Sýru, hass og heróín, háskasveppi, kókaín ... Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2017 11:53 Dr. Ragnar Ingi les í bók sinni. Á aðventu er gaman að rýna í nýjustu bóksölulista og ef að er gáð kemur á daginn að efst á lista yfir mest seldu ljóðabækurnar er Gamanvísnabókin. Sem ætti að færa okkur heim sanninn um að ferskeytlan, þetta forna ljóðform sem hefur verið Íslendingum hugleikin aftur í aldir, lifir góðu lífi. Það er hinn afar vinsæli kennari til fjölda ára og fræðimaður, Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku Jökuldal, doktor í bragfræðum, sem tók saman. Þarna er safn fyndnustu, snjöllustu og furðulegustu vísum sem samdar hafa verð af íslenskum hagyrðingum, hvorki meira né minna. Vísir birtir hér nokkrar þessara vísna, lesendum til skemmtunar: Að skilnaði mælti’ hún „I miss you so much that I now have to kiss you!“ – En mér fannst það alls ekkert issue og afhenti konunni tissue.Bjarki Karlsson ... Í janúar svo Jón og Gerður jóla-VISA-reikning fá. Ekki víst hvort alltaf verður afskaplega gaman þá.Hjálmar FreysteinssonHreingerning Ef á að þvo, þá það.Bjarni Hafþór Helgason Þetta mun vera stysta vísa sem gerð hefur verið miðað við að hér eru stuðlar, höfuð- stafir og rím, allt samkvæmt reglunum og merkingarlegt innihald hennar er þar að auki skýrt og skilmerkilegt. ... Brúnegg koma í búðirnar, búist er við góðri sölu; horuðustu hænurnar hafa skipt um kennitölu.Hjálmar Freysteinsson ... Merkilegt hve málfarssviðið margir teygja breitt og vítt; nautahakkið þitt er þiðið; þér hefur sjálfsagt verið rítt.Björn IngólfssonHöfundur kom í kjötbúð og bað um frosið nautahakk en stúlkan sem afgreiddi sagði að því miður þá væri allt nautahakkið þiðið (í stað þess að segja þítt). ... Þó að napur næði á kinn norðan gjóstur, ekki trassar útburðinn Ársæll póstur.Hjálmar Freysteinsson Vísan er ort eftir að í ljós kom að Ársæll Valfells háskólakennari hafði farið með umslag fyrir Gunnar Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og sett í póstkassa DV. Í umslaginu voru upplýsingar sem Gunnar var að leka til DV. ... Oft smellti Guðmundur (Gummi) á Geirríði kossunum (slummi) en hann var (með sanni) harðgiftur (manni) sem heitir víst Hrafn (eða Krummi).Bjarki Karlsson ... Ungur var hann efni í mann, orti strax á koppnum. Það má segja þetta um hann: Þá var hann á toppnum.Bjarni Stefán KonráðssonLeiðsögumaður hugsar til sumarsins Þegar völlur þornar senn og þokar mjöll af grundum, upp á fjöll og ferðamenn fer ég öllum stundum.Jón Ingvar Jónsson ... Það er almenningsálit í sveitinni að ást séra Marteins á geitinni honum síst megi lá þegar litið er á hve lík hún er Jórunni heitinniJóhann S. Hannesson ... Ýmislegt ég yrkja kann; á því hef ég lag. Skýrslu fyrir skattstjórann skáldaði ég í dag.Hjálmar FreysteinssonHeilræðavísa í anda Hallgríms Péturssonar Sýru, hass og heróín, háskasveppi, kókaín, sprittið, tóbak, spítt og vín spara skaltu vina mín.Helgi Zimsen Tengdar fréttir Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Á aðventu er gaman að rýna í nýjustu bóksölulista og ef að er gáð kemur á daginn að efst á lista yfir mest seldu ljóðabækurnar er Gamanvísnabókin. Sem ætti að færa okkur heim sanninn um að ferskeytlan, þetta forna ljóðform sem hefur verið Íslendingum hugleikin aftur í aldir, lifir góðu lífi. Það er hinn afar vinsæli kennari til fjölda ára og fræðimaður, Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku Jökuldal, doktor í bragfræðum, sem tók saman. Þarna er safn fyndnustu, snjöllustu og furðulegustu vísum sem samdar hafa verð af íslenskum hagyrðingum, hvorki meira né minna. Vísir birtir hér nokkrar þessara vísna, lesendum til skemmtunar: Að skilnaði mælti’ hún „I miss you so much that I now have to kiss you!“ – En mér fannst það alls ekkert issue og afhenti konunni tissue.Bjarki Karlsson ... Í janúar svo Jón og Gerður jóla-VISA-reikning fá. Ekki víst hvort alltaf verður afskaplega gaman þá.Hjálmar FreysteinssonHreingerning Ef á að þvo, þá það.Bjarni Hafþór Helgason Þetta mun vera stysta vísa sem gerð hefur verið miðað við að hér eru stuðlar, höfuð- stafir og rím, allt samkvæmt reglunum og merkingarlegt innihald hennar er þar að auki skýrt og skilmerkilegt. ... Brúnegg koma í búðirnar, búist er við góðri sölu; horuðustu hænurnar hafa skipt um kennitölu.Hjálmar Freysteinsson ... Merkilegt hve málfarssviðið margir teygja breitt og vítt; nautahakkið þitt er þiðið; þér hefur sjálfsagt verið rítt.Björn IngólfssonHöfundur kom í kjötbúð og bað um frosið nautahakk en stúlkan sem afgreiddi sagði að því miður þá væri allt nautahakkið þiðið (í stað þess að segja þítt). ... Þó að napur næði á kinn norðan gjóstur, ekki trassar útburðinn Ársæll póstur.Hjálmar Freysteinsson Vísan er ort eftir að í ljós kom að Ársæll Valfells háskólakennari hafði farið með umslag fyrir Gunnar Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og sett í póstkassa DV. Í umslaginu voru upplýsingar sem Gunnar var að leka til DV. ... Oft smellti Guðmundur (Gummi) á Geirríði kossunum (slummi) en hann var (með sanni) harðgiftur (manni) sem heitir víst Hrafn (eða Krummi).Bjarki Karlsson ... Ungur var hann efni í mann, orti strax á koppnum. Það má segja þetta um hann: Þá var hann á toppnum.Bjarni Stefán KonráðssonLeiðsögumaður hugsar til sumarsins Þegar völlur þornar senn og þokar mjöll af grundum, upp á fjöll og ferðamenn fer ég öllum stundum.Jón Ingvar Jónsson ... Það er almenningsálit í sveitinni að ást séra Marteins á geitinni honum síst megi lá þegar litið er á hve lík hún er Jórunni heitinniJóhann S. Hannesson ... Ýmislegt ég yrkja kann; á því hef ég lag. Skýrslu fyrir skattstjórann skáldaði ég í dag.Hjálmar FreysteinssonHeilræðavísa í anda Hallgríms Péturssonar Sýru, hass og heróín, háskasveppi, kókaín, sprittið, tóbak, spítt og vín spara skaltu vina mín.Helgi Zimsen
Tengdar fréttir Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06