„Seta í ríkisstjórn á ekki sjálfkrafa að vera innan þægindarammans“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2017 21:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Vísir/Eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist vilja gefa nýrri ríkisstjórn færi á að sanna sig og sýna fram á að sagan endurtaki sig ekki. Hún segir að tækifærin séu til staðar og að ríkisstjórnin taki við góðu búi. Viðreisn muni einsetja sér að halda uppi málefnalegri stjórnarandstöðu og styðja við góð mál. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínar í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Þar rifjaði Þorgerður upp 35 ára gömul ummæli Vilmundar Gylfasonar í ræðu um vantraust á ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen þar sem hann sagði meðal annars: „Núverandi ríkisstjórn stendur fyrir frið. Hún stendur fyrir þær sögulegu sættir sem Morgunblaðið boðaði á sinni tíð. Þar eru Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. [...] En friðurinn í núverandi hæstvirtri ríkisstjórn er friður utan um ekki neitt. Þetta er friður hins þrönga og lokaða flokkavalds, friður til varnar völdum og hagsmunum.“Sagan endurtaki sig Þorgerður segir að þessi orð Vilmundar eiga merkilega mikla samsvörun við nútímann. „Já, sagan á það til að endurtaka sig - og nú, 35 árum eftir ræðu Vilmundar, vilja margir meina að aftur hafi náðst sögulegar sættir andstæðra póla í pólitík. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur eru saman í ríkisstjórn,- sú saga er auðvitað ekki ný undir nálinni og heldur nú áfram í boði Vinstri Grænna. Enda er ekki laust við að ákveðinn afsökunartónn hafi þess vegna verið sleginn í stefnuræðu hæstvirts forsætisráðherra,“ sagði Þorgerður Katrín. „En vissulega er pólitískt landslag eilítið sérkennilegt þessa dagana; það er vel skiljanlegt að kallað sé eftir breyttum áherslum í pólitík, krafa um að flokkar geti starfað saman þvert á flokkslínur. Við erum öll orðin þreytt á þessu og kannski þess vegna er mögulega auðveldara að selja okkur hugmyndina um rótgrónu flokkana sem geta verið svo sorglega fyrirsjáanlegir. Allt á að gera fyrir alla - alls ekki rugga neinum bát - allra síst ef það kallar á umbætur eða kerfisbreytingar, hvað þá hjá besta vini aðal.“Prinsipp hafi verið brotin Hún sagði að þrátt fyrir að pólitísk ró og friður á þingi sé af hinum góða sé mikilvægt að hafa augun opin og sofna ekki á verðinum. „Við megum ekki gleyma því hvers vegna við stöndum hér í dag. Hvers vegna við erum að bjóða nýja ríkisstjórn velkomna nú í annað sinn á innan við ári. Við getum ekki horft framhjá þeirri ástæðu né sett pottlokið á önnur þau mál sem stjórnarflokkarnir eiga erfitt með að leysa sín á milli - og - við skulum muna til hvers vegna við stígum yfir höfuð út í pólitík.“ Hún nefndi að langflestir fari út í pólitík af hugsjón, allir á þingi vilji leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag. „Og þá reynir oft á hugsjónirnar - prinsippin. Þetta ár er ágætt dæmi um það því dæmin eru mýmörg. Þegar stór orð ýmissa þingmanna fyrr á árinu eru skoðuð, - þá í minnihluta og sumir hverjir í dag ráðherrar, er ljóst að hugsjónir hafa vikið, prinsipp hafi verið brotin á síðustu vikum. Það er hægt að kalla þetta hvað sem er, málamiðlanir, tilslakanir eða hvað annað en prinsipp hafa verið brotin. Framhjá því verður ekki litið.“ Hún velti jafnframt upp spurningunni um hvernig samfélag þingheimur vilji skapa. „Í mínum huga er það ekki samfélag sem samþykkir ofbeldi og valdbeitingu né er það samfélag þar sem gagnsæi er lítið og setið er á skýrslum, minnisblöðum, upplýsingum. Eftir MeToo byltinguna hljótum við hér í þinginu að vera sammála um mikilvægi þess að ráðast að rótum vandans og uppræta það kerfislæga samfélagsmein sem hefur fengið að grassera allt of lengi. Við verðum að spyrja hvað við getum lagt af mörkum í þeirri baráttu og þar þarf ríkisstjórnin að gera meira en sýna vinalegan lit.“Stolt af Katrínu í forsætisráðuneytinu Þorgerður sagðist þó hafa þá trú að fólk megi aldrei glata gleði eða bjartsýni og tók það fram að hún sé stolt af því að Katrín Jakobsdóttir sé orðin forsætisráðherra. Hún vonist til þess að henni takist að taka utan um stjórnarflokkana og samfélagið allt. „Væntingarnar eru vissulega miklar samhliða ábyrgð en seta í ríkisstjórn á ekki sjálfkrafa að vera innan þægindarammans. Við vitum líka að myndin af ríkisstjórninni væri auðvitað mjög frábrugðin ef annar einstaklingur frá Vinstri grænum gegndi þessu sama embætti. Það sjá allir. Þessi stjórn hefði þá ekki orðið að veruleika og því má spyrja hversu stórt hlutverk málefnin leika í raun og veru. Fyrir ríkisstjórnarflokkana voru stjórnarmyndunarviðræðurnar því að vissu leyti ákveðnir Hungurleikar; það að lifa af í stjórnmálum.