„Seta í ríkisstjórn á ekki sjálfkrafa að vera innan þægindarammans“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2017 21:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Vísir/Eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist vilja gefa nýrri ríkisstjórn færi á að sanna sig og sýna fram á að sagan endurtaki sig ekki. Hún segir að tækifærin séu til staðar og að ríkisstjórnin taki við góðu búi. Viðreisn muni einsetja sér að halda uppi málefnalegri stjórnarandstöðu og styðja við góð mál. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínar í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Þar rifjaði Þorgerður upp 35 ára gömul ummæli Vilmundar Gylfasonar í ræðu um vantraust á ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen þar sem hann sagði meðal annars: „Núverandi ríkisstjórn stendur fyrir frið. Hún stendur fyrir þær sögulegu sættir sem Morgunblaðið boðaði á sinni tíð. Þar eru Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. [...] En friðurinn í núverandi hæstvirtri ríkisstjórn er friður utan um ekki neitt. Þetta er friður hins þrönga og lokaða flokkavalds, friður til varnar völdum og hagsmunum.“Sagan endurtaki sig Þorgerður segir að þessi orð Vilmundar eiga merkilega mikla samsvörun við nútímann. „Já, sagan á það til að endurtaka sig - og nú, 35 árum eftir ræðu Vilmundar, vilja margir meina að aftur hafi náðst sögulegar sættir andstæðra póla í pólitík. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur eru saman í ríkisstjórn,- sú saga er auðvitað ekki ný undir nálinni og heldur nú áfram í boði Vinstri Grænna. Enda er ekki laust við að ákveðinn afsökunartónn hafi þess vegna verið sleginn í stefnuræðu hæstvirts forsætisráðherra,“ sagði Þorgerður Katrín. „En vissulega er pólitískt landslag eilítið sérkennilegt þessa dagana; það er vel skiljanlegt að kallað sé eftir breyttum áherslum í pólitík, krafa um að flokkar geti starfað saman þvert á flokkslínur. Við erum öll orðin þreytt á þessu og kannski þess vegna er mögulega auðveldara að selja okkur hugmyndina um rótgrónu flokkana sem geta verið svo sorglega fyrirsjáanlegir. Allt á að gera fyrir alla - alls ekki rugga neinum bát - allra síst ef það kallar á umbætur eða kerfisbreytingar, hvað þá hjá besta vini aðal.“Prinsipp hafi verið brotin Hún sagði að þrátt fyrir að pólitísk ró og friður á þingi sé af hinum góða sé mikilvægt að hafa augun opin og sofna ekki á verðinum. „Við megum ekki gleyma því hvers vegna við stöndum hér í dag. Hvers vegna við erum að bjóða nýja ríkisstjórn velkomna nú í annað sinn á innan við ári. Við getum ekki horft framhjá þeirri ástæðu né sett pottlokið á önnur þau mál sem stjórnarflokkarnir eiga erfitt með að leysa sín á milli - og - við skulum muna til hvers vegna við stígum yfir höfuð út í pólitík.“ Hún nefndi að langflestir fari út í pólitík af hugsjón, allir á þingi vilji leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag. „Og þá reynir oft á hugsjónirnar - prinsippin. Þetta ár er ágætt dæmi um það því dæmin eru mýmörg. Þegar stór orð ýmissa þingmanna fyrr á árinu eru skoðuð, - þá í minnihluta og sumir hverjir í dag ráðherrar, er ljóst að hugsjónir hafa vikið, prinsipp hafi verið brotin á síðustu vikum. Það er hægt að kalla þetta hvað sem er, málamiðlanir, tilslakanir eða hvað annað en prinsipp hafa verið brotin. Framhjá því verður ekki litið.“ Hún velti jafnframt upp spurningunni um hvernig samfélag þingheimur vilji skapa. „Í mínum huga er það ekki samfélag sem samþykkir ofbeldi og valdbeitingu né er það samfélag þar sem gagnsæi er lítið og setið er á skýrslum, minnisblöðum, upplýsingum. Eftir MeToo byltinguna hljótum við hér í þinginu að vera sammála um mikilvægi þess að ráðast að rótum vandans og uppræta það kerfislæga samfélagsmein sem hefur fengið að grassera allt of lengi. Við verðum að spyrja hvað við getum lagt af mörkum í þeirri baráttu og þar þarf ríkisstjórnin að gera meira en sýna vinalegan lit.“Stolt af Katrínu í forsætisráðuneytinu Þorgerður sagðist þó hafa þá trú að fólk megi aldrei glata gleði eða bjartsýni og tók það fram að hún sé stolt af því að Katrín Jakobsdóttir sé orðin forsætisráðherra. Hún vonist til þess að henni takist að taka utan um stjórnarflokkana og samfélagið allt. „Væntingarnar eru vissulega miklar samhliða ábyrgð en seta í ríkisstjórn á ekki sjálfkrafa að vera innan þægindarammans. Við vitum líka að myndin af ríkisstjórninni væri auðvitað mjög frábrugðin ef annar einstaklingur frá Vinstri grænum gegndi þessu sama embætti. Það sjá allir. Þessi stjórn hefði þá ekki orðið að veruleika og því má spyrja hversu stórt hlutverk málefnin leika í raun og veru. Fyrir ríkisstjórnarflokkana voru stjórnarmyndunarviðræðurnar því að vissu leyti ákveðnir Hungurleikar; það að lifa af í stjórnmálum.