Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2017 18:30 Árni með verjanda sínum Oddgeiri Einarssyni í Hæstarétti í morgun. Vísir/Eyþór Verjandi Árna Gils Hjaltasonar staðhæfði að hann hefði verið borinn röngum sökum um tilraun til manndráps þegar fjallað var um mál hans í Hæstarétti í morgun. Lögregla hafi lítið sem ekkert rannsakað málið og gefið sér að Árni væri sekur. Árni hlaut fjögurra ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í ágúst vegna þriggja brota, þar á meðal tilraun til manndráps í Breiðholti í mars. Þar var Árna gefið að sök að hafa stungið mann í höfuðið með hníf í átökum á milli þeirra. Áfrýjun þess dóms var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. Hjalti Úrsus Árnason, aflraunamaður og faðir Árna, hefur borið lögreglu og saksóknara þungum sökum vegna sakfellingar sonar síns og hefur talað um að dómsmorð hafi verið framið á honum. Vísir sagði meðal annars frá því fyrir helgi að Hjalti Úrsus hefði gefið út heimildarmynd um rannsóknina og meðferð málsins fyrir dómi. Verjandi Árna sagði að Hjalti hefði hætt við að ávarpa Hæstarétt í morgun vegna þeirra tilfinninga sem málið vekti hjá honum.Átök fyrir utan sjoppu í Breiðholti Alvarlegasta brotið sem Árni var sakfelldur fyrir í héraði var líkamsárásin sem átti sér stað fyrir utan Leifasjoppu í Breiðholti aðfaranótt 5. mars. Í henni hlaut maður áverka á höfði þannig að blæddi úr slagæð og flísaðist upp úr höfuðkúpu hans. Aðdragandi þess var sá að Árni fór að hitta æskuvinkonu sína á bílastæðinu við sjoppuna en hann var þá á bílnum hennar og með hund hennar. Konan var þá stödd í samkvæmi og fór brotaþoli með henni út að hitta Árna.Sjá einnig:Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarfÁgreiningur ríkir um hvað gerðist þegar fólkið hittist á bílastæði við sjoppuna. Óumdeilt er að til átaka kom á milli Árna og mannsins en aðilum málsins og vitnum ber ekki saman um hvernig þau þróuðust.Atvikið átti sér stað fyrir framan Leifasjoppu í Breiðholti. Myndin tengist ekki málinu sem hér um ræðir.Vísir/EyþórFrásögn brotaþola og vinkonunnarEf marka má framburð brotaþola og vinkonu Árna þá rak Árni hníf í höfuð mannsins, nærri vinstra eyra hans. Upphaflega bar vinkonan að hafa séð Árna stinga manninn í höfuðið en breytti síðan sögu sinni og sagðist þá aldrei hafa séð hann með hnífinn þótt hún stæði enn við framburð sinn um að hann hefði stungið brotaþola. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sagði að konan hefði breytt framburðinum eftir þrýsting frá eigin fjölskyldu og Árna og verjanda hans. Hún hafi meðal annars sagt að faðir sinn hefði hringt í sig og „drullað yfir sig‟. Þá hélt brotaþoli því upphaflega fram að Árni hefði komið með hnífinn. Í ljós kom hins vegar að hann hafði sjálfur tekið hnífinn með sér þegar hann fór með konunni til móts við Árna. Hnífurinn hefði svo mögulega dottið úr vasa hans þegar þeir Árni tókust á. Þannig hafi Árni náð honum. Vitni í nærliggjandi íbúð lýstu því að þau hefðu heyrt rifrildi og séð blóðugan mann. Þá hefðu þau heyrt mennina hrópa hvor að öðrum. Annar hafi sakað hinn um að stinga sig. Sá hafi svarað að hinn hefði komið með hnífinn.Frásögn ÁrnaÚtgáfa Árna af atburðunum á bílastæðinu var allólík en hann hefur neitað allri sök í málinu. Hann ber að brotaþoli hafi ráðist að sér með hnífnum og hann hafi aðeins reynt að verja sig. Hafi brotaþoli hlotið áverkana af völdum hnífsins þá hafi það gerst þegar þeir duttu báðir í jörðina og Árni ofan á manninn. Brotaþoli hafi lent ofan á oddi hnífsins og fengið á verkana við það. Oddgeir Einarsson, verjandi Árna, gerði hins vegar einnig að því skóna að brotaþoli hafi mögulega hlotið áverkana fyrir eða eftir átök þeirra. Vísaði hann meðal annars til þess sem hann taldi óljósa lýsingar á áverkunum þannig að ekki væri útilokað að fyrri áverkar hefðu verið til staðar. Verjandinn gagnrýndi málatilbúnað saksóknara harðlega og sagði rannsókninni hafa verið afar ábótavant. Miklu meiri vafi sé í málinu en nauðsynlegt sé vegna aðgerðaleysis lögreglu og saksóknara. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að ekki hafi verið haft uppi á hnífnum. Sakaði Oddgeir brotaþola um að hafa falið hnífinn en hann hafi haft hann með sér af vettvangi. Þá hafi rannsakendur ekki gengið á eftir því að fá mynd af hnífnum sem vinkona Árna sagðist fyrir dómi eiga á símanum sínum. Þar með væri ekki hægt að leggja mat á hvort að hnífurinn hefði getað valdið áverkunum á brotaþola. Þá var tæknideild lögreglunnar ekki kölluð á staðinn, meðal annars til að rannsaka rauða dropa á bílastæðinu. Föt brotaþola hafi ekki verið rannsökuð og læknisfræðileg gögn séu af skornum skammti. Þannig séu til dæmis einu myndirnar af áverkum brotaþola komnar frá honum sjálfum en ekki lögreglu eða læknum.Hjalti Úrsus, faðir Árna, hefur látið sig mál hans miklu varða. Hann hótaði að gera brotaþola frægan með að birta af honum myndir þegar málflutningi lauk í hádeginu.Vísir/EyþórDregur trúverðugleika brotaþola og konunnar í efa Véfengdi Oddgeir trúverðugleika bæði brotaþola og vinkonunnar. Þau hafi bæði neytt fíkniefna þetta kvöld og konan hafi gengist við því. Hún, og mögulega þau bæði, hafi meðal annars neytt efnis sem hafi áhrif á skammtímaminni fólks. Brotaþoli hafi fengið konuna til að bera rangar sakir á Árna um að hann hefði stolið bíl hennar. Hún hafi síðan dregið tilkynningu um þjófnaðinn til baka. Hann hafi logið því að Árni hefði komið með hnífinn. Frásögn hans af átökunum og eftirleik þeirra væri ótrúverðug. Brotaþoli hafi síðan látið hnífinn hverfa af vettvangi. Þá hafi hann neitað að upplýsa lögreglu um vitni og heimilisföng sem tengjast málinu og reynt að múta konunni. Sjálfur hafi hann sagst vera með slæmt minni vegna neyslu fíkniefna. „Framburður brotaþola er með þeim ótrúverðugari sem hafa sést í slíkum málum,‟ sagði Oddgeir. Þá hafi framburður konunnar verið svo á reiki að ekki væri hægt að leggja hann til grundvallar neins. Vísaði Oddgeir þar til þess að hún hefði fyrst sakað Árna um að hafa stolið bíl sínum en síðan dregið það til baka og sömuleiðis að hún hefði breytt sögu sinni um hvort hún hefði séð Árna með hnífinn. Á móti væri framburður Árna sjálfs trúverðugur og í samræmi við gögn málsins. Frásögn hans af atburðum hefði ekki verið hrakinn með neinum gögnum.Tók hnífinn í hefndarþorsta fyrir vin sinn Í stað þeirrar niðurstöðu sem héraðsdómur komst að um atvik málsins dró Oddgeir upp aðra mynd af atburðunum. Þannig bar hann því við að jafnvel þó að brotaþoli hefði fengið högg eða stungu þá hafi það verið sjálfsvörn af hálfu Árna. Brotaþoli hafi ráðist að Árna með hnífnum og langsótt væri að tala um ásetning í átökum upp á líf og dauða. Verjandinn taldi það sem hann kallaði varnaráverka á höndum Árna styðja þá málsvörn. Þeir áverkar hafi hins vegar ekki verið rannsakaðir sérstaklega. Gagrýndi Oddgeir Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir að hafa ekkert minnst á þessa málsvörn og að það væri verulegur annmarki á samningu dómsins yfir Árna. Þá setti hann fram ýmsar kenningar um aðrar mögulegar sviðsmyndir. Þannig hafi vinur brotaþola verið með þeim í íbúð áður en hann fór út með konunni til að hitta Árna. Sá vinur hafi átt að hafa orðið fyrir barðinu á Árna áður. Þannig hafi brotaþoli farið út með hníf, líklega í hefndarþorsta fyrir vin sinn. Benti Oddgeir á að brotaþoli hafi vitað af komu Árna en Árni ekki af honum. Áður hefði brotaþoli beðið konuna um að bera rangar sakir á Árna með því að tilkynna um þjófnað á bíl hennar. Brotaþoli hafi síðan dottið á hnífinn í átökunum á milli þeirra.Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari. Myndin er úr safni.Vísir/GVASagði kenningu verjanda reyfarakennda Helgi Magnús, saksóknari, hafði áður gert lítið úr kenningu verjanda um að brotaþoli hafi ætlað að koma sök á Árna eða að hefna vinar síns. Ekkert hefði komið fram um að þeir hefðu hist áður en átt neina sögu sem gæti hafa orðið tilefni af átökunum. Ekkert hefði komið fram um að brotaþoli væri að undirbúa að koma sök á Árna. „Málið er þá orðið reyfarakenndara en góðu hófi gegnir,‟ sagði Helgi Magnús um kenningu verjandans. Þá sagði saksóknarinn að erfitt væri að ímynda sér að brotaþoli gæti hafa fengið áverkana með því að detta á odd hnífsins. Í því tilfelli hefði brotaþoli í raun þurft að hafa stungist á höfuðið beint ofan á hnífinn. Gerði hann lítið úr varnaráverkum sem verjandi sagði Árna hafa haft. Hann hafi ekki haft sýnilega áverka sem bentu til þess að hann hefði reynt að verjast hnífaárás. Vitnaði Helgi Magnús til framburðar lækna um að áverkarnir hafi verið af völdum hnífs. Benti hann á alvarleika árásarinnar. Hefði hnífurinn gengið lengra inn í höfuð brotaþola hefði það getað orðið honum að bana. Taldi hann því hæfilegt að dæma Árna í fimm og hálfs árs fangelsi.Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð í henni að það hefði verið Hjalti Úrsus sem hringdi í vinkonu Árna sem varð vitni að átökunum áður en hún breytti framburði sínum. Það rétta er að það var faðir konunnar sem hringdi og „drullaði yfir hana“ að hennar sögn. Mál Árna Gils Tengdar fréttir Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. 9. ágúst 2017 19:42 Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Hjalti Úrsus Árnason er ómyrkur í máli og talar um dómsmorð á syni sínum. 11. ágúst 2017 14:08 Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Verjandi Árna Gils Hjaltasonar staðhæfði að hann hefði verið borinn röngum sökum um tilraun til manndráps þegar fjallað var um mál hans í Hæstarétti í morgun. Lögregla hafi lítið sem ekkert rannsakað málið og gefið sér að Árni væri sekur. Árni hlaut fjögurra ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í ágúst vegna þriggja brota, þar á meðal tilraun til manndráps í Breiðholti í mars. Þar var Árna gefið að sök að hafa stungið mann í höfuðið með hníf í átökum á milli þeirra. Áfrýjun þess dóms var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. Hjalti Úrsus Árnason, aflraunamaður og faðir Árna, hefur borið lögreglu og saksóknara þungum sökum vegna sakfellingar sonar síns og hefur talað um að dómsmorð hafi verið framið á honum. Vísir sagði meðal annars frá því fyrir helgi að Hjalti Úrsus hefði gefið út heimildarmynd um rannsóknina og meðferð málsins fyrir dómi. Verjandi Árna sagði að Hjalti hefði hætt við að ávarpa Hæstarétt í morgun vegna þeirra tilfinninga sem málið vekti hjá honum.Átök fyrir utan sjoppu í Breiðholti Alvarlegasta brotið sem Árni var sakfelldur fyrir í héraði var líkamsárásin sem átti sér stað fyrir utan Leifasjoppu í Breiðholti aðfaranótt 5. mars. Í henni hlaut maður áverka á höfði þannig að blæddi úr slagæð og flísaðist upp úr höfuðkúpu hans. Aðdragandi þess var sá að Árni fór að hitta æskuvinkonu sína á bílastæðinu við sjoppuna en hann var þá á bílnum hennar og með hund hennar. Konan var þá stödd í samkvæmi og fór brotaþoli með henni út að hitta Árna.Sjá einnig:Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarfÁgreiningur ríkir um hvað gerðist þegar fólkið hittist á bílastæði við sjoppuna. Óumdeilt er að til átaka kom á milli Árna og mannsins en aðilum málsins og vitnum ber ekki saman um hvernig þau þróuðust.Atvikið átti sér stað fyrir framan Leifasjoppu í Breiðholti. Myndin tengist ekki málinu sem hér um ræðir.Vísir/EyþórFrásögn brotaþola og vinkonunnarEf marka má framburð brotaþola og vinkonu Árna þá rak Árni hníf í höfuð mannsins, nærri vinstra eyra hans. Upphaflega bar vinkonan að hafa séð Árna stinga manninn í höfuðið en breytti síðan sögu sinni og sagðist þá aldrei hafa séð hann með hnífinn þótt hún stæði enn við framburð sinn um að hann hefði stungið brotaþola. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sagði að konan hefði breytt framburðinum eftir þrýsting frá eigin fjölskyldu og Árna og verjanda hans. Hún hafi meðal annars sagt að faðir sinn hefði hringt í sig og „drullað yfir sig‟. Þá hélt brotaþoli því upphaflega fram að Árni hefði komið með hnífinn. Í ljós kom hins vegar að hann hafði sjálfur tekið hnífinn með sér þegar hann fór með konunni til móts við Árna. Hnífurinn hefði svo mögulega dottið úr vasa hans þegar þeir Árni tókust á. Þannig hafi Árni náð honum. Vitni í nærliggjandi íbúð lýstu því að þau hefðu heyrt rifrildi og séð blóðugan mann. Þá hefðu þau heyrt mennina hrópa hvor að öðrum. Annar hafi sakað hinn um að stinga sig. Sá hafi svarað að hinn hefði komið með hnífinn.Frásögn ÁrnaÚtgáfa Árna af atburðunum á bílastæðinu var allólík en hann hefur neitað allri sök í málinu. Hann ber að brotaþoli hafi ráðist að sér með hnífnum og hann hafi aðeins reynt að verja sig. Hafi brotaþoli hlotið áverkana af völdum hnífsins þá hafi það gerst þegar þeir duttu báðir í jörðina og Árni ofan á manninn. Brotaþoli hafi lent ofan á oddi hnífsins og fengið á verkana við það. Oddgeir Einarsson, verjandi Árna, gerði hins vegar einnig að því skóna að brotaþoli hafi mögulega hlotið áverkana fyrir eða eftir átök þeirra. Vísaði hann meðal annars til þess sem hann taldi óljósa lýsingar á áverkunum þannig að ekki væri útilokað að fyrri áverkar hefðu verið til staðar. Verjandinn gagnrýndi málatilbúnað saksóknara harðlega og sagði rannsókninni hafa verið afar ábótavant. Miklu meiri vafi sé í málinu en nauðsynlegt sé vegna aðgerðaleysis lögreglu og saksóknara. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að ekki hafi verið haft uppi á hnífnum. Sakaði Oddgeir brotaþola um að hafa falið hnífinn en hann hafi haft hann með sér af vettvangi. Þá hafi rannsakendur ekki gengið á eftir því að fá mynd af hnífnum sem vinkona Árna sagðist fyrir dómi eiga á símanum sínum. Þar með væri ekki hægt að leggja mat á hvort að hnífurinn hefði getað valdið áverkunum á brotaþola. Þá var tæknideild lögreglunnar ekki kölluð á staðinn, meðal annars til að rannsaka rauða dropa á bílastæðinu. Föt brotaþola hafi ekki verið rannsökuð og læknisfræðileg gögn séu af skornum skammti. Þannig séu til dæmis einu myndirnar af áverkum brotaþola komnar frá honum sjálfum en ekki lögreglu eða læknum.Hjalti Úrsus, faðir Árna, hefur látið sig mál hans miklu varða. Hann hótaði að gera brotaþola frægan með að birta af honum myndir þegar málflutningi lauk í hádeginu.Vísir/EyþórDregur trúverðugleika brotaþola og konunnar í efa Véfengdi Oddgeir trúverðugleika bæði brotaþola og vinkonunnar. Þau hafi bæði neytt fíkniefna þetta kvöld og konan hafi gengist við því. Hún, og mögulega þau bæði, hafi meðal annars neytt efnis sem hafi áhrif á skammtímaminni fólks. Brotaþoli hafi fengið konuna til að bera rangar sakir á Árna um að hann hefði stolið bíl hennar. Hún hafi síðan dregið tilkynningu um þjófnaðinn til baka. Hann hafi logið því að Árni hefði komið með hnífinn. Frásögn hans af átökunum og eftirleik þeirra væri ótrúverðug. Brotaþoli hafi síðan látið hnífinn hverfa af vettvangi. Þá hafi hann neitað að upplýsa lögreglu um vitni og heimilisföng sem tengjast málinu og reynt að múta konunni. Sjálfur hafi hann sagst vera með slæmt minni vegna neyslu fíkniefna. „Framburður brotaþola er með þeim ótrúverðugari sem hafa sést í slíkum málum,‟ sagði Oddgeir. Þá