“ Hún sagðist hafa mikla trú á Katrínu Jakobsdóttur og hennar störfum. Hún vilji þess vegna gjarnan gefa nýrri ríkisstjórn tækifæri á að sanna sig og sýna fram á að sagan endurtaki sig ekki. „Að friðurinn sem verið er að bjóða sé fyrir þjóðina alla en ekki til varnar völdum og hagsmunum, líkt og Vilmundur orðaði það. Sjálfri finnst mér þetta áhugaverð tilraun til samvinnu; fyrir ríkisstjórnarflokkana og okkur öll sem lifum og hrærumst í hinum pólitíska veruleika. Tækifærin eru vissulega til staðar. Ríkisstjórnin tekur við góðu búi og hefur alla möguleika á að gera landið okkar og samfélag enn betra. Við í Viðreisn munum einsetja okkur að halda uppi málefnalegri stjórnarandstöðu, styðja við góð mál, fylgja sannfæringu okkar og tala fyrir grundvallarhugsjónum Viðreisnar.“ Alþingi Tengdar fréttir Söguskoðun Sigmundar merkileg Fjármálaráðherra segir að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. 14. desember 2017 20:30 „Þetta er kerfisstjórn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að "pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. 14. desember 2017 20:17 Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. 14. desember 2017 20:15 Tími til að horfast í augu við grundvallarspurningar um gagnsemi ýmissa kerfa Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segist hafa áhyggjur af því að Vinstri græn hafi vanmetið hvað sé þjóðfélaginu sem heild til heilla til lengri tíma með því að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda. 14. desember 2017 20:36 "Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00 Oft betra að taka krók á leiðinni ef mikið ber á milli til að ná farsælli sátt Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að góð niðurstaða sem náist í samtali fleiri flokka haldi til lengri tíma og stuðli um leið að meiri sátt í samfélaginu. 14. desember 2017 21:06 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist vilja gefa nýrri ríkisstjórn færi á að sanna sig og sýna fram á að sagan endurtaki sig ekki. Hún segir að tækifærin séu til staðar og að ríkisstjórnin taki við góðu búi. Viðreisn muni einsetja sér að halda uppi málefnalegri stjórnarandstöðu og styðja við góð mál. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínar í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Þar rifjaði Þorgerður upp 35 ára gömul ummæli Vilmundar Gylfasonar í ræðu um vantraust á ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen þar sem hann sagði meðal annars: „Núverandi ríkisstjórn stendur fyrir frið. Hún stendur fyrir þær sögulegu sættir sem Morgunblaðið boðaði á sinni tíð. Þar eru Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. [...] En friðurinn í núverandi hæstvirtri ríkisstjórn er friður utan um ekki neitt. Þetta er friður hins þrönga og lokaða flokkavalds, friður til varnar völdum og hagsmunum.“Sagan endurtaki sig Þorgerður segir að þessi orð Vilmundar eiga merkilega mikla samsvörun við nútímann. „Já, sagan á það til að endurtaka sig - og nú, 35 árum eftir ræðu Vilmundar, vilja margir meina að aftur hafi náðst sögulegar sættir andstæðra póla í pólitík. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur eru saman í ríkisstjórn,- sú saga er auðvitað ekki ný undir nálinni og heldur nú áfram í boði Vinstri Grænna. Enda er ekki laust við að ákveðinn afsökunartónn hafi þess vegna verið sleginn í stefnuræðu hæstvirts forsætisráðherra,“ sagði Þorgerður Katrín. „En vissulega er pólitískt landslag eilítið sérkennilegt þessa dagana; það er vel skiljanlegt að kallað sé eftir breyttum áherslum í pólitík, krafa um að flokkar geti starfað saman þvert á flokkslínur. Við erum öll orðin þreytt á þessu og kannski þess vegna er mögulega auðveldara að selja okkur hugmyndina um rótgrónu flokkana sem geta verið svo sorglega fyrirsjáanlegir. Allt á að gera fyrir alla - alls ekki rugga neinum bát - allra síst ef það kallar á umbætur eða kerfisbreytingar, hvað þá hjá besta vini aðal.“Prinsipp hafi verið brotin Hún sagði að þrátt fyrir að pólitísk ró og friður á þingi sé af hinum góða sé mikilvægt að hafa augun opin og sofna ekki á verðinum. „Við megum ekki gleyma því hvers vegna við stöndum hér í dag. Hvers vegna við erum að bjóða nýja ríkisstjórn velkomna nú í annað sinn á innan við ári. Við getum ekki horft framhjá þeirri ástæðu né sett pottlokið á önnur þau mál sem stjórnarflokkarnir eiga erfitt með að leysa sín á milli - og - við skulum muna til hvers vegna við stígum yfir höfuð út í pólitík.