi ekki vitað hvort eitthvað væri til í ábendingunni eða alvarleika hennar. „Þetta er það alvarlegasta sem hægt er að saka kennara um, að brjóta gegn barni. Þess vegna vildi ég að þetta væri skoðað alveg ofan í kjölinn. Væri hann sekur væri það slæmt, væri hann saklaus og einhver að saka hann um eitthvað væri það líka slæmt, báðar stöðurnar vonlausar.“Hefur lært að trúa alltafÁ þessum tímapunkti hafði Ragnar Þór ekki fengið upplýsingar um það hvað hann væri sakaður um og hélt að það tengdist hugsanlega bloggskrifum sínum. „Ég skal alveg gangast við því að ég reyni oft að synda á móti straumnum þegar ég skrifa. En ég reyni að vera málefnalegur. Mín fyrstu viðbrögð voru að þetta væri annað hvort ótrúlega illgjörn eða ótrúlega veik manneskja sem er á bakvið þetta.“ Ragnar Þór segir að hann hafi barist mikið fyrir því að málið væri rannsakað af lögreglu eða barnaverndarnefnd, sendi hann fjölda bréfa á Reykjavíkurborg og Barnaverndarnefnd vegna málsins. „Ástæðan fyrir því að ég lagði svo mikla áherslu á að þetta mál væri rannsakað var að ég hafði tvisvar opnað svona mál eftir að nemandi kom til mín og þar sem mér var sagt að það hefði komið upp grunur tveimur eða þremur árum áður. Þannig að fyrir mér er það ennþá prinsippmál að kerfið fari alltaf í gang.“ Ragnar Þór segir að sjálfur hafi hann þurft að taka á mörgum kynferðisbrotamálum á sínum ferli, þar sem börn hafi leitað til hans vegna þess að einhver hefði brotið eða væri að brjóta gegn þeim. „Ég hafði lært það að trúa alltaf barninu. Að ég sem kennari trúi fórnarlambinu, það er ekki þitt að dæma. Þú veltir því ekki fyrir þér hvort þetta sé trúverðugt eða eitthvað slíkt, þú ferð strax með þetta þangað sem það á heima, til barnaverndar og lögreglu.“ „Ef þetta hefði farið hreint fram frá upphafi þá hefði ég aldrei skrifað um þetta eða farið í fjölmiðla. Það sem ég þoldi ekki var að menn virtust vera að spila þetta eftir eyranu.“ Að hans mati þarf að rannsaka öll svona mál hjá barnaverndarnefnd og má ekki vera háð ákvörðunum einhverra millistjórnenda. Telur Ragnar Þór að ef Sif skólastjóri hefði ekki sagt honum frá þessu hefði málið sennilega aldrei verið skoðað hjá Barnaverndarnefnd. „Þetta hefði bara verið eitthvað slúður.“Sif Vígþórsdóttir skólastjóri Norðlingaskóla.Aldrei einn með Ragga„Ég bjó ekkert einn á þessu heimili. Ég held að þessi Ragnar hafi einu sinni komið inn á heimilið með hóp af krökkum,“ segir Ragnar Þór. Hann þverekur fyrir að hafa sýnt Ragga eitthvað í tölvu á heimilinu. „Ragnar Þór var aldrei einn með mér á heimili mínu á Tálknafirði. Hann var í bekk konunnar minnar og kom einu sinni með hóp hingað.“ Ragnar Þór segir að hann hafi aldrei skrifað bréf um Ragga og sent foreldrum hans, heldur hafi hann skrifað bréf varðandi bróður hans vegna kvíða. Grunnskólinn á Tálknafirði leitar nú að umræddu bréfi. Ragnar Þór segir að hann hafi íhugað að kæra Ragga á móti þegar hann frétti af kærunni hans, fékk loksins nafnið á þeim sem ásökunin hafði snúist um. Lögreglunaður tjáði honum að þetta væru blygðunarsemisbrot en ekki kynferðisbrot og væru því fyrnd. Málinu var vísað frá. „Hann sagði mér að þó að þetta hefði ekki verið fyrnt þá hefði þessu verið vísað frá.“ Eftir að hafa lesið samantekt úr skýrslunni segir Ragnar Þór að það hafi verið augljóst að ákveðin atriði stæðust ekki. „Það var eitthvað við lýsinguna á tölvunni sem þetta átti að hafa átt sér stað í, liturinn eða eitthvað. Af því mátti draga þá ályktun að hún hafi ekki verið til á þessum tíma. Það var lýsing sem gaf til kynna að hann væri að lýsa iMac tölvu, þetta voru fyrstu tölurnar í litum,“ segir Ragnar Þór. Hann bendir á að tölvan hafi komið á markað efir að hann hafi flutt frá Tálknafirði árið 1997. „Ég átti svona tölvu, en átti hana ekki fyrr en árið 2000.“ Ragnar Þór segir að þetta hafi verið léttir af tveimur ástæðum. „Í fyrsta lagi að hafa ekki verið sakaður um að nauðga einhverjum og í öðru lagi að þetta sé eitthvað sem ég veit að ég gerði ekki.“Ber engan kala til tilkynnandaHann segir að þegar Reykjavíkurborg hafi verið tilkynnt um málið hafi ekki verið talað um blygðunarsemisbrot. „Það er ekkert í samræmi við þá sögu sem var sögð á sínum tíma, þegar hún er borin til Reykjavíkurborgar. Þar er sagt að ég hafi brotið kynferðislega gegn barni, nemenda mínum.“ Ragnar Þór segir að hann hafi sagt að þá hafi starfsfólk skóla- og frístundasviðs, Ragnar Þorsteinsson og Valgerður Janusdóttir, sem bæði komu að málinu ákveðið að hætta störfum. „Þau fara bæði úr starfi. Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara segir að menn hafi lært af þessu máli og að Reykjavíkurborg og Félag grunnskólakennara séu að vinna að því að laga þessa ferla. Þá stendur eftir, ætla ég að fylgja málinu eftir gagnvart honum Ragnari, ætla ég að fara í eitthvað mál við hann.“ Ragnar Þór segir að hann hafi ákveðið að gera það ekki. „Ég veit ekkert hvort hann trúi því að þetta hafi gerst eða ekki, ég er nær því að trúa því að hann haldi að þetta hafi gerst.“ Hann skrifaði heldur ekki fleiri blogg um málið, fyrr en eftir að Magnús skrifaði #metoo færslu sína á Facebook um þetta mál. Þrátt fyrir að Ragnar Þór sé virkilega ósáttur við viðbrögð og verkferla Reykjavíkurborgar í þessu máli segist hann ekki ósáttur við þann einstakling sem tilkynnti málið. „Þessi systir hans, ef bróðir manns segir manni svona þá segir maður frá því. Ég ber engan kala gagnvart henni, ekki nokkurn.“ Hann segir að það hafi líka verið rétt hjá Magnúsi að tilkynna málið áfram. Aðspurður af hverju hann hafi ekki skrifað um málalokin fyrr, þegar hann fékk frekari upplýsingar í kjölfar kærunnar, svarar Ragnar: „Fyrir mér var málinu bara lokið.“ Hann telur að ástæða þess að Magnús skrifaði um málið þegar Ragnar Þór hafi boðið sig fram til formanns Kennarasambands Íslands hafi verið að hafa áhrif á kosninguna. „Magnús virðist trúa því að ég sé sekur og finnst að ég eigi að skammast mín og halda mér til hlés. Ekki traða mér fram í umræðunni, hvað þá að fara í einhverja stéttabaráttu. Ég hafi bara sloppið, enn eitt skrímslið.“Ásakanir gegn kennurum algengarRagnar Þór sér ekki eftir því að hafa opnað sig um þetta mál opinberlega, þó að hann viti meira um staðreyndir málsins í dag, einfaldlega vegna þess hvernig Reykjavík tók á málinu og verkferlunum í svona málum. „Mitt markmið var alltaf að komast að því hvað ég væri sakaður um og hver hefði kært það.“ Hann segir ástæðu þess að hann hafi talað mikið um þetta hafi verið að stór hluti kennara séu saklausir fyrir ásökunum nemenda. „Það skiptir máli að svona ásakanir á hendur mönnum í minni stöðu eru býsna algengar, þetta er í kringum fimmti hver kennari. Við verðum fyrir svona ásökunum - höfum snertipunkt við hverja einustu fjölskyldu á landinu.“ Ragnar Þór sér ekki eftir sínum ákvörðunum eftir að málið kom fyrst upp, það hafi alltaf snúist um galla á kerfinu en ekki að sanna að hann væri saklaus „Ég er af fáu stoltari en hvernig ég tók á þessu máli, ég er mjög stoltur af því hvernig ég stóð að þessu máli frá A til Ö. Ég hef reynt að vanda mig eins mikið og ég gat á hverju einasta stigi málsins. Eina ástæðan fyrir því að ég var með þetta mál í umfjöllun opinberlega var sú að öll kerfin voru að bregðast í kringum mig.