hafi framburður konunnar verið svo á reiki að ekki væri hægt að leggja hann til grundvallar neins. Vísaði Oddgeir þar til þess að hún hefði fyrst sakað Árna um að hafa stolið bíl sínum en síðan dregið það til baka og sömuleiðis að hún hefði breytt sögu sinni um hvort hún hefði séð Árna með hnífinn. Á móti væri framburður Árna sjálfs trúverðugur og í samræmi við gögn málsins. Frásögn hans af atburðum hefði ekki verið hrakinn með neinum gögnum.Tók hnífinn í hefndarþorsta fyrir vin sinn Í stað þeirrar niðurstöðu sem héraðsdómur komst að um atvik málsins dró Oddgeir upp aðra mynd af atburðunum. Þannig bar hann því við að jafnvel þó að brotaþoli hefði fengið högg eða stungu þá hafi það verið sjálfsvörn af hálfu Árna. Brotaþoli hafi ráðist að Árna með hnífnum og langsótt væri að tala um ásetning í átökum upp á líf og dauða. Verjandinn taldi það sem hann kallaði varnaráverka á höndum Árna styðja þá málsvörn. Þeir áverkar hafi hins vegar ekki verið rannsakaðir sérstaklega. Gagrýndi Oddgeir Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir að hafa ekkert minnst á þessa málsvörn og að það væri verulegur annmarki á samningu dómsins yfir Árna. Þá setti hann fram ýmsar kenningar um aðrar mögulegar sviðsmyndir. Þannig hafi vinur brotaþola verið með þeim í íbúð áður en hann fór út með konunni til að hitta Árna. Sá vinur hafi átt að hafa orðið fyrir barðinu á Árna áður. Þannig hafi brotaþoli farið út með hníf, líklega í hefndarþorsta fyrir vin sinn. Benti Oddgeir á að brotaþoli hafi vitað af komu Árna en Árni ekki af honum. Áður hefði brotaþoli beðið konuna um að bera rangar sakir á Árna með því að tilkynna um þjófnað á bíl hennar. Brotaþoli hafi síðan dottið á hnífinn í átökunum á milli þeirra.Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari. Myndin er úr safni.Vísir/GVASagði kenningu verjanda reyfarakennda Helgi Magnús, saksóknari, hafði áður gert lítið úr kenningu verjanda um að brotaþoli hafi ætlað að koma sök á Árna eða að hefna vinar síns. Ekkert hefði komið fram um að þeir hefðu hist áður en átt neina sögu sem gæti hafa orðið tilefni af átökunum. Ekkert hefði komið fram um að brotaþoli væri að undirbúa að koma sök á Árna. „Málið er þá orðið reyfarakenndara en góðu hófi gegnir,‟ sagði Helgi Magnús um kenningu verjandans. Þá sagði saksóknarinn að erfitt væri að ímynda sér að brotaþoli gæti hafa fengið áverkana með því að detta á odd hnífsins. Í því tilfelli hefði brotaþoli í raun þurft að hafa stungist á höfuðið beint ofan á hnífinn. Gerði hann lítið úr varnaráverkum sem verjandi sagði Árna hafa haft. Hann hafi ekki haft sýnilega áverka sem bentu til þess að hann hefði reynt að verjast hnífaárás. Vitnaði Helgi Magnús til framburðar lækna um að áverkarnir hafi verið af völdum hnífs. Benti hann á alvarleika árásarinnar. Hefði hnífurinn gengið lengra inn í höfuð brotaþola hefði það getað orðið honum að bana. Taldi hann því hæfilegt að dæma Árna í fimm og hálfs árs fangelsi.Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð í henni að það hefði verið Hjalti Úrsus sem hringdi í vinkonu Árna sem varð vitni að átökunum áður en hún breytti framburði sínum. Það rétta er að það var faðir konunnar sem hringdi og „drullaði yfir hana“ að hennar sögn.
Mál Árna Gils Tengdar fréttir Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. 9. ágúst 2017 19:42 Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Hjalti Úrsus Árnason er ómyrkur í máli og talar um dómsmorð á syni sínum. 11. ágúst 2017 14:08 Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. 9. ágúst 2017 19:42
Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Hjalti Úrsus Árnason er ómyrkur í máli og talar um dómsmorð á syni sínum. 11. ágúst 2017 14:08
Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33