“ Hún sagðist hafa mikla trú á Katrínu Jakobsdóttur og hennar störfum. Hún vilji þess vegna gjarnan gefa nýrri ríkisstjórn tækifæri á að sanna sig og sýna fram á að sagan endurtaki sig ekki. „Að friðurinn sem verið er að bjóða sé fyrir þjóðina alla en ekki til varnar völdum og hagsmunum, líkt og Vilmundur orðaði það. Sjálfri finnst mér þetta áhugaverð tilraun til samvinnu; fyrir ríkisstjórnarflokkana og okkur öll sem lifum og hrærumst í hinum pólitíska veruleika. Tækifærin eru vissulega til staðar. Ríkisstjórnin tekur við góðu búi og hefur alla möguleika á að gera landið okkar og samfélag enn betra. Við í Viðreisn munum einsetja okkur að halda uppi málefnalegri stjórnarandstöðu, styðja við góð mál, fylgja sannfæringu okkar og tala fyrir grundvallarhugsjónum Viðreisnar.“ Alþingi Tengdar fréttir Söguskoðun Sigmundar merkileg Fjármálaráðherra segir að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. 14. desember 2017 20:30 „Þetta er kerfisstjórn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að "pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. 14. desember 2017 20:17 Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. 14. desember 2017 20:15 Tími til að horfast í augu við grundvallarspurningar um gagnsemi ýmissa kerfa Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segist hafa áhyggjur af því að Vinstri græn hafi vanmetið hvað sé þjóðfélaginu sem heild til heilla til lengri tíma með því að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda. 14. desember 2017 20:36 "Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00 Oft betra að taka krók á leiðinni ef mikið ber á milli til að ná farsælli sátt Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að góð niðurstaða sem náist í samtali fleiri flokka haldi til lengri tíma og stuðli um leið að meiri sátt í samfélaginu. 14. desember 2017 21:06 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist vilja gefa nýrri ríkisstjórn færi á að sanna sig og sýna fram á að sagan endurtaki sig ekki. Hún segir að tækifærin séu til staðar og að ríkisstjórnin taki við góðu búi. Viðreisn muni einsetja sér að halda uppi málefnalegri stjórnarandstöðu og styðja við góð mál. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínar í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Þar rifjaði Þorgerður upp 35 ára gömul ummæli Vilmundar Gylfasonar í ræðu um vantraust á ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen þar sem hann sagði meðal annars: „Núverandi ríkisstjórn stendur fyrir frið. Hún stendur fyrir þær sögulegu sættir sem Morgunblaðið boðaði á sinni tíð. Þar eru Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. [...] En friðurinn í núverandi hæstvirtri ríkisstjórn er friður utan um ekki neitt. Þetta er friður hins þrönga og lokaða flokkavalds, friður til varnar völdum og hagsmunum.“Sagan endurtaki sig Þorgerður segir að þessi orð Vilmundar eiga merkilega mikla samsvörun við nútímann. „Já, sagan á það til að endurtaka sig - og nú, 35 árum eftir ræðu Vilmundar, vilja margir meina að aftur hafi náðst sögulegar sættir andstæðra póla í pólitík. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur eru saman í ríkisstjórn,- sú saga er auðvitað ekki ný undir nálinni og heldur nú áfram í boði Vinstri Grænna. Enda er ekki laust við að ákveðinn afsökunartónn hafi þess vegna verið sleginn í stefnuræðu hæstvirts forsætisráðherra,“ sagði Þorgerður Katrín. „En vissulega er pólitískt landslag eilítið sérkennilegt þessa dagana; það er vel skiljanlegt að kallað sé eftir breyttum áherslum í pólitík, krafa um að flokkar geti starfað saman þvert á flokkslínur. Við erum öll orðin þreytt á þessu og kannski þess vegna er mögulega auðveldara að selja okkur hugmyndina um rótgrónu flokkana sem geta verið svo sorglega fyrirsjáanlegir. Allt á að gera fyrir alla - alls ekki rugga neinum bát - allra síst ef það kallar á umbætur eða kerfisbreytingar, hvað þá hjá besta vini aðal.“Prinsipp hafi verið brotin Hún sagði að þrátt fyrir að pólitísk ró og friður á þingi sé af hinum góða sé mikilvægt að hafa augun opin og sofna ekki á verðinum. „Við megum ekki gleyma því hvers vegna við stöndum hér í dag. Hvers vegna við erum að bjóða nýja ríkisstjórn velkomna nú í annað sinn á innan við ári. Við getum ekki horft framhjá þeirri ástæðu né sett pottlokið á önnur þau mál sem stjórnarflokkarnir eiga erfitt með að leysa sín á milli - og - við skulum muna til hvers vegna við stígum yfir höfuð út í pólitík.