“Raggi segir að það það geti verið erfiðara fyrir stráka að stíga fram og segja frá því ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir. Vísir/Anton BrinkErfiðara fyrir stráka að stíga fram Ragga líður ótrúlega vel á Tálknafirði í dag þar sem hann býr með eiginkonu sinni. „Eftir tvítugt var ég ekkert lengur hræddur við hvernig fólk myndi bregðast við, ég var bara ekkert tilbúinn til að stíga fram fyrr, var bara að berjast við að koma mér í gegnum skóla og klára það. En svo fór ég að byggja upp fyrirtæki og gifta mig og fleira. Lífið er ekki hentugt en svo fer maður að hugsa, hvenær er hentugur tími? Þetta er bara ekkert sanngjarnt.“ Raggi segir að honum líði ekki illa yfir þessu enn í dag en líkir þessu við undirliggjandi sársauka sem sé alltaf til staðar og komi upp í hugsanir hans reglulega. Hann þekkir marga stráka sem burðast með kynferðisofbeldi á bakinu en segja ekki frá. „Ég held að það sé erfiðara fyrir stráka að stíga fram og segja frá. Ég þekki stráka sem hafa lent í hlutum eins og ég eða verra og munu aldrei stíga fram.“Fékk símtal frá fjölmiðli daginn eftir að hann kærðiSjálfur hefur hann ekki trú á kerfinu og telur að það sé ástæðan fyrir því að svo margir kjósa að kæra ekki. „Þegar ég kærði hringdi blaðamaður í mig daginn eftir út af þessu máli, út af kennaranum. Sigmar (Guðmundsson) hringdi í mig af RÚV. Ég var mjög reiður. Ég var samt alveg kurteis við hann og sagði honum frá þessu í stuttu máli en ég væri ekki tilbúin að gera eitthvað, ég væri að reyna að byggja upp líf mitt. Ég sagði honum að ég væri búinn að tala við lögregluna og það ætti að vera nóg.“ Enn þann dag í dag veit Raggi ekki hvernig fjölmiðlamaður frétti af kærunni, hvort Ragnar Þór hafi sagt frá því eftir að hafa lesið skýrsluna eða hvort það hafi verið einhver annar. Hann hefur ekki talað við Ragnar Þór síðan málið kom upp og Ragnar hafði ekki samband eftir að hann sá nafn Ragga á kærunni. Hann átti þó aldrei von á afsökunarbeiðni. „Sem betur fer er ég ekki kristinn, ég þarf ekkert að fyrirgefa. Kannski hefði það verið hægt á einhverjum tímapunkti en maður getur ekki fyrirgefið eitthvað svona.“ Hann óttast að aðrir hafi svipaða sögu að segja af þessum kennara. „Ég veit að það voru fleiri sem fóru einir heim til hans,“ segir Raggi. Ragnar Þór þvertekur fyrir að nemendur, hvorki Raggi né nokkur annar, hafi verið einir á heimili hans á Tálknafirði. Raggi segist meðvitaður um að hans saga geti haft afleiðingar í för með sér. „Ég veit að þegar ég kem fram undir nafni þá getur hann kært mig, það verður þá bara að vera þannig.“ Tengdar fréttir Ragnar Þór kjörinn formaður Kennarasambands Íslands Ragnar Þór Pétursson hefur verið kjörinn formaður Kennarasambands Íslands en þrjú voru í framboði til formanns og hlaut Ragnar 56,3 prósent atkvæða. 7. nóvember 2017 14:59 Hættir vegna nafnlauss áburðar um barnaníð: Krakkarnir gráta Ragnar Þór kennara Mikill harmur og tregi er nú ríkjandi meðal barna við Norðlingaskóla vegna brotthvarfs hans. 13. desember 2013 14:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. „Mér finnst þetta ósanngjarnt, hvernig þetta þróaðist. Hann kemur út úr þessu öllu saman sem einhver sigurvegari en ég sá sem tapar, aftur einhvern veginn,“ segir Ragnar Þór Marinósson. Vinir og fjölskylda þekkja hann sem Ragga og verður gælunafnið notað hér til aðgreiningar. Raggi er 33 ára í dag og stígur nú fram og segir sögu sína. Hann sé sá sem tilkynningin um kennarann og nafna hans, Ragnar Þór Pétursson, snerist um árið 2013. Um töluvert fjölmiðlamál var að ræða á sínum tíma þar sem Ragnar Þór greip til varna á blogggsíðum og í sjónvarpi. Raggi segir Ragnar Þór hafa sýnt sér sóðalegt klám. Ragnar Þór þvertekur fyrir það. Ragnar Þór var á dögunum kjörinn formaður Kennarasambands Íslands.„Ekkert venjulegt klám“ Ragnar Þór hefur talað mjög opinskátt um nafnlausa ábendingu sem hafi orðið til þess að hann hætti að kenna um tíma árið 2013. Skrifaði hann endurtekið um málið á bloggsíðu sína og mætti í viðtal í Kastljós. Hans nýjasti pistill um málið birtist í Stundinni þann 16. október síðastliðinn. Pistillinn varð til þess að Raggi ákvað að stíga fram og segja sína sögu, sína hlið á máli sem hingað til hefur aðeins verið sögð frá sjónarhorni Ragnars Þórs. „Ég lenti í þessum kennara þegar ég var krakki, eða unglingur. Hann sem sagt sýnir mér klám og eitthvað álíka, ég var ekkert voðalega viðkvæmur krakki en þetta var ekkert venjulegt klám. Það var eins og fólk væri að skíta upp í hvert annað og eitthvað í þeim dúr,“ segir Raggi sem ólst upp á Tálknafirði, þangað sem Ragnar Þór kom til að kenna.Fékk áfall í Kringlunni Raggi segir að hann hafi heimsótt heimili Ragnars Þórs. Hann segir að samtölin þeirra hafi snúist mikið um tölvuleiki en Raggi segir að þeir hafi einnig talað saman um einhverja bók. „The Anarchist Cookbook hét hún, um það hvernig hægt væri að búa til heimatilbúnar sprengjur, búa til eitur og fleira þess háttar. Algjört bull en mér fannst hún spennandi á þessum aldri.“ Raggi segir að kennarinn hafi sýnt sér klám í formi ljósmynda. „Þetta var í borðtölvu heima hjá honum. Ég var að spila tölvuleiki og hann sýndi mér þetta inn á milli og eitthvað þannig.“ Hann sagði engum frá því fyrr en mörgum árum seinna þegar hann sá kennarann fyrir tilviljun í Kringlunni og fékk algjört áfall. „Ég lenti í þessum atburðum en svo hætti ég að fara heim til hans á einhverjum tímapunkti. Þetta gegnsýrði unglingsár mín. Ég er samt ekkert að kenna því sem gerðist milli mín og þessa kennara um allt það heimskulega sem ég gerði. Þegar ég horfi til baka á ég samt ekki neinar minningar af því að hafa verið vondur, hvorki fyrir eða eftir þetta. Ég braust inn í bíla og fleira á unglingsárum en ég var aldrei í ofbeldi eða neinu þannig.“ Raggi segir að hann hafi verið grunnskólanemandi þegar hann fór fyrst heim til Ragnars kennara síns. Hann byrjaði að drekka fljótlega eftir þetta og hætti ekki fyrr en um tvítugt þegar hann fór í meðferð vegna áfengis- og fíkniefnavanda. „Hann setti af stað atburðarrás sem ég réði ekkert við og náði eiginlega ekki að stoppa fyrr en um tvítugt. Ég man enn þá hvenær ég opnaði fyrsta bjórinn, hvar ég stóð á brúnni, hvernig mér leið og hvað ég varð frjáls. Miðað við það sem ég veit í dag um fíkn þá verður fólk ekki að fíklum ef það eru engin undirliggjandi vandamál.“Íhugaði að taka eigið líf Raggi ítrekar þó að hann kenni kennaranum, Ragnari Þór, alls ekki um allt sem hafi farið miður í lífi sínu. Hann hætti að drekka efir að hafa lent í ýmsu eins og að fara á sjúkrahús með hjartaflökt og gista í fangaklefa. Hann segist þó aldrei hafa verið dæmdur í fangelsi eða neitt slíkt. „Ég mundi alltaf eftir þessu á unglingsárunum en tengdi samt ekki vanlíðan mína við þetta. Það er ekki fyrr en ég er 25 eða 26 ára og sé hann sitjandi á bekk í Kringlunni. Hann var brosandi, ég veit ekkert hvort hann var að brosa til mín, en ég fékk taugaáfall. Ég sest upp í bíl og endaði í móki í íbúðinni sem vinur minn lánaði mér meðan hann var erlendis, ég var þannig í þrjá daga.“ Hann segir að hann hafi íhugað að taka eigið líf eftir að hann rakst á Ragnar Þór í Kringlunni. „Ég hringdi í 1717 hjálparnúmerið, ég var að hugsa um að drepa mig. Ég var á vondum stað í þrjá daga og rölti fram og til baka um íbúðina. Ég svaf ekkert, var edrú samt og hafði verið það í mörg ár. Ég var samt í miklu ójafnvægi og þá fer ég að gera mér grein fyrir því hvað var í gangi, útfrá þessu,“ segir Raggi. „Ég er þessi harði gaur sem fer ekki að gráta en ég prófaði að ræða við eina vinkonu mína og reyna að segja henni frá og þá hágrét ég bara og réð ekkert við mig.