„Það eru margir kostir við þetta meðferðarúrræði umfram hefðbundna sálfræðimeðferð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. janúar 2018 17:00 Tanja Dögg Björnsdóttir ætlar að hjálpa fólki á netinu að takast á við vægan kvíða og þunglyndi. Vísir/Eyþór Tanja Dögg Björnsdóttir sálfræðingur hjá Domus Mentis opnar á næstu mánuðum vefsíðuna Mín líðan sem mun bjóða upp á sálfræðimeðferð á netinu við einkennum kvíða og þunglyndis. Verkefnið hlaut á dögunum sprotastyrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís en hefur einnig fengið fleiri styrki, þar á meðal frá Velferðarráðuneytinu. „Í vor skrifaði ég undir samstarfssamning við Velferðarráðuneytið og hlaut líka styrk.“ Þægilegt meðferðarúrræði Tanja Dögg segir að samstarfið við Velferðarráðuneytið felist meðal annars í því að fyrirtækið mun gefa ráðuneytinu tölfræðiupplýsingar um þá sem nýta sér þessa sálfræðimeðferð, á hvaða aldri einstaklingarnir eru, hvort fólk á landsbyggðinni nýti sér frekar þjónustuna og svo framvegis. Tanja Dögg útskrifaðist sem sálfræðingur árið 2015 og fékk hún hugmyndina að þessu verkefni þegar hún var í námi. „Þá fór ég að sjá hvað þetta er algengt meðferðarúrræði í öðrum löndum og að þetta vantaði hér á Íslandi.“ Mín líðan meðferðarúrræðið er á forvarnar- og frumstigi geðheilbrigðisþjónustu þar sem lögð er áhersla á geðfræðslu, kennslu hagnýtra aðferða hugrænnar atferlismeðferðar, gagnvirkar æfingar auk þess sem sjúklingarnir fá einstaklingsmiðaða endurgjöf á verkefni og gagnvirkar æfingar frá sálfræðingi. Markmiðið með verkefninu er aukið aðgengi að hagkvæmri sálfræðiþjónustu. "Meðferðin hentar í raun og veru bara öllum sem hafa næga tölvuþekkingu,“ segir Tanja um meðferðarúrræðið.Vísir/Getty „Þetta er auðvitað ótrúlega þægileg leið til þess að fá sálfræðimeðferð. Það eru margir kostir við þetta meðferðarúrræði umfram hefðbundna sálfræðimeðferð. Meðal annars er þetta ódýrari meðferð en þú færð mikið fyrir peninginn.“ Tanja segir að hefðbundin sálfræðimeðferð á stofu sé um tíu til tuttugu viðtöl og kosti yfirleitt á bilinu tólf til fimmtán þúsund krónur hver tími. „Þannig að það er mjög kostnaðarsamt að leita sér hjálpar. Ég tel að þetta meðferðarúrræði muni hvetja fleiri til að leita sér hjálpar við vægari einkennum þunglyndis og kvíða.“ Meðferðin sem Tanja ætlar að bjóða upp á mun kosta brot af því verði. Tíu tíma meðferð mun jafnvel kosta þriðjung af þeirri upphæð sem þyrfti að borga fyrir sálfræðimeðferð á stofu. Vonar Tanja að þetta gefi fleirum tækifæri til að leita til sálfræðings. Hvar og hvenær sem er „Kosturinn við þetta meðferðarúrræði er að það er enginn biðtími svo hægt er að hefja meðferð hvenær sem er. Þetta er líka mjög aðgengilegt fyrir fólk, því þú getur sinnt meðferðinni hvar og hvenær sem er.“ Þessi meðferð ætti því að henta vel þeim sem ekki hafa greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu. „Til dæmis þeir sem búa úti á landi þar sem aðgangur að sálfræðiþjónustu er takmarkaður, eða fólk sem kemst ekki til sálfræðings á dagvinnutíma. Svo er líka kostur að þurfa ekki að taka frí frá vinnu til að mæta, gott er að geta gert þetta frekar heima í rólegheitum.“ Tanja segir að meðferðin sé fyrir fólk með vægan vanda, væg kvíða- og/eða þunglyndiseinkenni. „Þetta fer þannig fram að öll samskipti á milli skjólstæðings og sálfræðings fara fram í gegnum vefsíðu meðferðarinnar.“ Markhópurinn fyrir meðferðarúrræði sem þetta er allir sem hafa aðgang að tölvu og vilja bæta andlega heilsu. „Meðferðin hentar öllum sem hafa næga tölvuþekkingu. Áður en fólk hefur meðferð hjá okkur er því boðið að svara spurningalista til þess að athuga hvort meðferðin henti miðað við alvarleika einkenna.