“ Hún nefndi að langflestir fari út í pólitík af hugsjón, allir á þingi vilji leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag. „Og þá reynir oft á hugsjónirnar - prinsippin. Þetta ár er ágætt dæmi um það því dæmin eru mýmörg. Þegar stór orð ýmissa þingmanna fyrr á árinu eru skoðuð, - þá í minnihluta og sumir hverjir í dag ráðherrar, er ljóst að hugsjónir hafa vikið, prinsipp hafi verið brotin á síðustu vikum. Það er hægt að kalla þetta hvað sem er, málamiðlanir, tilslakanir eða hvað annað en prinsipp hafa verið brotin. Framhjá því verður ekki litið.“ Hún velti jafnframt upp spurningunni um hvernig samfélag þingheimur vilji skapa. „Í mínum huga er það ekki samfélag sem samþykkir ofbeldi og valdbeitingu né er það samfélag þar sem gagnsæi er lítið og setið er á skýrslum, minnisblöðum, upplýsingum. Eftir MeToo byltinguna hljótum við hér í þinginu að vera sammála um mikilvægi þess að ráðast að rótum vandans og uppræta það kerfislæga samfélagsmein sem hefur fengið að grassera allt of lengi. Við verðum að spyrja hvað við getum lagt af mörkum í þeirri baráttu og þar þarf ríkisstjórnin að gera meira en sýna vinalegan lit.“Stolt af Katrínu í forsætisráðuneytinu Þorgerður sagðist þó hafa þá trú að fólk megi aldrei glata gleði eða bjartsýni og tók það fram að hún sé stolt af því að Katrín Jakobsdóttir sé orðin forsætisráðherra. Hún vonist til þess að henni takist að taka utan um stjórnarflokkana og samfélagið allt. „Væntingarnar eru vissulega miklar samhliða ábyrgð en seta í ríkisstjórn á ekki sjálfkrafa að vera innan þægindarammans. Við vitum líka að myndin af ríkisstjórninni væri auðvitað mjög frábrugðin ef annar einstaklingur frá Vinstri grænum gegndi þessu sama embætti. Það sjá allir. Þessi stjórn hefði þá ekki orðið að veruleika og því má spyrja hversu stórt hlutverk málefnin leika í raun og veru. Fyrir ríkisstjórnarflokkana voru stjórnarmyndunarviðræðurnar því að vissu leyti ákveðnir Hungurleikar; það að lifa af í stjórnmálum.“ Hún sagðist hafa mikla trú á Katrínu Jakobsdóttur og hennar störfum. Hún vilji þess vegna gjarnan gefa nýrri ríkisstjórn tækifæri á að sanna sig og sýna fram á að sagan endurtaki sig ekki. „Að friðurinn sem verið er að bjóða sé fyrir þjóðina alla en ekki til varnar völdum og hagsmunum, líkt og Vilmundur orðaði það. Sjálfri finnst mér þetta áhugaverð tilraun til samvinnu; fyrir ríkisstjórnarflokkana og okkur öll sem lifum og hrærumst í hinum pólitíska veruleika. Tækifærin eru vissulega til staðar. Ríkisstjórnin tekur við góðu búi og hefur alla möguleika á að gera landið okkar og samfélag enn betra. Við í Viðreisn munum einsetja okkur að halda uppi málefnalegri stjórnarandstöðu, styðja við góð mál, fylgja sannfæringu okkar og tala fyrir grundvallarhugsjónum Viðreisnar.“
Alþingi Tengdar fréttir Söguskoðun Sigmundar merkileg Fjármálaráðherra segir að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. 14. desember 2017 20:30 „Þetta er kerfisstjórn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að "pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. 14. desember 2017 20:17 Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. 14. desember 2017 20:15 Tími til að horfast í augu við grundvallarspurningar um gagnsemi ýmissa kerfa Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segist hafa áhyggjur af því að Vinstri græn hafi vanmetið hvað sé þjóðfélaginu sem heild til heilla til lengri tíma með því að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda. 14. desember 2017 20:36 "Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00 Oft betra að taka krók á leiðinni ef mikið ber á milli til að ná farsælli sátt Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að góð niðurstaða sem náist í samtali fleiri flokka haldi til lengri tíma og stuðli um leið að meiri sátt í samfélaginu. 14. desember 2017 21:06 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Sjá meira
Söguskoðun Sigmundar merkileg Fjármálaráðherra segir að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. 14. desember 2017 20:30
„Þetta er kerfisstjórn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að "pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. 14. desember 2017 20:17
Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. 14. desember 2017 20:15
Tími til að horfast í augu við grundvallarspurningar um gagnsemi ýmissa kerfa Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segist hafa áhyggjur af því að Vinstri græn hafi vanmetið hvað sé þjóðfélaginu sem heild til heilla til lengri tíma með því að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda. 14. desember 2017 20:36
"Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00
Oft betra að taka krók á leiðinni ef mikið ber á milli til að ná farsælli sátt Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að góð niðurstaða sem náist í samtali fleiri flokka haldi til lengri tíma og stuðli um leið að meiri sátt í samfélaginu. 14. desember 2017 21:06