“Raggi segir að þegar kennarinn Ragnar Þór var rannsakaður hafi hann ekki treyst sér til þess að stíga fram. Hann kærði málið þó nokkrum vikum síðar.Vísir/Anton BrinkEnn ósáttur við trúnaðarbrestinnSkömmu eftir þetta var hann í heimsókn hjá systur sinni og í miðju rifrildi segir hann henni frá því sem var að hrjá hann. „Þá fór einhver bolti að rúlla. Áður var ég sá eini sem vissi þetta en þarna fer af stað atburðarrás sem ég hafði ekki stjórn á.“ Systir Ragga sagði annarri systur þeirra frá þessu sem átti eftir að hafa mikil áhrif á framvindu málsins síðar. „Ég var brjálaður við hana og var það í langan tíma, vildi helst ekkert tala við hana. Ég er eiginlega ennþá smá pirraður út í hana.“ Hann segist samt skilja að systir hans hafi ekki getað haldið upplýsingunum leyndum. Hin systirin starfaði við félagsmiðstöð í sama grunnskóla og Ragnar Þór kenndi, Norðlingaskóla. Hún sagði yfirmanni sínum í félagsmiðstöðinni sögu Ragga. Yfirmaðurinn tilkynnti málið til Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Það leiddi til rannsóknar. „Þá fór ennþá stærri bolti að rúlla. Ég ætlaði aldrei að stíga fram,“ segir Raggi. Nokkrum mánuðum eftir að Raggi opnaði sig við systur sína segir hann foreldrum sínum frá. „Þetta var við eldhúsborðið heima hjá þeim. Þau urðu mjög leið, pabbi varð mjög reiður.“Sagði þetta upplogna ásökunSagan öll var fyrsti pistillinn sem Ragnar Þór skrifaði um málið, sá fyrsti af nokkrum sem birtust flestir í desember árið 2013. Einnig kom hann fram í Kastljósi á RÚV. Á þeim tíma taldi hann að Reykjavíkurborg hefði borist nafnlaus ábending sem væri almenn og óljós.„Valgerður Janusdóttir mannauðsstjóri hjá Reykjavíkurborg taldi sig vera í nokkrum vanda. Eftir einhverjum leiðum barst henni hin upplogna ásökun, en ásökunin var svo rýr í roðinu og ónákvæm að hún vissi ekki alveg hvernigætti að bregðast við. Eða hvort húnætti að bregðast við. Hún kaus aldeilis séríslenska leið. Hún ákvað að bíða og sjátil – en hafði samband við skólastjórann minn og slúðraði tíðindunum þangað,“ sagði í pistli Ragnars.Ragnar Þór hefði í kjölfarið farið heim og þóst vera með flensu næstu daga.„Og þarna sat ég. Saklaus, sakaður. Reiður vegna þess að nú vissi ég að einhverjir væru svo illa innréttaðir að taka þennan málaflokk, þann heilagasta af öllum heilögum – og ljúga til að reyna að koma einhverjum ívandræði sem þeir varla þekktu en töldu sig þurfa að refsa með einhverjum hætti.“Á þessum tímapunkti hélt Ragnar Þór að ásökunin hefði komið frá einhverjum sem mislíkaði skrif hans. Hann vissi ekki að systir Ragga hefði brotið trúnað við bróður sinn, ásökunin væri ekki óljós og að hennar yfirmaður hefði komið því áfram. Óskar var eftir nafnleynd til að vernda Ragga. Ragnar Þór gagnrýndi harðlega hvernig á þessu máli var tekið. Fjölskylda Ragga segir að hann hafi verið hvattur til að stíga fram en ekki treyst sér til þess. Systur hans reyndu að fá hann til að segja eitthvað en það gekk ekki. Málið var rannsakað af Barnaverndarnefnd en ekkert fannst, enginn gaf sig fram.„Ég væri greinilega saklaus“„Í stuttu máli sagt, leitaði bæði lögregla og barnavernd logandi ljósi að einhverju, bara einhverju, sem ég hefði einhvern tíman gert af mér. Það tók heila viku að fullvissa sig um að búið væri að hafa samband við alla staði þar sem ég hef komið við sögu síðustu áratugi – og önnur vika fór í að bíða þess að barnaverndir, hvers á sínum stað, rannsökuðu málið og skiluðu svari. Loks fékk ég hringingu frá barnavernd. Nú hefðu allir haft samband. Ég væri greinilega saklaus. Ég hefði engan feril nokkurs staðar. Hefði aldrei verið grunaður um eitt eða neitt og það væri ekki nokkur einasta ástæða til að ætla að svona ásakanir ættu við rök að styðjast. Ég myndi fá bréf til staðfestingar. Ég fékk bréfið. Og svo aftur. Því Skóla- og frístundasvið sendi mér afrit af sínu eintaki bréfsins. Og virtist hafa talið að þar með lyki þeirra afskiptum af málinu.Ég sneri aftur til kennslu og sagði nánasta samstarfsfólki mínu allt.“Svo segir Ragnar Þór í bloggi sínu. Hann segir að hann hafi ítrekað reynt að fá skýringar frá skóla- og frístundasviði en hafi svo fengið svarið:„Skóla- og frístundasviði barst nafnlaus tilkynning sem var almennt orðuð. Eins og fram hefur komið í fyrri samskiptum við þig þá ber Skóla- og frístundasviði að kanna slíkar tilkynningar hversu almennar og óljósar sem þær kunna að vera“ „Ég var eiginlega of furðu lostinn til að gera nokkuð. Ég hafði vandað mig óskaplega að vinna málið faglega og sýna siðferðilegan styrk. Ég hafði tekið á mig mikil óþægindi, ég hafði setið undir tilviljanakenndri og ítarlegri en fullkomlega tilefnislausri rannsókn. Fjarvera mín hafði valdið teyminu mínu og nemendum töluverðum vandræðum,“ skrifar Ragnar í pistlinum. Hann var ekki sáttur og kvartaði til Ragnars Þorsteinssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, og fékk þá svarið: „Undirritaður harmar viðbrögð þín en gerir sér jafnframt grein fyrir því að mál sem þessi hafa áhrif á þá sem eiga í hlut og þá einkum í þeim tilvikum þegar enginn fótur er fyrir tilkynningum um brot.“Harmur á meðal nemendaRagnar Þór segir að allir hafi sagt honum að hann þyrfti að sætta sig við að rannsókn hefði farið fram en hann fengi ekki frekari upplýsingar. Í niðurlagi bloggfærslunnar tilkynnti Ragnar að hann ætlaði að láta af kennslu og hætta að vinna fyrir Reykjavíkurborg.„Niðurstaðan er þessi. Ragnar Þorsteinsson og Valgerður Janusdóttir hafa gert mér ómögulegt að vinna fyrir Skóla- og frístundasvið. Réttlætiskennd minni er misboðið. Norðlingaskóli hefur misst kennara. Áhugasaman, heiðarlegan og duglegan kennara sem hefur lagt á sig gríðarlega vinnu til að taka þátt í að búa til framúrskarandi skóla.“Næsta dag, 13. desember 2013, birtist frétt á Vísi um að nemendur væru miður sín yfir því að missa góðan kennara. „Mikill harmur og tregi er nú ríkjandi meðal barna og foreldra við Norðlingaskóla eftir að Ragnar Þór Pétursson kennari ákvað að hætta í kjölfar þess að skólayfirvöldum barst nafnlaus ábending um að hann væri varhugaverður í námunda við börn. Reyndar er það svo að fæstir vita hvað stóð í þessari ábendingu því fáir vita hvernig hún hljóðaði.“Málinu lokiðSif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, hafði þetta að segja í frétt Vísis: „Um miðjan janúar 2013 barst skóla- og frístundasviði nafnlaus tilkynning vegna starfsmanns við Norðlingaskóla sem féll undir 35. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í samráði við starfsfólk á Skóla- og frístundasviði, embætti borgarlögmanns og Barnavernd Reykjavíkur var brugðist við samkvæmt starfsmannastefnu Norðlingaskóla og verklagsreglum Skóla- og frístundasviðsins. Í verklagsreglunum er m.a. kveðið á um að ef tilkynning af þessum toga berist skuli Barnavernd Reykjavíkur tilkynnt um málið. Það var gert og málið var rannsakað á forsendum áðurnefndrar greinar barnaverndarlaga. Þar sem ekkert kom út úr þeirri rannsókn er litið svo á, af hálfu Norðlingaskóla, að málinu sé lokið.