“ Tanja Dögg Björnsdóttir sálfræðingur.Vísir/Eyþór Gagnvirkar æfingar og verkefni Komi í ljós eftir að meðferð er hafin að annað meðferðarúrræði henti betur er skjólstæðingnum þá vísað áfram á annan stað. Fólk hittir ekki sálfræðinginn eða sér hann augliti til auglitis heldur er aðeins um netsamskipti að ræða. „Meðferðin er tíu meðferðartímar og er miðað við að skjólstæðingurinn taki einn tíma á viku. Við erum bæði með æfingar sem eru gagnvirkar og svo erum við með verkefni sem skjólstæðingur fær endurgjöf á innan tveggja til þriggja daga frá því hann skilar inn. Skjólstæðingurinn getur líka alltaf átt í samskiptum við sinn sálfræðing í gegnum heimasvæði meðferðarinnar, ef hann á í vandræðum eða þarf stuðning.“ Tanja verður sennilega eini sálfræðingurinn á síðunni þegar hún opnar. Hún ætlar þó að ráða mjög fljótlega einn til tvo sálfræðinga með sér. Stefnt er á að opna síðuna 1. mars næstkomandi. Sveinn Óskar Hafliðason hagfræðingur og unnusti Tönju hefur hjálpað henni mikið með verkefnið og „viðskiptahliðina á þessu öllu saman.“ Það er gífurlega mikil vinna sem fer í að koma svona meðferð af stað og eru nú komin rúmlega tvö ár síðan Tanja fékk þessa hugmynd. „Ég byrjaði að vinna að henni haustið 2015. Eg fór á námskeiðið Brautargengi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem er fyrir konur sem vilja þróa eigin viðskiptahugmynd. Síðan þá hef ég verið að búa til þessar meðferðir.“ Hvað er hugræn atferlismeðferð? Hugræn atferlismeðferð (HAM) er ein algengasta gagnreynda sálfræðimeðferðin við þunglyndi og kvíða og hefur verið notuð í mörg ár með góðum árangri. Meðferðin byggir á árangursríkum, vísindalegum aðferðum sem snúast um að kenna fólki nýjar leiðir til að takast á við andlega vanlíðan. Í hugrænni atferlismeðferð lærir þú að draga úr vanlíðan með því að breyta hvernig þú hugsar og hegðar þér. Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Sjá meira
Tanja Dögg Björnsdóttir sálfræðingur hjá Domus Mentis opnar á næstu mánuðum vefsíðuna Mín líðan sem mun bjóða upp á sálfræðimeðferð á netinu við einkennum kvíða og þunglyndis. Verkefnið hlaut á dögunum sprotastyrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís en hefur einnig fengið fleiri styrki, þar á meðal frá Velferðarráðuneytinu. „Í vor skrifaði ég undir samstarfssamning við Velferðarráðuneytið og hlaut líka styrk.“ Þægilegt meðferðarúrræði Tanja Dögg segir að samstarfið við Velferðarráðuneytið felist meðal annars í því að fyrirtækið mun gefa ráðuneytinu tölfræðiupplýsingar um þá sem nýta sér þessa sálfræðimeðferð, á hvaða aldri einstaklingarnir eru, hvort fólk á landsbyggðinni nýti sér frekar þjónustuna og svo framvegis. Tanja Dögg útskrifaðist sem sálfræðingur árið 2015 og fékk hún hugmyndina að þessu verkefni þegar hún var í námi. „Þá fór ég að sjá hvað þetta er algengt meðferðarúrræði í öðrum löndum og að þetta vantaði hér á Íslandi.“ Mín líðan meðferðarúrræðið er á forvarnar- og frumstigi geðheilbrigðisþjónustu þar sem lögð er áhersla á geðfræðslu, kennslu hagnýtra aðferða hugrænnar atferlismeðferðar, gagnvirkar æfingar auk þess sem sjúklingarnir fá einstaklingsmiðaða endurgjöf á verkefni og gagnvirkar æfingar frá sálfræðingi. Markmiðið með verkefninu er aukið aðgengi að hagkvæmri sálfræðiþjónustu. "Meðferðin hentar í raun og veru bara öllum sem hafa næga tölvuþekkingu,“ segir Tanja um meðferðarúrræðið.Vísir/Getty „Þetta er auðvitað ótrúlega þægileg leið til þess að fá sálfræðimeðferð. Það eru margir kostir við þetta meðferðarúrræði umfram hefðbundna sálfræðimeðferð. Meðal annars er þetta ódýrari meðferð en þú færð mikið fyrir peninginn.