Fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafinn Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2017 14:06 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kristján Þór Júlíusson mæta til fundarins. Vísir/Vilhelm Fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins hófst í Valhöll klukkan 13:30. Gera má ráð fyrir að þar verði stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks til umræðu. Fundur flokksráðs Sjálfstæðisflokksins mun svo funda klukkan 16:30. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ekki verið boðað til sérstaks þingflokksfundar meðal Framsóknarmanna, en fundur miðstjórnar flokksins hefst klukkan 20. Þá mun flokksráð Vinstri grænna funda á Grand hótel klukkan 17. Samþykki stofnanir flokkanna sáttmálann má gera ráð fyrir að tillögur formanna flokkanna um ráðherra verði kynnt þingflokkunum á morgun og í kjölfarið verði boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum þar sem ný ríkisstjórn mun taka við völdum. Fram hefur komið að í stjórnarsáttmálanum komi fram að til standi að hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent. Í frétt Kjarnans segir að í sáttmálanum komi jafnframt fram að hvítbók verði skrifuð um endurskipulagningu fjármálakerfisins, fæðingarorlof verði lengt og greiðslur hækkaðar, komu- og brottfarargjöld lögð af, gistináttagjöld renni óskert til sveitarfélaga, auk þess að stofnaður verði sérstakur stöðugleikasjóður. Þá verði skipaðar nefndir úm endurskoðun stjórnarskrár og hvort þörf sé á endurskoðun útlendingalaga.Að neðan má sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara fréttastofu 365, af því þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks mættu til fundar fyrr í dag.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmSigríður Andersen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyðlfadóttir.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson.Vísir/Vilhelm Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins hófst í Valhöll klukkan 13:30. Gera má ráð fyrir að þar verði stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks til umræðu. Fundur flokksráðs Sjálfstæðisflokksins mun svo funda klukkan 16:30. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ekki verið boðað til sérstaks þingflokksfundar meðal Framsóknarmanna, en fundur miðstjórnar flokksins hefst klukkan 20. Þá mun flokksráð Vinstri grænna funda á Grand hótel klukkan 17. Samþykki stofnanir flokkanna sáttmálann má gera ráð fyrir að tillögur formanna flokkanna um ráðherra verði kynnt þingflokkunum á morgun og í kjölfarið verði boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum þar sem ný ríkisstjórn mun taka við völdum. Fram hefur komið að í stjórnarsáttmálanum komi fram að til standi að hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent. Í frétt Kjarnans segir að í sáttmálanum komi jafnframt fram að hvítbók verði skrifuð um endurskipulagningu fjármálakerfisins, fæðingarorlof verði lengt og greiðslur hækkaðar, komu- og brottfarargjöld lögð af, gistináttagjöld renni óskert til sveitarfélaga, auk þess að stofnaður verði sérstakur stöðugleikasjóður. Þá verði skipaðar nefndir úm endurskoðun stjórnarskrár og hvort þörf sé á endurskoðun útlendingalaga.Að neðan má sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara fréttastofu 365, af því þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks mættu til fundar fyrr í dag.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmSigríður Andersen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyðlfadóttir.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson.Vísir/Vilhelm
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30