“Sjá einnig: Hættir vegna nafnlauss áburðar um barnaníð: Krakkarnir gráta Ragnar Þór kennara Daginn eftir, þann 14. desember, birtir Ragnar Þór svo pistilinn Vöndum okkur, krakkar. Þar segir hann meðal annars: „Ástæða þess að ég var dreginn gegnum hreinsunareldinn var sú að óbermið sem nýtti sér nafnleynd til að ráðast á mig nýtti sér málaflokk sem á að vera heilagur. Það á aldrei, aldrei, aldrei að hunsa grun um ofbeldi gegn börnum. Slík mál á að rannsaka vel og vandlega. En einmitt vegna þess að maður á að taka slík mál alvarlega á að sjálfsögðu að reyna aðhindraþað að fólk noti slík mál til að svala illsku sinni og heift. Og það á að rannsaka mál vel – ekki illa.“Ábendingin barst í gegnum símaÍ pistlinum segir Ragnar Þór meðal annars að málið snúist fyrst og fremst um það hvort Skóla- og frístundasvið eigi að vera afgreiðslustofnun fyrir tilræðismenn sem geta án nokkurrar ábyrgðar notað sviðið til að láta rannsaka kennara. „Ég er þolandi. En ég þoli það alveg. Það eyðileggur enginn mitt líf með því að ljúga upp á mig. Ekki einu sinni svona hroðalegum hlutum. Mannorð mitt er ekki dautt heldur. Hafi þettaátt að vera tilræði við það þá mistókst atlagan. Ekki vegna þess fjölda fólks sem nú stígur fram og vitnar um persónu mína – heldur vegna þess að lagið geigaði. Ásökunin var sannreynanlega röng. Og þóttég viti að það er næstum öruggt að einhver hugsi sem svo að kannski barasta sé ég samt sekur og þetta mál hljóti að vera ein stór yfirhylming – þá verð ég bara að viðurkenna hreint út að mér er nákvæmlega sama.“Í þessum pistli viðurkennir hann að sér hafi orðið á smá mistök, hann hafði ekki nefnt að ábendingin hafi borist í gegnum síma.„Ég gat þessþví ekki í endursögninni minni. Þarna fór ég ekki alveg rétt meðogég bið Valgerði að fyrirgefa mér það“Í viðtalinu biður hann fólk að vera ekki með heift í garð Valgerðar og Ragnars hjá Skóla- og frístundasviði. „Þetta mál erömurlegt. Ég hef orðið fyrir ranglátri meðferð. Alvarlegur veikleiki hefur afhjúpast. Hann er angi á öðru og stærra máli. Við kennarar erum varnarlausir. Fólk kemst upp með að níðast á okkur.“Nafnlaus og almenn rannsóknÞann 18. desember 2013 skrifar Ragnar Þór annan pistil og útskýrir af hverju hann talaði alltaf um nafnlausa ábendingu þegar það var í raun nafnleynd á bakvið ábendinguna. Þess má geta að bæði Ragnar og Valgerður hjá Skóla- og frístundasviði notuðu hugtakið nafnlaus ábending, þegar í raun var ábendingin ekki nafnlaus heldur undir nafnleynd. „Hér var búið var að hreinsa mig af ásökunum og ég hafði skrifað reiðilegt bréf eftir að í ljós kom að rannsóknarlögreglunni sem rannsakaði hinar lognu sakir á hendur mér var bentá að ekki væri hægt að rannsaka uppruna málsins frekar, það væri órekjanlegt og nafnlaust. Að vísu skilst mér að það sé ólöglegt að hrinda af stað rannsókn sem er nafnlaus og almenn. Rannsóknin á mér var hvorttveggja á meðan á henni stóð. Ég get ekki skýrt hvers vegna SFS kýs að lýsa henni öðruvísi nú. Og ég hef óskað skýringaá því. En svar hefur ekki borist.“Í bloggi þann 19. desember skrifar Ragnar Þór pistilinn Takk! og þar þakkar hann stuðninginn á þessu tímabili og samkennd samfélagsins. Hann segir frá því að lögmenn ætli að klára málið fyrir sig og hann ætli að snúa sér að öðru. „Stundum stendur maður frammi fyrir erfiðum ákvörðunum og viðbrögðin við því skilgreina mann. Ég vil trúa því að í þessu máli hafi ég gert eins vel og ég gat. Ég geng stoltur inn í jólahelgina og sáttur við sjálfan mig. Ég mun setja hér inn upplýsingar á nýja árinu um framvindu málsins hver sem hún verður. Ég hef fulla trú á því að á endanum verði þessi sorgarsaga öll til örlítils gagns.“Ragnar Þór Pétursson er nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands.Vísir/GVAÁkvað að kæra svo málið væri skráð„Fólk virkilega tilnefndi hann sem mann ársins 2013, það trúði öllu sem hann sagði,“ segir Sigríður Etna Marinósdóttir, systir Ragga. Sigríður starfaði í Holtinu, félagsmiðstöð Norðlingaskóla. Það var hún sem sagði yfirmanni sínum sögu Ragga, án hans vitundar. Raggi segir að hann hafi sjálfur ekki fylgst með fréttum eða skrifum Ragnars Þórs um málið nema í gegnum fjölskyldu sína.„Ég ákvað svo að kæra hann. Ég ætlaði samt ekki að stíga fram opinberlega eftir það.“ Raggi segir að hann hafi grunað að málið væri fyrnt en ákvað samt sem áður að leggja fram kæruna. „Ég vissi hvernig kerfið virkaði og grunaði að það yrði ekkert úr þessu en ég vildi bara að það væri þá skráð. Ef einhver annar kæmi á eftir mér og tilkynnti hann þá gæti þetta kannski aðstoðað þá manneskju. Ef einhver stigi fram þá væri hann ekki einn, þá væri til pappír í lögregluskýrslu.“ Raggi lagði fram kæru gegn Ragnari Þór hjá kynferðisafbrotadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þann 7. janúar 2014. Hann kærði fyrir kynferðisbrot. Hann kærði fyrrum kennara sinn fyrir að sýna sér klámmyndir þegar hann var í grunnskóla. Lögreglumaðurinn sagði Ragga í skýrslutökunni að maðurinn sem hann kærði fengi að vita af kærunni og hefði rétt á að lesa skýrsluna. „Ég sagði frá því sem ég mundi og sagði satt og vel frá. Þetta voru nokkur skipti,“ segir Raggi en hann gerir sér ekki grein fyrir hvað þetta voru mörg skipti enda var mjög langur tími liðinn. Hann vonaði samt innst inni á þessum tímapunkti að þetta gæti komið í veg fyrir að kennarinn gæti verið áfram einn með krökkum. „Ég hugsaði að hann fengi aldrei að njóta vafans aftur. Það friðaði mína samvisku að hafa gert allavega þetta.“ Hann fékk svo sent skriflegt bréf frá lögreglunni um kæruna sína.„Ég man ekki hvað stóð í því orðrétt, bara að málið væri fyrnt og málinu þar með lokið.“„Klám flokkast undir kynferðislegt ofbeldi“Fjölskylda Ragga segist setja spurningarmerki við að maðurinn sem lofaði á bloggsíðu sinni að leyfa fólki að fylgjast með málinu áfram, hafi ekki skrifað um að hann fékk að vita að ábendingin kom frá systur manns sem hafði sagt fjölskyldu sinni að Ragnar Þór hefði brotið gegn sér. Hann hafi svo byrjað að kenna aftur, þvert á fyriráætlanir sínar. „Hann sagði engum að ábendingin hefði svo orðið að formlegri kæru, hann sagði aldrei frá framvindu mála eins og hann lofaði. Þegar hann gerir það loksins segir hann að málinu hafi verið vísað frá, ekki að það hafi verið fyrnt og þess vegna látið niður falla,“ segir Sigríður Etna. „Raggi hefur sagt við okkur að hann hafi munað meira með tímanum en að þetta sé það eina sem hann treysti sér að segja frá eins og er, því þetta er eitthvað sem hann man alveg 100 prósent. Við fjölskyldan höfum aldrei þrýst á hann að þurfa að segja frá meiru. Því það að sýna klám flokkast undir kynferðislegt ofbeldi og fyrir okkur sé það algjört ofbeldi og miklu meira en nóg,“ segir Sigríður. „Bróðir minn talar um að lífið sitt hafi verið gott þar til Ragnar Þór Pétursson hafi birst á Tálknafirði. Bróðir minn ýtti þessar lífsreynslu lengst ofan í eitthvað svarthol en það kom allt upp aftur.“Hræddur um að enginn myndi trúa„Bróðir minn er óeigingjarnasti maður sem ég veit um og með sterka réttlætiskennd. Hann vildi aldrei gera neitt í þessu máli út af nokkrum ástæðum. 1. Mamma og pabbi máttu aldrei fá að vita þetta, hann ætlaði að taka sitt eigið líf ef svo yrði því hann gat ekki hugsað sér samviskubitið sem mamma myndi fá. 2. Bróðir minn var hræddur um að enginn myndi trúa sér. 3. Hann vildi ekki segja frá því hann fann til með fjölskyldu kennarans, að þetta væri ekki þeim að kenna og að þeim myndi líða hræðilega ef þau myndu vita sannleikann.