“ Tanja segir að hefðbundin sálfræðimeðferð á stofu sé um tíu til tuttugu viðtöl og kosti yfirleitt á bilinu tólf til fimmtán þúsund krónur hver tími. „Þannig að það er mjög kostnaðarsamt að leita sér hjálpar. Ég tel að þetta meðferðarúrræði muni hvetja fleiri til að leita sér hjálpar við vægari einkennum þunglyndis og kvíða.“ Meðferðin sem Tanja ætlar að bjóða upp á mun kosta brot af því verði. Tíu tíma meðferð mun jafnvel kosta þriðjung af þeirri upphæð sem þyrfti að borga fyrir sálfræðimeðferð á stofu. Vonar Tanja að þetta gefi fleirum tækifæri til að leita til sálfræðings. Hvar og hvenær sem er „Kosturinn við þetta meðferðarúrræði er að það er enginn biðtími svo hægt er að hefja meðferð hvenær sem er. Þetta er líka mjög aðgengilegt fyrir fólk, því þú getur sinnt meðferðinni hvar og hvenær sem er.“ Þessi meðferð ætti því að henta vel þeim sem ekki hafa greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu. „Til dæmis þeir sem búa úti á landi þar sem aðgangur að sálfræðiþjónustu er takmarkaður, eða fólk sem kemst ekki til sálfræðings á dagvinnutíma. Svo er líka kostur að þurfa ekki að taka frí frá vinnu til að mæta, gott er að geta gert þetta frekar heima í rólegheitum.“ Tanja segir að meðferðin sé fyrir fólk með vægan vanda, væg kvíða- og/eða þunglyndiseinkenni. „Þetta fer þannig fram að öll samskipti á milli skjólstæðings og sálfræðings fara fram í gegnum vefsíðu meðferðarinnar.“ Markhópurinn fyrir meðferðarúrræði sem þetta er allir sem hafa aðgang að tölvu og vilja bæta andlega heilsu. „Meðferðin hentar öllum sem hafa næga tölvuþekkingu. Áður en fólk hefur meðferð hjá okkur er því boðið að svara spurningalista til þess að athuga hvort meðferðin henti miðað við alvarleika einkenna.“ Tanja Dögg Björnsdóttir sálfræðingur.Vísir/Eyþór Gagnvirkar æfingar og verkefni Komi í ljós eftir að meðferð er hafin að annað meðferðarúrræði henti betur er skjólstæðingnum þá vísað áfram á annan stað. Fólk hittir ekki sálfræðinginn eða sér hann augliti til auglitis heldur er aðeins um netsamskipti að ræða. „Meðferðin er tíu meðferðartímar og er miðað við að skjólstæðingurinn taki einn tíma á viku. Við erum bæði með æfingar sem eru gagnvirkar og svo erum við með verkefni sem skjólstæðingur fær endurgjöf á innan tveggja til þriggja daga frá því hann skilar inn. Skjólstæðingurinn getur líka alltaf átt í samskiptum við sinn sálfræðing í gegnum heimasvæði meðferðarinnar, ef hann á í vandræðum eða þarf stuðning.“ Tanja verður sennilega eini sálfræðingurinn á síðunni þegar hún opnar. Hún ætlar þó að ráða mjög fljótlega einn til tvo sálfræðinga með sér. Stefnt er á að opna síðuna 1. mars næstkomandi. Sveinn Óskar Hafliðason hagfræðingur og unnusti Tönju hefur hjálpað henni mikið með verkefnið og „viðskiptahliðina á þessu öllu saman.“ Það er gífurlega mikil vinna sem fer í að koma svona meðferð af stað og eru nú komin rúmlega tvö ár síðan Tanja fékk þessa hugmynd. „Ég byrjaði að vinna að henni haustið 2015. Eg fór á námskeiðið Brautargengi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem er fyrir konur sem vilja þróa eigin viðskiptahugmynd. Síðan þá hef ég verið að búa til þessar meðferðir.“ Hvað er hugræn atferlismeðferð? Hugræn atferlismeðferð (HAM) er ein algengasta gagnreynda sálfræðimeðferðin við þunglyndi og kvíða og hefur verið notuð í mörg ár með góðum árangri. Meðferðin byggir á árangursríkum, vísindalegum aðferðum sem snúast um að kenna fólki nýjar leiðir til að takast á við andlega vanlíðan. Í hugrænni atferlismeðferð lærir þú að draga úr vanlíðan með því að breyta hvernig þú hugsar og hegðar þér.
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Sjá meira