“ Hún nefndi að langflestir fari út í pólitík af hugsjón, allir á þingi vilji leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag. „Og þá reynir oft á hugsjónirnar - prinsippin. Þetta ár er ágætt dæmi um það því dæmin eru mýmörg. Þegar stór orð ýmissa þingmanna fyrr á árinu eru skoðuð, - þá í minnihluta og sumir hverjir í dag ráðherrar, er ljóst að hugsjónir hafa vikið, prinsipp hafi verið brotin á síðustu vikum. Það er hægt að kalla þetta hvað sem er, málamiðlanir, tilslakanir eða hvað annað en prinsipp hafa verið brotin. Framhjá því verður ekki litið.“ Hún velti jafnframt upp spurningunni um hvernig samfélag þingheimur vilji skapa. „Í mínum huga er það ekki samfélag sem samþykkir ofbeldi og valdbeitingu né er það samfélag þar sem gagnsæi er lítið og setið er á skýrslum, minnisblöðum, upplýsingum. Eftir MeToo byltinguna hljótum við hér í þinginu að vera sammála um mikilvægi þess að ráðast að rótum vandans og uppræta það kerfislæga samfélagsmein sem hefur fengið að grassera allt of lengi. Við verðum að spyrja hvað við getum lagt af mörkum í þeirri baráttu og þar þarf ríkisstjórnin að gera meira en sýna vinalegan lit.“Stolt af Katrínu í forsætisráðuneytinu Þorgerður sagðist þó hafa þá trú að fólk megi aldrei glata gleði eða bjartsýni og tók það fram að hún sé stolt af því að Katrín Jakobsdóttir sé orðin forsætisráðherra. Hún vonist til þess að henni takist að taka utan um stjórnarflokkana og samfélagið allt. „Væntingarnar eru vissulega miklar samhliða ábyrgð en seta í ríkisstjórn á ekki sjálfkrafa að vera innan þægindarammans. Við vitum líka að myndin af ríkisstjórninni væri auðvitað mjög frábrugðin ef annar einstaklingur frá Vinstri grænum gegndi þessu sama embætti. Það sjá allir. Þessi stjórn hefði þá ekki orðið að veruleika og því má spyrja hversu stórt hlutverk málefnin leika í raun og veru. Fyrir ríkisstjórnarflokkana voru stjórnarmyndunarviðræðurnar því að vissu leyti ákveðnir Hungurleikar; það að lifa af í stjórnmálum.“ Hún sagðist hafa mikla trú á Katrínu Jakobsdóttur og hennar störfum. Hún vilji þess vegna gjarnan gefa nýrri ríkisstjórn tækifæri á að sanna sig og sýna fram á að sagan endurtaki sig ekki. „Að friðurinn sem verið er að bjóða sé fyrir þjóðina alla en ekki til varnar völdum og hagsmunum, líkt og Vilmundur orðaði það. Sjálfri finnst mér þetta áhugaverð tilraun til samvinnu; fyrir ríkisstjórnarflokkana og okkur öll sem lifum og hrærumst í hinum pólitíska veruleika. Tækifærin eru vissulega til staðar. Ríkisstjórnin tekur við góðu búi og hefur alla möguleika á að gera landið okkar og samfélag enn betra. Við í Viðreisn munum einsetja okkur að halda uppi málefnalegri stjórnarandstöðu, styðja við góð mál, fylgja sannfæringu okkar og tala fyrir grundvallarhugsjónum Viðreisnar.“
Alþingi Tengdar fréttir Söguskoðun Sigmundar merkileg Fjármálaráðherra segir að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. 14. desember 2017 20:30 „Þetta er kerfisstjórn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að "pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. 14. desember 2017 20:17 Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. 14. desember 2017 20:15 Tími til að horfast í augu við grundvallarspurningar um gagnsemi ýmissa kerfa Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segist hafa áhyggjur af því að Vinstri græn hafi vanmetið hvað sé þjóðfélaginu sem heild til heilla til lengri tíma með því að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda. 14. desember 2017 20:36 "Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00 Oft betra að taka krók á leiðinni ef mikið ber á milli til að ná farsælli sátt Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að góð niðurstaða sem náist í samtali fleiri flokka haldi til lengri tíma og stuðli um leið að meiri sátt í samfélaginu. 14. desember 2017 21:06 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Söguskoðun Sigmundar merkileg Fjármálaráðherra segir að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. 14. desember 2017 20:30
„Þetta er kerfisstjórn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að "pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. 14. desember 2017 20:17
Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. 14. desember 2017 20:15
Tími til að horfast í augu við grundvallarspurningar um gagnsemi ýmissa kerfa Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segist hafa áhyggjur af því að Vinstri græn hafi vanmetið hvað sé þjóðfélaginu sem heild til heilla til lengri tíma með því að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda. 14. desember 2017 20:36
"Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00
Oft betra að taka krók á leiðinni ef mikið ber á milli til að ná farsælli sátt Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að góð niðurstaða sem náist í samtali fleiri flokka haldi til lengri tíma og stuðli um leið að meiri sátt í samfélaginu. 14. desember 2017 21:06