“ Hún sér ekki eftir því að hafa tilkynnt málið án samþykkis Ragga. „Eina ástæða þess að ég ákvað að segja frá þessu var af því að ég bjó yfir þessari vitneskju og fannst rangt að starfa með sömu unglingum og þessi maður og gera ekkert í hlutunum, þegar ég vissi betur. Ástæðan var ekki út af einhverju bloggi sem Ragnar Þór Pétursson skrifaði um barnaníðinga, eins og hann hélt fram. Það var ekki bara einhver brjálaður einstaklingur í DV-kommentakerfinu sem hringdi eitt lítið og stutt símtal, tilkynningin spratt ekki upp af einhverju slúðri, tilkynningin var eins raunveruleg og faglega unnin eins og hægt var. Ég vil þakka Reykjavíkurborg og yfirmönnum mínum fyrir hárrétt vinnubrögð, fyrir að halda trúnaði þegar á reyndi og fyrir að standa við bakið á bæði mér og fjölskyldu minni.“ Sigríður fagnar því að núna, meira en 20 árum síðar, hafi Raggi loksins hugrekki til að segja frá. „Ragnar Þór Pétursson hefur fengið að segja sína hlið, nú er komin tími til að bróðir minn fái að segja sína hlið. Það skiptir ekki máli hver trúir hverjum, en að allir fái að segja sitt.“Á enn erfitt með samskiptiRaggi segir að það sem hann varð fyrir hafi litað alla hans skólagöngu og samskipti við kennara upp frá þessu. „Ég gat til dæmis aldrei leitað mér hjálpar sem krakki, meira að segja í framhaldsskóla gat ég aldrei sest niður með kennara og fengið aðstoð með eitthvað. Ég hef oft hugsað hvað ef? Ef ekkert hefði gerst á milli okkar, hefði ég þá getað talað við kennara?“ Raggi varð einnig fyrir nauðgun í menntaskóla sem gerði honum enn erfiðara fyrir að treysta fólki. Hann segir að brotin sem hann hefur orðið fyrir hafi haft samverkandi áhrif á hans líf. Raggi segist í dag vera giftur yndislegri konu, á hús á Tálknafirði, íbúð í Reykjavík og fyrirtæki með fjölskyldu sinni. Hann á samt enn erfitt með samskipti, sérstaklega við eldri karlmenn ef hann er einn. „Þetta hrjáir mig enn þá í dag, að tala við karlmenn. Ég er í fyrirtækjarekstri með fölskyldunni og er að lenda í aðstæðum þar sem ég er að tala við karlmenn sem eru svona 10 til 15 árum eldri en ég. Ég er að kaupa útbúnað og svona og mér líður eins og það sé verið að kýla mig. Þetta er sama tilfinning og ég hafði fyrir kennurum þegar ég var yngri.“ Hann átti einnig erfitt með nánd í langan tíma og kunni illa við snertingu frá öðrum. „Ég faðmaði ekki systkini mín í meira en tíu ár, eða mömmu mína. Ég gat ekki látið fólk koma við mig. Það skipti engu máli hvort það var vinur minn eða ókunnugur karl eða kona og stundum jafnvel kærustur. Þetta brenglaði held ég öll mörk, ég var úr takti við alla.“Ragnar Þór sendi móður Ragga bréfÞegar Raggi lagði fram kæruna gegn Ragnari Þór hafði móðir hans ekki sagt honum frá bréfi sem hún hefði fengið frá Ragnari Þór á þeim tíma sem Raggi segir Ragnar Þór hafa brotið á sér. Ragnar Þór hafi farið ófögrum orðum um Ragnar í bréfinu að sögn móður hans. „Þegar allt var komið upp þá mundi mamma eftir bréfinu. Ég hringdi í kjölfarið í kennara sem hann var í sambúð með á þessum tíma. Hún var alveg góð kona og allt það og ég spurði hvort hana hafi grunað eitthvað en hún neitaði því. Hún mundi þó eftir atviki þar sem ég hafði lent í slagsmálum og kennarinn, Ragnar, kom upp á milli okkar og ég hafi bara umturnast og „snappað“ á kennarann, ekki á þá sem höfðu verið að slást við mig. 20 árum seinna man hún enn eftir þessu atviki.“ Slagsmálin mátti rekja til þess að bróðir hans hefði orðið fyrir stríðni. Strákarnir sem Ragnar Þór slóst við eru þó góðir vinir hans í dag. Gisti hann hjá einum þeirra þegar Raggi kom suður til Reykjavíkur í viðtalið. Fjölskyldan segir að nú sé verið að leita að umræddu bréfi í skjalagögnum Grunnskólans á Tálknafirði en það gengur hægt þar sem skrár voru ekki á tölvutæku formi á þessum tíma, árið 1996. Skólastjórinn á Tálknafirði á þessum tíma er fallinn frá. Grunnskólinn á Tálknafirði staðfestir í samtali við Vísi að nú sé verið að leita að umræddu bréfi en það hafi ekki fundist, né nein önnur gögn frá þessum tíma. Raggi segir að hann sé svekktur að enginn hafi áttað sig á skyndilegum breytingum á hegðun hans á þessum tíma. „Það truflar mig mjög mikið. Ég er eiginlega jafn reiður út í skólakerfið og hina kennarana sem voru á þessum tíma og á eftir. Ég er eiginlega mjög reiður út í þau. Þessir atburðir milli mín og þessa kennara, ég var reiður og leiður og leið illa.“ Hann er líka ósáttur með að kennarinn hafi sent foreldrum hans bréfið. „Það er ekki nóg með að hann braut á mér, hann lagði sig fram við það að leggja steina í götu mína eftir það. Þetta gerir mig reiðan í dag, ég var ekkert vondur krakki sko, var bara lifandi. Ég sé svona krakka í þorpinu mínu í dag, þau eru ekkert vond sko, það er ekki eins og ég hafi verið að kvelja ketti eða eitthvað.“Brugðið við að fá bréfið„Raggi hefur alltaf verið fjörugur krakki og svo brosmildur að ég held að ekkert barn hafi brosað jafn mikið og hann,“ segir Freyja Magnúsdóttir, móðir Ragga. Hún segist hafa gert sér grein fyrir því að hann hefði kannski gert eitthvað sem hann ætti ekki að gera, en hafi alltaf viljað öllum vel. Freyja segir að fjölskyldan styðji þétt við bakið á Ragga og hann sé langt frá því að standa einn í þessu máli. Hún segir að Ragnar Þór hafi verið vinsæll kennari sem allir hafi verið hrifnir af. „Þetta var ógeðslegt bréf sem hann skrifaði um Ragga minn. Ég var alveg miður mín, maðurinn minn var á sjó þegar ég fæ bréfið. Ég hugsaði bara, guð minn góður er ég búin að ala upp eitthvað skrímsli,“ segir Freyja um bréf sem hafi borist henni frá Ragnari Þór. „Svo kemur maðurinn minn heim og við erum miður okkar, en ræddum þetta aldrei við Ragga.“ Foreldrarnir, Freyja og Marinó, ákváðu að leita til skólastjórans með málið. „Honum var mjög brugðið. Hann spyr okkur svo, sættist þið á að ég veiti honum áminningu? Þá var því máli lokið.“ Hélt að hann myndi ekki starfa við kennslu aftur„Eftir á að hyggja, að þetta skyldi ekki kveikja á einhverju hjá mér…“ segir Freyja og brestur í grát. „Það sem var ofarlega hjá Ragga með að segja ekki frá þessu, var að vernda okkur, að okkur foreldrunum myndi ekki líða illa.“ Freyja segir að Raggi hafi ekki viljað ræða málið eftir að það kom upp á yfirborðið og beðið sig að ræða það ekki. „Svo sagði ég við hann, fyrir ekki svo löngu, að mér fyndist ég hafa brugðist honum með því að hafa ekki gert mér grein fyrir því að það væri eitthvað að. Hann liggur á sófanum heima og ég sé hvað honum líður illa, en hann horfir á mig og segir, „Mamma þetta er allt í lagi.““ Hún segir að það hafi verið erfitt að horfa á Ragnar Þór tjá sig í skrifum sínum og í Kastljósi. „Raggi hélt að þegar hann væri búinn að kæra þá myndi þessi maður aldrei starfa við kennslu aftur.“ Freyja segir að hún telji í dag að brotin hafi verið meiri og alvarlegri en þau sem Raggi sagði frá í lögregluskýrslunni. „Af því að þegar hann segir systur sinni frá þessu þá segir hann að þetta hafi verið það gróft og ógeðslegt að hann gæti ekki sagt frá þessu.“ Leitaði aðstoðar StígamótaRaggi segir mér að hann hafi átt mjög erfið unglingsár, erfiðari en fólkið í kringum hann gerði sér grein fyrir á þeim tíma. „Ég hef reynt sjálfsmorð og íhugað það oft.“ Raggi tekur sér góða pásu en heldur svo áfram. „Þetta var á þessum tíma. Ég var í níunda bekk og ætlaði að hoppa í sjóinn, þetta var um vetur. Ísinn í höfninni var of þykkur svo ég fór ekki í gegnum hann.“ Þegar Raggi var í skóla á Selfossi íhugaði hann aftur nokkrum sinnum að taka eigið lif. „Heimavistin var við hliðina á ánni svo ég rölti oft þangað. Það er samt of mikil einföldun að það sé út af sömu ástæðu, ég var í óreglu þá.“ Raggi hætti að drekka um tvítugt og hefur verið edrú í 14 ár. „Mér var nauðgað þegar ég var í framhaldsskóla, ég var 17 ára þá. Mér var boðið í partý og mæti þangað einn. Ég var helltur blindfullur og bara notaður, hann var eldri en þrítugur. Hann borgaði leigubíl heim fyrir mig daginn eftir. Ég veit að hann heitir Siggi en ekkert meira.“ Hann sagði engum frá því strax en leitaði til Stígamóta. „Ég mæti þangað þrisvar sinnum og ræði við fína konu. Það var mjög gott og mér leið vel með þetta. Svo í þriðja tímanum segir hún mér að þetta sé í seinasta skipti sem við sjáumst, hún sé að flytja til Bretlands eftir tvo daga og einhver önnur taki við mér. Ég vildi ekki byrja aftur svo ég fór ekki þangað aftur.“Freyja móðir Ragga (fyrir miðju á mynd) segir að fjölskyldan styðji þétt við bakið á honum og að hann sé langt frá því að standa einn í þessu máli.Vísir/Anton BrinkTilkynnandinn stígur fram undir nafniÁ dögunum birti Magnús Sigurjón Guðmundsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar í Norðlingaskóla, opinn pistil á Facebook í tengslum við #MeToo herferðina. Herferðin gekk út á að konur á öllum aldri sögðu frá kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi sem þær urðu fyrir. Herferðin hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum víða um heim og fjöldi fólks birti færslur tengdar kynferðisofbeldi merktar myllumerkinu #MeToo eða „Ég líka.“ Magnús sagði frá því að hann hefði verið sá sem tilkynnti Ragnar Þór til Reykjavíkurborgar. „En hver man eftir Kastljósþættinum þar sem kennari úr grunnskóla í Reykjavík kom fram og sagði frá hræðilegu óréttlæti sem hann var beittur að hans mati. Honum hafði verið vikið úr starfi meðan ásakanir á hendur honum væru rannsakaðar. Kennarinn vildi meina að þarna væri einhver að refsa honum fyrir bloggfærslu sem hann ritaði en þar kom hann inn á vorkunn sína í garð dæmds barnaníðings. Hann vildi meina að „Einhver fársjúk og illgjörn sál ákvað að svona skyldi enginn komast upp með að segja án afleiðinga. Svo hún tók sig til og tilkynnti vinnuveitanda mínum að ekki aðeins væri óþokki að kenna börnum við skóla í Reykjavík, heldur væri full ástæða til að ætla að hann væri barnaníðingur.“ Þessi fársjúka og illgjarna sál var aftur á móti bara ég. Bloggið hafði ég aldrei lesið og engan kala hafði ég borið til viðkomandi kennara.“ Magnús segir að það eina sem hann hafi gert hafi verið að upplýsa og aldrei tekið afstöðu heldur hlustað og komið upplýsingunum áfram. „Segja frá upplýsingum sem ég fékk frá grátandi aðila sem brotnaði niður eftir að hafa gengið í flasið á viðkomandi kennara. Þennan aðila þekkti ég vel og mat mikils.“ Hann segist hafa komið upplýsingunum áleiðis sem starfsmaður borgarinnar og svo hafi kerfið tekið við. „Kerfið brást ekki. Kerfið gætti þess að taka ekki afstöðu. Kerfið stóð með börnunum sem þessi kennari var að kenna og sendi hann í leyfi meðan að þetta væri rannsakað. Þetta þótti kennaranum aftur á móti stundum fáránleg vinnubrögð en hina stundina sagðist hann vilja ítarlega rannsókn. Barnanna vegna. Hinn fársjúki og illa innrætti tilkynnandi var „að misnota kerfið“ og var kallaður misyndismaður af kennaranum. Þá fóru samfélagskraftarnir af stað.“ Magnús skrifar um samstöðuna og stuðninginn sem Ragnar Þór fékk og var meðal annars beðinn um að lána húsnæði félagsmiðstöðvarinnar undir íbúafundi. „...þar sem foreldrar ætluðu að fjalla um málið og ræða hvaða aðgerða þeir gætu gripið til með það að leiðarljósi að koma kennaranum til varnar gegn skepnunni sem tilkynnti. Þar lærði ég angistina sem fylgir því að vera fastur milli steins og sleggju.“Kerfið sér um restMagnús segir að kennarinn hafi saumað að mannauðsstjóra og sviðsstjóra borgarinnar. „Málalyktir í málinu þekkja flestir. Kennarinn er kominn aftur í kennslu og býður sig núna fram í hæsta embætti kennarasambandsins. Flest kurl eru komin til grafar og hann veit hver áskaði hann um hinn meinta glæp. Nafnlausa ábendingin sem honum þótti ómakleg fékk nafn og úr henni var unnið. Friðþægður gengur hann inn í nýjar áskoranir en á sama tíma fylgir sektarkenndin tilkynnendanum. Hann spyr sig ítrekað hvort hann hafi gert rétt með því að tilkynna ásakanirnar. Gerði ég eitthvað rangt? Og svarið er alltaf - NEI.“ Þegar þetta var skrifað var Ragnar Þór í framboði til formanns Kennarasambands Íslands en hann hefur nú síðan verið kjörinn í það embætti. Magnús segir að það þurfi alltaf að segja frá meintu ofbeldi og gæta þannig barnanna. „Kerfið tekur svo við, rannsakar, grandskoðar og tekur ákvörðun um framhald mála. Stundum eru áframhaldið ákæra sem leiðir til sektar eða sýknu en einnig kemur það fyrir að mál séu ekki rannsökuð vegna þess eins að ekki þyki líklegt að málið leiði til sakfellingar vegna fyrningar á hinum meintu brotum. Sama hvert áframhaldið er. Sama hver niðurstaðan er. Þá getur maður alltaf gengið stoltur frá borði ef maður trúir í hjartanu að maður hafi gert rétt. Leyft börnunum að njóta vafans. Tilkynnt. Sagt frá. Kerfið sér svo um rest.“Ragnar Þór Pétursson hefur skrifað fjölda pistla um málið.Skjáskot/StundinÁfellist enganNæsta dag skrifaði Ragnar Þór pistilinn Söguendirinn sem var aldrei skrifaður. Þar segir hann að það sé léttir að geta loksins skrifað sögulokin og tekur fram að þetta sé hans síðasta orð um málið. „Þegar ég hafði komið fram í Kastljósinu opnaðist málið loks upp á gátt. Ég fékk tilkynningu um að aðilinn hefði gefið sig fram við lögreglu og vildi kæra mig en að málinu hefði verið vísað frá eftir skoðun. Ég bókaði strax viðtal og fór og hitti lögregluna. Þar fékk ég aðgang að þeim upplýsingum sem ég hafði beðið eftir. Ungur maður hafði mætt á lögreglustöð og sagt að það hefði verið systir hans sem hefði tilkynnt mig. Hann hefði, eftir mjög erfið unglingsár, sagt henni að ég hefði mörgum árum áður sýnt honum klám. Af lestrinum að dæma var alveg ljóst að drengurinn hefði átt verulega erfitt líf. Ég ætla ekki að rekja það nánar. Það kemur engum við og skiptir engu máli.” Ragnar Þór segir að sín fyrsta hugsun hafi verið að leita að einhverju sem væri hægt að nota til að sanna sakleysi sitt. „Svo ekki stæði bara orð á móti orði. Og í lýsingunni var vissulega eitt atriði sem hreinlega gat ekki staðist. Það var einfaldlega útilokað. Hann lýsti tölvunni sem hann sá klámið í – en sú tölva var ekki til á þessum tíma og kom ekki á markað fyrr en nokkrum árum seinna.” Í skýrslunni kemur fram að Raggi hefði talað um glæra Apple tölvu. Aðspurður núna segist Raggi ekki muna nákvæmlega hvernig tölvan var. „Það í raun skiptir ekki máli hvort tölvan var græn eða blá.” Hann sér fyrir sér græna og glæra Apple iMac en hún kom ekki út fyrr en árið 1998. Hann segir að tölvan gæti hafa verið öðruvísi. Íhugaði að kæra á mótiRagnar Þór segist hafa hugleitt að sækja drenginn til saka en hætt við það, og átti þar við Ragga þó hann væri hvergi nafngreindur.„Ég hætti við það af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi vildi ég ekki vera náunginn sem léði þeirri skoðun aukið vægi að fólk væri almennt og yfirleitt að ljúga um svona hluti. Ég hef horft upp á fórnarlömb svona glæpa aftur og aftur – og veit að mörg fá aldrei viðurkenningu. Meðal annars vegna þess að þeirri skoðun er haldið á lofti að fólk ljúgi.“ Ragnar Þór skrifar að hann haldi að folk almennt ljúgi ekki.„Ég vil enn trúa. Ég veit hinsvegar að það er ekki undantekningalaust. Ég sýndi þessum dreng ekki klám. Ég veit það – og get sannað það upp að því marki sem það er fræðilega mögulegt.“ Hann segir í pistlinum að lýsingin á lífshlaupi drengins hafi verið átakanleg.„Hann hafði verið á mjög vondum stað og ég gat alls ekki útilokað að hann tryði þessu sjálfur. Ef hann hefði sagt systur sinni þetta þá hefði hún auðvitað trúað honum. Það hefði ég líka gert. Og þá hefði hún að sjálfsögðu sagt einhverjum frá þessu. Það hefði ég líka gert. Ég sannfærði sjálfan mig um að í miðju málsins væri manneskja sem ætti mjög erfitt. Ég hefði líklega aldrei opnað málið svona upp á gátt í fjölmiðlum hefði ég vitað það.“ Segir hann að þar fyrir utan hafi enginn gert neitt rangt nema Reykjavíkurborg og er enn ósáttur vegna meðferð málsins. „En ég vil lýsa því yfir að ég ætla ekki að skammast mín og ég áfellist engan. Ekki þá sem trúðu, ekki þá sem sögðu – og ekki drenginn. Ég veit ekkert hvað hann hefur lifað þótt ég viti að þetta er ekki eitt af því. Og ég ætla ekki að dæma hann eða leita hefnda. Ég vona heitt og innilega að líf hans sé betra í dag en það var miðað við lýsinguna sem ég las á lögreglustöðinni. Og ég vona að líf hans batni enn. En ég er fokvondur við kerfið. Bullandi reiður.“ Raggi hefur ýmislegt við pistil Ragnars Þórs að athuga.Erfitt að lesa skrif Ragnars Þórs„Ég las í gegnum það seinasta sem hann skrifaði og það triggeraði mig svolítið. Ég er ekki búinn að vera að reyna að draga þetta fram í fjölmiðla. Ég hef ekkert verið að leitast við að útskýra þetta eitthvað. Ég gerði bara þetta litla sem ég gerði en þá hélt ég að það yrði bara nóg,“ segir Raggi og á þá við kæruna sem hann lagði fram. „Hann er alltaf að ýta sér fram og nú er hann að bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands*. Mér finnst það svo ótrúlega hrokafullt og ömurlegt. Þegar ég stíg fram og ræði þetta við fólk þá fæ ég samviskubit fyrir að gera þessum manni þetta, mér líður ekkert vel. Hann brýtur á mér, ég er ekkert að reyna að vera dómari eða neitt þannig, ég vissi bara að hann fengi ekki að njóta vafans aftur. En svo heldur hann bara áfram og áfram og áfram. Svo núna málar hann mig sem eitthvað grey í þessari grein.“*Viðtalið við Ragga var tekið áður en Ragnar Þór var kjörinn formaður KÍ. Frá Tálknafirði.Vísir/VilhelmÁnægður að Sif þagði ekkiRagnar Þór segir í samtali við Vísi að málið sé „fullkominn tilbúningur“ og heldur því ennþá fram að hann hafi ekki sýnt nemenda klám. „Ég man alveg eftir þessum dreng, þáverandi kærastan mín kenndi honum og ég kenndi bróður hans.“ Ragnar Þór segir að hann sé rannsakaðasti maður á Íslandi vegna þessa máls. Það hafi allt byrjað eftir að Sif skólastjóra hafi verið sagt að hugsanlega hefði hann brotið gegn barni. „Sif er sagt að það sé einhver kvittun um að ég hafi einhvern tíman kynferðislega beitt barn ofbeldi. Hún er beðin um að þegja yfir því.“ Hann er enn mjög ánægður með að Sif hafi ákveðið að þegja ekki. „Sif er til allrar hamingju fyrir mig, það heiðarleg að í staðinn fyrir að þegja yfir því að ég sé hugsanlega einhver misyndismaður og sagði mér það. Ég fór að gráta og brotnaði niður. Ég trúði ekki að einhver væri það vondur, eða illur að reyna að koma svona höggi á mig.“ Sif segir í samtali við Vísi að hún sjái ekki eftir því hvernig hún tók á þessu máli, með því að ræða strax við Ragnar Þór. Einnig segir hún að það hafi ekki verið annað í stöðunni en að hann færi í leyfi strax, hún hafi ekki vitað hvort eitthvað væri til í ábendingunni eða alvarleika hennar. „Þetta er það alvarlegasta sem hægt er að saka kennara um, að brjóta gegn barni. Þess vegna vildi ég að þetta væri skoðað alveg ofan í kjölinn. Væri hann sekur væri það slæmt, væri hann saklaus og einhver að saka hann um eitthvað væri það líka slæmt, báðar stöðurnar vonlausar.“Hefur lært að trúa alltafÁ þessum tímapunkti hafði Ragnar Þór ekki fengið upplýsingar um það hvað hann væri sakaður um og hélt að það tengdist hugsanlega bloggskrifum sínum. „Ég skal alveg gangast við því að ég reyni oft að synda á móti straumnum þegar ég skrifa. En ég reyni að vera málefnalegur. Mín fyrstu viðbrögð voru að þetta væri annað hvort ótrúlega illgjörn eða ótrúlega veik manneskja sem er á bakvið þetta.“ Ragnar Þór segir að hann hafi barist mikið fyrir því að málið væri rannsakað af lögreglu eða barnaverndarnefnd, sendi hann fjölda bréfa á Reykjavíkurborg og Barnaverndarnefnd vegna málsins. „Ástæðan fyrir því að ég lagði svo mikla áherslu á að þetta mál væri rannsakað var að ég hafði tvisvar opnað svona mál eftir að nemandi kom til mín og þar sem mér var sagt að það hefði komið upp grunur tveimur eða þremur árum áður. Þannig að fyrir mér er það ennþá prinsippmál að kerfið fari alltaf í gang.“ Ragnar Þór segir að sjálfur hafi hann þurft að taka á mörgum kynferðisbrotamálum á sínum ferli, þar sem börn hafi leitað til hans vegna þess að einhver hefði brotið eða væri að brjóta gegn þeim. „Ég hafði lært það að trúa alltaf barninu. Að ég sem kennari trúi fórnarlambinu, það er ekki þitt að dæma. Þú veltir því ekki fyrir þér hvort þetta sé trúverðugt eða eitthvað slíkt, þú ferð strax með þetta þangað sem það á heima, til barnaverndar og lögreglu.“ „Ef þetta hefði farið hreint fram frá upphafi þá hefði ég aldrei skrifað um þetta eða farið í fjölmiðla. Það sem ég þoldi ekki var að menn virtust vera að spila þetta eftir eyranu.“ Að hans mati þarf að rannsaka öll svona mál hjá barnaverndarnefnd og má ekki vera háð ákvörðunum einhverra millistjórnenda. Telur Ragnar Þór að ef Sif skólastjóri hefði ekki sagt honum frá þessu hefði málið sennilega aldrei verið skoðað hjá Barnaverndarnefnd. „Þetta hefði bara verið eitthvað slúður.“Sif Vígþórsdóttir skólastjóri Norðlingaskóla.Aldrei einn með Ragga„Ég bjó ekkert einn á þessu heimili. Ég held að þessi Ragnar hafi einu sinni komið inn á heimilið með hóp af krökkum,“ segir Ragnar Þór. Hann þverekur fyrir að hafa sýnt Ragga eitthvað í tölvu á heimilinu. „Ragnar Þór var aldrei einn með mér á heimili mínu á Tálknafirði. Hann var í bekk konunnar minnar og kom einu sinni með hóp hingað.“ Ragnar Þór segir að hann hafi aldrei skrifað bréf um Ragga og sent foreldrum hans, heldur hafi hann skrifað bréf varðandi bróður hans vegna kvíða. Grunnskólinn á Tálknafirði leitar nú að umræddu bréfi. Ragnar Þór segir að hann hafi íhugað að kæra Ragga á móti þegar hann frétti af kærunni hans, fékk loksins nafnið á þeim sem ásökunin hafði snúist um. Lögreglunaður tjáði honum að þetta væru blygðunarsemisbrot en ekki kynferðisbrot og væru því fyrnd. Málinu var vísað frá. „Hann sagði mér að þó að þetta hefði ekki verið fyrnt þá hefði þessu verið vísað frá.“ Eftir að hafa lesið samantekt úr skýrslunni segir Ragnar Þór að það hafi verið augljóst að ákveðin atriði stæðust ekki. „Það var eitthvað við lýsinguna á tölvunni sem þetta átti að hafa átt sér stað í, liturinn eða eitthvað. Af því mátti draga þá ályktun að hún hafi ekki verið til á þessum tíma. Það var lýsing sem gaf til kynna að hann væri að lýsa iMac tölvu, þetta voru fyrstu tölurnar í litum,“ segir Ragnar Þór. Hann bendir á að tölvan hafi komið á markað efir að hann hafi flutt frá Tálknafirði árið 1997. „Ég átti svona tölvu, en átti hana ekki fyrr en árið 2000.“ Ragnar Þór segir að þetta hafi verið léttir af tveimur ástæðum. „Í fyrsta lagi að hafa ekki verið sakaður um að nauðga einhverjum og í öðru lagi að þetta sé eitthvað sem ég veit að ég gerði ekki.“Ber engan kala til tilkynnandaHann segir að þegar Reykjavíkurborg hafi verið tilkynnt um málið hafi ekki verið talað um blygðunarsemisbrot. „Það er ekkert í samræmi við þá sögu sem var sögð á sínum tíma, þegar hún er borin til Reykjavíkurborgar. Þar er sagt að ég hafi brotið kynferðislega gegn barni, nemenda mínum.“ Ragnar Þór segir að hann hafi sagt að þá hafi starfsfólk skóla- og frístundasviðs, Ragnar Þorsteinsson og Valgerður Janusdóttir, sem bæði komu að málinu ákveðið að hætta störfum. „Þau fara bæði úr starfi. Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara segir að menn hafi lært af þessu máli og að Reykjavíkurborg og Félag grunnskólakennara séu að vinna að því að laga þessa ferla. Þá stendur eftir, ætla ég að fylgja málinu eftir gagnvart honum Ragnari, ætla ég að fara í eitthvað mál við hann.“ Ragnar Þór segir að hann hafi ákveðið að gera það ekki. „Ég veit ekkert hvort hann trúi því að þetta hafi gerst eða ekki, ég er nær því að trúa því að hann haldi að þetta hafi gerst.“ Hann skrifaði heldur ekki fleiri blogg um málið, fyrr en eftir að Magnús skrifaði #metoo færslu sína á Facebook um þetta mál. Þrátt fyrir að Ragnar Þór sé virkilega ósáttur við viðbrögð og verkferla Reykjavíkurborgar í þessu máli segist hann ekki ósáttur við þann einstakling sem tilkynnti málið. „Þessi systir hans, ef bróðir manns segir manni svona þá segir maður frá því. Ég ber engan kala gagnvart henni, ekki nokkurn.“ Hann segir að það hafi líka verið rétt hjá Magnúsi að tilkynna málið áfram. Aðspurður af hverju hann hafi ekki skrifað um málalokin fyrr, þegar hann fékk frekari upplýsingar í kjölfar kærunnar, svarar Ragnar: „Fyrir mér var málinu bara lokið.“ Hann telur að ástæða þess að Magnús skrifaði um málið þegar Ragnar Þór hafi boðið sig fram til formanns Kennarasambands Íslands hafi verið að hafa áhrif á kosninguna. „Magnús virðist trúa því að ég sé sekur og finnst að ég eigi að skammast mín og halda mér til hlés. Ekki traða mér fram í umræðunni, hvað þá að fara í einhverja stéttabaráttu. Ég hafi bara sloppið, enn eitt skrímslið.“Ásakanir gegn kennurum algengarRagnar Þór sér ekki eftir því að hafa opnað sig um þetta mál opinberlega, þó að hann viti meira um staðreyndir málsins í dag, einfaldlega vegna þess hvernig Reykjavík tók á málinu og verkferlunum í svona málum. „Mitt markmið var alltaf að komast að því hvað ég væri sakaður um og hver hefði kært það.“ Hann segir ástæðu þess að hann hafi talað mikið um þetta hafi verið að stór hluti kennara séu saklausir fyrir ásökunum nemenda. „Það skiptir máli að svona ásakanir á hendur mönnum í minni stöðu eru býsna algengar, þetta er í kringum fimmti hver kennari. Við verðum fyrir svona ásökunum - höfum snertipunkt við hverja einustu fjölskyldu á landinu.“ Ragnar Þór sér ekki eftir sínum ákvörðunum eftir að málið kom fyrst upp, það hafi alltaf snúist um galla á kerfinu en ekki að sanna að hann væri saklaus „Ég er af fáu stoltari en hvernig ég tók á þessu máli, ég er mjög stoltur af því hvernig ég stóð að þessu máli frá A til Ö. Ég hef reynt að vanda mig eins mikið og ég gat á hverju einasta stigi málsins. Eina ástæðan fyrir því að ég var með þetta mál í umfjöllun opinberlega var sú að öll kerfin voru að bregðast í kringum mig.“Raggi segir að það það geti verið erfiðara fyrir stráka að stíga fram og segja frá því ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir. Vísir/Anton BrinkErfiðara fyrir stráka að stíga fram Ragga líður ótrúlega vel á Tálknafirði í dag þar sem hann býr með eiginkonu sinni. „Eftir tvítugt var ég ekkert lengur hræddur við hvernig fólk myndi bregðast við, ég var bara ekkert tilbúinn til að stíga fram fyrr, var bara að berjast við að koma mér í gegnum skóla og klára það. En svo fór ég að byggja upp fyrirtæki og gifta mig og fleira. Lífið er ekki hentugt en svo fer maður að hugsa, hvenær er hentugur tími? Þetta er bara ekkert sanngjarnt.“ Raggi segir að honum líði ekki illa yfir þessu enn í dag en líkir þessu við undirliggjandi sársauka sem sé alltaf til staðar og komi upp í hugsanir hans reglulega. Hann þekkir marga stráka sem burðast með kynferðisofbeldi á bakinu en segja ekki frá. „Ég held að það sé erfiðara fyrir stráka að stíga fram og segja frá. Ég þekki stráka sem hafa lent í hlutum eins og ég eða verra og munu aldrei stíga fram.“Fékk símtal frá fjölmiðli daginn eftir að hann kærðiSjálfur hefur hann ekki trú á kerfinu og telur að það sé ástæðan fyrir því að svo margir kjósa að kæra ekki. „Þegar ég kærði hringdi blaðamaður í mig daginn eftir út af þessu máli, út af kennaranum. Sigmar (Guðmundsson) hringdi í mig af RÚV. Ég var mjög reiður. Ég var samt alveg kurteis við hann og sagði honum frá þessu í stuttu máli en ég væri ekki tilbúin að gera eitthvað, ég væri að reyna að byggja upp líf mitt. Ég sagði honum að ég væri búinn að tala við lögregluna og það ætti að vera nóg.“ Enn þann dag í dag veit Raggi ekki hvernig fjölmiðlamaður frétti af kærunni, hvort Ragnar Þór hafi sagt frá því eftir að hafa lesið skýrsluna eða hvort það hafi verið einhver annar. Hann hefur ekki talað við Ragnar Þór síðan málið kom upp og Ragnar hafði ekki samband eftir að hann sá nafn Ragga á kærunni. Hann átti þó aldrei von á afsökunarbeiðni. „Sem betur fer er ég ekki kristinn, ég þarf ekkert að fyrirgefa. Kannski hefði það verið hægt á einhverjum tímapunkti en maður getur ekki fyrirgefið eitthvað svona.“ Hann óttast að aðrir hafi svipaða sögu að segja af þessum kennara. „Ég veit að það voru fleiri sem fóru einir heim til hans,“ segir Raggi. Ragnar Þór þvertekur fyrir að nemendur, hvorki Raggi né nokkur annar, hafi verið einir á heimili hans á Tálknafirði. Raggi segist meðvitaður um að hans saga geti haft afleiðingar í för með sér. „Ég veit að þegar ég kem fram undir nafni þá getur hann kært mig, það verður þá bara að vera þannig.“
Tengdar fréttir Ragnar Þór kjörinn formaður Kennarasambands Íslands Ragnar Þór Pétursson hefur verið kjörinn formaður Kennarasambands Íslands en þrjú voru í framboði til formanns og hlaut Ragnar 56,3 prósent atkvæða. 7. nóvember 2017 14:59 Hættir vegna nafnlauss áburðar um barnaníð: Krakkarnir gráta Ragnar Þór kennara Mikill harmur og tregi er nú ríkjandi meðal barna við Norðlingaskóla vegna brotthvarfs hans. 13. desember 2013 14:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ragnar Þór kjörinn formaður Kennarasambands Íslands Ragnar Þór Pétursson hefur verið kjörinn formaður Kennarasambands Íslands en þrjú voru í framboði til formanns og hlaut Ragnar 56,3 prósent atkvæða. 7. nóvember 2017 14:59
Hættir vegna nafnlauss áburðar um barnaníð: Krakkarnir gráta Ragnar Þór kennara Mikill harmur og tregi er nú ríkjandi meðal barna við Norðlingaskóla vegna brotthvarfs hans. 13. desember 2013 14:32